Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 13

Morgunblaðið - 22.11.1985, Page 13
13 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Seltjamames: Ný póst- og símstöð opnuð NÝ póst- og símstöð var opnuð í ;ær, fimmtudag, á Eiðistorgi 15, Selt- jarnarnesi og tekur við af póstþjónustu þeirri er verið hefur í Mýrarhúsaskóla síðan árið 1929. Póst- og símstöðvar- stjóri er Alda Viggósdóttir og eru aðrir starfsmenn tveir póstafgreiðslumenn auk fjögurra bréfbera. Póst- og símstöðin á Seltjarnar- nesi er 133 fermetrar á fyrstu hæð og í kjallara 156 fermetrar. Til leigu verða 210 pósthólf og verða þar til sölu öll venjuleg símtæki. Sjálfvirk símstöð með 1024 númer- um tók til starfa í húsinu 18. júlí á síðasta ári, en þá var hluti hús- næðisins tekinn í notkun. Nú hafa 950 númer verið tengd. Bréfhirðing og síðar póstaf- greiðsla á Seltjarnarnesi hefur verið lengst af til húsa í Mýrar- húsaskóla og var Alda þar eini starfsmaðurinn. Næsta pósthús er á Neshaga, í húsi Menningarstofn- unar Bandaríkjanna. Húsnæðið á Eiðistorgi 15 keypti Póst- og símamálastofnunin af byggingafyrirtækinu óskari og Braga sf. Húsið er teiknað og innréttingar hannaðar af Arki- tektastofunni sf. undir stjórn Ormars Þórs Guðmundssonar arkitekts. Byggingastjóri við inn- réttingar og frágang var Theódór Sólonsson húsasmíðameistari, en umsjón verksins var á vegum Fasteignadeildar Pósts og síma. í afgreiðslusal nýju póst- og símstöðvarinnar eru tvær lág- myndir úr kopar eftir listamann- inn Snorra Svein Friðriksson. Önnur myndin er tengd gamla tímanum. Hún sýnir bréf sem er brotið þannig saman að bréfið verður jafnframt umslag og síðan er það innsiglað. Innsiglið á bréf- inu er Bjarna Pálssonar (1719- 1779) landlæknis sem einnig gegndi lyfsalastörfum, en hann hafði aðsetur og bjó í Nesi við Seltjörn. Á innsiglinu er mynd af gyðju. Hún heldur á læknisstafn- um sem er sannkallaður töfrastaf- ur og styður annarri hendi á jarð- kringluna og á jörðinni eru staf- irnir B.P., fangamark læknisins og lyfsalans Bjarna Pálssonar. Bjarni er ekki síst kunnur fyrir Ferðabókina víðfrægu frá árunum 1752-57 sem þeir skrifuðu í sam- einingu, hann og Eggert Ólafsson. Hin myndin, skreyting Snorra Sveins, sýnir tvo póststimpla. Annar er tölustimpill 232 frá árun- um 1929-1931, hinn dagstimpill póst- og símstöðvarinnar á Sel- tjarnarnesi eins og hann er nú. Myndin er tekin í hinni nýju póst- og símstöó Seltirninga. Frá vinstrí eru: Alda Viggósdóttir, póst- og sfmstöðvarstjórí á Seltjarnarnesi, Snorri Sveinn Friðriksson listamaður, Guðmundur Björnsson, framkvemdastjóri fjármáladeildar, Bragi Kristjánsson, framkvæmdastjórí viðskiptadeildar, Kristján Helgason, umdæmisstjóri Pósts og síma, Baldur Teitsson, deild- arstjóri fasteignadeildar og Þorgeir K. Þorgeirsson, framkvæmdastjóri umsýsludeildar. Guðmundur L. Friðfinnsson Örlög og ævintýri — síðara bindi BÓKAÚTGÁFAN Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út síðara bindi af Örlögum og ævintýrum eftir Guðmund L. Friðfinnsson. Á bókarkápu segir m.a.: „Þarna er að finna æviþætti, munnmæli, minningarbrot, ættartölu og fleira. Auk ættfræði í aðaltexta eru ættartölur eftir hina kunnu fræðimenn, Torfa Sveinsson frá Klúku, rituð 1832, Eið Guðmunds- son á Þúfnavöllum og Stefán Jóns- son á Höskuldsstöðum. í bókinni er heimildaskrá og nafnaskrá fyrir bæði bindin. Þetta síðara bindi er 144 blaðsíður. Bókin er unnin í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Kristinn G. Jóhanns- son teiknaði kápu. W . v'inKonu- 9 Ktúnn aö e'9n c'mu 1 ÓsKacmma ÓsKan oQ Er^\enda ' ■ gaman ao sv ^ sem P' ^ ernmu. ■ eKKert Jplí ,kert ven\u»eg.uvcunurö pa& et netnltega eW^Ue9u spanba Iðn barb nkinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.