Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 40
4P MORGUNBl-AÐIÐ, PIMMTUDAGUR12. ÐESBMBER1985 Vasil Bilak, ráöamaöur í Tékkóslóvakíu: Kommúnistar munu enga andstöðu þola Prag, Tékkóslóvakíu, 11. desember. AP. í RÆÐll, sem Vasil Bilak, einn af forystumönnum tékkneskra komm- únista flutti á tveggja daga ráðstefnu í Prag, fór hann mjög lofsamlegum orðum um innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu árið 1968 og tók það skýrt fram, að kommúnistar þyldu enga andstöðu. Gagnrýndi hann einnig þá, sem vilja auka einkarekst- ur í landinu, en lofaði að sama skapi allsherjartök ríkisins á atvinnulífinu. Tékkneska fréttastofan CTK skýrði frá ræðunni í dag. Geysimikl- ar vopna- Þegar Alexander Dubcek beitti sér fyrir umbótum í Tékkóslóvak- íu, „Vorinu í Prag“ eins og það hefur verið kallað, leysti Bilak Dubcek af sem formaður komm- únistaflokksins. Var hann þá á bandi Dubceks en snerist gegn honum strax eftir innrás Varsjár- bandalagsríkjanna 20. ágúst árið 1968. Nú er hann einn af mestu ráðamönnum í landinu og er eng- inn leiðtoga Austur-Evrópuríkj- anna sagður auðsveipnari Rússum en hann. Ráðstefnan var haldin til að minnast þess, að 15 ár eru liðin síðan tékkneski kommúnistaflokk- urinn gaf út ritlinginn „Holl lexía" en í honum var umbótastefna Dubceks úthrópuð og afskrifuð í eitt skipti fyrir öll. Fulltrúar allra Varsjárbandalagsríkjanna sátu ráðstefnuna nema Rúmena, sem ekki vildu taka þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu. „Allir skynsamir og velviljaðir þegnar þessa lands hljóta nú orðið að skilja, að sú bróðurlega alþjóða- hjálp, sem Sovétmenn og aðrar bræðraþjóðir veittu okkur á ör- lagastundu, var í raun óhjákvæmi- leg. Þær réðust inn í landið til að koma í veg fyrir blóðbað," sagði Bilak í ræðu sinni. Veik hann einnig að andófsmönnum í landinu og sagði, að „kommúnistaflokkur- inn ætlar ekki að taka upp neinar viðræður við andstæðinga ríkis- pantanir AP/Símamynd Nóbelsvcrðlaunahafinn í bókmenntum, Claude Simon, undirritar form- lega viöurkenningu þess efnis að hann hafi tekið við verðlaununum af Bengt Bjerke frá Nóbelsnefndinni, í gær, miðvikudag. Sovéski friðarverðlaunahafínn í ræðu sinni: hjá Bofors Stokkhólmi, 11. desember. Frá fréttaritara Mor^unblaósins, Krik Liden. BOFORS-fyrirtækið í Svíþjóð, sem á þessu ári hefur mátt sitja undir hörðum ásökunum um ólöglegt vopnasmygl um Singap- ore og Júgóslavíu til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, hefur nú fengið miklar vopnapantanir Réðist á Bandaríkjastjórn fyrir geimvarnaráætlunina frá Noregi. Hafa Norðmenn nú pantað (lugskeyti til loftvarna fyrir 700 millj. sænskra króna hjá fyrirtækinu til viðbótar þeim, sem þeir höfðu áður pantað fyrir 400 millj. s.kr. Bofors er ennfremur að ljúka samnningum við Indverja um sölu á 600 fallbyssum auk varahluta og þjálfunarútbúnaðar að verð- mæti samtals 6 milljarða s.kr. Þá standa einnig yfir samningavið- ræður við Kanadamenn um, að Bofors selji þeim flugskeyti auk annarra hergagna fyrir samtals 4 milljarða s.kr. Þá er talið, að eftir nokkra daga muni sænski herinn panta hjá Bofors nýja tegund flugskeyta gegn skriðdrekum, fyrir 1,4 milljarða s.kr. Osló, 11. desember. AP. YEVGENY Chazov, annar lækn- anna sem hlaut friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir hönd Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá, réðist á Bandaríkjastjórn í ræðu sinni af tilefni friðarverðlaunanna og sagði geimvarnaráætlunina vera enn eitt skrefið í átt til kjarn- orkustríðs. Sagði hann að vís- indamenn um allan heim gætu ekki horft aðgerðarlausir á að umhverfi plánetu okkar er gert að leikvelli vígbúnaðarkapp- hlaups. Bernard Lowns, hinn banda- ríski félagi hans, sem talaði á eftir Chazov, sagði að það væri næsta víst að allar aðferðir til að koma í veg fyrir kjarnorku- styrjöld yrðu árangurslausar. Sagði hann að aldrei fyrr hefðu andstæðingar verið jafn lengi stöðugt tilbúnir til styrjaldar og það væri tölfræðilega víst að þetta ástand gæti ekki verið viðvarandi. Læknarnir sögðust myndu nota verðlaunaféð til þess að styrkja samtök sín og til þess að senda fulltrúa víða um heim til þess að kynna málstað samtak- anna. Nýr yfírmaöur í sovéska fíotanum Moskvu, 11. desember. AP. SERGEI Gorshkov, aðmíráll, hefur látið af starfi sem yfirmaður sovéska sjóhersins og við tekið Vladimir N. ('hernavin. Gorshkov var skipaður yfir- maður sjóhersins á dögum Krúsjeffs, árið 1956, og hefur átt mikinn þátt í að gera Sovétmenn að því flotaveldi sem þeir nú eru. Sovéska varnarmálaráðuneytið hann áherslu á smíði meðalstórra Ítalía: Sextán ára stúlka bar út barn sitt Tórínó, 11. desember. Frá Brynju Tomer, fréttaritara MorgunblaAsins. MÓÐIR litla drengsins, sem fannst lifandi í sorptunnu í borginni Bari á suðausturhluta Italíu sl. sunnudag, er nú fundin. Um er að ræða 16 ára gamla stúlku, Danielu, sem viðurkennir að hafa alið barnið og borið það út. En hún neitar alfarið að hafa þegið aðstoð við fæðinguna og útburðinn. Móðir Danielu og systir hennar hafa verið handteknar en við yfirheyrslur neita þær báðar að hafa á nokkurn hátt aðstoðað við verknað- inn. Orð kvennanna þriggja eru þó ekki tekin trúanleg. Litli drengurinn, sem hefur verið skírður Francesco, er nú úr lífshættu. Plastpokinn, sem barnið 29 ára, handteknar og yfirheyrð- fannst í, var frá stórmarkaði nálægt sorptunnunni og því ein- beitti lögreglan sér að því að leita móðurinnar í námunda við stór- markaðinn. Er Daniela (föður- nafn hennar hefur ekki verið gefið upp opinberlega) var yfir- heyrð í upphafi neitaði hún að hafa nokkurn tíma alið barn. Eftir að niðurstöður læknisrann- sóknar á þá leið að hún hefði fætt barn fáum dögum áður og þyrfti á læknishjálp að halda, lágu fyrir, viðurkenndi hún verknaðinn, en fullyrt að hafa „gert allt upp á eigin spýtur". Voru orð Danielu ekki tekin trúanleg og voru móðir hennar, 55 ára gömul húsmóðir og systir, ar. Þær neita staðfastlega að hafa aðstoðað Danielu en segjast báðar hafa verið heima ásamt heimilisföðurnum og tveimur bræðrum Danielu, er hún ól barnið í herbergi sínu. „En ekk- ert okkar heyrði neitt eða varð var við neitt óvenjulegt," segir móðirin. „Við vissum ekki einu sinni að hún átti von á barni." Lögreglan hefur lýst yfir því að hún trúi ekki frásögn kvennanna. Daniela hefur verið yfirheyrð á sjúkrahúsinu, sem hún liggur nú á og þykja lýsingar hennar á atburðarásinni ótrúlega kaldr- analegar. „Eftir að drengurinn var fæddur tók ég hann og setti nakinn í plastpoka, fór síðan út á götu og skildi pokann eftir með barninu í eftir í nálægri sorp- tunnu." Mál Danielu verður tekið fyrir hjá barnadómstólum þar sem hún er aðeins 16 ára gömul, en móðir hennar og systir eiga yfir höfði sér þunga refsingu fyrir útburð á ungabarni og morðtil- Francesco litli er úr lífshættu en hann er enn í súrefniskassa. Honum heilsast vel eftir atvikum og þykir næsta ótrúlegt hversu vel hann hefur náð sér eftir meðferðina. Fjöldi manns hefur á hverjum degi samband við lögregluna í Bari og óskar eftir að ættleiða drenginn, en enn sem komið er hefur engin ákvörðun verið tekin um hvar honum verður komið fyrir. Eitt er víst, Francesco litli fer ekki til móður sinnar þar sem hvorki hún né fjölskylda hennar, „hafa áhuga á að fá hann til sin og ala hann upp.“ skýrði ekki frá þessum breytingum og á Vesturlöndum vissu menn ekki af þeim fyrr en dagblaðið „Rauða stjarnan" skýrði frá því í dag, að Chernavin, yfirmaður sjó- hersins, hefði í gær farið í opinbera heimsókn til Túnis. í fréttinni var ekkert minnst á Gorshkov. Gorshkov var skipaður yfirmað- ur sjóhersins árið 1956, á valda- tíma Krúsjeffs, sem var andvígur þeirri skoðun Stalíns, að flota- mátturinn fælist í stórum herskip- um. Taldi hann þau allt of auð- velda bráð enda voru Sovétmenn á þessum tíma ekki hátt skrifaðir sem sjóveldi. Gorshkov var sama sinnis og Krúsjeff og í bókinni „Flotamáttur ríkisins" leggur eldflaugaskipa og kafbáta. Beitti hann sér einnig mjög fyrir því að búa skipin kjarnorkuvopnum. Chernavin, sem er 57 ára gam- all, hefur verið félagi í kommún- istaflokknum frá 1949, setið í æðsta ráðinu og í miðstjórninni frá 1981. Síðustu þrjú árin hefur hann gengið næstur Gorshkov. Sérgrein hans er kafbátahernaður og á hann það sameiginlegt með James Watkins, yfirmanni banda- ríska flotans. Vestrænir hernaðarsérfræðing- ar spá því, að Sovétmenn muni halda áfram á svipaðri braut í uppbyggingu flotans og leggja megináherslu á kafbátana. lastasss" >1031EB New York Daily News: RAB SSí«b- M0R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.