Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi við- skiptaráöherræ Knúði á um fund í bankaráðinu MATTHÍAS Á. Mathiesen, fyrrverandi viðskiptaráðherra, upplýsti í umræðunum um Hafskipsmálið á alþingi í gær, að strax og honum barst skýrsla frá banka- eftirlitinu um stöðu Utvegsbankans 30. júlí sl. hafi hann átt viðræður við bankastjora Útvegsbankans. Á þeim fundi gerði ráðherrann grein fyrir þeim ályktunum sem hann drægi af skýrslunni. Matthías sagði, að sér hefði verið boðað til fundar með bankastjórum linH Fjöldi fólks var á þingpöllum og fylgdist með umræðunum um Hafskipsmálið í fyrradag. Morgunblaðið/Árni Sæberg tjáð að á sameiginlegum fundi for- ráðamanna Útvegsbankans og Haf- skips hefðu verið teknar ákvarðanir um að kanna með hvaða hætti fyrir- tækið gæti leitað eftir samningum um sölu á eignum sínum og við- skiptavild. Bankaeftirlitið hefði síðan haldið áfram athugun málsins og sent viðskiptaráðherra nýja skýrslu 9. september. Þá hafi verið GuÖmundur Eínarsson: „Við erum allir í þessu strákaru Kvöldfundur um Hafskip/Útvegsbanka Utandagskrárumræðu um Haf- skip/Útvegsbanka, sem Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.-Rvk) hóf, var fram haldið á kvöldfundi í fyrradag. Fundurinn stóð til klukkan hálf eitt um nóttina. Örfá efnisatriði úr máli þingmanna á kvöldfundinum verða lauslega rakin hér á eftir. A valdaárum AlþýAubandalags Guðmundur Einarsson (BJ-Rn) taldi hagsmunaárekstra óhjá- kvæmilega er sami maðurinn sæti á þingi, í stól bankaráðsformanns og í sæti stjórnarformanns stærsta viðskiptavinar bankans. Albert Guðmundsson var gerður að formanni bankaráðs í ársbyrjun 1981 þegar Alþýðubandalagið axl- aði ríkisstjórnarábyrgð. Ólafur Ragnar Grímsson var guðfaðir þeirrar ríkisstjórnar er þá sat. Málflutningur þingmanna gömlu flokkanna einkennist af sama undirtóninum: við erum ailir í þessu strákar! Allir gömlu flokk- arnir deila með sér bankaráðum ríkisbankanna. Og það er víðar pottur brotinn. Hvað um rað- smíðaskipin? Reikningur þaðan á þjóðina er upp á 400—600 m.kr. Vegna Austurlandsvirkjunar um 600 m.kr. Vegna Hafskips 400 m.kr. Vegna togarakaupa tengdum Fiskveiðasjóði 400 m.kr. Samtals eru reikningar af þessu tagi 1.700— 2000 m.kr. Það er ekki nema von að fólkið í landinu eigi vart I sig og á. Það verður að taka pen- ingastjórnina í landinu úr höndum stjórnmálamanna. Þjóðin hefur ekki efni á að gefa þeim óútfylltan tékka með stjórn ríkisbankanna. Ríkisbönkunum á að breyta í almenningshlutafélög. Ræða Alberts Guðmundssonar Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra, sem kom mjög við sögu í utandagskrárumræðunni, tók næstur til máls. Ræða hans er birt í heild á öðrum stað í Morgun- blaðinu í dag. Pólitískt og siðferðilegt mál Kristín S. Kvaran (BJ-Rvk) taldi mál það, sem hér væri um rætt, Hafskip-Útvegsbankamálið, fyrst og síðast pólitískt og siðferðilegt mál. Vera mætti að framvinda þess stæðist lagalega, en siðferði- | leg hlið þess skipti meginmáli. Sú hlið fengi fremur skoðun hjá þing- kjörinni nefnd, samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar, en hjá ríkissaksóknara. Þingmaðurinn velti því fyrir sér, hvern veg stæði á því að Útvegsbankinn hafi lagt nánast allt sitt á eitt fyrirtæki, Hafskip, á sama tíma og Albert Guðmundsson var þar bankaráðs- formaður. Nefnd frá þinginu, samkvæmt tilvitnaðri stjórnarskrárgrein, getur yfirheyrt alla viðkomandi, svo sem bankaráðsmenn og banka- stjóra, og sinnt pólitiskri og sið- ferðilegri hlið málsins betur en önnur rannsóknarform. Lyginni líkast Sigríður Dúna Kristmundsdóttir (Kl.-Rvk) sagði sögur um meðferð fjármuna, sem Hafskip hf. hafi fengið að láni hjá fólkinu í landinu, ríkisbanka, sögur af lúxus margs- konar og tilfærzlu fjármuna til hliðarfyrirtækja, lyginni líkastar. Fólk, sem vinnur myrkranna á milli til að standa við eigin fjár- hagslegar skuldbindingar, veltir þessu fyrir sér. Það er einnig lyginni líkast að lánastofnun, sem telur sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar nægilega ört frá svo stórum lán- takanda skuli hafa haldið lánafyr- irgreiðslu áfram svo lengi. Kvennalistakonur vilja stuðla að því að óhjákvæmileg rannsókn geti orðið marktæk. Rannsókn á bæði að skera úr um lagalega og siðferðilega hlið rannsóknarefnis- Spilling um ríkisbanka Stefán Benediktsson (BJ-Rvk) vék m.a. að fullyrðingu Alberts Guð- mundssonar um að hagur- bæði Útvegsbanka og Hafskips hafi verið með ágætum, er hann fór úr þessum stofnunum fyrir 3 árum. Með þessu er ráðherrann að segja, sagði Stefán, að þeir, sem tóku við af honum, hafi keyrt þessar stofn- anir í kaf. Stefán vék og að yfirlýsingu viðskiptaráðherra, þessefnis, að til stæði að rannsaka öll stærri við- skipti ríkisbankanna þriggja. Þetta er hótun til SÍS, sagði þing- maðurinn, SÍS á Landsbankann. Allir gömlu flokkarnir eiga sína bankaráðsmenn, sinn hlut í sam- tryggingarkerfinu. Þeir þögðu allir meðan hægt var að þegja, enginn undantekinn. Ihlutun stjórnmála- flokka í úthlutun peninga, um ríkisbanka og þingkjörin banka- ráð, hlýtur að leiða af sér spillingu. Tryggingar brunnu upp Árni Johnsen (S-SI) minnti á aðför Ólafs Ragnars Grímssonar (utandagskrárumræða/krafa um rannsóknarnefnd) að Flugleiðum fyrir fáum árum. Þá sá ólafur Ragnar dauða og djöful í hverju skoti. Þrátt fyrir þetta eru Flug- leiðir í dag sterkt félag, stór vinnu- veitandi, traustur hlekkur í sam- göngum okkar og gjaldeyrisafl- andi. Útvegsbankinn gegnir verulega stóru hlutverki í þágu sjávarút- vegs, undirstöðugreinarinnar í þjóðarbúskapnum, og landsbyggð- arinnar. En hvaða máli skiptir það þegar upphlaupsöfl eiga í hlut? Hvað varðar þau um sjávarútveg eða landsbyggð? Árni sagði einstakt mál hér á ferð. Tryggingar eða veð Hafskips hafi brunnið upp á skömmum tíma. Söluverð farmskipa hafa hrapað á heimsmarkaði. Eitt SlS-skipa sem metið hafi verið á 9 m.kr. fyrir fáum misserum seldist varla í dag fyrir 5 m.kr. Flutningar dregizt almennt saman. Varnarliðsflutn- ingar horfið úr myndinni. Engu að síður hafði mátt stýra málum fram hjá hluta skaðans ef ekki hefðu komið til ótímabær og óábyrg fjölmiðlaaðför, sem póli- tískir upphlaupsmenn hefðu fylgt eftir. Það þykir sjálfsagt, sagði Árni, að einkabankar auki eigið fé. Það þykir hinsvegar glæpur ef sömu kröfur eru gerðar til ríkisins um ríkisbanka. Það er hinsvegar óhjá- kvæmilegt að bankar tengist áhætturekstri, svo afgerandi sem hann er í íslenzkum þjóðarbúskap. Skýrsla aftur í tímann Steingrímur J. Sigfússon (AbLNe) gerði grein fyrir beiðni sinni og fleiri þingmanna Alþýðubandalags til viðskiptaráðherra um skýrslu um afskipti bankaeftirlitsins af málefnum Útvegsbankans, allar götur frá 1975 til þessa dags. Steingrímur taldi Árna Johnsen hafa drepið málum á dreif en málflutningur hans hafi engu að síður fallið saman í rökhelda samloku undir lokin. Tillaga BJ fáránleg Olafur Kagnar Grímsson (Abl.-Re) vék að málflutningi Bandalags ' jafnaðarmanna. En hvernig vill Bandalagið skipa bankaráð? Það vill færa skipan þeirra frá Alþingi til eins manns, eins ráðherra, við- skiptaráðherra. Einn maður á að „skipa alla strákana". Ef Albert Guðmundsson hefði orðið við- skiptaráðherra, eins og til stóð, hefði hann einn getað skipað öll bankaráð ríkisbankanna, ef kerfi Bandalags jafnaðarmanna réði. Ólafur Ragnar vék að yfirlýs- ingu forsætisráðherra, þessefnis, að bankaleynd yrði aflýst af Haf- skipsþætti Útvegsbanka — og að ríkisstjórnin skipaði þriggja mánna nefnd, til að rannsaka mál- ið, samhliða rannsókn skipta- ráðanda og væntanlega ríkissak- sóknara, eftir tilmæli iðnaðarráð- herra. Getur ríkisstjórn aflétt lögbundinni bankaleynd spurði Ólafur. Hann gagnrýndi og að rannsóknarnefnd ríkisstjórnar- innar ætti að starfa fyrir luktum dyrum. Fólk á að fá að fylgjast meö, sagði hann. Þingmaðurinn spurði og hvort leitað hafi verið tilboða í eignir Hafskip frá öðrum en Eimskip. Hann taldi og að sú könnun, sem fyrirhuguð væri á stærri lánum ríkisbanka, þyrfti að ná eyrum almennings. Útvegsbankans, Seðlabankans og ráðherra til að ræða hvað hægt væri að gera til að koma málum bankans til betri vegar. Fram kom á þeim fundi að viðræður væru í gangi milli Eimskips og Hafskips um sölu fyrirtækisins. Matthías sagði, að í framhaldi af þessum fundi hefði hann kallað formann bankaráðs Útvegsbankans á sinn fund 17. september og óskað eftir því að bankaráð yrði boðað til fundar til að ræða stöðuna. I fjar- veru viðskiptaráðherra fylgdist ráðuneytisstjórinn í viðskiptaráðu- neytinu með því að fundur væri haldinn í bankaráðinu og átti síðan viðræður við bankaráðsformanninn á ný 27. september. Matthías sagði ennfremur, að greinargerð sú frá Útvegsbankan- um til Seðlabankans, sem dagsett er 3. júní, hefði aldrei borist við- skiptaráðuneytinu, eins og haldið hefði verið fram. Lokaskýrsla bankaeftirlitsins um stöðu Útvegs- bankans hafi borist 22. október, en þá hefði hann verið búinn að láta af embætti viðskiptaráðherra. „Ég tel að ég hafi gert allt, sem í mínu valdi stóð til að koma þessum málum þannig fram að þar á yrði breyting," sagði Matthías. „Það verður svo að vera mat hvers og eins hvort nægjanlega vel hafi verið að því verki staöið eða ekki.“ Matthías Á. Mathiesen lauk umræðunni um Hafskipsmálið síðar um kvöldið með því að segja, að sjálfsagt hefði verið affarasælast að Eimskip og Hafskip hefðu fengið frið til að vinna að samningum áfram og tjónið þá orðið minna við að etja. Spurt um útlán og stöðu ríkisbanka JÓHANNA Sigurðardóttir (A.-Rvk.) hefur borið fram fyrir- spurn í sameinuöu þingi til við- skiptaráðherra um útlán og eigin- fjárstöðu ríkisbankanna. Þingmaðurinn spyr: 1. Hvert var hlutfall heildarfyrir- greiðslu af eigin fé Útvegsbanka Islands, Landsbanka Islands og Búnaðarbanka Islands til fimm stærstu lántakenda hvers um sig í árslok 1983,1984 og 1. des. 1985? (Nöfn lántakenda þarf ekki að tilgreina). 2. Er í einhverju tilfelli um að ræða lántakendur (sbr. 1. lið), einn eða fleiri, sem eru svo fjár- hagslega tengdir öðrum lántak- endum stofnunarinnar að skoða beri heildarfyrirgreiðslu til þeirra í einu lagi? 3. Getur viðskiptaráðherra stað- fest að fullnægjandi tryggingar séu fyrir ofangreindum lánafyr- irgreiðslum? 4. Hver var eiginfjárstaða ríkis- bankanna í árslok 1983, 1984 og 1. des. 1985?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.