Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER1985 Sálin? w Eg veit ekki hvort það er við hæfi að fjalla um 15 ára gamlan endursýndan þátt úr safni sjónvarpsins. Og þó, hví ekki? Er mönnum ekki hollt að hyggja að hinu liðna og bera verkhátt liðinna daga saman við verklag dagsins? í dagskrárkynningu sjónvarpsins frá síðastliðnum miðvikudegi segir svo: Maður er nefndur Ólafur Tryggvason frá Hamraborg. Stein- grímur Sigurðsson ræðir við hinn kunna huglækni og rithöfund sem lést árið 1975. Áður á dagskrá sjón- varpsins sumarið 1970. Er ég horfði á þá Steingrím og ólaf ræðast við varð mér hugsað til ummæla ónefnds sjónvarpsmanns þess efnis að það væri nú mikill munur hversu samtalsþáttum í sjónvarpinu hefði fleygt fram, til dæmis væri umgjörðin listilegri og umbúnaður allur. Ég get tekið undir þessi orð því ekki verður sagt að þeir Steingrímur og ólafur heitinn hafi notið sín innan sviðs- myndarinnar. Tveir púkalegir allt- of lágir stólar, enn lægra borð prýtt einkennilegum blómahrauk var allt og sumt er þeir félagar höfðu af veraldlegum hlutum þá þeir ræddu málin. Horfin veröld En umræðuþættir snúast ekki bara um sviðsmyndina — inntak þeirrar viðræðu er fór á milli Steingríms og Clafs heitins kveikti slíkan áhuga í brjósti undirritaðs að hinir veraldlegu hlutir í sjón- varpssal hurfu af vettvangi. Og að spjalli loknu sveif sú spurn í etern- um hvort okkur hefði raunar nokk- uð miðað á leið í sjónvarpsspjalli. Eða hafa áhorfendur orðið þess varir að menn andlegrar ættar á borð við ólaf Tryggvason mæti í sjónvarpssal uppá síðkastið að rökræða hinstu rök tilverunnar? Eg fæ ekki betur séð en að þar skarti hverskyns hagfræðingar og fjármálaspekúlantar öðrum frem- ur. Gamla sagan um gullkálfinn? Hinn andlegi heimur í spjalli þeirra Steingríms og ólafs var hvergi minnst á peninga. Þar var hins vegar rætt um logos eða guösneistann er ólafur heitinn taldi að hrykki af steðja skaparans í allar lifandi verur. Er sálin í öllum líkamanum spyr Steingrím- ur. Huglæknirinn brosir og svarar: Merkileg spurning. Já ég tel að svo sé. Og hvar er taugaveiklun? Huglæknirinn brosir enn á ný, andlitið baðað birtu þess er á hlutdeild í hinum eilífa veruleika. Ég tel að taugaveiklun stafi af því að andinn nær ekki sambandi við taugakerfið. Það kemur til mín ótrúlega margt ungt fólk og ég finn strax hverjum ég get liðsinnt og oftast felst liðveislan í því að gefa fólkinu vissu um að það eigi hlut- deild í hinni ódauðlegu sál. Menn verða nefnilega að leggja rækt við sinn andlega veruleika. Svo mörg voru orð þessa huglæknis er hefir nú fært sig um set úr jarðlíkaman- um nær upptökum sálarinnar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Kastljós ■i^Bi Kastljós, þáttur 90 55 urn, , .innlen<1 — málefni, er á dagskrá sjónvarps kl. 20.55 í kvöld í umsjá fréttamannsins Einars Sigurðssonar. Fyrst verður fjallað um prófkjör í þættinum, þar sem þau fara nú að hefj- ast. Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins er á laugardag. Skoðað verður hvernig þau ganga fyrir sig og hugleiðingar flokksmanna koma fram um hvernig raða eigi í prófkjör. Þá verður gluggað í forsögu prófkjöra hér á landi, sem ekki er einungis bandarísk Endurfundir — bandarísk sjónvarpsmynd ■IM Ný bandarísk OQ 15 sjðnvarps- Ció — mynd, sem nefnist Endurfundir, er á dagskránni í kvöid kl. 23.15. Leikstjóri er Her- bert Wise og með aðal- hlutverkin fara Robert Mitchum, Deborah Kerr, Red Buttons og Judi Trott. Bandarískur kaupsýslu- maður fer til Bretlands til fundar við félaga sína úr stríðinu sem hann hefur ekki séð í fjörutíu ár. Hann leitar einnig uppi fornvinu sína frá stríðsár- unum og kemur margt á óvart við endurfundina. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir. fyrirmynd, heldur á sér sér-íslenska sögu. Þá hyggst Einar ræða við fiskvinnslufólk frá Hull í Englandi sem ráðist hefur til starfa í fisk- vinnslustöðvum hér á landi þar sem fiskvinnsla er í lamasessi nú í Hull og Grimsby miðað við það sem var fyrir þorskastríð þeirra. Sem dæmi má nefna að áður en þau þorskastríð Englendinga hófust, voru 200 togarar í Hull, en nú eru aðeins tíu eftir. Talað verður m.a. við Pétur Björnsson i Hull, sem hefur haft milligöngu með ráðningu fólksins hingað, og við enskan mann sem siglt hefur á breskum síðutogurum í þremur þorskastríðum okkar og er hann nú að flytja til íslands með fjöl- skyldu sína. Þá verður í þessu sambandi fjallað um mun á kaupum og kjörum fiskvinnslufólks í báðum löndum. Robert Mitchum og Deborah Kerr í hlutverkum sínum í „Endurfundum“. Umsjónarmenn Nýræktarinnar, Skúli Helgason og Snorn Már Skúlason. Nýræktin — ný rokktónlist ■I Nýræktin, þátt- 00 ur um nýja inn- — lenda og er- lenda rokktónlist, er á dagskrá rásar 2 i kvöld kl. 22.00 í umsjá þeirra Skúla Helgasonar og Snorra Más Skúlasonar. Aðaluppistaða þáttanna er óútgefið íslenskt efni - ýmsar bílskúrshljómsveit- ir, sem ekki hafa séð sér fært um að gefa tónlist sína út. Rætt verður við meðlimi tveggja slíkra hljómsveita í þættinum og leikin verður tónlist þeirra. Hljómsveitirnar eru „Band nútímans", sem m.a. átti lag á SATT-plötu sem kom út i fyrra, og „Pass“, sem starfað hefur í fjögur ár og heldur tón- leika í Safari í næstu viku. Umsjónarmenn þáttar- ins þiggja gjarnan efni i þáttinn ef hlustendur geta bent á það eða hafa jafnvel undir höndum. Hlustend- um er bent á að skrifa til: Nýræktin, rás 2, Efstaleiti 1,108 Reykjavík. ÚTVARP v FÖSTUDAGUR 22. nóvember 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7J0 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „ Litli tréhesturinn" eftir Ursulu Moray Williams. Si- grlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórssn les (20. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður I umsjá Sigurðar G. Tómassonar. 10.10 Veöurfregnir. 10J5 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 .Ljáðu mér eyra". Um- sjón: Málmfrlður Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.10 Málefni aldraðra. Um- sjón: Þórir S. Guðbergsson. 11.25 Morguntónleikar. Smálög eftir Arthur Honegger, George Auric, Germaine Tailleferre og Erik Satie. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: .Skref fyrir skref" eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir lýkur lestrinum (23). 14.30 Upptaktur. -Guðmundur Benediktsson. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar Margrét S. Björnsdóttir end- urmenntunarstjóri talar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar. 19.45 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórs-i son. 19.15 Adöfinni. JJmsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Jobbi kemst I klfpu. Þriðji þáttur. Sænskur barnamyndaflokkur I fimm þáttum um sex ára dreng og tuskudýrið hans. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19Æ0 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaður Páll Magn- ússon. 19.55 Daglegtmál. Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. „Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland." Agúst Vigfússon flytur fyrri hluta frásagnar sinnar. b. Kórsöngur. Skagfirska söngsveitin syng- ur undir stjórn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. c. Jón kurfur. Rósa Glsladottir les kafla úr bókinni „Mannaferðir og fornar slóðir, eftir Magnús Björnsson á Syöra-Hóli. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 20.55 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaöur Einar Sig- urðsson. 21.30 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.15 Derrick. Sjötti þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur. Aöal- hlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýöandi Vet- urliði Guðnason. 23.15 Endurfundir. (Reunion at Fairborough). 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir leik- hústónlist. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Kvöldtónleikar: Tónlist eftir Igor Stravinsky. a. „Dumbarton Oaks", konsert I Es-dúr. b. Konsert I D-dúr fyrir strengjasveit. Enska kamm- ersveitin leikur. Volin Davis stjórnar. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. (Frá Akur- eyri.) 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur. — TómasR. Einarsson. Ný bandarlsk sjónvarps- mynd. Leikstjóri: Herbert Wise. Aðalhlutverk: Robert Mitchumn, Deborah Kerr, Red Buttons og Judi Trott. Bandarlskur kaupsýslumaö- ur fer til Bretlands til fundar við félaga slna úr strlðinu sem hann hefur ekki séð I fjörutlu ár. Hann leitar einnig uppi fornvinu slna frá strlðs- árunum og kemur margt á óvart við endurfundina. Þýðandi Jóhanna Þráins- dóttir. 01.05 Fréttir I dagskrárlok. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. Föstudagur 22. nóvember 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. Hlé. 14.00—16.00 Pósthólfið. Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir. Stjórnandi: Jón Ólafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. Hlé. 20.00—21.00 Hljóðdósin. Stjórnandi. Þórarinn Stef- ánsson. 21.00—22.00 Kringlan. Tónlist úr öllum heimshorn- um. Stjórnandi. Kristján Sigur- jónsson. 22.00—23.00 Nýræktin. Þáttur um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. Stjórn- endur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23.00—03.00 Næturvaktin. Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 22. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.