Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 83' Rikshaw Velvakandi. Við erum hér tvær sem langar til að þakka strákunum í hljóm- sveitinni Rikshaw fyrir frábæra tónleika í Tónabæ, þann 29. nóv- ember sl. Við höfðum ekki mikið álit á hljómsveitinni áður en núna skor- um við á fólk að hlusta á hana því það verður enginn svikin af tón- listinni. Þóra og Birna. Ungt fólk þekkir ekki neyðina H.S. skrifar: Þann 1. nóvember síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vig- ur. Þetta er merkilegasta grein sem sést hefur í íslensku blaði um langa tíð, þó hefur hvorki Stak- steinahöfundur Morgunblaðsins né aðrir á þeim bæ séð ástæðu til að árétta neitt af því sem stendur í þessari frábæru grein. Sigurlaug segir í grein sinni að æskufólk samtímans þekki ekki nema af bókum hvernig ástatt var fyrir þeim sem voru minnimáttar og hjálparþurfi og það aðeins fyrir fáeinum árum. Hitt er þó réttara að unga fólkið þekkir þetta alls ekki, ekki heldur af bókum. Og þó væri brýn þörf að fræða það um þessa hluti, því það getur varla gert sér í hugarlund hvernig hér var ástatt fyrir daga trygginganna og ekki einasta meðal þeirra fá- tækustu heldur hjá langflestum. Þeir sem nú eru aldraðir voru fulltíðamenn, þegar enn voru eng- in ellilaun, hvað þá tekjutrygging, engar örorkubætur né slysatrygg- ing. Alla heilbrigðisþjónustu og læknishjálp varð að borga fullu verði. Einn mánuður á sjúkrahúsi og uppskurður kostaði margra mánaða laun verkmanns. Vonandi kemur ekki sú stíð að fólk þurfi fátækravottorð frá hreppsnefnd- um til að komast á sjúkrahús. Forystumenn i launþegasamtök- um ekki síst þeir hjá BSRB hafa lengi stagast á því að fólk í flestum löndum búi við mun betri kjör en íslendingar. Nú hafa frjálshyggju- postularnir tekið undir þennan söng, enda báðum jafn létt um að ljúga. Þetta væri efni í langa grein, sem ekki verður skrifuð hér og nú. Bandaríkin eru ein af þeim löndum sem oft er vitnað til þegar hinir og þessir moðhausar eru að bera saman kjör íslendinga og annarra þjóða. Ég tek hér traustataki kafla úr hinni frábæru grein Sigurlaug- ar Bjarnadóttur, hann er svona: J Bandaríkjunum eru taldar 40 milljónir manna undir fátækra- mörkum og annað eins af ólæsum og óskrifandi, árangurinn af tvöföldu skólakerfi, fyrsta flokks einkaskólum og annars—þriðja flokks ríkisskólum. Auðvitað skrifast það ekki allt á reikning Reagans. Og hvað ætli þær séu margar, íslenzku konurnar, bú- settar í Bandaríkjunum, sem hafa komið heim til íslands til að fæða börn sín, vegna þess að þær höfðu ekki efni á fæðingar- hjálp vestan hafs?“ Berið þetta saman við aðstæður hér þar sem konur fá allt ókeypis á fæðingardeildum og þær sem vinna hjá ríki eða opinberum stofnunum fá þriggja mánaða fæðingarorlof á fullu kaupi. ólaun- aðar konur fá mánaðarlegar greiðslur frá Tryggingastofnun Vetur Vclvakandi. Hauststormurinn blés sumrinu burt um daginn, langt, langt út í óvissu líðandi stundar og hins ókomna. Það er ekki lengur í sjón- máli, heldur horfið þangað sem enginn veit. Kannski það sé draumur atómanna sem sofa á þessum árstíma i klaka og köldu grjóti. Trén hafa fellt sumarklæði sín og breytt þau yfir jörðina áður en kólnar meir. Dagarnir ganga fyrr til náða og rökkrið leggst fyrr yfir núorðið. Sólkrónur blómanna sem við dáðumst að á sumartíð eru dánar, liggja eins og brotinn speg- ill sem sólin speglaði sig í á liðnu sumri. Ylurinn líður hægt og hægt úr jörð og að lokum kólnar landið og leggst til svefns undir fannar- sæng og laufadúni. Fyrsta snjófölin er fallin og hvít jörðin styttir tíðina fram til jóla. Skógarþrestirnir skoppa um í hrímguðu laufinu eins og litlir ullarhnoðrar sem ultu úr kjöltunni á ömmu. Þeir lofa skapara sinn fyrir þessa góðu tíð. Esjan breiðir úr sér og er tilbúin að verja litla bæinn fyrir norðan- næðingnum þegar hann kemur eftir langa ferð um ísilagðar slóðir norðursins. Þarna gnæfir hún við ríkisins í þrjá mánuði og lengur ef veikindi hrjá móður eða barn. Allt líkt og viðurkenning á mikil- vægi þess að færa þjóðfélaginu nýjan þegn. himin með hvíta herðaslá, eins og amma og kastar kveðju á Hengil og Vífilfell, sem móðir náttúra hefur háttað undir hvíta vetrar- sæng. Mér finnst hún brosa til barnsins sem situr og leikur sér við fætur hennar. Ég bíð með eftirvæntingu eftir því að frostið narti mig vinalega í kinnarnar, bylurinn leiki um andlit mitt og að ég fái að hlusta á hvininn í norðanstorminum og sjái hann dansa kring um sjón- varpsloftnetin í skini ljósastaur- anna í götunni. Ég þrái að fá að labba um fannhvíta jörð í kyrrð kvöldsins og sjá börn að leik í snjónum i brekkunni heima. Einar Ingvi Magnússon, stud. theol. Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! kolvetnisinnihald á augabragði Langar þig til þess að vita hve margar hitaeiningar eru í eplinu sem þú ert að fara að borða — eða hve mörg kolvetni eru í því? Kannski langar þig til að vita hve miklar hitaeiningar eru í lambakótelettunni sem þú ert að fara að leggja þér til munns, nú eða einum disk af kornflögum. Petta og margt f leira færðu að vita á augabragði meö nýrri rafeindavog sem komin er á markaðlnn. Petta er eldhúsvog sem gerir vmis- legt fleira en að mæla hveiti og svkur. • Hún gefur upp hitaeiningar-, fitu-, kolvetna- og trefjainnihald teg- unda. í • Brevtlrgrömmumíúnsurogöfugt á augabragði. • Hefur tímastilli frá SO sek. upp i 99 mínútur. • Hægt er að vigta margar tegundir samtímis. Vogin gengur fyrir venjulegri 9 votta rafhlöðu, sem á að duga í eitt ár, Með hennl fvlgir bók á ensku bar sem er að f Inna kóða til að finna út næringargildi nokkur hundruð fæðutegunda. islensk bVðing á bókinni er væntanleg innan skamms. Útsölustaöir: Clóev, Armúla, h. Biering, Laugavegi, H. c. cuðjónsson, stigahlíö, Hagkaup, Skeifunni, Heímilistæki, Sætúnl, Rafbúð Domus Medica, Egllsgötu, versl. Rafmagn, Vesturgötu. SEIKO JÓLAGETRAUN Hjá þessum úrsmiðum getur þú tekið þátt í SEIKO jólagetrauninni. GARÐAR ÓLAFSSSON, Lækjartorgi, Rvík GILBERT GUÐJÓNSSON, Laugavegi 62, Rvík JÓN OG ÓSKAR, Laugavegi 70, Rvík GUÐMUNDUR HANNAH, Laugavegi 55, Rvík GEORG HANNAH, Hafnargötu 49, Keflavík TRYGGVI ÓLAFSSON, Strandgötu, Hafnarfirði KARL GUÐMUNDSSON, Austurv. 11, Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.