Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBEB1985 49 „Hermenn" úr söngleiknum Land mfns fodur þrömmuðu um borgina í gær og vöktu óskipta athygli meðal yngstu vegfarendanna. LR heldur „stríðsára“- dansleik á Hótel Borg LEIKFÉLAG Reykjavíkur heldur dansleik á Hótel Borg í kvöld, fimmmtudagskvöld, þar sem kynnt verður nýútkomin hljómplata með lögum úr söngleiknum Land míns Töður eftir Kjartan Ragnarsson. Dansleikurinn hefst kl. 20.30. Georgsson og Sveinn Birgisson. Söngleikurinn Land míns föður hefur nú verið sýndur tæplega 60 sinnum og er uppselt fram yfir miðjan janúar. FrétUtílkjnning Egilsstaðir: Kveikt á stærsta íslenska jólatrénu Kgib«tödum, lO.deaember. KVEIKT var á jólatré, 11 metra háu blágreni úr Hallormsstaða- skógi, framan við kjörbúð Kaup- félags Heraðsbúa í dag. Að sögn Jóns Loftssonar, skógarvarðar á Hallormsstað, mun þetta vera stærsta íslenska jólatréð sem felit verður nú fyrir jólin. Um 1500 jólatré hafa verið felld í Hallormsstaðaskógi að þessu sinni og fer helmingur þeirra trjá á markað syðra en hinn helmingurinn á markað hér innan fjórðungs — aðallega rauðgreni. Að sögn Jóns hefur eftirspurn eftir rauðgreni mjög dregist saman hin síðari ár en að sama skapi aukist varðandi trjátegundir sem halda barrinu lengur — og því hefur hlutur innfluttra jóiatrjáa aukist á markaðinum allra síðustu árin þótt Skógrækt ríkisins geti nú fullnægt allri jólatrjáaþörf landsmanna með rauðgreni. En þótt rauðgrenið hafi ekkert hækkað frá siðasta ári og sé þar af leiðandi mun ódýrara en aðrar trjátegundir kjósa margir dýrari tegundir svo að barrið megi hald- ast jólahátíðina út. Fjallaþynur er trjátegund sem heldur vel barrinu eftir að tréð hefur verið fellt og fóru nokkur slík tré úr Hallormsstaðaskógi á jólatrjáamarkaðinn í ár. Hins vegar hófst gróðursetning fjalla- þyns ekki á Hallormsstað fyrr en á 7. áratugnum svo að fram- boð hans mun sjálfsagt ekki full- nægja eftirspurn næstu árin. Að sögn Jóns Loftssonar náðu maurarnir sem herjuðu á Hall- ormsstaðaskóg fyrir tveimur árum sér ekki á strik í sumar — Morgunblaðið/Ólafur. Stærsta íslenska jólatréð í ár, 11 m hátt blágreni, utan við kjörbúð KHB. og hafa því ekki gert frekari usla þar. — Ólafur Flutt verða skemmtiatriði „í stríðsárastíl" og gömlu stríðsára- slagararnir sungnir. Loks mun sextett LR leika fyrir dansi til kl. 01. eftir miðnætti. Umsjón með dagskránni hafa Kjartan Ragnars- son, Jóhann G. Jóhannsson og Karl Ágúst íllfsson. Kynnir verður Ágúst Guðmundsson en leikarar LR sjá um flutning. Hljómsveitar- stjóri er Jóhann G. Jóhannsson en aðrir hljómsveitarmeðlimir eru Gunnar Egilsson, Gunnar Hrafns- son, Pétur Grétarsson, Rúnar Engin hætta var á ferðum — segir flugmálastjóri Luxemborgar um atvikið er Flugleiðaþota lenti út af flugbraut þar RANNSÓKN á atvikum þess, að Flugleiðaþota lenti út af flugbraut- inni í Lúxemborg í nóvember síðast- liðnum, stendur enn yfir. Fljótlega á eftir Flugleiðavélinni lenti sovézk vél, en Carlo Mathias, fiugmála- stjóri Lúxemborgar, segir, að engin hætta hafi verið á ferðum. Carlo Mathias sagði í samtali við Morgunblaðið, að þegar þetta gerðist hefði skyggni verið slæmt og stöðvunarskilyrði lök, en völlur- inn þó verið opinn. Þegar sovézka vélin hefði lent, hefði sú íslenzka verið komin út af flugbrautinni og engin raunveruleg hætta verið á ferðum. Pétur Einarsson, flug- málastjóri tslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fylgzt væri með rannsókninni úti. Hann gæti ekkert frekar sagt um hana, enda lægju engar niðurstöður fyrir. Oskar er 94ra ára í dálkinum Fólk í fréttum var Óskar Bjartmars sagður yngri en hann er. Hann er gott betur en 91 árs eins og við sögðum. Hann er orðinn 94 ára. Fjórar starfsstúlkur í Plastprenti þær Guðrún Georgsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir, Kristín Friðriksdóttir og Matthildur Birgisdóttir komu í gær og afhentu fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Guðlaugu Runólfsdóttur og Unni Jonsdóttur 36.800 kr. frá starfsfólki Plastprents og fyrirtækinu sjálfu, til styrktar þeim sem þurfandi eru fyrir jólin. Jólasöfnun MæÖrastyrks- nefndar hafin og um- sóknir um jólaglaðning M ÆÐR ASTYRKSN EFN D hefur nú hafið sína árlegu jólasöfnun til aðstoðar við þá sem erfitt eiga fyrir jólin. Hafa samskotalistar þegar verið sendir út til fyrirtækja og tekið er á móti umsóknum og fram- lögum á skrifstofunni á Njálsgötu 3 kl. 2—6 virka daga. Móttaka á fatnaði verður á Garðastræti 3 kl. 2—6 næstu þrjár vikur og þá út- hlutað fatnaði. Er blaðamaður kom á skrif- stofuna á Njálsgötu voru þær Unnur Jónasdóttir formaður og framkvæmdastjórinn Guðlaug Runólfsdóttir að taka við fram- lögum frá fólki sem ávallt kemur fyrir jólin og lætur fé af hendi rakna. Þar var kominn að venju 86 ára gamall maður, kona sem er öryrki með sinn glaðning og þarna var komið starfsfólk frá Plastprenti þar sem starfsmenn höfðu safnað á einum sólarhring 18.400 krónum og fyrirtækið tvöfaldað upphæðina, svo að starfsstúlkur afhentu 36.800 kr. Unnur og Guðlaug sögðu að einstaklingar væru nú að sækja um peningaaðstoð eða fatnað, ekki virtust þeir þó fleiri en í fyrra. Mikið af góðum fatnaði hefði borist og auðveldara að bæta þar úr, en þær hefðu enn úr litlu að spila af peningum og yrðu að miða að því að styrkja þá sem mest þyrftu, öryrkja, lág- tekjufólk og t.d. konur sem eru að skilja og ekki komnar inn i tryggingakerfið. En vonandi rættist úr og vilja þær hvetja bæði þá sem þurfa jólaglaðning og þá sem ætla að láta af hendi rakna að gera það sem fyrst. Síminn er 14349 og póstgíró 36600-5. Tóku þær fram að Mæðrastyrksnefnd hefði notið einstakrar velvildar og trausts af hálfu borgarbúa sem af örlæti hefðu ár hvert trúað henni fyrir myndarlegum fjárupphæðum til úthlutunar til samborgara er við erfið kjör eiga að búa. Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLIS: Siðlaust tal á Alþingi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Þórði Ás- geirssyni, forstjóra Olíuverslunar Islands. „Olafur Ragnar Grímsson flutti mikla ræðu um Hafskipsmálið á Alþingi í gær, 10. des. og hafa fjölmiðlar gert rækilega grein fyrir henni. Ólafur Ragnar talaði um Hafskipsmálið sem mikið hneyksli og ekki ætla ég að tjá mig um það. Það situr hins vegar ekki á mönnum að tala um hneyksli sem gerast sekir um jafn- mikið siðleysi og Ólafur Ragnar í ræðu sinni. Hvaða innlegg var það í umræð- ur um Hafskipsmálið að nafn- greina tiltekin fyrirtæki á íslandi og fullyrða að þau riði til falls? Hvaða réttlætingu getur Ólafur Ragnar haft fyrir því að nota þinghelgi sína til að veitast þannig, algerlega órökstutt, að þessum fyrirtækjum með rógburð sem aðrir en þingmenn yrðu látnir svara til saka fyrir? Finnst öðrum þingmönnum ekkert athugavert við það að á Alþingi sé því slegið fram alger- lega út í bláinn að ákveðinn nafn- greind fyrirtæki sé að verða gjald- þrota? Gera menn sér enga greiin fyrir þeim afleiðingum sem þetta getur haft fyrir viðkomandi fyrir- tæki? Olís er eitt þeirra fyrirtækja sem ólafur Ragnar vildi þannig koma feigð yfir hvað svo sem honum hefur gengið til með því. Ég ætla ekki að tilfæra tölur en bendi á að Olís er eitt af sterkari fyrirtækjum þessa lands og á sannanlega eignir langt umfram skuldir. Ög það þótt aðeins væri tiltekiö það sem félagið á í olíu og vörubirgðum og útistandandi kröf- um. Vissulega hefur það valdið erfiðleikum hve erfitt hefur verið að innheimta útistandandi kröfur og á það fyrst og fremst við um útgerð og fiskvinnslu. Og það bein- ir huganum að því sem verðugra væri að alþingismenn ræddu af alvöru og ábyrgð en að rægja ákveð:n fyrirtæki að tilefnisla'usu og órökstutt. Tók einhver eftir örstuttri frétt í sjónvarpinu á eftir öllu Hafskips- umstanginu um að fiskvinnslan og frystingin er nú rekin með stór- kostlegu tapi? Ef menn eru ekki búnir að gleyma því að við lifum á útgerð og fiskvinnslu í þessu landi þá held ég að þar sé um að ræða fyrirtæki sem alþingismenn og aðrir eigi að hafa áhyggjur af og ræða hvernig bæta megi rekstr- argrundvöll þeirra þannig að þau geti skilað hagnaði og greitt skuld- ir sínar. Það væri a.m.k. að byrja á réttum enda.“ Fjölmenni á aðventukvöldi Björk, Mývainnsveit, 11. desember. AÐVENTUKVÖLD var f Keykjahlíö- arkirkju síðastliðið mánudagskvöld klukkan 20.30. Fyrst talaði séra örn Friðriksson, síðan söng barnakór þrjú lög, þá söng kirkjukórinn. Stjórnandi kóranna er Jón Árni Sigfússon. Ingibjörg Magnúsdóttir, blaða- maður frá Húsavfk, flutti ágæta ræðu. Að ræðu hennar lokinni söng kirkjukórinn aftur. Síðast sungu allir viðstaddir heims um ból. 011 var þessi athöfn mjög hátíðleg. — Kristján. Þanníg hefst hin hugvitssamlega ftétta Dick Francis í Hrossakaupum, bók sem heldur vöku fyrir lesanda sinum. Hrossakaup er eitt frægasta verk þessa dáða spennusagnahöfundar og hvalreki fyrir unnend- ur góðra spennubóka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.