Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 3 Hólmfríður kemur heim á morgun: Fyrsta verkið að heimsækja börnin á Vífilsstöðum NÝKJÖRIN fegurdardrottning heims, Hólmfríður Karlsdóttir, kemur til íslands síðdegis á morg- un, föstudag, og mun hún dvelja hér á landi fram yfir áramóL Með í förinni verður Júlía Morley, eig- andi „Miss World“ keppninnar, sem verður fylgdarmaður Hólm- fríðar á ferðum hennar um heim- inn á næsta ári. Hólmfríður mun strax eftir lendingu heimsækja barnaheim- ilið á Vífilsstöðum, þar sem hún vann sem fóstra áður en hún sigraði í „Miss World“ keppninni. í tilefni af komu Hólmfríðar mun Ólafur Laufdal, veitingamaður í Broadway, hafa „opið hús“, fyrir þá sem vilja fagna heimkomu Hólmfríðar, á milli klukkan 19.00 og 21.00 í Broadway á föstudag. Á laugardag munu Hólmfríður og Júlía Morley heimsækja barnaspítala Hringsins. Á sunnudag verða fundir með for- svarsmönnum i tslenskum ferða- málum og útflutningsiðnaði, þar sem rætt verður um fyrirhugaða landkynningarstarfsemi Hólm- fríðar á næsta ári. Júlía Morley mun halda aftur til London á mánudag, en Hólmfríður verður hér á landi fram yfir áramót, og mun hún meðal annars nota tímann til að vinna að undir- búningi tslandskynningarinnar. Hólmfríðnr Karlsdóttir, nýkjörin fegurðnrdrottning heimn. Már seldi fyr- ir 11 milljónir Hæsta heildarverð minni togara í þýzkalandi TOGARINN Már SH frá Ólafsvík seldi á þriðjudag og miðvikudag 210 lestir af karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 11.105.900 krónur, eða 674.97C þýzk mörk. Er það hæsta verð í mörkum talið, sem skuttogari af minni gerðinni hefur fengið á markaðnum. Már fékk að meðaltali 52,89 krónur fyrir hvert kíló og er það mjög gott verð. Fyrra sölumet minni skuttogara átti Már sjálfur, sett í október síðastliðnum, 586.000 mörk. Skipstjóri á Má er Sigurður Pétursson, og er það ætlunin að koma skipinu í eina siglingu til viðbótar áður en það verður boðið upp í lok næstu viku. Þess má geta, að stóri togarinn Viðey RE hefur fengið hæsta heildarverð allra skipa fyrir afla sinn á þýzka markaðnum. 1. og 2. apríl síðastlið- inn seldi Viðey alls 338,5 lestir og fékk fyrir það um eina milljón marka. Smygl í Hofsjökli TOLLVERÐIR fundu smyglvarning fyrir um 350 þúsund krónur um borð í Hofsjökli í Vestmannaeyja- höfn á þriðjudag. f loftstokkum í vélarrúmi og káetu eins skipverja fundust um 170 lítrar af áfengi, aðallcga vodka, 25 kassar af bjór, 10 karton af vindlingum og 3 mynd- bandstæki. Hofsjökull var að koma frá Bandaríkjunum. Tollverðir og lög- reglumenn úr fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík fóru til Eyja. Fimmtán skipverjar hafa viðurkennt að eiga varninginn, þar af áttu sex lítilsháttar magn. Alltaf eykst úrvalid af stórglæsilegum herrafatnaði Klæðskeraþjónusta á staðnum Guðmundur Sveinbjarnarson klæðskeri mun aðstoða þig við val á þínum eigin hugmyndum á fatasniði. ATHUGIÐ: Verð á sérsaumuðum fötum er aldrei meira en 20% hærra en almennt verð. Austurstræti 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.