Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 33 JUgnrpM Útgefandi tftblfrÍfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, MagnúsFinnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö. Ætla að hittast aftur Leiðtogafundinum í Genf lauk 1 gær með yfirlýsingu þeirra Ronalds Reagan, Bandaríkjafor- seta, og Mikhails Gorbachev, flokksleiðtoga Sovétríkjanna, um að þeir ætluðu að hittast fljótt aftur, strax á næsta ári í Banda- ríkjunum og 1987 í Sovétríkjun- um. Frá því að Jaltafundurinn var haldinn fyrir rúmum fjörutíu árum hafa æðstu menn Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna aðeins hist 10 sinnum, að fundinum í Genf núna meðtöldum. Fundirnir hafa borið mismik- inn árangur og sumir þeirra hafa raunar farið út um þúfur. Það verður ekki sagt um þennan síð- asta fund. Hann var haldinn þegar rúm sex ár voru liðin síðan þeir Jimmy Carter og Leonid Brezhnev hittust í Vínarborg. Yfirlýstur tilgangur fundarins var ekki að leysa úr öllum ágrein- ingi heldur að þoka málum til réttrar áttar, þar sem það væri unnt. Varlega orðaðar yfirlýsing- ar af þessu tagi eru í hróplegri andstöðu við þær heitingar, sem á stundum hafa gengið á milli ráðamanna í Moskvu og Wash- ington siðan 1979. Nú þegar samkomulag hefur orðið um framhaldsfundi leiðtoganna er líklegt, að tónninn í opinberum yfirlýsingum þeirra hvors í ann- ars garð breytist í samæmi við það. Viðræðurnar um takmörkun vígbúnaðar hafa fengið aukið pólitískt vægi eftir leiðtogafund- inn. Báðum er í mun að láta það ekki spyrjast, að einkafundir þeirra hafi spillt framgangi af- vopnunarmála. Ljóst á aö vera um hvað leiðtogarnir eru ósam- mála og gengið hefur verið frá þeim atriðum, þar sem samkomu- lag tókst. Séu samningar um að Bandaríkjamenn opni ræðisskrif- stofu í Kiev og Sovétmenn í New York nauðsynleg varða á leiðinni til samkomulags um niðurskurð kjarnorkuvopna skal ekki gert lítið úr þeim. I stuttu máli má segja, að leiðtogarnir hafi orðið sammála um að vera ósammála í grundvallaratriðum en vinna þó saman og reyna að sætta sjón- armiðin, þar sem þess er kostur. Þótt Gorbachev hafi á skömm- um tíma náð undirtökum í æðstu stjórn Sovétríkjanna, er víst, að heima fyrir bíða ýmsir eftir tækifæri til aö koma á hann höggi. Sovéska leiðtoganum kann að koma það betur en Reagan, sem er að ljúka ferli sínum, að því var skotið á frest að takast efnislega á við þau atriði, sem lúta að niðurskurði langdrægra kjarnorkuvopna og framtíð geim- varna. í febrúar 1986 verður efnt til þings Kommúnistaflokks Sov- étríkjanna í Moskvu. Á þvl hefur verið vakin athygli, að Gorbachev ætlar að flytja þar ræðu, einmitt sama daginn og Krushchev flutti leyniræðuna um ógnarstjórn Stalíns á flokksþinginu 1956. Hvort af þeirri dagsetningu megi ráða, að hann ætli að gera upp við forvera sína, skal ósagt látið. Hitt er víst, að vegna valdanna í Kreml á Gorbachev talsvert undir því, að samherjar hans þar og í Rauða hernum telji hann ekki hafa samið af sér. Reagan hefur vissulega verið harðorður í garð Sovétstjórnar- innar á forsetaferli sínum. Hann hefur réttilega varað Bandaríkja- menn og aðrar þjóðir við hætt- unni af heimskommúnismanum. Það er þó auðveldara fyrir Reag- an en Gorbachev að koma þeim boðum til umbjóðenda sinna, að fundurinn í Genf sé skref í friðar- átt. Sovéska áróðursvélin hefur dregið svo harðneskjulega mynd af Reagan, að sérfróðir menn telja, að það hafi komið sovéskum sjónvarpsáhorfendum meira en lítið á óvart aö sjá þá saman brosandi á skerminum, Reagan og Gorbachev. Sú spurning hefur verið ofarlega á baugi í tengslum við leiðtogafundinn, hvor þeirra njóti sín betur S fjölmiðlaljósinu. Gorbachev þótti standa sig vel á blaðamannafundi i gær. Reagan hefur þegar sýnt á sér nýja hlið í sovéska sjónvarpinu og hann á enn eftir að nýta sér fjölmiðla- áhugann í lýðræðisríkjunum. í foreíðufrétt Morgunblaðsins í gær kemur fram, hvers vegna fyrsta fundi þeirra Reagans og Gorbachev, lýkur með þeim hætti, sem hér er lýst, að allir sýnast hæstánægðir þrátt fyrir að ekkert hafi breyst nema and- rúmsloftið. í fréttinni segir: „Fréttamenn frá austantjalds- löndunum sögðu í kvöld að það hefði verið mjög mikilvægt fyrir Sovétmenn að Reagan tók Gor- bachev sem jafningja og Sovét- rSkin hefðu þar með fengið viður- kenningu sem hitt stórveldiö S heiminum." Fyrir Kremlverja skiptir einmitt þetta sköpum, að standa jafnfætis Bandarikja- mönnum frammi fyrir mannkyni öllu. Kjarnorkuvopnin hafa tryggt þeim þetta sæti. Fyrir aðrar þjóðir, ekki síst þær, sem eru hlutlausar og utan hernaðarbandalaga, er það um- hugsunarefni, hvað felst í því, að leiðtogar Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna ætla að hittast tvisvar sinnum á næstu tveimur árum. Hefur verið stofnaður einhver risaveldaklúbbur, þar sem deilt verður og drottnað? Með því að fara beint frá Genf til fundar við bandamennina í Atlantshafs- bandalaginu í Briíssel sýndi Reagan það í verki, að hann vill að þeir fylgist náið með öllu, er gerðist á fundinum með Gor- bachev. Ákvörðun leiðtoganna um að hittast aftur er merkilegasta niðurstaða fundarins í Genf. Felist í henni upphaf tvístirnis- stefnu S alþjóðamálum, á hún eftir að hafa miklar breytingar í för með sér. Um óperuhús eftirSvein Einarsson Ævinlega þegar reisa á merkis- hús eða rífa á merkishús, rSsa upp raddir í blöðum og öðrum fjölmiðl- um og manna á meðal. Stundum verða beinlínis deilur um það, hvar ný slík hús skuli standa, hvernig þau séu útlits, hvernig spá megi í notagildi þeirra. Þetta er, hygg ég, af hinu góða og sýnir að allur almenningur lætur sig skipta umhverfi sitt og það, sem við er að etja í tilverunni. Því að þannig er því varið, að þegar illa þykir árá í hinni sameiginlegu ríkis- pyngju og byrjað er á hinum árlega niðurskurði á „óþarfanum“,þ.e. menningarmálum, kemur í ljós, að almenningur vill ekki án aðstöðu til mannsæmandi andlegs lifs vera. Það eru almenningur, sem með stuðningi sSnum og áhuga, heldur uppi menningarstofnunum og þarf ekki annað en með ótrúleg- um aðsóknartölum í ekki stærra sambýli en okkar þjóðfélag er, að sanna að svo er. Eigi að síður er oft eins og ráða- menn veigri sér við að taka þennan áhuga alvarlega. Einn af ritstjór- um Morgunblaðsins sagði mér frá þvi, að við skoðanakönnun hefði komið í ljós, að hlutfallslega fleiri læsu aö staðaldri bóka- og leiklist- argagnrýni en íþróttafrásagnir. Þó mun í flestum blöðum, og sjón- varpi líka, vera um fjórfalt magn af slíku efni á við menningarum- fjöllun, fyrir nú utan það að íþrótt- afréttamenn eru oft sérhæfðir og skrifa af áhuga um sitt efni og er það mjög lofsvert (undantekning eru kvennagreinar, enda mun fátt um konur á íþróttaritstjórnum fjölmiðlanna). Hins vegar eru iðu- lega sendir i svonefnd „menningar- viðtöl" byrjendur í blaðamanna- stétt og hafa ég og fleiri oft orðið vitni að því, að þar er spurt af umtalsverðu þekkingarleysi um það, sem þó ætti að teljast almenn vitneskja, hvað þá annað. Þannig er það Iöngum, ef himin- hrópandi er orðin þörfin fyrir samastað fyrir einhverja slíka starfsemi, við skulum segja tón- listarhús, eða náttúrugripasafn, þá er eins og ráðamenn haldi að sér höndum, þengað til einhverjum almennum borgurum blöskrar sleifarlagið og hefjast handa og mynda áhugasamtök. Það er eins og ráðamenn þurfi að hafa slikan þrýstihóp (helst með framámönn- um úr öllum flokkum) til þess að sannfæra sjálfa sig og aðra um, að það sé ekki verið að ráðstafa opinberu fé í sérþarfir, heldur til almannaheilla. í þessu felst áhugaverð félagsfræðileg þver- sögn, þegar litið er svo til þess, að þjóðin, og eru forystumenn hennar þar ekki undanskildir, á engin sterkari rök fyrir þvi.að okkur beri að vera sjálfstæð, stjórnarfarslega og efnahagslega, en þau, að við séum sjálfstæð og þróuð menningarþjóð og að menn- ing okkar sé sérstæð verðmæt. En þrátt fyrir þetta og kannski einmitt af þessu, ber okkur að vera raunsæ og ætla okkur ekki um of efnalega. þess vegna þarf það engan að undra, að Þjóðleikhúsið var þrjá áratugi í byggingu, að Þjóðarbókhlaðan dregst og dregst (þó að nú megi það ekki dragast öllu lengur að hún komist 1 gagn- ið,) og að yfir 30 ár, eru liðin síðan fyrst var hreyft hugmynd um borgarleikhús sem Davíð og hans mönnum tekst nú vonandi að koma i notkunarhægt stand í tilfeni af yfirvofandi afmæli borgarinnar og hefur þá loks komist skriður á það mál, góðu heilli). Af þeim sökum líka skulum við gera okkur grein fyrir, að þegar við erum að ræða um byggingar af þessu tagi í dag, eru það byggingar, sem trúlega verða ekki að fullu risnar fyrr en eftir áratug eða áratugi. Eitt af þessum húsum er tónlist- arhúsið langþráða. Eftir miklar umræður komu aðstandendur þess sér saman um heppilega lóð, sem S veðri var látið vaka, að væri föl, S Öskjuhliðinni, með útsýni og vestursól. Brátt kom þó í ljós, að heppilegra þótti, að keiluspilarar en fiðluspilarar og áhangendur þeirra nytu þess útsýnis. Eigi að síður á að ráðast i að reisa þetta hús á óhentugri stað og hef ég séð litprentaða forskrift, sem virðist hafa verið dreift til arkitekta. Af þeirri lýsingu má ráða, þrátt fyrir óljóst orðalag um að æskilegt sé að óperuflutningur geti farið fram S húsinu, að sviðinu er ætlað að vera sinu minna en núverandi svið í Háskólabíói og er mér hulin ráð- gáta, hvaða óperur á að sýna við þau skilyrði. Ekki væri úr vegi, að fulltrúaráð samtakanna héldi almennan fund fyrir venjulega áhugamenn innan samtakanna, þar sem þessi mál yrðu rædd og skýrð. Hér er nefnilega um grund- vallaratriði að ræða. Þrjátíu og fimm ára starf Þjóð- leikhússins að óperuflutningi hef- ur að sjálfsögðu sýnt tvennt: að hér er til fólk, sem getur tekist á við kröfumikil verkefni á sviði söngleikjalistarinnar og hitt, að til var (og er) hópur áhugasamra áhorfenda, sem þyrstir í þessa tegund sviðs og tónlistar. Tilkoma íslensku óperunnar hefur svo sannað, að þessi áhugi fer vaxandi. Hinu er ekki að leyna, að á báðum stöðum er staðið að óperuflutningi við vondar aðstæður og bráða- birgðalausnir. Þar stendur þó Þjóðleikhúsið betur að vígi, enda byggt með slíkan flutning í huga, (og má það teljast stórhuga á 4. áratugnum), þar er sviðið og allur annar búnaður fremri, þó að hljómsveitargryfjan sé reyndar snautlega lítil og komi í veg fyrir að hægt sé að flytja ýmis öndvegis- verk, svo að nokkur mynd sé á. íslenska óperan er einkafyrirtæki, sem berst S bökkum fjárhagslega og hefur ekki á að skipa föstum hópi iistrænna starfsmanna, og hvorki þar né við Þjóðleikhúsið er fastráðinn hópur söngvara, eins og t.d. leikara og nú orðið, eftir mikla og hetjulega baráttu dans- ara. Vandkvæði Þjóðleikhússins eru þau, að við núverandi húsa- kost, þar sem hýsa á þrjár list- Sveinn Einarsson „Af þeirri lýsingu má ráða, þrátt fyrir óljóst orðalag uni að æskilegt sé að óperuflutningur geti farið fram í húsinu, að sviðinu er ætlað að vera sínu minna en nú- verandi svið í Háskóla- bíói, og er mér hulin ráðgáta, hvaða óperur á að sýna við þau skil- yrði.“ greinar undir sama þaki, getur ein ekki bæst við nema á kostnað annarrar, m.ö.o. leikhúsið getur með naumindum fjárhagslega staðið undir skuldbindingum sfn- um S lögum sem ríkisópera (lögin kveða á um eina óperu árlega); sú starfsemi verður ekki aukin nema á kostnað leikflutningsins, sem er aðalverkefni hússins. Vandi fs- lensku óperunnar er margvíslegur og þó helstur, að við núverandi aðstæður er ekki sanngjarnt að gera til umfangsmikilla sýninga þar fyllstu listrænar kröfur, vegna stærðar sviðsins og annars að- búnaðar; það er þó hægt og hefur verið gert í Þjóðleikhúsinu. Ein- hvers konar samvinna þessara aðilja myndi kannski bæta eitt- hvað úr í bili, enda kom sú hug- mynd fram í Þjóðleikhúsinu, þegar vitnaðist að Gamla BSÓ myndi ef til vill falt, löngu áður en íslenska óperan kom til, að dreifa verkefn- um á þessi tvö hús, færa inn í sjálft Þjóðleikhúsið fleiri óperur, sem betur rúmuðust þar, en leikrit yfir í Gamla bíó og svo kammeróperur eða önnur slík verk, sem þar kæmust betur fyrir. Menntamála- ráðuneytið sýndi þessu máli áhuga, en fjármálaráðuneytið vildi ekki sinna því af kostnaðarástæð- um. En stundum er það spurning, hvort ekki er kostnaðarminna, að sjá svolítið fram S tímann og til þess, sem óhjákvæmilega hlýtur að koma. En ef óperur eru fluttar í dag við bráðabirgðaaðstæður, er aug- ljóst að finna þarf varanlega lausn þeirra mála. Til eru tvær leiðir. Annars vegar er að nota það tæki- færi sem nú býðst með því að hugsa tónlistarhúsið fram I tím- ann og gera ráð fyrir flutningi óperu og iistdans þar. Ég hef heyrt þær mótbárur, að ekki fari saman flutningur hljóðfæratónlistar og óperusöngur. Og ég svara því til, að það fer stórum betur saman en flutningur talaðs máls og óperu- söngur, eins og nú er ætlast til. Auk þess yrði þá allt önnur nýting hússins, því ella væri viðbúið að aðalsalurinn stæði nokkuð oft auður á kvöldin, þrátt fyrir sin- fóníutónleika og popptónleika. Þetta krefðist skipulags, sem í senn væri í föstum skorðum og þó sveigjanlegt. Mér er reyndar kunn- ugt um, að slíkt sambýli er ekki óalgengt erlendis og það í stærri borgum en Reykjavík, og hefur gefist vel. Hinn kosturinn er svo auðvitað sá, að byggja sérstakt óperuhús. Og ef þetta tækifæri með tónlist- arhúsið verður ekki nýtt, er eins gott að hefjast handa strax, ef það á að verða börnum okkar til ánægju og ekki barnabörnum eða barnabarnabörnum. Höíundur er leikstjóri og rithöfundur. Afli og aflaverðmæti togara til ágústloka AfliS Afliá Afla- lestum úthaldsd. verðm. Guðbjörg f S 3.607 16,77 90.949.130 krónur Júlíus Geirmundsson fS 3.025 15,66 70.067.390 krónur Vigri RE 3.528 13,21 68.772,720 krónur Sléttanes fS 3.018 14,09 61.465.810 krónur ögri RE 2.596 10,26 55.998.220 krónur Karlsefni RE 2.327 9.73 55.641.950 krónur Páll PálssoníS 2.759 13,88 54.326.310 krónur Viðey RE 2.798 14,20 54.131.250 krónur Gullver NS 2.943 13,26 53.531.610 krónur Breki VE 3.019 13,48 53.147.780 krónur Harðbakur EA 3.607 15,82 50.736.040 krónur Við samantekt þess er stuðzt við togaraskýrslu LlÚ. Þar eru frystitogarar ekki taldir með. Þar er ennfremur hvorki tekið fram hlutfall þorsks i afla skipanna né í hve miklum mæli þau hafa siglt með afla sinn eða sent hann utan í gámum. Afli togara og aflaverðmæti tO ágústlokæ Guðbjörg fískaði fyrir 90 milljónir Júlíus Geirmundsson næstu með 70 milljóna aflaverðmæti GUÐBJÖRGIN frá ísafirði var eftir fyrstu 8 mánuði ársins með langmest aflaverðmæti þcirra togara, sem ekki frysta aflann um borð. Hún var jafn- framt aflahæst togaranna ásamt Harðbak EA. Ottó N. Þorláksson RE var hins vegar með mestan afla á úthaldsdag. 11 skip alls höfðu náð að afla fyrir 50 milljónir króna þetta tímabil. Þeir togarar, sem verðmæt- ustum afla hafa náð, eru ýmist gerðir út frá Vestfjörðum, eru í hópi stórra togara eða sigla mikið með afla sinn. Aðeins tveir togarar af minni gerð utan Vestfjarða höfðu á þessu timabili náð að fiska fyrir meira en 50 milljónir króna, það eru Gullver NS og Breki VE. Hér fer á eftir listi yfir þá 11 togara, sem mestum verðmæt.um hafa skilað á land til ágústloka: Þekki engan, sem kann betri skil á umhverfismálum eftirHákon Bjarnason Allt frá því að Gunnar Thor- oddsen borgarstjóri fékk sam- þykkt borgarstjórnar Reykjavíkur fyrir þvi að friða og girða Heið- mörk hinn 6. mars 1947 hefur Reykjavíkurborg verið langt á undan öðrum bæjarfélögum í umhverfisvernd og verið fyrir- mynd þeirra. Einhverjir munu þeir vera, sem muna ræðu hans 17. júní 1948, þar sem hann lýsti og sá Heiðmörk í hillingum. Hann reyndist þó sannspárri en fjöldann grunaði. Breytingar á gróðri og umhverfi hafa orðið svo stórkost- legar við friðunina og gróðursetn- ingu trjáa, að engan mun hafa renntgruníslíkt. En það má líka nefna nærtækari dæmi umhverfisverndar svo sem Elliðaárhraunið og Öskjuhlíðina, sem hvort tveggja eru þegar orðin vinsæl útivistarsvæði innan borg- arinnar. „Þeir sem vilja taka þátt í prófkjörinu ættu aö gera sér Ijóst hve um- hverfisverndin er orðin og verður snar þáttur í lífi borgarbúa.“ Þegar félagar í sjálfstæðisfélög- um borgarinnar ganga til próf- kosninga á sunnudaginn skiptir það ekki minnstu máli að þeir sem verða fyrir valinu á framboðslista, þekki og kunni til umhverfisvernd- ar. Þeir sem taka þátt i prófkjörinu ættu að gera sér ljóst hve um- hverfisverndin er orðin og verður snar þáttur í lífi borgarbúa. Af því ágæta fólki sem gefur kost á sér á væntanlegan framboðslista til borgarstjórnar þekki ég engan er kann betri skil á þessum málum en Huldu Valtýsdóttur. Að auki á Hulda marga góða kosti sem gera hana hæfa til setu i borgarstjórn, Hulda Valtýsdóttir svo sem reynslu og þekkingu á borgarmálum, en góðvilji hennar, samviskusemi og ljúfmennska er með eindæmum. Höfundur er fyrrum skógræktar- stjóri. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HJÁLMAR JÓNSSON Fri undirritun samkomulags ír- lands og Bretlands um málefni Ulster í Belfast í síðustu viku. Garret Fitzgerald, forsætisríðr herra írlands, til vinstri, og Marg- aret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, til hægri. AP/Símamynd kæmist flokkur hans til valda eftir næstu kosningar 1987 myndu þeir hugleiða að ógilda hluta þess. Hann sagði enn- fremur að sér sýndist að sam- komulagið væri í andstöðu við greinar í írsku stjórnarskránni sem kveða á um það markmið að írland skuli eitt ogóskipt. Hægri sinnaðir þingmenn Ihaldsflokks Margaret Thatcher í Bretlandi hafa einnig lýst van- trú sinni á samkomulaginu og þingmenn Ulster hafa hótað að segja af sér þingmennsku í mót- Samkomulag Bretlands og írlands um málefni Ulster: Leiðir samkomulagið til aukins ofbeldis? Það eru ekki miklar líkur til þess að samkomulag það sem gert var milli ríkisstjórna Bretlands og írlands um málefni Norður-írlands verði í nánustu framtíð til þess að bæta það ástand sem þar hefur ríkt síðan í lok sjöunda áratugarins, að ofbeldisbylgja reis þar sem kostað hefur nálega 2.500 mannslíf og ekki hefur hnigið síðan. Þó eru bundnar við það vonir að hófsamir aðilar í röðum beggja fylkinganna, sem deilt hafa svo hart, sjái hag sinn í því að vinna samkomulaginu brautar- gengi, svo breyting megi verða á ríkjandi ástandi í landinu. Irar fá áhrif Ifyrsta skipti frá þvi írska lýð- veldið fékk sjálfstæði undan Bretum árið 1921 mun það hafa eitthvað að segja um framgang mála á NorðurUrlandi. I staðinn viðurkennir írska lýðveldið að Ulster eða Norður-lrland muni lúta breskri stjórn svo lengi sem meirihluti Sbúanna óskar þess. Ekki er útlit fyrir að breyting verði á þvi næstu áratugina, þar sem mótmælendur á Norður- frlandi eru tvöfalt fleiri en kató- likkar eða um ein milljón á móti 500 þúsund katólikkum. Sam- komulagið kveður á um að sett verði á stofn ráðherranefnd beggja rikisstjórnanna til að taka ákvarðanir um og fylgjast með þróun mála á Norður- írlandi. Bretar hafa neitunar- vald í nefndinni, en ekki er gert ráð fyrir að því valdi verði beitt mikið. Undir nefndinni verður embættismannaráð með aðsetur í Belfast, sem mun sjá um að framfylgja ákvörðunum ráð- herranefndarinnar. Gert er ráð fyrir að með þessu móti geti írar gætt hagsmuna katólikka I Ulst- er, sem hafa átt mjög undir högg að sækja gagnvart mótmælend- um hvað ýmis jafnréttismál varðar. Hugmyndin er sú að í framtíðinni muni valdastofnun, sem katólikkar og mótmælendur eiga jafnan hlut að taka við störf- um ráðherranefndarinnar. Mótmælendur and snúnir Það eru einkum mótmælendur, sem eru andvígir samkomulag- inu og finnst hagur sinn fyrir borð borinn með þvi. Þeir segjast tilbúnir til að berjast gegn því með ráðum og dáð og það er enginn vafi i hugum öfgasinn- aðra mótmælenda til hvers slikt samkomulag rikisstjórnanna kann að leiða: „Ef þetta er leiðin til Dyflinnar, þá munu sam- bandssinnar á Norður-Irlandi berjast til síðasta blóðdropa," segir hinn öfgasinnaði mót- mælendapreláti Ian Paisley. Þótt Paisley kunni að mála myndina of sterkum dráttum, sýna þó orð hans ótta milljónar mótmælenda S Ulster gagnvart sérhverjum áhrifum irska lýðveldisins þar. Hvort sem þessi ótti er á rökum reistur eða ekki, þá segir Paisley að mótmælendur muni fremur vilja deyja en sjá það verða að veruleika að írskir embættis- menn komi til Belfast: „Ef þeir ætla sér að reyna að koma með írska embættismenn til þessa héraðs, þá verða þeir að setja þá niður með þyrlum,” segir hann og mótmælendur hafa hótað að myrða sérhvern embættismann á vegum ráðherranefndarinnar sem stigi niður fæti i Belfast. Andstaða við sam- komulagið á írlandi og á Bretlandi Það er ófrávíkjanleg krafa írska lýðveldishersins, að Ulster skuli sameinað írska lýðveldinu og fyrir þeirri hugsjón sinni hafa þeir barist með hryðjuverkum undanfarin ár. Það hefur hins vegar lítið heyrst frá þeim um þetta samkomulag og ekki ljóst hvaða augum þeir lita það, þó að þeir muni aldrei sætta sig við neitt minna en eitt og óskipt írland. Hins vegar er andstaða við samkomulagið að finna bæði í Bretlandi og á írlandi. „Það eru öngvir sigurvegarar og öngvir sigraðir," sagði Garret Fitzger- ald, forsætisráðherra írlands, að lokinni undirritun samkomu- lagsins, en Charles Haughey, formaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins á írlandi, Fianna Fail, sagði að hugsjóninni um sameinað Irland hefði verið veitt þungt högg með samkomulaginu. Hann sagði í umræðum á írska þinginu að flokkur sinn myndi greiða atkvæði gegn því og mælaskyni við það. Mótmælend- ur i Ulster hafa í raun alltaf verið tortryggnir í garð stjórn- málamanna á Bretlandi og ásak- að þá fyrir að bíða tækifæris til að losa sig við þetta vandamál. Því er og haldið fram að með þessu samkomulagi séu Bretar einmitt að gera það. Enda er orsakanna fyrir trúnaði mót- mælenda við Bretland að leita til hollustu þeirra við bresku krúnuna, þetta fyrrum samein- ingartákn breska heimsveldisins. Síðasta trúarbragða- styrjöld Evrópu Það eru því litlar llkur til þess að samkomulagið, sem undirrit- að var i Belfast fyrir réttri viku verði til þess að binda enda á^ síðustu trúarbragðastyrjöld Ev- rópu, eins og átökin á Norður- Irlandi hafa verið nefnd. Til þess ríkir of mikið djúp milli mót- mælenda og katólikka og tor- tryggni á báða bóga. Katólikkar og mótmælendur sækja skóla og vinnu sitt í hvoru lagi og hafa engan kost á kynnum af kjörum og lífsviðhorfum hvors annars. Mótmælendur hafa notið þess að þeir eru í meirihluta og beitt katólikka óréttlæti í krafti þess. Þeir eru ekki tilbúnir til að samþykkja neinar breytingar á ástandinu sem feli i sér aukið vald til handa katólikkum og skemmst er að minnast þess er þeir bundu enda á samsvarandi samkomulag árið 1974 með því að efna til allsherjarverkfalls. Verði það sama uppi á teningn- um nú, getur það orðið vatn á myllu írska lýðveldishersins, sem hefur haldið þvi fram, að ofbeldi sé eina leiðin sem sé fær kató- likkum til að ná fram markmið- um sínum, sem eru aukið réttlæti til handa katólikkum og eitt og óskipt f rland. Samkomulag ríkis- stjórnanna kann þannig að skapa nýja ofbeldisöldu í Ulster og ef trúa má yfirlýsingum öfgasinn- aðra mótmælenda verða það ef til vill mótmælendur sem munu eiga frumkvæðið að því að þessu sinni, en ekki Irski lýðveldis- herinn, sem hefur verið ábyrgur fyrir flestum ofbeldisverkum á Norður-Irlandi til þessa. Heimildir: Time, News- week, The Washington Post og AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.