Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985
3
Hólmfríður kemur heim á morgun:
Fyrsta verkið að
heimsækja börnin
á Vífilsstöðum
NÝKJÖRIN fegurdardrottning
heims, Hólmfríður Karlsdóttir,
kemur til íslands síðdegis á morg-
un, föstudag, og mun hún dvelja
hér á landi fram yfir áramóL Með
í förinni verður Júlía Morley, eig-
andi „Miss World“ keppninnar,
sem verður fylgdarmaður Hólm-
fríðar á ferðum hennar um heim-
inn á næsta ári.
Hólmfríður mun strax eftir
lendingu heimsækja barnaheim-
ilið á Vífilsstöðum, þar sem hún
vann sem fóstra áður en hún
sigraði í „Miss World“ keppninni.
í tilefni af komu Hólmfríðar mun
Ólafur Laufdal, veitingamaður í
Broadway, hafa „opið hús“, fyrir
þá sem vilja fagna heimkomu
Hólmfríðar, á milli klukkan 19.00
og 21.00 í Broadway á föstudag.
Á laugardag munu Hólmfríður
og Júlía Morley heimsækja
barnaspítala Hringsins. Á
sunnudag verða fundir með for-
svarsmönnum i tslenskum ferða-
málum og útflutningsiðnaði, þar
sem rætt verður um fyrirhugaða
landkynningarstarfsemi Hólm-
fríðar á næsta ári. Júlía Morley
mun halda aftur til London á
mánudag, en Hólmfríður verður
hér á landi fram yfir áramót, og
mun hún meðal annars nota
tímann til að vinna að undir-
búningi tslandskynningarinnar.
Hólmfríðnr Karlsdóttir, nýkjörin
fegurðnrdrottning heimn.
Már seldi fyr-
ir 11 milljónir
Hæsta heildarverð minni togara í þýzkalandi
TOGARINN Már SH frá Ólafsvík
seldi á þriðjudag og miðvikudag 210
lestir af karfa í Bremerhaven.
Heildarverð var 11.105.900 krónur,
eða 674.97C þýzk mörk. Er það
hæsta verð í mörkum talið, sem
skuttogari af minni gerðinni hefur
fengið á markaðnum.
Már fékk að meðaltali 52,89 krónur
fyrir hvert kíló og er það mjög
gott verð. Fyrra sölumet minni
skuttogara átti Már sjálfur, sett í
október síðastliðnum, 586.000
mörk. Skipstjóri á Má er Sigurður
Pétursson, og er það ætlunin að
koma skipinu í eina siglingu til
viðbótar áður en það verður boðið
upp í lok næstu viku. Þess má geta,
að stóri togarinn Viðey RE hefur
fengið hæsta heildarverð allra
skipa fyrir afla sinn á þýzka
markaðnum. 1. og 2. apríl síðastlið-
inn seldi Viðey alls 338,5 lestir og
fékk fyrir það um eina milljón
marka.
Smygl í Hofsjökli
TOLLVERÐIR fundu smyglvarning
fyrir um 350 þúsund krónur um
borð í Hofsjökli í Vestmannaeyja-
höfn á þriðjudag. f loftstokkum í
vélarrúmi og káetu eins skipverja
fundust um 170 lítrar af áfengi,
aðallcga vodka, 25 kassar af bjór,
10 karton af vindlingum og 3 mynd-
bandstæki.
Hofsjökull var að koma frá
Bandaríkjunum. Tollverðir og lög-
reglumenn úr fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík fóru til
Eyja. Fimmtán skipverjar hafa
viðurkennt að eiga varninginn, þar
af áttu sex lítilsháttar magn.
Alltaf
eykst úrvalid af
stórglæsilegum
herrafatnaði
Klæðskeraþjónusta á staðnum
Guðmundur Sveinbjarnarson klæðskeri mun aðstoða
þig við val á þínum eigin hugmyndum á fatasniði.
ATHUGIÐ:
Verð á sérsaumuðum fötum
er aldrei meira en 20% hærra en almennt verð.
Austurstræti 22