Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 t Hjartkær móöir min, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐNADÓTTIR, Karlagötu 19, lést í Landspítalanum 11. desember sl. Guðni Pélmi Oddason, Kolbrún Hansen, Ingibjörg Hrönn Pélmadóttir, Guöni Rúnar Pélmason. t Maöurinn minn og faöir okkar, SIGMUNDUR FRIDRIKSSON, Hjaröarhaga 58, lést í Landakotsspítala 10. desember. Vilborg Þorvaröardóttir og dætur. t Eiginmaöur minn og faöir, KNUT LANGEDAL, Þórsgötu 15, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. desember 1985. Kristjana Einarsdóttir Langedal, Bertha Langedal. t Eiginkona mín, MUNDÍNA FREYDÍS ÞORLÁKSDÓTTIR fré Ytri- Á. Ólafsfirði, veröur jarösungin frá Ólafsfjaröarkirkju föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hennar eru beönir aö láta dvalar- heimiliö Hornbrekku njóta þess. Fyrir hönd barna, ættingja og vina, Finnur Björnsson. Utför t RAGNHILDAR DAVÍOSDÓTTUR, frá Vopnafirði, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Hermann Guönason, Elsa Níelsdóttir, Lára Guönadóttir, Ásgrímur Kristjánsson, Davíó Guönason, Einar Guðnason, Helga Kristmundsdóttir, Sveinn Guönason, Ólöf Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, ARNGRÍMUR VÍDALÍN GUÐMUNDSSON, fré Hesti, í Önundarfirði, Þinghólsbraut 24, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 13. desem berkl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ólöf Arngrímsdóttir, Sævar Arngrímsson, Erla Þorleifsdóttir, Arndís Sævarsdóttir, Bryndís Sævarsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúö og vináttu viö andlát og jaröarför ÁSTUBJÖRNSDÓTTUR. Lérus Magnússon. t Alúöarþakkir til allra þeirra er sýnt hafa viröingu, samúö og vinar- hug viö andlát og útför, PETRÍNU STEFÁNSDÓTTUR, fré Gili, Glerérhverfi, Akureyri. Stefén Halldórsson, Katrín H. Ágústsdóttir og barnabörn. Sigurður H. Jóns- son blikksmíðam. Fæddur 30. júní 1896 Dáinn 1. des. 1985 Það eru senn liðin 40 ár frá því kynni okkar Sigurðar Hólmsteins Jónssonar hófust. Ég var að taka sveinspróf í blikksmíði, hann var formaður prófnefndar, en því starfi gegndi hann um 30 ára skeið. Þrem árum seinna gerðist ég félagi í Félagi blikksmiðjueigenda, eftir það fóru samskipti okkar vaxandi og því meir, sem á leið. Um 10 ára skeið störfuðum við saman í stjórn félagsins og urðu kynni okkar og samstarf þá mjög náin. Sigurður var hreinskiptinn og traustur í hvíveti.a, vann af alhug að framgangi stéttarinnar og vildi veg hennar sem mestan. Ég átti þess kost að sækja mót norrænna blikksmíðameistara með honum fjórum sinnum, tvisvar í Svíþjóð og einu sinni í hvoru landi, Dan- mörku og Noregi. f þessum ferðum fór það ekki fram hjá mér hve mikillar virðingar hann naut meðal stéttarbræðra sinna þar, enda fór saman virðuleg fram- Þriðjudaginn 19. nóvember 1985 var jarðsungin frá Akureyrar- kirkju frú Gerða Stefánsdóttir til heimilis að Brekkugötu 12, Akur- eyri. Hún lést í sjúkrahúsi í Reykjavík eftir erfið veikindi. Gerða Kristín Olsen, eins og hún hét fullu nafni, var danskrar ætt- ar. Hún fæddist í Danmörku 24. júlí 1906 og ólst upp á búgarði foreldra sinna Rosnes á Lollandi í fjölmennum systkinahópi, en hún var fjórða í röðinni af sex systkin- um. Gerða valdi sér heilbrigðis- þjónustu að starfi, lærði physiot- herapi (nudd- og sjúkraþjálfun) og útskrifaðist í þeirri grein. Hún mun hafa kynnst mannsefni sínu, Jóni Stefánssyni, gáfuðum og mikilhæfum manni í Kaupmanna- höfn, þar sem hann var oft lang- dvölum og raunar víðar í Dan- mörku og annarstaðar erlendis. Þau voru gefin saman í hjónaband árið 1932 og Gerða fluttist með honum til íslands sama ár. Síðan koma hans og Sigríðar konu hans, sem var hans trausti félagi alla tíð. Það var mikið áfall fyrir hann er Sigríður lést 1976. Hann hafði þá látið af störfum í stjórn Félags blikkmiðjueigenda fyrir einu ári, þar sem hann hafði verið formaður í 27 ár. Eigi að síður bar hann alla tíð hag félagsins fyrir brjósti og mætti á fundum svo lengi sem heilsa hans leyfði. Á 40 ára afmæli Félags blikksmiðjueigenda var Sigurður kjörinn heiðursfélagi, fyrir frábær störf í þágu þess. Áður hafði hann verið sæmdur heiðursmerki Landssambands iðn- aðarmanna fyrir störf að málefn- um iðnaðarmanna. Sigurður stofnaði Blikksmiðju Reykjavíkur 1927 og rak hana til hinsta dags. Öll vinna, sem þar var unnin, var fyrsta flokks og vakti hann jafnan yfir því að ekkert færi þar út fyrir dyr, sem ekki stæðist fyllstu kröfur. Félag blikksmiðjueigenda var stofnað 1937 og er Sigurður sá síðasti af stofnendum þess, er nú kveður okkur. hefur hún verið búsett hér á Akureyri nær óslitið enda löngu orðin mikill íslendingur. Þegar Gerða giftist Jóni var hann for- stjóri Áfengisverslunar ríkisins á Akureyri (síðan 1922). Áður en Jón tók við forstöðu Áfengisverslunar- innar 1922 hafði hann auk þess að stunda verslunarstörf, verið rit- stjóri 3ja blaða, sem komu út á Akureyri á árunum 1900—1920. Blöðin voru Gjallarhornið, Norðri og Norðurlandið. Þeim Gerðu og Jóni varð 3ja barna auðið. Elstur er Stefán, f. 2. mars 1934, hann er kvæntur Magneu Kristjánsdóttur, þá Sveinn Óli, f. 10. nóvember 1935, kvæntur Önnu Lilju Kvaran, og yngst er Gerða Ásrún, f. 8. desem- ber 1936, gift Ólafi Jóhannessyni. Því miður varð samband þeirra Jóns og Gerðu allt of stutt. Jón lést löngu um aldur fram 1. júní 1945 og Gerða stóð ein uppi með 3 ung börn. Sem betur fór þurfti hún þó Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til hans fyrir mörg holl ráð og ánægjulegar samveru- stundir í starfi og leik. Félagarnir í Félagi blikksmiðjueigenda senda honum hinstu kveðju með virðingu og þökk fyrir allt sem hann vann því félagi. Sveinn A. Sæmundsson, formaður Félags blikk- smiðjueigenda. ekki að hafa fjárhagsáhyggjur, því hún fékk stöðu manns síns sem forstjóri Áfengisverslunar ríkisins á Akureyri. Því starfi gegndi Gerða til ársins 1970 að þeim 2 eða 3 árum undanskildum sem áfengis- sölubann ríkti á Akureyri. Meðan áfengisverslunin var lokuð vann Gerða sem sjúkraþjálfari hjá Karli Jónssyni gigtsjúkdóma- lækni, Túngötu 3 í Reykjavík. Skömmu eftir að Gerða hætti störfum hjá Áfengisverslun ríkis- ins réðst hún til Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri og vann þar sem sjúkraþjálfari til 74 ára aldurs í stað þess að setjast í helgan stein. Gerða varð félagi í Zontaklúbbi Akureyrar 1952 og var í klúbbnum til æviloka. Hún var góður og virk- ur félagi meðan heilsa og kraftar entust. Gjaldkeri 1957—1959 og formaður 1962—1963. Vann ann- ars í nefndum. Eftir áratuga samstarf í fá- mennu félagi er margs að minnast. Meðal annars eigum við margar minningar um ánægjulegar stund- ir á hinu fagra og smekklega heim- ili hennar. Gerða var mikil hús- móðir, hlýleg og óþvinguð í fram- komu og með afbrigðum gestrisin. Öllum leið vel í návist hennar. Við sátum því oft lengur en góðu hófi gegndi eða þörf krafði á nefndar- fundunum hjá henni og engin sá eftir því. Nú, er leiðir skilur að sinni, kveðjum við Gerðu með söknuði og þökk fyrir samfylgdina. Við vitum að hún gengur örugg, róleg og brosandi til nýrra heim- kynna, nýrra starfa. Blessuð sé minning hennar. Börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum vandamönnum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Zontasystur í Zontaklúbbi Akureyrar. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. KARENAR N.F. KRISTÓFERSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Hrafnistu, Hafnarfiröi sem hjúkruöu henni síöustu æfiárin. Kristín G. Elíasdóttir, Jón Sigurjónsson, Anna E. Elíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Gerda Stefáns- son — Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.