Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 58 „ alLt i Lagi, ef ég bor&a. ó. rneáon pú reyk'ir ?" áster.... ... aö hverfa sam- an til fjalla. Það, er að sjá sem eyðimerk- urstormarnir séu engu minni en á Stórhöfða? Hvern ertu að tala um? — Út með það! HÖGNI HREKKVlSI „\p'A PAP-1 ■■ -Éö ER SoOl-ÍTiD SEiMN FVRll?"' Eftirmáli reynslu í viðskiptum Þegar ég var að versla við J. Þorláksson og Norðmann hf., spurði ég um Hjört Hjartarson framkvæmdastjóra og var mér tjáð að hann væri erlendis. Ég er því undrandi á því að hann skuli leggja mér orð í inunn í skrifum sínum í Velvakanda. Rétt er að þennan umrædda dag var ég staddur í byggingavöru- verslun ísleifs Jónssonar hf. að kaupa plaströr fyrir vask og var Ágæti Velvakandi. Til mín hefur leitað Ragnar Ágústsson, Garðastræti 6 hér í borg, með beiðni um eftirfarandi upplýsingar: „Hvar er að finna á prenti húsganginn eftir Benedikt Gröndal: Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ sú kann nú að gera skóna hoppoghíoghæ." Sigríður þessi var Einarsdóttir hattara í Brekkubæ, þar sem síðar var reist húsið Vinaminni, er stendur fyrir vestan Aðal- stræti 6. Hún var gift Eiríki Magnússyni meistara og bóka- verði í Cambridge. Varð fræg fyrir að setja upp íslandsdeild á heimssýningunni í Chicago 1893. Tók í þeirri ferð þátt í alheims- þingi kvenna og reit í bók þings- ins, „Congress of Women“, lýs- ingu á heimabæ sínum Reykja- vík. Bók þessi er til á Lands- bókasafni íslands. Sigríður var langömmusystir undirritaðs. Mér hefur ekki tekist að hafa upp á húsgangi þessum þrátt ég með í höndunum plastpoka með eldhúskranasettinu og vatnslás. Hjá þessari verslun var ekkert vandamál að taka til baka vatnslásinn (án þess að minnast einu orði á reikning) og greiða mér til baka í peningum mismun- inn. Þetta kalla ég þjónustu. í viðræðum mínum við Harald Bjarnason sagðist ég hafa versl- að lengi og mikið við J. Þorláks- son og Norðmann hf. bæði í Ár- Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson fyrir ítrekaðar fyrirspurnir á söfnum og hjá bókamönnum. Hjálpi nú einhver Ragnari Ágústssyni, sem fróðari er okkur skyldmennum hennar. Með bestu kveðjum, Leifur Sveinsson múla og ekki síst á Skúlagötu 30, á þeim tíma sem ég var að byggja. Aldrei kom fram að ég hefði keypt kranasettið á Skúla- götu 30, enda er það ekki rétt. Þetta sýnir aðeins hvernig hægt er að taka orð úr samhengi og hagræða sannleikanum. Þar sem ég hafði ekki reikning í höndunum og gat ekki nákvæm- lega dagsett kaupdaginn bauð ég að slá af þessu umrædda setti tæplega 50% (settið var í kassa, óhreyft). Því var hafnað. Ég vil ítreka að þeir afgreiðslumenn sem afgreiddu mig um það sem mig vanhagaði um voru bæði liprir og kurteisir og fyrirtækinu til sóma. Þetta eru mín lokaorð. Matthías G. Pétursson, Hlíðarbyggð 18, Garðabs. Sjónvarps- áhorfendur eru viti bornir menn Kona í Árbænum hringdi og vildi hún koma þeim vinsamlegum tilmælum til auglýsenda, að þeir virtu sjónvarpsáhorfendur sem vitiborna menn en ekki skyni skroppnar skepnur. Nefndi hún sérstaklega auglýsingar verslunarinnar Nesco sem væru frekar til þess fallnar að hræða við- skiptavini frá versluninni en freista þeirra til þess að kaupa þar. Húsgangur Bene- dikts Gröndal Víkverji skrifar Iþættinum um íslenskt mál í út- varpinu var fyrir skemmstu vikið að hjákátlegum „þýðingum" á myndböndum, en því er slegið gæsalöppum utan um orðið að þó að maður sé allur af vilja gerður er naumast hægt að kalla það þýð- ingu úr erlendu tungumáli sem er ýmist langsótt eða beinlínis rangt eða á þvílíkri skollaþýsku sem á víst að heita íslenska að hárin rísa á höfði manns. Víkverji upplifði í sumar nokkur sýnishorn af hráka- smíði af þessu tagi, nema lifði það af sé kannski sönnu nær. Öllu raunalegra er það samt þegar sjónvarpið okkar er með svipaðar uppákomur. Kannski ekki eins hrikalegar, en því eru samt mislagðar hendur, fólkinu sem snarar fyrir okkur útlenskunni á bænum þeim. Til dæmis var ná- ungi i sjónvarpsmynd látinn segja í islenska textanum á dögunum: „Hann veit ekki hvort hann situr eða stendur." Á enskunni hét það að sönnu: „He dosen’t know whet- her he is sitting or standing," og mun nú eflaust einhver kveðja sér hljóðs og segja að þýðandinn hafi bara komist bærilega frá þessu. En því fer fjarri. Hér er á ferðinni dæmigerð orðabókarþýðing sem á ekki að sjást á sjónvarpsskjánum. Fyrrgreind athugasemd þýðir einfaldlega að sá sem að er vikið sé gjörsamlega ruglaður á ástand- inu, orðinn alveg ringlaður, viti varla hvað hann heiti eins og lík- lega hefði komist næst enskunni þarna. Sparðatíningur, finnst kannski einhverjum, og ekkert til þess að gera veður útaf. En safnast þegar saman kemur. XXX Svo að aftur sé vikið að mynd- böndunum sem snöggvast, þá er eins og Víkverja minni að menn hafi verið að hafa áhyggjur af þeim þegar nýju útvarpslögin voru á dagskrá á þinginu. Mikið hvort menn voru ekki að ráðslaga um að skikka sölu- og dreifingaraðila myndbandanna til þess að láta þess getið á umbúðunum hverjir væru þýðendurnir. Þetta yrði vit- anlega strax til bóta — en hvað tæki síðan við? Hver á að fylgjast með því að ekki sé verið að hafa fyrir fólki eintóma endaleysu, að taka það í einskonar kennslustund í fáfræði? Og þegar vitleysan er yfirgengileg: verður þá mynd- bandið fjarlægt af markaðnum eða hvað? Ákvæðin um eftirlit og við- brögð, ef þau komust þá inn í út- varpslögin, mega ekki vera bitlaus. Reynsla Víkverja af mynd- bandaskoðuninni í sumar var sem fyrr segir æði dapurleg. Stundum var þýðandinn svo slakur í útlensk- unni að það var raunar broslegt. Hitt var þó öllu óskemmtilegra þegar líka kom á daginn að þekk- ing hans á móðurmálinu var jafn- vel óbeysnari. XXX Er það ekki makalaust hve sumir íslendingar virðast áfj- áðir í að slá landið okkar hæst- bjóðanda? Fyrir fáeinum dögum samþykkti hersing af framsóknar- mönnum að þeir vildu herinn burt, en til vara að ef hann yrði áfram á Fróni þá yrðu bandamenn okkar að minnsta kosti að borga okkur fyrir greiðviknina. Sannfæringin ristir sem sagt ekki dýpra en það að það er hægt að verðleggja hana rétt eins og þorsk- inn. Segjum slétta milljón fyrir hverja stríðsþotu og svo niður í þúsund eða svo, allt eftir hlaup- víddinni, fyrir hverja dátabyssu. í dollurum að sjálfsögðu. vandaöaöar vörur Rafsuðuvélar Handhægar gerðir eru fyrirliggandi gott verð Skeljungsbúðin SÖumúla33 simar 81722 og 38125
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.