Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 23 Morgunblaðid/JúlíuB F.v. Silja Aðalsteinsdóttir, Kolbeinn Þorsteinsson og Þórir Jökull Þorsteins- son, synir Ástu Siguröardóttur. Mál og menning gefur út: ,;Sögur og Ijóð“ eftir Astu Sigurðardóttur SÖGUR og Ijóö nefnist bók eftir Ástu Sigurðardóttur sem Mál og menning hefur nú gefið út. í bókinni eru allar smásögur og Ijóð sem fullfrágengin voru við lát Ástu svo og allar sögurnar úr smásagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns frá 1961 ásamt < Ásta fæddist árið 1930 í af- skekktri sveit á Snæfellsnesi. Á unglingsárum fluttist hún til Reykjavíkur og settist skömmu síðar í Kennaraskólann þaðan sem hún lauk prófi 1950. Hún bjó við kröpp kjör í höfuðborginni eins og margir og lýsir lífi fátæklinga og utangarðsmanna á áhrifamikinn hátt í sögunum sem birtust í tíma- ritum næstu tíu ár. Eftir að smá- sagnasafnið Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns kom út birtist fátt eftir hana á prenti. Ásta hélt þó áfram að skrifa og um það leyti sem hún lést, 1971, var hún komin með sjö sögur í nýtt smásagnasafn. Þær sögur koma á prent núna ásamt tíu ljóðum og hafa hvorki sögurnar né ljóðin komið út í bók áður. Kápan á bandinu á Sögum og ljóðum er hönnuð eftir hlífðarkápunni á bók- inni Sunnudagskvöld til mánu- dagsmorguns sem Ásta teiknaði sjálf, en mynd á hlífðarkápu nýju bókarinnar er dúkrista Ástu af sérútgáfunni á smásögunni Draumnum frá 1952. Eftirmála við Sögur og ljóð skrifa Kolbeinn Þorsteinsson, einn sona Ástu, og Silja Aðalsteins- dóttir, en bæði eru þau starfsmenn kskurðarmyndunum við þær. Máls og menningar. Á fundi sem haldinn var með blaðamönnum í tilefni af útkomu bókarinnar sagði Silja að þó að Ásta hefði verið alin upp í sveit þætti hún lýsa lífi og umhverfi í höfuðborginni betur en öðrum hefði tekist, og frægust væri hún fyrir Reykjavíkursögur sínar. Ef til vill ættu þær jafnvel betur heima í Reykjavík samtím- ans því á árunum upp úr 1950 hefðu þær verið of nýstárlegar til að fólk gæti skilið þær til fulls. Silja sagði ennfremur að nýju sögurnar i bókinni, þær sem nú væru að koma í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir, sýndu að efnið sem sótti á hug Ástu síðustu árin hefði einkum verið líf barna til sveita, fátækra og umkomulausra barna. Kolbeinn Þorsteinsson sagði að til væri þó nokkuð af efni eftir móður sína sem henni hefði ekki lánast að ljúka við áður en hún lést. Meðal þess væru drög að spilum sem Ásta hefði gert 1962 eða 1963 og nú væru varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. Kvaðst Kolbeinn vona að hægt yrði að gefa spilin'út einhvern tímann á næstu árum. Sveitasaga af Breiðholtsstráki BREIÐHOLTSSTRÁKUR fer í sveit heitir fyrsta bók Dóru Stefánsdóttur, sem Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri gefur út. Á bókarkápu segir m.a.: „Palli, aðalsöguhetjan í bókinni, er 8 ára gamall og býr í blokk í Breiðholt- inu í Reykjavík með mömmu sinni, sem er einstæð móðir. Þegar skóla lýkur að vori, leiðist honum ákaf- lega í borginni og veit ekkert, hvað hann á af sér að gera. En dag einn segir mamma hans honum, að hún sé búin að koma honum í sveit á bænum Egilsá, og Palli verður mjög glaður. Sveitalífið er öðru vísi en hann hafði ímyndað sér fyrirfram og hann uppgötvar sí- fellt eitthvað nýtt. Hann eignast góða vini en einnig slæman óvin. Þegar sumri lýkpr er hann í senn glaður og hryggur yfir því að fara heim.“ Bókin er 155 blaðsíður, unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Kristinn G. Jóhannsson teiknaði myndir í bókina og kápu. Þessi saga var lesin í útvarpinu í fyrra. Gódon daginn! Kíósum Guðrúnu Zoega Við undirrituð skorum á sjálfstæðismenn að kjósa Guðrúnu Zoega verkfræðing, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 24. og 25. nóvember. Árni Árnason, verkfræðingur Áslaug Ottesen, bókasafnsfrædingur Ásta Björnsdóttir, fní Bessí Jóhannsdóttir, sagnfrædingur Edgar Guömundsson, verkfræöingur Ema Hrólfsdóttir, yfirflugfreyja Guömundur F. Jónsson, nemi Helga Gröndal, fulltrúi Helga Hannesdóttir, læknir Helga Kjaran, kennarí Jóhann Fr. Kárason, skrifstofumaöur Jónas Elíasson, prófessor Lára Margrét Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ólöf Magnúsdóttir, tækniteiknari Ragnhildur Helgadóttir, ráöherra SigríÖur Arinbjarnardóttir, húsmóöir Sverrir Jónsson, bankastarfsmaöur. o° £ L FLÖSUSJAMPÓ Joba flösusjarrrpó er til bæði fyrir feitt og þurrt hár. Joba flösusjampó er sér- staklega blandað með jo- joba olíu, sem prótein, Aloe Vera, sem vítamíni og Pyro DiSulphide til að halda flös- unni í skefjum og hárinu mjúku og heilbrigðu. FÆST f APÓTEKUM OG HELSTU SNYRTIVÖRUVERSLUNUM. midas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.