Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Selfoss: Kabarettinn Astarfundur. Skemmtistaðurinn Inghóll með nýjan kabarett Selfoan, 15. aór. SKEMMTISTAÐURINN Ingbóll á Selfossi kynnti í gær nýjan kabar- ett sem verður í dagskrá næstu laugardagskvöld fram til jóla. Kabarettinn nefnist Ástar- fundur og eru flytjendur ár Leik- félagi Selfoss. Undirleik annast 9 sextettinn Aggis go Riglebille, undir stjórn Olafs Þórarinsson- ar. Á kynninguna í Inghól var boðið rúmlega hundrað gestum sem tóku skemmtiatriðunum mjög vel og auðséð að hin ýmsu atriði hittu beint í mark. Eins og nafn kabarettsins ber með sér er þema skemmtiatrið- - anna ástin sem framreidd er í ýmsum myndum. Á milli leikat- riða er söngur og dansatriði. Kabarettstjóri er Katrín Karls- dóttir. Kabarettinn verður á dagskrá næstu laugardagskvöld, fyrir matargesti staðarins. Nýjum atriðum verður bætt inn í kabar- Sextettinn Aggis go Riglebille. ettinn eftir því sem þurfa þykir og um jólin verður boðið upp á jólakabarett. Að sögn Guðmundar Gunn- laugssonar framkvæmdastjóra, hefur aðsókn að Inghóli verið góð, mest á föstudags- og laugar- dagskvöldum. Sig. Jóns. íslenskir matreiðslumenn á frægustu hótel í Lundúnum Gildi hf. býr sig undir stækkun Hótels Sögu Tegna fyrirhugaórar stækkunar Hótels Sögu og aukinnar þjónustu hótelsins í tengslum vió hana, hafa ýmsir starfsmanna Gildis hf., sem sér um veitinga- rekstur á Sögu, dvalist á kunnum hótelum erlendis að undanfornu og fleiri fara utan á naestunni. Með þessu vilja forráðamenn Gildis hf. gera starfsfólki sínu kleift að kynnast af eigin raun nýjungum í veitingarekstri og matargerðar- list erlendis til þess að tryggja gestum Hótels Sögu jafnan bestu þjónustu, sem völ er a, segir í frétt frá Gildi hf. Tveir matreiðslumenn úr Grill- inu, vaktformennirnir Ragnar Wessman og Sigurður Einarsson, eru nýkomnir heim úr kynnisferð til Hotel Dorchester í Lundúnum. Dorchester er eitt nafntogaðasta hótel á Bretlandseyjum, þekkt um heim allan fyrir frábæra mat- reiðslu og þjónustu eins og hún getur best orðið. Ragnar og Sigurð- ur störfuðu með yfirmatreiðslu- Tvflanni Dorchester, Anton Mosi- mann, sem er mjög kunnur matar- gerðarmeistari og höfundur nokk- urra bóka um matreiðslu, sem hlot- ið hafa einróma lof. Mosimann leggur mesta áherslu á þá stefnu í matargerðarlist, sem nefnd hefur verið nýja franska eldhúsið „nou- velle cuisine", sem hann kýs raunar að nefna „cuisine naturelle" eða náttúrulega eldhúsið, þar sem ein- ungis eru notuð fersk hráefni, matreidd þannig, að bragðgæði njóti sín sem best, og í samræmi við nútíma kröfilr um hollustu. "Wwfir stjórn Mosimanns hefur enn vaxið orðstír Dorchester, sem þó hefur um langan aldur verið talið til helstu mustera matargerðarlist- arinnar. í handbók um veitingahús í Lundúnum — London Restaurant Guide — sem gefin er út af hinu kunna útgáfufyrirtæki Nicholson, fær Dorchester Grill t.d. þá einkun þar sé borinn fram frábær matur I stórkostlegu umhverfi og þjónust- an sé óaðfinnanleg. Sveinbjörn Friðjónsson yfirmat- reiðslumaður á Sögu er um þessar mundir á öðru frægu fimm stjörnu hóteli i Lundúnaborg, Churchill. Orðstír þess er ekki síðri en Dorc- hester. Churchill er einkum frægt fyrir veislusali sína og veislumat, sem þykir ekki gerast betri en þar. f ráði er að Sigþór Sigurjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Gildis hf. og Sigurður Haraldsson veit- ingastjóri fari til Danmerkur til þess að kynna sér rekstur ráð- stefnuhótela. Þeir fara til Scantic- on-fyrirtækisins, sem rekur mjög þekkt ráðstefnuhótel við Árósa og er að reisa annað við Kolding, sem verður meðal best búnu ráðstefnu- hótela í Evrópu. Raunar áttu sér- fræðingar frá Scanticon hlut að þvf að skipuleggja ráðstefnusalina f hinni nýju álmu Hótels Sögu. Fyrstu áfangar nýju álmunnar verða teknir í notkun í vor. Að þeim framkvæmdum loknum verður herbergjafjöldi á Sögu helmingi meiri en nú er eða 219. Ráðstefnu- salir í nýju álmunni verða fjórir. Þeir verða af ýmsum stærðum og þrír þeirra þannig, að unnt verður að skipta þeim. Þeir verða mjög vel búnir öllum hjálpartækjum til ráð- stefnuhalds. í tengslum við þá verða einnig sérstök tækjaherbergi og skrifstofur. Ragnar Wessmann og Sigurður Einarsson matreiðslumenn á Hótel Sögu. Egilsstaðin Undirbúningur sveitarstjórnar- kosninga hafinn Firi luutÁAnm I U návi>mfutr KgiLsHtóÁum, 18. nóvember. UNDIRBÚNINGUR sveiUrstjórnar- kosninga i vori komanda er nú að hefjast hér á Egilsstöðum. Á síðasta hreppsnefndarfundi var kosin kjör- stjórn — en stjórnmálaflokkarnir munu hins vegar misjafnlega vel á veg komnir með undirbúning sinn. Sfðastliðinn laugardag efndi hreppsmálanefnd Sjálfstæðis- flokksins á Egilsstöðum til fundar í Valaskjálf þar sem væntanlegar sveitarstjórnarkosningar voru m.a. á dagskrá. Á fundinum var ákveðið að leita til hinna stjórn- málaflokkanna um sameiginlegt prófkjör. Nú eiga þrír stjórnmálaflokkar fulltrúa í hreppsnefnd Egilsstaða- hrepps: Alþýðubandalag 2, Fram- sóknarflokkur 3 og Sjálfstæðis- flokkur 2 fulltrúa. Við síðustu sveitarstjórnarkosningar bauð I-listi óháðra kjósenda ennfremur fram — en óvíst er um framboð óháðra kjósenda til sveitarstjórn- arkosninga að vori. Þá hefur sá orðrómur verið á kreiki að undan- förnu að nú megi vænta sérstaks kvennaframboðs. Sá orðrómur hefur hins vegar ekki fengist stað- festur. Blaðaútgáfa framsóknarmanna hefur mjög eflst á síðasta ári og nú kappkosta alþýðubandalags- menn á Héraði að koma málgagni sínu, Gálgási, út mánaðarlega — a.m.k. til kosninga. Að sögn þeirra Ragnars Stein- arssonar og Helga Halldórssonar, hreppsnefndarmanna Sjálfstæðis- flokksins, verður undirbúningur kosninganna nú hafinn af fullum þunga í þeirra herbúðum. Þeir kváðu bjartsýni ríkja meðal sjálf- stæðismanna á Egilsstöðum og stefnt væri að því að styrkja þann sigur sem sjálfstæðismenn unnu sér við sveitarstjórnarkosningar 1982. - Ólafur Morgunblaftið/EFI Frá SllS-fundinum í Njarðvík um helgina. F.v. Sigurbjörn Magnússon, Árni Mathiesen, Bjarni Árnason, Vilhjálmur Egilsson og Ólafur B. Ólafsson. Ræddu vanda sjávarútvegs STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna hélt fund í Njarðvík um síðustu helgi og voru málefni sjávarútvegsins þar til umræðu. Auk stjórnarmanna og ungra sjálf- stæðismanna af Suðurnesjum mættu á fundinn Ólafur B. Ólafs- son, varaformaður stjórnar Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, Páll Axelsson, útgerðarmaður, og Sig- urður Garðarsson, útgerðarmaður, og fluttu erindi um vanda útgerðar og vinnslu. „Við ræddum þau erfiðu rekstrarskilyrði, sem sjávarútveg- urinn býr við og ýmis skipulagsmál, s.s. kvótakerfið, sölumál og fisk- verð,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður SUS, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Hann kvað þá skoðun hafa komið mjög skýrt fram á fundinum að knýjandi nauð- syn væri orðin á því að taka upp markaðsskráningu á gengi krón- unnar. Stuðningssamtök við svarta meirihlutann í S-Afríku stofnuð SUNNUDAGINN 24. nóvember klukkan 15 verður haldinn stofnfundur samtaka til stuðnings baráttu svarta meirihlutans í Suður-Afríku. Hann verður haldinn að Skólavörðustíg 19, 1. hæð, frá undirbúningsnefnd. Stofnun samtakanna fylgir í kjölfar þeirrar umræðu sem faríð hefur fram hér á landi um kyn- þáttastefnu stjórnar hvíta minni- hlutans í Suður-Afríku. Tilgangur- inn er að vinna að stuðningi við baráttuna fyrir afnámi kynþátta- stefnunnar. Það er einnig markmið samtakanna að stunda fræðslustarf um málefni Suður-Afríku, bæði er varðar sögu, efnahag, pólitík o.m.fl. Fræðslustarfsemi munu þau stunda jnnan sinna vébanda.og eins með gengió inn frá Klapparstíg, segir í frétt því að kynna almenningi eftir föng- um ástandið í Suður-Afríku og baráttuna þar. Samtökin munu byggja á sam- starfi áhugasamra einstaklinga, en jafnframt leita þau eftir stuðningi og samstarfi við verkalýðsfélög, kirkjuleg samtök og ýmis frjáls fé- lagasamtök í stuðningsstarfi sínu við þá sem berjast fyrir afnámi kynþáttastefnunnar í Suður- Afríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.