Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985
ÍSLENSK
BÓKAMENNINC
ERVERÐMÆTI
tSLENSK
BÓKAMENNING
ERVERÐMÆTI
rv
FJÚK
Steingerður
Guðmunds
dðttir
A
LEIK-
VELU
LÍFSINS
Þórunn Elfa
Magnúsdóttir
Þetta er fimmta Ijóðabók
Steingerðar Guðmundsdóttur.
Hér gerist þessi listræna og
vandvirka skáldkona skapheit-
ari en áður og næsta hreinskil-
in og bersögul. Megineinkenni
kvæða Steingerðar er samt
enn sem fyrr einlæg trú á feg-
urð og göfgi og Ijóðin eru klið-
mjúk og blæfögur.
Bókaúlgáfa
/MENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTfQ 7 • REYKJAVlK • SlMI 6218 22
Sögupersónur Þórunnar Elfu
Magnúsdóttur bera svip af
óbreyttu hversdagsfólki, og
spenna frásagnarinnar ræðst
mun fremur af örlögum en
viðburðum. Skáldkonan er
nærfærin og skilningsrík. Hún
finnur sárt til með þeim er
standa höllum fæti eða þola
andstreymi.
Þórunn Elfa erfulltrúi íslensku
konunnar sem krefst réttlætis
og vill stefna í áttina til bjartari
framtíðar. Hún ann því lífi
sem oft á í vök að verjast en
ber í sér frjómagn og táknar
mannlega uppreisn.
Bókaúfgófa
/MENNING4RSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG T REYKJAVlK* SlMI 6218 22
ÍSLENSK
BÓKAMENNING
ER VERÐMÆTI •
ANDVARI
Aðalgrein Andvara að þessu
sinni er æviágrip dr. Sigurðar
Þórarinssonar jarðfræðings
eftir Sigurð Steinþórsson. Rit*
stjóri Andvara er Gunnar Stef-
ánsson dagskrárstjóri og
bókmenntafræðingur.
ALMANAK
Þetta er 112. árgangur Þjóð-
vinafélagsalmanaksins sem
flytur auk almanaks um árið
1986 Árbók íslands 1984.
Almanakið hefur dr. Þorsteinn
Sæmundsson stjarnfræðingur
reiknað og búið til prentunar,
en árbókina tók Heimir Þor-
leifsson menntaskólakennari
saman.
ANDVARI
Bókaúfgáfa
/MENNING4RSJÖÐS
SKALHOLTSSTlG 7* REYKJAVlK • SlMI 621822
TVÖ
LEIKRIT
UM
KONUR OG
STJÓRN-
MÁL
Aristófanes
Hér birtast fyrsta sinni á ís-
lensku leikritin Lýsistrata og
Þingkonurnar eftir hinn forna
gríska skopleikjahöfund sem
telst einn af máttarstólpum
heimsbókmenntanna. Aristó-
fanes dregur áhorfendur inn í
hinar ævintýralegustu kring-
umstæður, oft á þann hátt að
snúa við þeim sem fyrir eru,
og þannig verða þessar kring-
umstæður einatt prófsteinn á
veruleikann og tilefni til að
beina skeytum að því í samtíð
höfundar sem honum var verst
við. Þýðandi er Kristján Árna-
son.
UÓD-
HIÆU
GRONDAIS
Benedikt Sveinbjarnarson
Gröndal hefur oft verið kall-
aður rómantískasta skáld okk-
ar íslendinga. Nú á dögum er
hann frægastur og viður-
kenndastur fyrir Söguna af
Heljarslóðarorrustu og sjálfs-
ævisögu sína, Dægradvöl, en
telst einnig í alfremstu röð
íslenskra Ijóðskálda á nítjándu
öld. Hugarflug hans var eins-
dæmi og málsnilldin sérstæð.
Hann var og fjölmenntaður
maður, víðlesinn og margfróð-
ur. Ber skáldskapur hans því
vitni, svo og hinni skemmtilegu
fyndni Gröndals og tiltektar-
semi.
Bókaúfgáfa
/MENNINGMRSJÓÐS
SKALHOLTSSTlG 7* REYKJAVlK • SlMI 621822
Ekkert grín
er gleði-
kvennalíf
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Sverre Asmervik: En hugsanir mín-
ar færðu aldrei.
Þýöandi: Hildur Finnsdóttir.
Útgefandi: Iðunn 1985.
Að undirtitli hefur bókin Skáldsaga
um líf og örlög gleðikvenna.
í formála segir höfundur að bók-
in sé að vísu mestu skáldskapur
en byggist að hluta til á raun-
verulegum atburðum, sem hann
hafi aflað sér með lestri á lögreglu-
skýrslum og á samtölum við vænd-
iskonur, melludólga, lögreglu-
þjóna, leigubílstjóra, félagsráð-
gjafa og fleiri. Hann segir enn-
fremur að það markmið sem hann
stefndi að hafi verið að draga upp
raunsanna mynd af lífinu.
Það er oft til hægðarauka að
höfundur skuli segja manni fyrir-
fram, hvað fyrir honum vaki, þá
þarf enginn að velkjast í vafa um
það. Því er svo farið að þessa bók,
að hér fer ekki framhjá manni að
verið er að skrifa um líf gleði-
kvenna. En spyrja má hvaða til-
gangi það þjóni. Einkum og sér í
lagi þegar ekki er farið dýpra en
höfundur gerir hér. Þrátt fyrir öll
samtölin sem hann kveðst hafa átt
til að afla sér upplýsinga.
Það sem er meginveikleiki bókar
Asmerviks og það sem dregur úr
áhrifum óhugnaðarins sem fyrir
honum vakir að sýna, einsemdar-
innar og ömurleikans, er að mínum
dómi eitt atriði. En það vegur
býsna þungt: Af hverju leiddust
þær Susanne og Sonja og allar
hinar út í þetta gleðikonulíf? For-
leikurinn er ekki sannfærandi:
hvaða börn og unglingar lenda
ekki í deilum við foreldra sína,
hvaða börn og ungling ar búa ekki
að eigin dómi við skilningsskort
og ástleysi af hálfu foreldra, að
minnsta kosti á ákveðnu tíma-
skeiði? Fróðlegt ef Asmervik hefði
fundið þá.
Auðvitað eru unglingar misjafn-
lega brothættir, þegar þeir upp-
götva þetta „ástleysi" og sumir
láta bugast undan erfiðleikum sem
aðrir sigrast á. En í sögu af þessu
tagi er verulega vont að lesandi
geti ekki skynjað þjáningu ungl-
inganna og skilið af hverju þeir
velja þær leiðir sem gengið er út
á. Og þar sem forsendur vantar
er líka erfitt að hafa samúðina
með þeim stúlkunum og vantar
sannarlega ekki að Asmervik reyni
að gera líf þeirra eins hræðilegt
og ímyndunaraflið nær. Þessi veiki
hlekkur verður truflandi og meira
en það. Hvort sem höfundur hefur,
að dómi erlendra gagnrýnenda,
sem óspart er vitnað í á kápusíðu,
tekizt, dregið hér upp raunsanna
mynd af lífinu eða ekki, er hún að
mínu mati svo einlit og svo mikið
kapp lagt á að lýsa ytri atburðum
að úr verður áreiðanlega ekki það
sem að minnsta kosti ég bjóst við
íbókarbyrjun.