Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Ossa flutt úr Glæsibæ í gamla miðbæinn Nýlega hefur verslunin Ossa opn- að listmuna- og gjafavöruverslun í Kirkjustræti 8, Reykjavík, en sl. þrjú ár hefur verslunin verið til húsa í Glæsibæ. Eigandi hennar er Oddný Ingimarsdóttir, sem í meira en áratug rak Bókabúð Glæsibæjar og áður Bókabúð Hlíða. í versluninni er að finna fjölda muna frá Austurlöndum, Mexíkó auk muna frá Evrópu - handunn- um og sérhönnuðum vegg- og gólf- teppum og mottum úr pluss- og silkivefnaði aðallega frá Pakistan Oddný Ingimarsdóttir í nýju vershin- inni í Kirkjustræti 8 '85 0!" ð V,ð S3mtJ“tæðu ve.W Sf og Kína. Þá er í versluninni úrval af kínversku postulíni svo sem matar- og kaffistellum, ábætis- og grjónaskálum með postulínsskeið- um og matprjónum svo og tesett- um úr leir og postulíni. Kínverskir skartgripir eru fáanlegir auk sól- hlífa og blævængja. Skrautmunir frá Ítalíu, Frakklandi og Norður- löndum fást í versluninni, m.a. úr kristal og hvítum steinleir. Oddný sagði að ástæðan fyrir flutningi verslunarinnar væri m.a. sú að erfitt reyndist að reka svo sérhæfða verslun í úthverfi. Hún bindur miklar vonir við gamla miðbæinn og þann félagsskap sem kaupmenn hafa stofnað til að blása nýju lífi í miðbæinn. Matthías Ástþórsson auglýs- ingahönnuður hefur ráðið mestu um útlit verslunarinnar og vöru- uppstillingu. Vilmundarstaðir: Salmonella einnig í innyflum gæsa ENN hefur ekki tekist að upplýsa hvernig salmonellan sem fannst í aliöndum frá Vilmundarstöðum í BorgarFirði, og Hollustuverndin stöðvaði sölu á, barst í endurnar. Salmonellan hefur fundist í gæsum frá Vilmundarstöðum, en sala á þeim hefur ekki verið stöðvuð. Halldór Runólfsson deildar- dýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins sagði í gær að afskipti Hollustuverndarinnar af málinu hefðu hafist þegar starfsmaður Tilraunastöðvar Iláskólans í meinafræði á Keldum lét vita um að músatýfus-sýkillinn (Salmon- ella typhimurium) hefði fundist í innyflum gæsa frá Vilmundarstöð- um sem slátrað var í haust. Holl- ustuverndin hefði í framhaldi af því látið rannsaka töluvert af gæsakjöti en ekkert fundið í kjöt- inu sjálfu. Hann sagði að aðalsýk- ingarhættan væri talin stafa af kjötinu og því ekki verið talin ástæða til að stöðva sölu á gæsun- um. í framhaldi af þessu hefði verið gerð víðtæk könnun á heil- brigði andakjöts og þá komið í ljós að aliendur frá þessum eina bæ, Vilmundarstöðum, væru með salmonellu. Sýkingin hefði verið í kjötinu sjálfu og því heföi verið gefin fyrirskipun um sölustöðvun og innköllun kjötsins. Halldór tók það fram að salmonellusýkillinn hefði ekki fundist f öndum eða gæsum, hvorki innyflum né kjöti, frá neinum öðrum bæ við þessa rannsókn. Ekki er vitað hvernig salmonell- an barst að Vilmundarstöðum. Er einkum rætt um þrjá möguleika í því sambandi, það er að sýkillinn hafi borist með fuglunum sjálfum eða eggjum, með fóðri eða frá villt- um fuglum. Sama salmonellan kom upp í öndum á Barðastöðum á Snæfellsnesi og var öllum fuglum þar eytt vegna þess haustið 1984. Hollustuverndin er nú að láta kanna hvort hér sé um nákvæm- lega sömu tegund að ræða. Eigandi Vilmundarstaðabúsins, Ölafur Þ. Þórðarson, sagði í gær að hann hefði ekki keypt egg eða fugla frá Barðastöðum og ekki hefði verið neinn samgangur þar á milli. Ekki kvaðst Ólafur vita hvað tjón sitt væri mikið vegna salmon- ellusýkingarinnar, það skýrðist ekki strax. Hann sagðist ekki vera með tryggingar, bjóst enda við að tryggingafélögin tækju ekki slíkar tryggingar að sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.