Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Wolfgang Amadeus Mozart Jean-Pierre Jacquillat Gísli Magnússon Einar Jóhannesson ólst upp á sifelldum ferðalögum um Evrópu. Auk þess að vera tónlistarsnillingur hafði hann óvenjulega mikla hæfileika á sviði stærðfræði. Hann var fé- lagslyndur, mikið fyrir skemmt- anir og kúluspil af öllu tagi, t.d. billiard, en hafði ekkert við- skiptavit og var í sífelldum fjárkröggum. Þegar hann lést, aðeins 35 ára gamall, hafði hann samið nær 700 tónverk. Um Mozart sagði Wagner: „Ég trúi á Guð, Mozart og Beethoven, næst Guði kemur Mozart." f tilefni tónieikanna á fimmtudagskvöld hefur hljóm- plötuverslun Fálkans gefið fimm hljómplötur með verkum eftir Mozart. Þessar piötur verða merktar ákveðnum sætum í Háskóiabíói og munu þeir sem eru svo heppnir að sitja í þessum sætum fá eina plötu að gjöf. * Sinfóníuhljómsveit Islands: Þriðju stjömutónleikam- ir tíleinkaðir Mozart ÞRIÐJU stjörnutónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir nk. fimmtudag, 12. desember, í Háskólabíói og verða þar eingöngu flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart undir stjórn Jean-Pierre Jacquillat. Kynnir á tónleikunum verður Sigurður Sig- urjónsson í hlutverki Amadeusar, sem hann fór með á fjölum Þjóð- leikhússins. Tónleikarnir hefjast með Sin- fóníu nr. 1, sem Mozart samdi árið 1764, aðeins 7 ára gamall. Eftir Forleik að óperunni „Brúð- kaup Fígarós" syngur Katrín Sigurðardóttir aríur Cherubin- os, „Voi che sapete" og „Non so piu“, en Katrín syngur um þess- ar mundir hlutverk Oscars í „Grímudansleik" eftir Verdi í Þjóðleikhúsinu. Gísli Magnús- son ieikur einleik í 2. þætti Píanókonserts nr. 21. Þá syngur Katrín aríu Zerlinu, „Batti batti“ úr óperunni „Don Gio- vanni“. Hljómsveitin leikur 1. þátt úr Sinfóníu nr. 39 og Lang- holtskórinn syngur „Ave ver- um“. Þá leikur Einar Jóhannes- son einleik í 3. þætti Klari- nettu-konserts Mozarts, en Ein- ar vakti mikla athygli, þegar hann flutti þetta verk í Frakk- landsferð Sinfóníuhljómsveitar- innar sl. sumar. Tónleikunum lýkur með „Lacrymosa" úr Requiem, það var síðasta verkið sem Mozart samdi, en hann lést árið 1791 áður en það var full- gert. Bæði kvikmyndin „Amadeus", sem sýnd hefur verið hér undan- farið við miklar vinsældir, og leikritið eftir Peter Schaffer, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, hafa vakið athygli fjölda manns á tónlist og persónuleika Moz- arts, sem reis eins og hala- stjarna á tónlistarhimni 18. aldar. Hann fæddist 1756 og var skírður Johannes Chrysostomus Wolfgang Theophilus Mozart. Amadeus-nafnið er þýðing á Theophilus — „sá sem guðirnir elska". Hann var undrabarn og Katrín Sigurðardóttir í búningi Oscars úr Grímudansleik. Sigurður Sigurjónsson í hlutverki Amadeusar, sem hann lék í Þjóð- leikhúsinu. „Nauðsynlegt að kólombísk- ir jarðfræðingar afli sér þekkingar í öðrum löndum“ — segir dr. Guðmundur Sigvaldason, sem eldfjallinu. Þar dvöldum við nýverið dvaldi í Kólombíu á vegum UNESCO mestallan timann' Dr. Guðmundur Sigvaldason, forstöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, var nýverið í Kólombíu á vegum UNESCO, Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, ásamt fulltrúa stofnunarinn- ar í París. Þeir tvímenningarnir dvöldu í vikutíma í grennd við eldfjallið Nevado de Ruiz, sem gaus í nóvembermánuði sl. með þeim afleiðingum að tæplega 25 þúsund manns fórust. Guðmundur var spurður um aðdraganda þess að hann fór þessa för. „Eftir að jarðskjálftar og smávægileg umbrot í eld- fjallinu Nevado de Ruiz hófust í nóvember 1984 hafa eldfjalla- fræðingar reynt að rannsaka hvað gæti gerst ef til sprengi- goss kæmi,“ sagði Guðmundur. „UNESCO hefur haft afskipti af ástandinu í Kólombíu nær ziil pSttE c.-. yg scist pa&ga'j menn til rannsókna. Þegar eld- fjallið gaus var ákveðið að tveir menn færu til Kólombíu, fulltrúi UNESCO í París og ég, sem formaður Alþjóða samtaka eld- fjallastöðva. Skyldum við kanna hvernig rannsóknum á eldfjallinu yrði haldið áfram eftir að erlendir vísindamenn, sem nú dvelja þar, yrðu farnir af svæðinu. Skapast þá visst óvissuástand vegna þess að hvorki eru til tæki í Kólombíu né eru þar þjálfaðir menn til að annast vöktun á eldfjallinu svo fullnægjandi sé. Með því að senda okkur á staðinn vildi UNESCO kanna með hvaða hætti hægt væri að stuðla að því að þessu verkefni yrði sinnt." í hverju var starf ykkar tví- menninganna fólgið? „1.1 ffl-i - 1-. ' - „ötan utiK&r juksi í pvr áö kanna viðhorf þeirra vísinda- manna sem fyrir voru á staðn- um, hver yrði tækjaþörfin þegar þeir færu og reyna að koma einhverju skipulagi á það starf sem Kólombíumenn þurfa að inna af hendi þegar þeir taka sjálfir við stjórninni. Armero, sjálft hamfarasvæðið, er nokkuð langt frá eldfjallinu, eða í um 50 km fjarlægð, en vöktun og rannsóknum er stjórnað frá borginni Manizales sem er nær Hvernig er ástandið á þessu svæði nú? „Segja má að mjög mikið hættuástand sé á svæðinu, bæði er hætta á að eldfjallið gjósi aftur en ekki er síður hætta á skriðuföllum, þar sem eldfjallið er ákaflega hátt og bratt. Vera má að ekki þurfi einu sinni jarðskjálfta til að koma af stað skriðu úr jöklinum sem liggur efst á fjallinu. Sú skriða gæti auðveldlega valdið svipuðum aurflóðum og grönduðu Armero. Við urðum óneitanlega varir við það sem gerst hefur en sem fyrr segir dvöldum við langt frá Armero og urðum því ekki svo áþreifanlega varir við þetta í uágiegu iifi fóífes. Kíns vegar er mikið fjallað um náttúruham- farirnar í öllum fjölmiðlum." Verður framhald á aðstoó UNESCO við Kólorabíumenn? „Við höfum skilað skýrslu með niðurstöðum okkar og væntanlega verða menn á veg- um UNESCO sendir til Kólomb- íu um áramótin til að aðstoða. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvað fæst af fjármagni til að halda því hjálparstarfi áfram. Dr. Guðmundur Sigvaldason, for- stöðumaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Reikna má með að erlendu vís- indamennirnir, sem nú eru við rannsóknarstörf á hamfara- svæðinu í Kólombíu, verði farnir upp úr mið.ium þessum mánuði. Þá á eftir að reyna á það hvernig Kólombíumönnum tekst að skipuleggja rannsóknir og vökt- un eldfjallsins. Fyrst og fremst þarfnast þeir þjálfunar og tækjabúnaðar. Enginn sérfræð- ingur í eldfjallafræðum er í Kólombíu. Því er nauðsynlegt að kólombískir jarðfræðingar verði sendir til annarra landa til að afla sér þekkingar og einnig að erlendir sérfræðingar fari til Kólombíu til aðstoðar," sagði Guðmundur Sigvaldason. Kvæðabókin „Maldað í móinn“ komin út KOMIN er út Ijóðabókin „Maldað í móinn“ eftir Erlu Þórdísi Jóns- dóttur. Káputeikningu gerði dóttir Erlu Þórdísar, Þórunn Valdimars- dóttir. Útgáfan er kostuð af skóla- systrum höfundar. Kvæðin í bókinni spanna vítt svið. Þar eru kvæði um náttúruna, veðurfar, þjóðfélagsádeila, kvæði ort til fólks o.s.frv. Á bókarkápu segir, að árið 1951 hafi komið út á vegum Isafoldarprentsmiðju bók eftir Erlu Þórdísi, bókin „Bernska í byrjun aldar", en þá bók samdi hún eftir minningum móður sinnar um gömlu Reykjavík. Síðan segir: „Þegar erfiðleikar og heilsu- leysi steðjuðu að Erlu, greip hún til kveðskaparins, sér til hugar- hægðar." Maldað í móinn Crla Þordi* Jomdottir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.