Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 64
SDUNFEST lANSTRAUST ___^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Tálknafjörður: 20 þúsund iítrar af olíu í höfnina Tálknafirfti, 21. nóveraber. ENN ERU afleidingar óveðursins í síðustu viku að koma í Ijós. í dag fóru um 20.000 lítrar af olíu í höfnina vegna þess að olíuleiðsla undir bryggjunni fór í sundur í óveðrinu. Olían er komin út á miðjan fjörð og á fjörur. Olíuleiðslan hefur ekki verið notuð í vikutíma og komu skemmd- irnar því ekki í ljós fyrr en í dag að farið var að dæla á fyrsta bát- 'inn. Olíuafgreiðslan er nokkuð frá bryggjunni. Afgreiðslumaðurinn byrjaði að dæla en sjómennirnir um borð í bátnum, við hinn enda slöngunnar, fengu enga olíu. Gekk þetta svona í smá stund, líklega . 7-8 mínútur, áður en það upp- 210 loÖdýra- leyfi veitt ÞAÐ SEM af er árinu hefur úthlutun- arnefnd loðdýraleyfa veitt 210 loð- dýraleyfl, þar af 177 nýjum aðilum og 33 til stækkunar eldri búa. Þó ljóst sé að ekki fari þeir allir út í loðdýrarækt í haust sýnir þessi ' fjðldi leyfa ábugann fyrir búgrein- inni. Flest leyfi hafa verið veitt í Árnessýslu, 25, Norður-Múlasýslu, 21, Skagafjarðarsýslu, 15, Eyja- fjarðarsýslu, 15, og Suður-Þingeyj- arsýslu, 18. Karl Guðmundsson, sveitarstjóri í Hveragerði til hægri. Karl M. Krist- jánsson, framkvæmdastjóri VIKO, og Björn Einarsson, tæknifræðingur, við borholu skammt frá fyrirhugaðri lóð verksmiðjunnar í Ölfusdal. götvaðist að öll oiían fór í sjóinn um gat á leiðslunni. Varðskip kom hingað í dag og reyndu varðskipsmenn fram í myrkur að hefta útbreiðslu olí- unnar, m.a. með flotgirðingum, en án árangurs enda veður heldur leiðinlegt. Vindur stóð af landi en straumar bera olíuna út. Eru nú komnir flekkir út á miðjan fjörð og talsvert eftir fjörum. Menn frá Siglingamálastofnun eru væntan- legir hingað á morgun, föstudag, og verður þá ákveðið með frekari aðgerðir. Er slæmt að fá olíuna í sjóinn vegna þess að mikill æðarfugl er hér í firðinum. Ekki hefur frést um mikinn fugladauða enn sem komið er, en þó vitað um a.m.k tvær dauðar æðarkollur. -JB Starfsmaður Landgræðslusjóðs með jólatré úr Haukadalnum. Fyrstu jólatrén komin JÓLATRÉSSALA er hafin hjá Landgræðslusjóði þrátt fyrir að enn sé rúmur mánuður til jóla. Fyrstu jólatrén koma úr Haukadalnum, bæði greni og fura. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landgræðslu- sjóði er síðar von á greni frá Danmörku, en auk þess verða til sölu jólatré frá ýmsum stöðum á landinu. SÍS — Hafskip: Ræðst í dag hvort gengið verður til samninga ÞAÐ DRÓST fram á eftirmiðdag í gær að fyrsti fundur fulltrúa Haf- skips, fslenzka skipafélagsins og fulltrúa Sambands íslenskra sam- vinnufélaga um hugsanlega samein- ingu Hafskips og Skipadeildar SÍS hæfisL Fundurinn stóð enn á mið- nætti samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Fundarmenn vörðust allra frétta af gangi viðræðnanna, en búist er við því að síðdegis í dag liggi það fyrir hvort af raunveru- legum samningaviðræðum þessara aðila verður. Verði það ákveðið verður stjórn Sambandsins kvödd saman til fundar á nýjan leik á morgun, þar sem hún mun taka afstöðu til þeirra tillagna sem þeir Erlendur Einarsson, Axel Gísla- son, Þorsteinn Ólafsson og Ómar Jóhannsson munu væntanlega kynna henni, en þeir eru fulltrúar SÍS í bessum viðræðum. Slæmt fyrir önnur skipa- félög ef við töpum okkar fé — segir forstjóri Dan Bunkering í Danmörku en Hafskip skuldar fyrirtækinu verulega fjármum SKIP íslenska skipafélagsins h.f. fá ekki framvegis afgreidda olíu í Danmörku og í fleiri Evr- ópulöndum nema gegn stað- greiðslu. Hafskip skuldar danska olíu- sölufyrirtækinu Dan Bunkering A/S mikið fé og sagði forstjóri þess í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær, að ef fyrirtæki hans tapaði því fé vegna fjár- hagskreppu Hafskips teldi hann víst að það muni hafa verulega slæmar afleiðingar fyrir önnur íslensk skipafélög, sem skipta við Dan Bunkering og fleiri aðila á Norðurlöndum. Nær öll íslensk skipafélög hafa keypt olíu á skip sín af Dan Bunkering, bæði i Danmörku og víðar í Evrópu. Forstjóri Dan Bunkering, West- ergaard-Nielsen, vildi ekki upplýsa hversu mikið fé Hafskip skuldaði fyrirtækinu en sagði að það værn „mjög veruleg upphæð". Hann bætti við að samstarf fyrirtækisins við Hafskip, sem staðið hefði árum saman, hefði álla tíð verið mjög gott og að hann gæti ekkert kvartað yfir því. Westergaard-Nielsen kvað Reisa 130 milljóna kr. verksmiðju í Hveragerði FRAMLEIÐSLA á nýrri tegund veggklæðninga í loft og veggi innan- húss hefst væntanlega í Hveragerði á næsta ári í um 5.000 fermetra verksmiðjuhúsi, sem komið er til landsins og áformað er að reisa á næstunni í Ölfusdal við Hveragerði. Hreppsnefnd Hveragerðis vinnur nú að staðsetningu lóðar fyrir verk- smiðjuna. Það er nýstofnað fyrirtæki, VIKÖ hf., sem stendur að verksmiðj- unni er mun framleiða byggingarein- ingar samkvæmt nýjum framleiðslu- aðferðum þróuðum af Birni Einars- syni tæknifræðingi. Háhitasvæðið við Hveragerði gefur 220 stiga heita gufu, en framleiðslan þarf háhita. Um 20 starfsmenn verða í framleiðslunni, þar sem 60—70% hráefnisins er vikur og reiknað er með fram- leiðslu á 1,2—1,5 millj. ferm. klæðninga á ári fyrir innlendan og erlendan markað. Hlutafé fyrir- tækisins er 25 millj. kr., verksmiðj- an fullbúin kostar um 130 millj. kr. og framleiðsluverðmæti er áætlað 100—110 millj. kr. á ári. „Við reiknum með að vera sam- keppnisfærir við hvaða spóna- og gipsplötur sem er, 6—25 mm þykk- ar í ýmsum stærðum. Aðalstærðin verður 120x250 sm af 12 mm þykk- um plötum, en plöturnar eru bæði skrúfu- og naglheldar, eldþolnar og hafa ýmsa eiginleika sem telj- ast til nýjur.ga,“ sagði Karl M. Kristjánsson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri VIKO hf. Þá er einnig stefnt að annarskonar framleiðslu byggingareininga. Hveragerði varð fyrir valinu vegna háhitans sem þar hefur verið nær ónotaður í borholum í Ölfusdal, en verksmiðjan mun nota um 5 gíga- vattstundir af hitaorku á ári og um 0,5 MW af raforku. Hitaorkan í VIKO-verksmiðjuna verður svip- uð að magni og hitaorkan í öll gróðurhúsin í Hveragerði og raf- magnið um helmingur af þeirri raforku sem Hvergerðingar nota í dag. Unnið hefur verið að staðsetn- ingu verksmiðjunnar í samráði við Orkustofnun og iðnaðarráðuneyt- ið, en landið er í eigu landbúnaðar- ráðuneytisins þótt það heyri undir aðalskipulag Hveragerðishrepps. Að sögn Karls Guðmundssonar sveitarstjóra hefur hreppsnefndin óskað eftir því að fá keyptan eign- arhluta ríkisins í Ölfusdal. Sjá nánar bls. 37. greiðslustöðvun Hafskips og eig- endaskiptin á skipum félagsins hafa komið sér mjög á óvart. „Við viljum þó gefa þessu nýja félagi tækifæri til að koma málum Haf- skips á hreint og að sjálfsögðu vonumst við til að fá fé okkar til baka,“ sagði hann. „Ef við töpum okkar fé mun það örugglega hafa slæmar afleiðingar fyrir önnur íslensk skipafélög, sem versla við fyrirtæki í Danmörku og víðar.“ Henrik Sv. Björns- son sendiherra látinn HENRIK Sv. Björnsson sendiherra lézt í Reykjavík í gær, 71 árs að aldri. Henrik Sv. Björnsson var fædd- ur hinn 2. september 1914, sonur hjónanna Sveins Björnssonar hrl, síðar ríkisstjóra og forseta ís- lands, og Georgiu Björnsson, sem fædd var Hoff Hansen. Henrik lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum i Reykjavík 1933 og kandidatsprófi frá lagadeild Há- skóla íslands árið 1939. Þegar að loknu námi hóf Henrik störf í utanríkisþjónustunni í sendiráðinu í Kaupmannahöfn og í utanríkisráðuneyti Danmerkur. 1941 varð hann fulltrúi i utan- ríkisráðuneyti Islands og starfaði hann í sendiráðum víða um heim, í Washington, Osló, París, London og Brússel. Hann varð sendiherra 1961, en hafði þá í nokkur ár áður gegnt ráðuneytisstjórastörfum í utanríkisráðuneytinu. Það gerði hann einnig á árunum 1976—1979. Hann lét af störfum sem sendi- herra á síðasta ári. Þá var hann um skeið fastafulltrúi íslands hjá Atlantshafsbandalaginu, Efna- hagssamvinnustofnun Evrópu, Fræðslu- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna og sendi- herra hjá Evrópubandalaginu. Þá sat Henrik Sv. Björnsson í fjölda samninganefnda, m.a. í viðræðu- nefnd um viðskipti við Sovétríkin, Henrik Sv. Björnsson sendiherra í nefnd í&iands a Hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna og í viðræðunefnd íslands vegna fisk- veiðideilu Breta og íslendinga árið 1960. Henrik Sv. Björnsson var um tíma forsetaritari. Hann var sæmdur fjölda heiðursmerkja, átti sæti í stjórn Þjóðræknisfélags íslendinga og ísafoldarprent- smiðju. Hinn 31. maí 1941 kvæntist Henrik Torfhildi (Gígju) Jóns- dóttur og eignuðust þau þrjú börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.