Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 37 „Óeðlilegt að ákveðin svæði geti framleitt á kostnað heildarinnar‘ - segir Kristófer Kristjánsson i Köldukinn um héradakvótann „Ég tel að það sé óhjákvæmilegt leiðslunni í landinu, en út úr tillög- að fá héraðaskiptinguna og fá hana um Framleiðsluráðs að héraðakvóta strax. Stéttarsambandsþingið í haust nú væri hlutur þeirra kominn niður samþykkti að miða héraðaskiptinguna í 19,2%. Þessu prósenti töpuðu þeir við búmarkið eins og það var ákveðið 1980. Mér finnst eðlilegt að menn haldi sig við það sem þar var ákveðið,“ sagði Kristófer Kristjánsson bóndi og stéttarsambandsfulltrúi í Köldukinn í Austur-Húnavatnssýslu, þegar leitað var álits hans á tillögum Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins að héraðaskipt- ingu mjólkur- og kindakjötsfram- leiðslunnar. Hann sagði að útreikningsaðferð- in væri þó ekki meginmálið. Aðalat- riðið væri að koma skiptingunni á þannig að menn fengju tryggingu fyrir því hvað þeir mættu framleiða, enda væri komið töluvert fram á framleiðsluárið. Hann sagði að hér- aðaskiptingin væri óhjákvæmileg vegna þess hvað samdrátturinn hefði verið misjafn á milli héraða. Það væri í hæsta máta óeðlilegt að ákveðin svæði gætu framleitt á kostnað heildarinnar nú þegar draga yrði framleiðsluna saman. Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi og stéttarsambandsfulltrúi á Öngulsstöðum í Eyjafirði sagðist vera sammála því að setja á héraða- kvóta, en var ekki ánægður með útreikningsregluna sem Fram- leiðsluráð hefur gert að tillögu sinni til landbúnaðarráðherra. Hann sagði aö útkoma útreikninganna væri vissulega vonbrigði fyrir Ey- firðinga. Þeir hefðu verið með jafna mjólkurframleiðslu undanfarin 10 ár, 20,2 til 20,7% af heildarfram- Vetrarfagnað- ur friðarsinna í KVÖLD, fostudagskvöld 22. nóv- ember, efna samtökin Kjarnorku- vopnalaust íslands til vetrarfagnaðar í Félagsstofnun stúdenta við Hring- braut. A dagskrá er m.a. upplestur, þeir Þórarinn Eldjárn og Einar Kára- son lesa úr nýútkomnum bókum sín- um, Kristín Á. Ólafsdóttir syngur, einnig munu leikarar úr Leikfélagi Reykjavíkur koma og syngja nokkur lög úr leikriti Kjartans Ragnarssonar „Land míns föður“. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Ávarp flytur fulltrúi frá Samtökum lækna gegn kjarnorkuvá, en þau samtök eiga aðld að alþjóðlegum friðarsamtökum lækna sem nýlega hlutu friðarverð- laun Nóbels. Hljómsveitin Hvísl leikur fyrir dansi til klukkan 1.00. á 1. útreikningsliðnum, þ.e. búmark- inu 1980, hinir tveir liðirnir (fram- leiðslan undanfarin þrjú ár og bú- markið 1985) jöfnuðu hvor annan upp. Jóhannes sagði að ef þetta yrði niðurstaðan í málinu gerðist það fyrst að skerðingunni yrði jafnað niður á alla bændur i héraðinu, sem síðar leiddi til þess að framleiðend- um fækkaði enn frekar en þegar væri orðið. Hann sagði að kallaður hefði verið saman kjörmannafundur í Eyjafirði vegna þessa máls. Þar hefði verið samþykkt ályktun þar sem skorað er á Framleiðsluráð að taka meira tillit til raunverulegrar framleiðslu við héraðaskiptinguna, þannig að framleiðsla undanfarinna þriggja ára vægi % og búmarkið 1980 ‘A. „Þetta er engin draumatil- laga fyrir okkur, en við leggjum þetta þó til þar sem við teljum að flestir geti sætt sig við niðurstöð- una,“ sagði Jóhannes Geir. Kristófer í Köldukinn taldi þessa breytingartillögu Eyfirðinganna óréttláta. Með þeim aðferðum sem þar væru lagðir til væri verið að verðlauna þá menn sem ekki hefðu farið að tilmælum um samdrátt framleiðslunnar, menn sem ekki hefðu sinnt stjórnunaraðgerðunum á undanförnum árum. Hann sagði að í meginatriðum yrði að styðjast við þær línur sem dregnar hefðu verið í þessum málum á Stéttarsam- bandsþingi. Karl Guðmundsson, Karl Kristjánsson og Björn Einarsson ræða staðsetningu verksmiðjunnar. n ■ VIKO, veggklæðningaverksmiðjan, f Hveragerði: „Miklir möguleikar á verd- mætasköpun úr íslensk- um efnum og orku u Veggklæöningaverksmiöja nýstofnað fyrirtæki, VIKO hf„ hyggst reisa í Ölfusdal við Hveragerði á næstunni mun framleiða byggingar- einingar samkvæmt nýjum fram- leiðsluaðgerðum sem lengi hafa verið í þróun undir stjórn Björns Einars- sonar tæknifræðings í Kópavogi. Fyrst í stað var unnið að tækni- þróun í samvinnu við danska aðila, en að undanförnu við sænskt fyrir- tæki sem hefur sýnt hugmyndinni verulegan áhuga að sögn Karls M. Kristjánssonar framkvæmda- Hvammstangi: Jafnrétti milli landshluta SAMTÖK um jafnrétti milli lands- hluta, deildin í Vestur-Húnavatns- sýslu, boðar til opinbers fundar í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardaginn 23. þ.m. kl. 13.30. Þar verða í brennidepli baráttu- mál samtakanna, þ.e. breytingar á stjórnarháttum íslenska lýðveldis- ins. Á fundinum setja fram skoð- anir sínar allir þingmenn Norður- landskjördæmis vestra og eftir- taldir fulltrúar samtakanna: Árni Steinar Jóhannsson, Akureyri, Málmfríður Sigurðardóttir, Reykjadal, Pétur Valdimarsson, Akureyri, Sigríður Rósa Kristins- dóttir, Eskifirði, ogörn Björnsson, Vestur-Húnavatnssýslu. Ræðutími verður takmarkaður við 15 mínútur á mann, í tveim til þrem umferðum. Á eftir geta fund- argestir beint skriflegum fyrir- spurnum til ræðumanna. Fundurinn er öllum opinn og býður Kvennabandið fundargest- um upp á kaffiveitingar. stjóra VIKO hf. Sænska fyrirtækið hefur kostað tækni- og vöruþróun með íslensku aðilunum og gerður hefur verið samningur við þekkt sænskt stórfyrirtæki, um fram- haldsrannsóknir og vöruþróun. Veggklæðningarnar sem eru 60 til 70% úr Hekluvikri eru svipaðar og venjulegar spónaplötur í lögun, en í vikurinn er blandað gipsi og ýmsum öðrum efnum. „Þarna opnast möguleikar á mikilli verðmætasköpun úr ís- lenskum efnum og orku,“ sagði framkvæmdastjóri VIKO, „í fyrstu er fyrirhugað að framleiða vegg- og loftplötur, en plötur þessar hafa umtalsverða yfirburði yfir þær plötur sem nú eru framleiddar, m.a. hvað varðar styrk og hitaþol. Mikil sjálfvirkni verður í verk- smiðjunni og verður starfsmanna- fjöldi í fyrsta áfanga um 20, en að auki skapast atvinna við efnis- flutninga og þjónustu. Ársfram- leiðsla verður 12—15.000 tonnjf' aðallega fyrir erlendan markað og markaðskannanir erlendis sýna góða möguleika.“ Hluthafar í VIKO hf. eru Björg- vin Ólafsson, Bjarni V. Magnússon sem er stjórnarformaður, Björn Einarsson, Karl M. Kristjánsson og íslenska umboðssalan. „Við erum mjög ánægðir með þau jákvæðu viðbrögð sem við höfum fengið hjá öllum aðilum sem staðsetningu verksmiðjunnar varðar,“ sagði Karl, „hagstætt til-í, boð hefur fengist í grunn undir húsið og við vonumst til að geta byrjað á næstu vikum að byggja verksmiðjuna svo hún komist í gagnið sem fyrst á næsta ári en unnið er að fjármögnun fyrirtæk- isins." Landsbankinn: Krafði um of háa greiðslu af skuldabréfi í innheimtu Getum ekki útilokað mannleg mistök, segir Brynjólfur Helgason í Landsbankanum EKKI er hægt að álykta sem svo að einhver fjöldi hafl eða geti lent í svona. Við getum auðvitað ekki úti- Tónleikar í Hlégarði Menningarmálanefnd Mosfells- sveitar gengst fyrir tónleikum í Hlé- garði laugardaginn 23. þ.m. kl. 16. Þessir tónleikar eru í tilefni 75 ára afmælis ólafs Magnússonar frá Mosfelli (f.1.1. 1910). Þarna mun hann syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanó- leikara nokkur af þeim lögum, sem eru á hljómplötu þeirra, er örn og örlygur gefa út og væntanleg er næstu daga, einnig fáanleg á snældu. Upptöku annaðist Halldór Vík- ingsson og fór hún fram í Hlégarði nú í haust. Fyrir þá er vilja heiðra ólaf með nærveru sinni er bent á að forsala aðgöngumiða og borða- pantanir verða í Héraðsbókasafn- inu I Mosfellssveit föstudag kl. 13-20. Á tónleikunum mun Jónas Ingi- mundarson kynna verk, sem eru á einleikshljómplötu hans er örn og örlygur standa að. Menningarraálanefnd MonfelbwreiUr Morgunblaðið/RAX Hjónin Ingibjörg Ingólfsdóttir og Gunndór Sigurðsson í hinu nýja kaffihúsi, Kafflseli. Kaffisel — nýtt kaffihús við Laugaveg NÝTT kafflhús hefur verið opnað á Laugavegi 27, kjallara, og hefur það hlotið nafnið Kaffisel. Opið verður á venjulegum verslunar- tíma. 1 Kaffiseli verður boðið upp á kaffi, kakó, gosdrykki, kökur, smurt brauð, smárétti og aðrar venjulegar kaffihúsaveitingar. Þá er stefnt að þvi að hafa síðar meir heita smárétti og súpur í hádeginu. Eigendur Kaffisels eru hjónin Ingibjörg Ingólfsdóttir og Gunn- dór Sigurðsson, en þau reka einn- ig hinn vinsæla veitingastað Ingólfsbrunn f Miðbæjarmark- aðnum. lokað mannleg mistök í þessu frekar en öðru, en reynum með okkar innra eftirliti að fyrirbyggja það eins og hægt er, sagði Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri markaðssviðs Landsbanka íslands, er hann var spurður hvort hann teldi að fólk gæti átt i hættu að fá rangar inn- heimtutilkynningar frá bankanum. Tilefni spurningarinnar var dæmi um ranga útreikninga á greiðsluseðli frá Landsbankanum, þar sem munaði verulegum fjárhæðum. Maðurinn sem varð fyrir þessu, Bjarni Pálsson, sem starfar sem stærðfræði- og bókhaldskennari við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, sagði að hann hefði keypt hús í Kópavogi fyrir tveimur árum og gefið út verðtryggt skuldabréf til 8 ára með 3% vöxtum fyrir eftir- stöðvunum. Hann hefði greitt fyrstu afborgunina í nóvember í fyrra beint til seljandans og var það gert aftan á skuldabréfið. Síðan hefði seljandinn notað skuldabréfið til greiðslu á íbúð sem hann keypti og hinn nýi eigandi þess sett það i innheimtu í Vegamótaútibú Lands- banka íslands. Bjarni sagðist hafa reiknað út væntanlega afborgun þegar líða tók að 2. gjalddaga nú í nóvember, en síðan hefði það gerst að komið hefði rukkun frá bankanum með allt öðrum og hærri tölum en hann hefði sjálfur áætlað. Á greiðsluseðli bankans hefðu verið reiknaðir breytilegir vextir (5,397%) í stað 3%. Einnig hefðu eftirstöðvar láns-' ins eftir síðustu afborgun verið hækkaðar úr lánskjaravlsitölu 727 (í stað 938) upp í 1301. Hann hefði því verið krafinn um rúmlega 25 þúsund krónur umfram það sem hann átti að greiða og eftirstöðvar oftaldar um tæpar 78 þúsund krón- ur. Bjarni sagði að sér hefði verið vel tekið i Landsbankanum, hann beðinn afsökunar á mistökunum og sendur nýr greiðsluseðill. Sagði hann að þetta sýndi að fólk gæti ekki tekið gagnrýnislaust við inn- heimtuseðlum bankanna, en efaðist jafnframt um að þorri fólks færi ofan í saumana á þeim, heldur greiddi þá umyrðalaust. Hann kvaðst ekki geta fullyrt um önnur slík dæmi, en sagði að sér virtist sem hætta gæti verið á mistökum í bönkunum ef breyta þyrfti út af hinum venjulegu vinnubrögðum eins og var í hans tilviki. Brynjólfur Helgason varð fyrir svörum í Landsbankanum þegar leitað var eftir skýringum á þessu atviki. Hann sagði að vissir form- gallar hefðu verið á þessu tiltekna skuldabréfi þannig að ekki væri hægt að tala um rangt eða rétt varðandi vaxtaútreikninginn. I bréfinu væri talað um 3% fasta vexti en einnig væri ákvæði um hæstu lögleyfðu vexti Seðlabank- ans. Varðandi lánskjaravísitöluna sagði Brynjólfur að þar væri um hrein mannleg mistök að ræða, slegin hefði verið inn vísitalan sem uppgefin væri í bréfinu en ekki staða hennar við síðustu afborgun eins og rétt hefði verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.