Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985
Síðasta helgi Sumar-
gleðinnar á Broadway
Sumargleðin skemmtir nú um næstu
helgi í síðasta sinn á árinu á Broadway,
á föstudags- og laugardagskvöld. Sumar-
gleðin hefur haldið upp á 15 ára afmæli
sitt frá því í júní sl. Hún byrjaði á því
að leggja land undir fót og skemmti á 40
stöðum víða um land, ávallt við góða
aðsókn. Síðan í október hefur Sumar-
gleðin skemmt gestum á Broadway fyrir
fullu húsi.
Dagskránni var breytt töluvert eftir
sumarreisuna um landið í haust - bætt
var inn í hana fleiri skemmti- og söng-
atriðum auk þess sem fengnar voru í
lið með þessu valinkunna landsliði
skemmtikrafta fjórar ungar stúlkur,
sem hafa undanfarnar helgar dansað
og skemmt með Sumargleðinni á Broad-
way.
Sumargleðina skipa 17 manns, þar
af hafa tveir þeirra verið með frá
upphafi, þeir Ragnar Bjarnason og
ómar Ragnarsson. Sumargleðin verður
ekki endurtekin eftir þessa helgi þar
sem meðlimir hennar fara nú að snúa
sér að öðru, að eigin sögn.
MAGNUS
MAGNÚSSON
Á söguslódum
Blblíunnar
Hinn kunni sjónvarpsmaður í Bretlandi, Magnús
Magnússon, skyggnist að baki frægra þátta í breska
sjónvarpinu og síðar í því íslenska. Þetta er vegahand-
bók um söguslóðir Biblíunnar. Þetta erjafnframt bók
sem vekur spumingar og umræður.
Magnús Magnússon vinnur úr ógrynni lítt kunnra
heimilda og kynnir lesandanum niðurstöður sínar á
alþýðlegan hátt sem nýtur sín vel í vandaðri þýðingu
Dags Þorieifssonar.
- M^nússon fléttar á mjög
laurinn^erð'ur'stórskemrntileg og
Jóhann S.
Hannesson
TÍUNDIR
ICELAND
66° NORTH
PAMEU. IÍ ' ROLOFF 8ENY
NORM
VINCENT NORMAN
r-A VINCENTPEALE
lifinuli ..jfyýnðleið
— Mkfshmningju
Tíundir
Kuæði eflir Jóhann S. Mannesson
Kristján Karlsson sá um útgafuna og ritar
inngang um skáldskap Jóhanns
Jóhann S. Hannesson andaðist 9.
nóvember 1983. Hann lét eftir sig í
handritum Ijóð þau, fmmkveðin og þýdd,
sem nú koma út. Langflest Ijóðin orti
Jóhann síðustu þrjú árin sem hann lifði
og ekkert þeirra hefur áður komið út í
bók.
Skáldskapur Jóhanns er í heild sérkenni-
legt og merkilegt framlag til íslenskrar
Ijóðagerðar á okkar tímum.
Iceland 66° North
Stórglæsileg bók á ensku um fsland og
fslendinga eftir tvo erlenda listamenn:
Pamelu Sanders (Brement) og RoloffBeny
Tilualin gjöf tll vina og viðskipta-
manna erlendis.
Þessi bók hefur þegar vakið á sér mikla
athygli erlendis og hlotið hina bestu
dóma. Ljósmyndir Roloffs Beny em
einstæðar að fegurð og texti Pamelu,
eiginkonu sendiherra Bandaríkjanna á
íslandi, er ritaður ,af mikilli ást, drjúgri
þekkingu og smitandi eldmóði um nánast
aliar hliðar mannlegs lífs á íslandi."
Bækur Mormans Vincent Peale
í þýðingu Baldvins P. Kristjánssonar
Vörðuð leið til
lífshamingju og
Lifðu lifinu lifandi
Þessar tvær dásamlegu heilræðabækur
hafa verið ófáanlegar um langt skeið en
nú hefur verið úr því bætt.
Vörðuð leið til Jífshamingju kennir
mönnum að hugsajákvætt en Lifðu líflnu
lifandi sýnir hvernig breyta á þessari
jákvæðu hugsun í framkvæmd.
BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR
Síðumúla 11, sími 84866
Fulltrúar bænda
þinga á Blönduósi
Undanláts-
semi hjá bú-
marksnefnd
og ráðherra
BlönduÓNÍ, 10. desember.
SAMEIGINLEGUR fundur stjórna
búnaðarsambanda, stéttarsam-
bandsfulltrúa og búnaðarþingsfull-
trúa á Norðurlandi vestra var hald-
inn á Hótel Blöndósi mánudaginn
9. desember sl. Formenn búnaðar-
sambanda á Norðurlandi vestra
boðuðu til fundarins í framhaldi af
kynningarfundum landbúnaðarráð-
erra á Norðurlandi vestra nýlega.
Þórarinn Þórhallsson, sem á
sæti í nefnd þeirri er gerir tillögur
um skiptingu búvöruframleiðsl-
unnar samkvæmt svæðabúmarki,
gerði grein fyrir störfum nefndar-
innar. Ennfremur gerði hann grein
fyrir mismun á héraðabúmarki
miðað við mismunandi reiknisað-
ferðir. Miklar umræður urðu um
þessi mál og sýndist fundarmönn-
um að um nokkra undanlátssemi
væri að ræða hjá búmarksnefnd
og ráðherra miðað við tillögur
Stéttarsambands bænda á aðal-
fundi sl. haust. Á fundinum var
skipuð nefnd til að gera drög að
ályktun fyrir fundinn. Tillögur
nefndarinnar voru þessar:
„Fundurinn lýsir fullum stuðn-
ingi við tillögur svæðabúmarks-
nefndar um skiptingu búmarks
milli einstakra svæða á landinu,
bæði fyrir mjólk og kindakjöt.
Fundurinn leggur þunga áherslu á
að framleiðsluráð landbúnaðarins
og stjórn Stéttarsambands bænda
hviki í engu frá þessum tillögum,
heldur leggi þær nú þegar fyrir
landbúnaðarráðherra. Jafnframt
mótmælir fundurinn öllum hug-
myndum um að taka frekara mið
af framleiðslu síðustu ára við
ákvörðun svæðabúmarksins. Verði
ekki fallist á þessar tillögur og
raunhæfu svæðabúmarki komið á
kveðji stjórn Stéttarsambandsins
saman aukafulltrúafund hið
fyrsta.
Fundurinn skorar jafnframt á
landbúnaðarráðherra að sam-
þykkja nú þegar tillögu svæðabú-
marksnefndar sem samþykktar
voru á fundi framleiðsluráðs, þann
30. október sl. um skiptingu bú-
marks milli einstakra svæða á
landinu. Með því verður aflétt
þeirri óvissu meðal bænda sem nú
ríkir í framleiðslumálunum."
Tillögurnar voru smþykktar
samhljóða. Jón sig<
Leiðrétting
f FRÉTT á bls. 29 sl. þriðjudag
var rangt farið með nafn annarrar
stúlkunnar, sem héldu hlutaveltu
til styrktar Rauða krossinum, hún
heitir Eva Björk Lárusdóttir en
ekki Elva Björk. Beðist er velvirð-
ingar á þessari misritun.