Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985
Morgun blaöiö/Theodór
Borgarnes:
Verslunin Nesval hefur starfsemi
Borgarnesi, 6. desember.
LAUGARDAGINN 30. nóvember hóf ný verslun starfsemi sína í Borgar-
nesi. Verslunin heitir Nesval og er til húsa í verslunarhúsinu Nesb* við
Borgarbraut 57. Eigandi verslunarinnar heitir Jenný Halldórsdóttir,
kvaðst hún aetla að versla með fatnað, leikfong og föndurvörur. Á
myndinni sést eigandinn Jenný Halldórsdóttir.
Attu í vandræðum
með að finna vandaða gjöf?
Ef svo er, ættir þú að líta inn hjá okkur.
Þú getur valið úr vönduðum gjafavörum og búsáhöldum frá WMF
í V-Þýskalandi - sannkölluðum gæðavörum sem standast ströngustu kröfur
þínar um endingu og fallegt útlit.
Lindau hnífapör - falleg og
stílhrein hnífapör úr krómhúðuðu
stáli. ( þessari tegund eigum við
einnig forréttahnífapör, áleggsgaffla,
ausur, tertuspaða o.fl.
Verð: Hnífur, gaffall og skeið
kr. 896,- og teskeið kr. 159,-
«4 ^ >
Bolero - sterkt og vandað pottasett
sem fellur að smekk unga fólksins.
Þrír pottar í settinu. Litur: emalerað
hvítt með rauðum röndum.
Verð aðeins kr. 3.950,-
Silfurhjartað er skartgripaskrfn
með hjartalagi, falleg og góð gjöf
handa ungu stúlkunni. Silfurhúðað,
með ígreyptri perlurönd á loki og
klætt að innan með rauðu plussi.
Verð aðeins kr. 595,-
Martina kristalglös - Sérlega
falleg glös úr skomum kristal. Ýmsar
gerðir, þ.á m. fyrir rauðvín, hvítvín og
portvín.
Verð frá kr. 690,- tll kr. 990,-
—
La Paloma ostabakkar - Fallegir
glerbakkar í mörgum stærðum og
gerðum undir osta, ávexti og annað
meðlæti.
Verð frá kr. 600,-
◄ Monique - fínleg glerskál með loki,
hæfilega stór fyrir sælgæti eða
smákökur.
Verð kr. 990,-
Bolluskál og glös úrkristal. Einfalt
munstur undirstrikar létt og frísklegt
yfirbragðið. Skálin rúmar 4,5 litra. -
Fæst einnig í Öðrum gerðum, þ.á m.
með fæti. Verð: Skál kr. 3.190,-
og glös kr. 475,- pr. stk.
Glæsilegar
gjafavörur
M
- Næg bílastæði
- Mikið gjafaúrval
- þægilegra getur það varla verið!
Borðbúnaður
og búsahöld
studiohúsið
AUSTURVERI • SlMI 31555
ct
Selfoss:
Endurbætur
á rakara-
stofu Björns
Selfoasi, 9. desember.
BJÖRN Gíslason hárskerameistari
hefur starfrækt rakarastofu sína á
Selfossi síðan 1967. Stofan er í al-
faraleið á Eyrarvegi 5.
Nýlega lauk Björn við að gera
endurbætur á stofunni og „lét
gamlan draum rætast", eins og
hann orðaði það. Nýjar innrétting-
ar voru settar upp og aðstaða til
permanentþj ónustu.
í tilefni nýjunganna og til að
hressa upp á jólastemmninguna
bauð Björn viðskiptavinum kaffi
og ömmukleinur á meðan þeir biðu.
Þessar góðgerðir þágu reyndar
fleiri en viðskiptavinir. Á meðan
tekin var mynd af Birni og starfs-
fólki hans, Kjartani og Elísabetu,
snaraðist inn úr dyrunum stæði-
legur lögregluþjónn og fékk sér
sopa svona til hressingar á vakt-
inni og til að lyfta sér upp í stuttu
„rakarastofuspjalli".
Kleinurnar hjá Birni urðu
reyndar svo vinsælar að bakaríin
tvö kepptust við að koma kleinum
á bakkann hjá Birni.
Sig. Jóns.
Úr kaffistofunni nýju á Strandgötu
41 í Hafnarfirði.
CAFE 41:
Ný kaffístofa
Ný kaffistofa, CAFE 41, hefur
verið opnuð á Strandgötu 41 í
Hafnarfirði. Þar verður hægt að
fá kaffi, kökur, smurt brauð, pizzur
og fleira. Ríkey Ingimundardóttir
sýnir þar um þessar mundir mál-
verk sín og platta.
Vottar
Jehóva
halda mót í
Reykjavík
Vottar Jehóva halda nú um helg-
ina tveggja daga mót í samkomu-
húsi sínu við Sogaveg I Reykjavík.
Mótið hefst kl. 10.00 á morgun
og er á dagskrá fjöldi erinda, við-
tala og umræðuþátta af ýmsu tagi.
Einkunnarorð mótsins eru „Verið
staðfastir í trúnni". Aðalræðu flyt-
ur Bjarni Jónsson á sunnudag kl.
14.00 og nefnist hún „Grundvöllur
trúar í trúlausum heimi".
Mót undir sömu einkunnarorð-
um og með sömu dagskrá var
haldið á Akureyri í síðasta mánuði
og er mótið í Reykjavfk ætlað fólki
af suðvesturhorni landsins. Mótið
er opið öllu áhugafólki um Bibl-
íuna.