Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÖVEMBER1985 Sæluríki Guðbergs Bókmenntir Sigurjón Björnsson Guðbergur Bergsson: Leitin að landínu fagra. Skáldsaga. Mál og menning, Reykjavík, 1985.228 bls. Þessi skáldsaga mun vera byggð á hugmyndum höfundar um leit manna að „sæluríkinu". Svo virðist sem um sé að ræða e.k. hugmynda- fræðilegt uppgjör (Er „sæluríkið*" sósíalismi, velferðarríki eða eitt- hvað annað sem fyrirfinnst á jörð- inni?) Þannig séð er sagan vissu- lega forvitnileg. Nú hefur höfund- ur valið skáldsagnaformið til að tjá hugrenningar sínar. Öll sagan er látin gerast í hugarheimi Hug- borgar, sem hangir á fótunum inni í bílskúr og hlustandinn er Helgi, sem einnig hangir á fótunum. Frá- sögn Hugborgar er býsna ein- kennileg og er þar hver sagan inni í annarri eins og er um kínverskar öskjur. Niðurstaðan verður sú að sæluríkið þar sem kartöflur vaxa í snjó sé hvergi að finna. Aftur á móti er ástin þessi eftirsóknar- verða kartafla. Skáldsaga þessi ber vott um einstaklega frjótt og gróskumikið hugmyndaflug höfundar. Hann lætur móðan mása og reikar ótrauður um víðar lendur hugar- óra sinna. Ritleikni hans, hnyttni og næm athyglisgáfa leynir sér ekki. En mér þykir sem hann taki fulllaust á viðfangsefni sínu. Litlir tilburðir eru til að kryfja hug- myndafræðilegan ágreining til mergjar. Og þó að ekkert skorti á að mannleg vandamál og tog- streita skjóti upp kollinum, verð- um við litlu nær um lausn þeirra. Fremur er að beitt sé skopi og mannlífið sýnt í ljósi fáránleikans. Samt er þetta engin skemmtibók. Það má vel vera að ég hafi í fákunnáttu minni misskilið þetta hugverk illilega. Aðrir verða þá úr að bæta. En þó að ég væri allur af vilja gerður var mér vita ómögu- legt að ná takti við þetta undarlega fantasíulíf. Bókin hafði svipuð áhrif á mig og loftfimleikasýning, þar sem mikil snilli var sýnd, en kom mér í rauninni ekkert við og skildi ekkert eftir. Auðvitað á ég ekki að vera að leggja einum kunnasta rithöfundi þjóðarinnar Guðbergur Bergsson lífsreglur. En ef ég hefði átt þess kost að sjá handritið áður en það fór í prentsmiðjuna hefði ég lík- lega sagt: Þessi bók er full losara- leg í sniðum. Hana skortir mark- festu og þjöppun. Viltu ekki láta hana liggja í salti um stund, Guðbergur minn, og skoða hana aftur síðar? Efnið er svo sígilt að það úreldist ekki að sinni. Hugmyndafræðilegir vefír Myndlist BragiÁsgeirsson Það hefur margt gengið á í lífi hinnar kunnu vefjarlistakonu Hildar Hákonardóttur á undan- förnum árum. Eftir dvöl um ára- bil í höfuðborginni þar sem hún hafði haslað sér völl sem mynd- listarkona flytur hún upp í sveit og býr nú á garðyrkjubýli á Straumum í Ölfusi. Þá dvaldi hún sl. ár í Van- couver í Kanada, þar sem hún komst m.a. í kynni við kínverska menningu og máski hefur hún einnig orðið heilluð af austræn- um trúarbrögðum og þeirri ró- semd og helgi, sem þeim er samfara. Þessara áhrifa gætir mjög á sýningu Hildar í Listmunahús- inu, er stendur til 24. nóvember. Listakonan virðist standa á miklum tímamótum í list sinni, vinnur á mörgum vígstöðvum stílbragða í senn og er með til- raunastarfsemi á fullu. Sumt af því sem á sýningunni er bjóst maður ekki við að sjá frá hendi Hildar og kemur manni það svo mjög á óvart að maður veit lítt í sitt höfuð. Á ég hér einkum við túskteikningarnar, sem eru mjög sér á báti á þessari sýningu og hálf utangarna því Hildur Hákonardóttir enn sem komið er virðist þetta ekki hennar svið. Þá einkennast verk hennar sum mjög af hugmyndafræðilegu listinni svo sem myndaröðin: „Form ljóssins, sem er marg- brotið „konsept“-verk í marg- ræðri útfærslu. Það sem helst einkennir Hildi og er áberandi hrifmest á sýning- unni eru vefir hennar en þeir eru fáir á Norðurlöndunum sem geta ofið af jafn mikilli þolinmæði og blæbrigðamiklum ríkdómi og einmitt Hildur. Satt að segja þarf hún ekki á neinum utanað- komandi stílbrögðum að halda því að vefurinn stendur með mikilli prýði fyrir sínu. En Hildur virðist vilja meira, já, miklu meira og á mikla virð- ingu skilda fyrir djörfung og áræði sitt. Þeir sem þannig vinna lenda óhjákvæmilega reglulega í ógöngum — ýmislegt hlýtur að fara úr skorðum og mistakast og þetta kemur vel fram á sýningu Hildar, t.d. í myndvef hennar er nefnist „Hlauparinn" (27). Af- bragðs vel ofin mynd en hlaupar- inn sjálfur virðist enganveginn eiga erindi í myndina svo sem hann er formaður. Betur sættir maður sig við myndir svo sem „Búrfell" (3), „Japönsk stúlka" (21), „Vala“ (26) og „Jökull" (28). Þessi sýning Hildar Hákonar- dóttir minnir um sumt á sýningu ungrar og óráðinnar listakonu með lúkurnar fullar af hæfileik- um og mikla drauma um lífið og framtíðina. Hildur er ennþá ung og sterk listakona og megi þessar tilraun- ir hennar verða til þess að hún finni list sinni strangan og fast- mótaðan farveg er uppfyllir vonir hennar, þrár og metnað. Myndin af pabba Bókmenntir Jenna Jensdóttir Guðlaug Richter Þetta er nú einum of... Myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar Mál og menning 1985 Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs. Sagan gerist í Reykjavík fyrir rúmum tveim áratugum. Níu ára strákurinn Kristján Snorrason var að koma úr sveit að austan. Hann var ekkert ánægð- ur. Réttirnar voru ekki búnar og samt var hann kallaður heim. Sjó- maðurinn, faðir hans var í landi og vildi að Kristján kæmi til að hjálpa móðurinni með allan barna- hópinn, telpurnar fjórar og ný- fædda drenginn, sem Kristján fékk í „afmælisgjöf“ í staðinn fyrir vasaljós. Elstur systkinanna var hann vanur að draga allan skarann á eftir sér þegar hann átti eitthvert frí á virkum dögum. Og það urðu hinir strákarnir að hafa, ef hann átti að taka einhvern þátt í félags- skap þeirra. Hann var sjaldan frjáls, nema á sunnudögum, hjá útivinnandi móður, í kjallaraholu við mikið basl. Þegar faðirinn var heima þurfti Kristján ekki að passa. Þá var lífið veisla. Hann þráði sveitakyrrðina og lífið sem henni fylgdi hjá gömlu hjónunum í Brautarholti. En lífið í Vesturbænum átti líka sína töfra þegar allt kom til alls. Uppátæki og ævintýri með félög- unum — jafnvel stundir með allan systkinahópinn í eftirdragi voru skemmtilegar. Veturinn leið og Kristján Snorrason var aftur á leið I sveit- ina. Sagan er fjörlega rituð og persónusköpun yfirleitt góð. Þ6 finnst mér drengurinn Engilbert dálítið þokukennd persóna — ekki ljóst af hverju hann er þetta gæðaskinn. Dadda, unga konan sem dvelur hjá fjölskyldunni, meðan faðirinn er á siónum, er skemmtilega vel Þetta er nú einum of. gerð. Tveir afar og amma koma lítillega við sögu, þeim er vel lýst. Frásagnargleði höfundar og hlýtt viðhorf hans til mannlífsins eru undirtónar sögunnar. Blótsyrði eru, að mínu áliti, allt- af leiðinleg í barnasögum — nema þau séu notuð á áhrifaríkan hátt, þá geta þau verið ágæt. Vona að höfundur haldi áfram að skrifa fyrir unga lesendur. Myndir eftir Önnu Cynthiu Leplar prýða bókina. Frágangur er ágætur. Ætt og uppruni Bókmenntir Erlendur Jónsson Guðmundur L. Friðfinnsson: ÖRLÖG OG ÆVINTÝRÍII. 144 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1985. Guðmundur L. Friðfinnsson hefur fengist við allar höfuðgrein- ar skáldskapar. Hann hefur líka fært í letur ævisögur (þó ekki sína eigin) og nú sendir hann frá sér bók þar sem eru »æviþættir, munnmæli, minningabrot, ættar- tölur og fleira.* Segja má að uppi- staðan í ritinu sé frásagnir af forfeðrum hans og formæðrum og síðan öðru fólki sem lifði á sama tíma og á sömu slóðum. Er saga þessi einkum rakin frá mannfellin- um mikla eftir móðuharðindin. En seigt reyndist í þeim sem lifðu af þau ósköp, enda var strax tekið til óspilltra málanna að fjölga þjóð- inni á ný. Ættartölur eru því nokkrar í bókinni; einnig stuðst lítillega við annarra frásagnir. Einkum hefur Guðmundur sótt heimildir til Eiðs á Þúfnavöllum, en í Hörgárdal var einmitt flest það fólk sem Guðmundur gerir nú að söguhetjum. Skagafjörður er líka með í dæminu, auðvitað. Þá hefur Guðmundur sýnilega sótt talsvert til prentaðra heim- ilda, enda er alls slíks getið í sér- stakri skrá. Fræði af þessu tagi eru kannski elst allra bókmennta á íslandi. Löng hefð er því fyrir ritun bóka af þessu tagi. Sem dæmi kemur upp í hugann nafn Gísla Kon- ráðssonar, þess mikla fræðaþular. Guðmundur er einmitt Skagfirð- ingur eins og hann, bóndi á Egilsá. En bækur eins og Örlög og ævintýri eru öðru vísi unnar en sambærileg rit á nítjándu öld. Fræðimaður hafði þá sárafá gögn í höndum en varð að fara eftir munnmælum mest. Því vildi margt, sem fært var í letur, fá á sig þjóðsagnablæ. Menn, sem höfðu unnið sér til frægðar eitt- hvað þess háttar að af þeim væru skrifaðar sögur, voru gjarnan kenndir til einhverra eiginleika sem þeir voru taldir hafa umfram aðra; voru kraftamenn, kvenna- menn, kaffimenn og vínsvelgir. Og einn var kallaður Sláttu-Gvendur og þarf ekki að fara í grafgötur um á hvaða sviði hann hafi skarað fram úr. En hann er einmitt ein söguhetjan í þessari bók Guð- mundar L. Friðfinnssonar. Guðmundur tekur upp gömul munnmæli, en heflar af þeim ef honum sýnist sem þjóðsagan hafi brugðið yfir þau of mikilli töfra- birtu. Hins vegar var lífsbaráttan þess eðlis fyrr á tímum að engri furðu gegndi þótt margur yxi upp kynjakvisturinn. Um mann einn sem sagt var að verið hefði »vesal- George Kennedy er Ijósi punkturinn í leikaraliði Rigged sem olíukóng- urinn. Sviti og svik f Texas Kvikmyndir Árni Þórarinsson Tónabíó: Svikamyllan — Rigged * Vi Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: John Goff, eftir skáldsögu James Hadley Chase. Leikstjóri: Claudio Cutry. Aðalhlutverk: Ken Robertson, George Kennedy, Pamela Bryant. Rigged virðist vera tilraun til að herma eftir hinum svarta sakamálaþriller Lawrence Kas- dan Body Heat, þar sem launráð eru brugguð á hverri mínútu og ofbeldi og ástríður krauma í heitum potti suðurríkjaumhverf- is; sögupersónurnar eru dæmdar frá byrjun og þokan og mollan eru eins og örlagavefur. Rigged sviðsetur slíka sögu á Dallasslóð- um, í ríki olíuauðvaldsins, Texas, og því miður eru vinnubrögðin líka stundum á Dallasplani. Söguhetjan starfar sem eftir- litsmaður með olíuborpöllum undan strönd Texas. Þegar eig- andi olíufyrirtækisins, sérvitur börbonsvoli sem liggur rúmfast- ur í villu sinni, býður honum að gerast meðeigandi telur hann sig dottinn í lukkupottinn. Olíukóng- urinn hefur sér til skemmtunar kornunga ljósku sem dansar eggjandi diskó fyrir opnum tjöld- um og tælir fyrr en varir eftir- litsmanninn til fylgilags við sig. Þau leika tveimur skjöldum gagnvart olíukónginum og allt gengur einsog í sögu fyrst í stað, uns ljóskan ekur niður lögreglu- þjón á bifreið ástmanns síns. Þá fer gamanið að kárna og svika- myllan tekur að mala fórnarlömb sín eitt af öðru. Myndin fer heldur klúðurslega af stað og er lengi að koma sér að efninu. En þegar á líður verð- ur dálítið gaman að henni, ein- faldlega vegna þes að formið er skemmtilegt. Það sem háir Rigg- ed er umfram allt slakur aðal- leikari og hrikalega vond leik- kona í hlutverki Ijóskunnar; sú getur aðeins leikið með brjóstun- um. Ýmsar brotalamir eru einnig í leikrænni röksemdafærslu handritsins. Aftur á móti er yfir- borð myndarinnar glansandi og myndatakan er mjúk og innan- tóm eins og opna í Playboy. Rigged er þannig frekar ódýr mynd innst inni og þótt aðstand- endur reyni að villa á sér heim- ildir eiga þeir heima í þáttagerð fyrir Dallas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.