Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 39 tæki sem heitir George Export Import New Jersey, hef ég aldrei heyrt áður. Og ég verð að viður- kenna, að ég hef ekki heyrt um Staðarstað hf. heldur. Reykvísk endurtrygging var ekki til þegar ég var þar. Og hvers vegna þá allt þetta, spyr ég. Hvers vegna eftir allt það sem gengið hefur á í sambandi við stöðvun á rekstri Hafskips hf. stend ég hér, sem hvorki er í Hafskip né Útvegs- bankanum og hef ekki verið í þrjú ár? Það er vegna pólitískra tengsla minna og ekkert annað. Og það er ljótt, en hvorki Ólafi Ragnari Grímssyni né neinum öðrum hér inni mun takast að fórna mér í þessu tafli stjórnmálanna, þó svo — það skal ég viðurkenna — að þetta hefur sín áhrif. Það hefur sin áhrif á alla að verða fyrir þeim rógi og rógskrifum sem ég hef orðið að þola undanfarna daga. Og ég á engan þann fjandmann, hvorki hér inni né annars staðar í veröldinni sem ég mundi óska þess að lenda í því sama og ég er að fara í gegnum nú. Það get ég svo sannarlega sagt ykkur. Þetta er óskemmtilegt. Og það er þeim mun óskemmtilegra, að ég held, að það, sem er verið að brjóta niður erlendis, er kannske það, sem ís- lendingar hafa átt lítið af, það er af þekktum mönnum. Ég er einn af þeim og líklega þekktastur þangað til Kiljan fékk sín Nóbels- verðlaun. Og nú eru fleiri íslenskir drengir á sömu braut, sem bera hróður íslands vítt og breitt um veröldina. Guð gefi, að þeir fari ekki í pólitík, þegar þeir koma til baka, að þeir noti sína lífsreynslu á annan hátt. Læt ekki beygja mig Virðulegi forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa þessi orð fleiri. En ég ætla ekki að gerast það lítill að vera á einhvers konar flótta undan þessum tíma og þessu óáþreifanlega, sem ég verð að horfast í augu við nú. Ég mun berjast eins og vant er á móti því og ég mun sigra. Það brýtur mig enginn. Það þarf meira en róg, þó að maður viti ekki hvaðan hann kemur. Hann kemur hér, hann kemur þar, hann kemur ofan og neðan, aðallega iíklega að neðan. En Guð gefi, að ekkert ykkar þurfi að eiga þá lífsreynslu. Ég stóð hér í þessum stól og varði einn af okkar ágætustu for- ystumönnum, sem þá var andstæð- ingur minn í pólitík, þegar hann var allt að því borinn morði eða þátttöku í því. Það voru erfiðir dagar fyrir þann mann, það voru erfiðir dagar og nú er ég að fara í gegnum svipaða erfiðleika. En látið ykkur ekki detta í hug, ekki eitt augnablik, að það beygi mig eða sverti Sjálfstæðisflokkinn, það gerir það ekki. Bergmálið skilar rógnum til þeirra sem voru upp- hafsmenn. Ég á þannig félaga erlendis, að þeir láta ekki svona bergmál úr fjarlægð hafa áhrif á sig, þó þeir hringi stundum á nóttunni og spyrji: Hvað er að ske, kæri vinur? Og eftir símtalið sit ég andvaka og spyr: Hvað er að ske? Þið segið mér það kannske, ef þið komist að því sjálf. G* s ?*+ txödsip 'j 9 'Gils Guðmundsson safnaix cfnmu Gestur ber nú að dyrum íslenskra lesenda í annað sinn. ( þessu safnriti sem Gils Guðmundsson hefur tekið saman er að finna fjöl- margt skemmtilegt og fræðandi um þjóðlíf fyrri tíðar í landinu. Gils er manna fundvísastur á gott frásagnarefni af þessu tagi og hefur Gestur þegar aflað sér mikilla vinsælda. Þeir sem kunna að meta þjóðlegan fróðleik og sagnaskemmtun munu fagna gesti þessum og í engu verða sviknir af komu hans. Si^urður Maenússon Höfundur var starfandi læknir á Ólafsfirði þegar Vilmundur Jóns- son landlæknir sótti hann heim sumarið 1932. Sagði hann Vilmundi margt frá námi sínu í Læknaskólanum, læknisreynslu og starfskjörum lækna fyrir og eftir aldamótin síðustu. Lét Vilmundur þess þá getið „að fróðleikur sá ætti skilið að skrásetjast". Haustið 1939 lauk Sigurður minn- ingum sínum og ritaði Vilmundur formála þeirra. Ári síðar lést Sigurður en endurminningar hans þóttu svo hispurslausar að ekki þótti ráðlegt að gefa þær út. Hannes Pétursson skáld annaðist útgáfuna. fRffllífflmSLff FOiiijnfflins Endurminnlngar Hannesar Sigfússonar skálds Framhaldslíf förumanns segir frá ævi HannesarSigfússonarskálds frá því að hann heldur til Svíþjóðar haustið 1945. Hannes segir hér frá skáldbræðr- um sínum og vinum. Hann bregð- ur upp eftirminnilegum myndum af Steini Steinarri sem var áhrifamesti lærimeistari hans eins og fleiri ungra skálda um miðbik aldarinnar. Meðal annarra sem hér koma við sögu eru Magnús Ásgeirsson og Jón úr Vör. Hannes lýsir utanferðum sínum, flökti úr einum aðseturstað í annan, þátttöku í stjórnmálum og skáldskapariðju sinni. Frásögn Hannesar einkennist af hreinskilni og hispursleysi og er jafnan lipurog lifandi. Iðunn hefur áður gefið út æskusögu Hannesar, Flökkulíf, * 12 dagar til jóla. Jæja krakkar. Nú fara bræður mínir að flykkjast í bæinn. Þiö getið líka farið í bæinn á skautum. 12 pör af skautum frá Bikarnum og Sportvali komu á miða númer: bM^O- 77^31— 3- 377-S'O-b'Hfc'3- UcblT— 203272 UCSZQ— OCTAVO/SlA 23 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.