Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 „Viðamesta hlutverkið sem ég hef farið með“ segir Hrönn Hafliðadóttir sem nú fer með hlutverk Ulricu í Grímudansleik eftir Verdi Þetta er skemmtilegt hlut- verk sem krefst mjög mik- ils,“ sagði Hrönn Hafliðadóttir í samtali við blaðamann, en hún fer nú með hlutverk Ulricu í Grímudansleik eftir Verdi sem Þjóðleikhúsið hefur hafið sýn- ingar á að nýju. Hrönn tók við ---------- hlutverkinu af Sigríði Ellu hm|| Magnúsdóttur sem nú er erlend- is. „Þetta er frumraun mín í Þjóð- öÉ, leikhúsinu en áður hef ég sungið Bkfír nokkur hlutverk í íslensku óper- VBt unni“, sagði Hrönn. „Hlutverk VB mitt í Grímudansleik er ákaflega .|i:i erfitt og það viðamesta sem ég * W hef fenKÍsf við“ Aðspurð kvaðst j Hrönn hafa byrjað söngnám hjá jÆ Engel Lund 1969. „Haustið 1974 byrjaði ég svo í Söngskólanum í Reykjavík og lauk þaðan ein- ÍH söngvaraprófi vorið 1981. Þá um > ' HP sumarið hélt Helene Karusso frá ||&' Vínarborg hér námskeið í óperu- söng og dreif ég mig. Opnaðist þá fyrir mér nýr heimur, enda r hafði ég aðallega lagt stund á ljóðasöng og óratóríur. Eftir sumarnámskeiðið afréð ég að fara til Vínarborgar og nema söng hjá Karusso en hún er kennari við Tónlistarháskól- ann þar í borg. Ég hélt út strax um haustið 1981 og dvaldi allan veturinn í Vínarborg. Það hefði ég auðvitað ekki getað gert nema ^^eldoff meö nýju „Live Aid“ bókina Hrönn í hlutverki Ulricu í Grímudansleik. til Vínarborgar en tveimur dög- um áður en ég ætlaði að fara var hringt í mig frá íslensku óper- unni og mér boðið að syngja hlutverk frú Nóa í barnaóper- unni Nóaflóðinu eftir Benjamin Britten. Svo góðu boði gat ég ekki hafnað. Ég hef ennþá fullan hug á að sækja námskeið hjá Karusso, þó að ég myndi aldrei verða heilan vetur í burtu. Það er alltaf hægt að læra meira þó að maður hafi lokið prófum. Þegar að því kemur að mér finnst ég hafa lært nóg í söng þá veit ég að kominn er tími fyrir mig til að fara að hætta!" sagði Hrönn að endingu. með stuðningi fjölskyldunnar og af því að börnin voru vaxin úr grasi. Sama vetur og ég dvaldi ytra var eiginmaður minn við nám í Þýskalandi og litu foreldr- ar mínir og tengdamóðir því eftir heimilinu. Mér líkaði mjög vel í Vínar- borg og afréð að dvelja þar annan vetur. Hélt ég út haustið 1982 en í desember hafði íslenska óperan samband við mig og spurði hvort ég gæti komið heim og tekið við hlutverki Önnu Júlíönu Sveins- dóttur í Töfraflautunni eftir Mozart. Því boði gat ég ekki hafnað og fór heim. Haustið 1983 gerði ég aðra tilraun til að fara Bob Geldof er ekki af baki dottinn hvað snertir Afríkusöfnunina og nú er komin á markaðinn bók með yfirskriftinni „Live Aid“. Sú fjallar um tónleikana með sama nafni sem haldnir voru í London og til myndskreytingar eru ótal myndir sem teknar voru á tónleikunum. Áætlað er að bókin seljist eins og heitar lummur og að sjálfsögðu rennur allur ágóði af sölunni í Afríkusöfnunina. Hrönn Hafliðadóttir Veglegt höfuðfat Veglegur hattur sem hún Sophie Salmon ber hér á höfði. Hann vegur aðeins 13 kíló, er rúmlega tveir metrar í þvermál og ummál hans er 6 metrar. Tæpast er á allra færi að bera þetta höfuðfat niður Laugaveginn slysalaust. Með nýja hárgreiðslu og nýjan fylgisvein Fimm ættliðir félk í fréttum Fólki í fréttum barst nýlega þessi mynd af fimm ættliðum. Aldursforsetinn, Steinunn Þórðar- dóttir, á afmæli í dag, föstudag, og verður hún 99 ára. Steinunn bjó lengst af á Eskifirði en er nú búsett í Neskaupstað. Fyrir aftan hana stendur dóttir hennar, Vilborg Björnsdóttir 67 ára, búsett í Keflavík. Við hlið Vilborgar er dóttir hennar, Birna Zophaníasdóttir, 46 ára, sem einnig býr í Keflavík. Dóttir Birnu er Erna Hrönn Herbertsdóttir, 25 ára, og heldur hún á dóttur sinni, Sif Aradóttur, sem fæddist í mars sl. Þær mæðgur eru nú búsettar í Kaup- mannahöfn. Það er varla að maður þekki hana Lúsí í Dallas á þessari mynd, svo ólík er hún sjálfri sér með nýju hárgreiðsluna. En það er ekki bara hárgreiðslan sem er ný heldur er fylgd- armaður hennar á myndinni nýja ástin í lífi hennar, tónlistar- maðurinn Dominic Allen. Þau skötuhjú voru á leið á dansleik í Hollywood þegar þessi mynd var tekin og vakti hárgreiðsla Lúsí nánast meiri athygli en nýi fylgisveinninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.