Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Seltjamames: Ný póst- og símstöð opnuð NÝ póst- og símstöð var opnuð í ;ær, fimmtudag, á Eiðistorgi 15, Selt- jarnarnesi og tekur við af póstþjónustu þeirri er verið hefur í Mýrarhúsaskóla síðan árið 1929. Póst- og símstöðvar- stjóri er Alda Viggósdóttir og eru aðrir starfsmenn tveir póstafgreiðslumenn auk fjögurra bréfbera. Póst- og símstöðin á Seltjarnar- nesi er 133 fermetrar á fyrstu hæð og í kjallara 156 fermetrar. Til leigu verða 210 pósthólf og verða þar til sölu öll venjuleg símtæki. Sjálfvirk símstöð með 1024 númer- um tók til starfa í húsinu 18. júlí á síðasta ári, en þá var hluti hús- næðisins tekinn í notkun. Nú hafa 950 númer verið tengd. Bréfhirðing og síðar póstaf- greiðsla á Seltjarnarnesi hefur verið lengst af til húsa í Mýrar- húsaskóla og var Alda þar eini starfsmaðurinn. Næsta pósthús er á Neshaga, í húsi Menningarstofn- unar Bandaríkjanna. Húsnæðið á Eiðistorgi 15 keypti Póst- og símamálastofnunin af byggingafyrirtækinu óskari og Braga sf. Húsið er teiknað og innréttingar hannaðar af Arki- tektastofunni sf. undir stjórn Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts. Byggingastjóri við inn- réttingar og frágang var Theódór Sólonsson húsasmíðameistari, en umsjón verksins var á vegum Fasteignadeildar Pósts og síma. í afgreiðslusal nýju póst- og símstöðvarinnar eru tvær lág- myndir úr kopar eftir listamann- inn Snorra Svein Friðriksson. Önnur myndin er tengd gamla tímanum. Hún sýnir bréf sem er brotið þannig saman að bréfið verður jafnframt umslag og síðan er það innsiglað. Innsiglið á bréf- inu er Bjarna Pálssonar (1719- 1779) landlæknis sem einnig gegndi lyfsalastörfum, en hann hafði aðsetur og bjó í Nesi við Seltjörn. Á innsiglinu er mynd af gyðju. Hún heldur á læknisstafn- um sem er sannkallaður töfrastaf- ur og styður annarri hendi á jarð- kringluna og á jörðinni eru staf- irnir B.P., fangamark læknisins og lyfsalans Bjarna Pálssonar. Bjarni er ekki síst kunnur fyrir Ferðabókina víðfrægu frá árunum 1752-57 sem þeir skrifuðu í sam- einingu, hann og Eggert Ólafsson. Hin myndin, skreyting Snorra Sveins, sýnir tvo póststimpla. Annar er tölustimpill 232 frá árun- um 1929-1931, hinn dagstimpill póst- og símstöðvarinnar á Sel- tjarnarnesi eins og hann er nú. Myndin er tekin í hinni nýju póst- og símstöó Seltirninga. Frá vinstrí eru: Alda Viggósdóttir, póst- og sfmstöðvarstjórí á Seltjarnarnesi, Snorri Sveinn Friðriksson listamaður, Guðmundur Björnsson, framkvemdastjóri fjármáladeildar, Bragi Kristjánsson, framkvæmdastjórí viðskiptadeildar, Kristján Helgason, umdæmisstjóri Pósts og síma, Baldur Teitsson, deild- arstjóri fasteignadeildar og Þorgeir K. Þorgeirsson, framkvæmdastjóri umsýsludeildar. Guðmundur L. Friðfinnsson Örlög og ævintýri — síðara bindi BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út síðara bindi af Örlögum og ævintýrum eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Þarna er að finna æviþætti, munnmæli, minningarbrot, ættartölu og fleira. Auk ættfræði í aðaltexta eru ættartölur eftir hina kunnu fræðimenn, Torfa Sveinsson frá Klúku, rituð 1832, Eið Guðmunds- son á Þúfnavöllum og Stefán Jóns- son á Höskuldsstöðum. í bókinni er heimildaskrá og nafnaskrá fyrir bæði bindin. Þetta síðara bindi er 144 blaðsíður. Bókin er unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Kristinn G. Jóhanns- son teiknaði kápu. W . v'inKonu- 9 Ktúnn aö e'9n c'mu 1 ÓsKacmma ÓsKan oQ Er^\enda ' ■ gaman ao sv ^ sem P' ^ ernmu. ■ eKKert Jplí ,kert ven\u»eg.uvcunurö pa& et netnltega eW^Ue9u spanba Iðn barb nkinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.