Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Út vil ek — á kongress Ég held, að það hljóti að vera fáar þjóðir, sem tala og skrifa meira um sjálfa sig og vandamál sín en við íslendingar. Fundar- höldin og samkomurnar eru endalausar og hvergi í víðri ver- öld er meira prentað en á okkar ástkæra landi. Öll þessi tjáning leiðir ýmislegt í ljós um íslands- menn, þ.e.a.s. að því er okkur sjálfum finnst: Við eigum fallegt land, duglega fiskimenn, lélega stjórnmálamenn, glæsilegt kven- fólk, mörg skáld og fáa fjármála- snillinga. Við erum gáfaðir, duglegir, agalausir, listhneigðir, dálítið drykkfelldir, og svona mætti lengi telja. En það er eitt sviðið í viðbót, sem við tölum ekki allt of mikið um, þótt við eigum þar örugglega heimsmet, en það er ferðasviðið. Við erum ábyggilega mesta ferðaþjóð í heimi. Leiðtogarnir ganga á undan með fögru for- dæmi og vísa veginn. Margir þeirra taka aldrei almennilega upp úr ferðatöskunum. Það er mikið lán, að ísland skuli liggja vel við á hnettinum; það er ljóm- andi þægilegt fyrir þá að koma þar við öðru hvoru. Það þarf auðvitað að gefa skýrslur um feikigóðan árangur ferðanna og undirbúa fleiri. Það er svo dásamlega mikið af þingum, fundum, ráðstefnum og kongressum út um allan heim. Við erum sjálfstæð þjóð og það er lífsnauðsynlegt fyrir okkur að eiga fulltrúa alls staðar, þar sem hægt er að koma því við, og sem allra flesta. Útlendingar verða að vita það, að á íslandi búi menningarþjóð, sem lætur sig skipta það, sem á gengur í veröld- inni. Það verður að kynna landið útá við. Opinberu heimsóknirnar eru auðvitað beztar. Þá koma myndir af okkar fóki í útlenzkum blöðum og stundum í sjónvarpi. Þá getur öll heimsbyggðin séð, að á íslandi býr geðfellt fólk, sem talar út- lenzkar tungur, og á feikilega mikla og góða menningararf- leifð. En mest og bezt er sagt frá heimsóknunum í íslenzku blöðunum, og auðvitað finnst okkur sjálfum mikill sómi að okkar fólki. Annað væri óskiljan- legt. En hvað svo með hinn almenna borgara, verður hann að ferðast á eigin kostnað? Það er náttúru- lega ekkert réttlæti í því. Það verður að koma með frumvarp á Alþingi um það, að hvert manns- barn, eldra en 16 ára, eigi heimt- ingu á því að fá styrk í eina utanferð á ári. Þar til það rétt- lætismál er komið í höfn, verður að styðjast við bankakerfið og afborgunarskilmála. Við heimt- um að fá að ferðast. Það er okkur í blóð borið. Lesið bara íslend- ingasögurnar. Hvað sagði ekki Snorri: Út vil ek! Til þess að hjálpa landsins lýð að undirbúa ferðalögin, höfum við á að skipa fleiri ferðaskrif- stofum, miðað við höfðatölu, en nokkur önnur þjóð í heiminum. Líka rekum við fleiri flugvélar og eigum fleira flugfólk en önnur lönd. Við getum verið þakklát landsfeðrunum, að þeir skuli gefa okkur vel útilátin frí, sem oft má skipta niður í tvær utan- landsferðir á ári. Þeir, sem minni hafa efnin, fara í pakkaferðir og hafa stund- um með sér matarflís að heiman. Það er mikið lán, að ekki skuli þurfa að hafa með sér drykkjar- föng. Aðrir fara í heimsreisur og siglingar á lystiskipum. Eftir erfiðar ferðir þarf stundum að hvíla sig í einhverri stórborginni áður en heim er farið. Þeir, sem bezt hafa efnin, fara á „tízku- staði", sem þeir vilja ekki að allur landslýður viti um. Þetta er allt svo skemmtilegt og dásamlegt, og það er svo ljóm- andi gott að vera íslendingur í útlöndum; miklu betra en að vera íslendingur á fslandi. En það er bara alltaf þessi bévítis fátækt á ríkinu. Það er alveg óskiljanlegt, að leiðtogarnir skuli ekki geta séð um það, að það sé veiddur og fluttur út nógur fiskur, svo að við þurfum ekki alltaf að vera að hafa áhyggjur út af þessu. Það er nógu erfitt að ákveða sig með það, hvert maður ætlar að fara næsta ár. Ég var að ræða þessi mál um daginn við kunningja minn, hann Jónstein. Hann var mér ekki sammála um það, að „mesta ferðaþjóð heims" væri titill, sem íslendingar ættu að sækjast eft- ir. Hann sagði, að landið sóaði gífurlegum fjármunum í vafa- söm ferðalög. Fjárhagsvandi þjóðarinnar væri mikill og eitt- hvað verði undan að láta. Hann vill, að öll þjóðin, frá æðstu leið- togum og niður, fari í tveggja ára ferðabindindi. Jósteinn sagði, að ég hefði vísað í íslendingasögurnar, og væri ekki úr vegi, að minna á hið fræga atvik úr Njálu, þegar Gunnar á Hlíðarenda ætlaði að halda utan í útlegðina. Hestur hans hnaut og hann stökk af baki, leit um öxl og mælti: „Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hún aldri jafnfögur sýnzk, bleikir akrar en slegin tún, ok mun ek ríða heim aptr ok fara hvergi." „Nú hefir íslenzki þjóðarhest- urinn misstigið sig,“ sagði Jón- steinn, „og við höfum hrokkið af baki. Við þurfum að líta til baka og segja sem svo: Fagurt er landið og margt hefir það upp á að bjóða. Nú ætla ég að vera um kyrrt heima í tvö ár og fara hvergi. Ákvörðun Gunnars kost- aði hann lífið. Okkar ákvörðun mun ekki einu sinni skaða okkar heilsu, en gæti bætt fárhagslega heilsu landsins okkar.“ Svo mörg voru þau orð Jón- steins. Persónulega held ég, að hann sé bara öfundsjúkur út í landann og öll utanferðatæki- færin, sem við höfum á Fróni. Kannske er hann búinn að vera of lengi hérna í henni Ameríku. Nýtt lff í lögreglunni: íslenska kvikmyndin Nýtt líf III frum- sýnd 19. desember Kvikmyndafyrirtækið Nýtt líf frumsýnir þann 19. desember nk. kvikmyndina „Nýtt líf 3“ og verður það önnur tveggja íslensku jólamynd- anna í ár. Frumsýningin verður í Nýja bíói, en á annan dag jóla verður myndin sýnd á Akureyri og í Kefla- vík. Nýtt líf 3 er þriðja myndin sem fyrirtækið framleiðir um þá „Daníel og Þór“, sem Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson leika nú sem endranær. I þetta skiptið ganga þeir í raðir lögreglunnar í Reykja- vík, eftir að hafa kannað bænda- menninguna í kvikmyndinni Dalalíf og verið á vertíð í Vestmannaeyjum í fyrstu kvikmyndinni um þá félaga, Nýju lífi. Handritið að þessari mynd er, eins og að hinum fyrri, skrifað af Þráni Bertelssyni, sem jafnframt leikstýrir myndinni, og Ára Krist- inssyni, kvikmyndatökumanni, sem einnig klippti hana. Þeir tveir eru nú staddir í Danmörku við endan- lega eftirvinnslu myndarinnar, sem að sögn Þráins mun endanleg kosta rúmar tólf milljónir króna. Alls störfuðu um þrjátíu manns við kvikmyndatökurnar sem fóru fram í Reykjavík síðla sumars, þeirra á meðal Sigurður Snæberg, hljóðmaður, Dóra Einarsdóttir, búningahönnuður, Hallur Helgason, Árni Páll og Stefán Hjörleifsson í leikmyndadeild, Jón Karl Helgason, förðunarmeistari, og þeir Guð- mundur Ingólfsson og Lárus Gríms- son, sem sömdu tónlistina í mynd- innr. Þá eru auk þeirra Eggerts og Karls Ágústs einnig í stórum hlutr verkum leikararnir Lilja Þórisdótt- ir, Sigurður Sigurjónsson, Flosi Ól- afsson, Guðrún Þ. Stephensen, Sig- urveig Jónsdóttir og Þórhallur Sig- urðsson. Framkvæmdastjóri mynd- árinnar er Ingibjörg Briem. Ljóamynd/Valdla Óskarsdóttir Atriði úr kvikmyndinni „Nýtt líf 3“ þar sem þeir Daníel og Þór (Karl Ágúst Úlfsson og Eggert Þorleifsson) ásamt öðrum lögregluþjónum og meðlimum víkingasveitarinnar búast til atlögu að heimili glæpakvenda, undir forystu Varða varðstjóra (Flosa Ólafssonar). Kg/mann. 7o 6o 5o óo 3o 2o lo ar. SyUm neysla á íslamli frá 17110-1980 Sannað er að samband er á milli sykurneyslu og tannskemmda, kom það skýrt fram t.d. í Noregi á stríðsárunum en þá fækkaði tannskemmdum mikið um leið og sykurneyslan minnkaði. Tannskemmdir og sykur Sykurneysla íslendinga er meiri en hjá flestum öðrum þjóðum og fer ört vaxandi. Smásöluverð á 1 kg af sykrí í dolhirum 1982 1983 1984 Danmörk 1,47 1,46 Finnland 1,48 1,33 ísland 0,62 0,66 0,45 Noregur 1,32 1,22 Svíþjóð 0,88 0,80 Athugandi er hvort ekki sé ráðlegt að hækka verð á sykri og nota mismuninn til heilsu- gæslu t.d. tannverndar eða niðurgreiðslu á skólamáltíðum. Heilbrigði»- og tryggingamálaráðuneytið Einnig hefur sýnt sig að verð á sykri hefur áhrif á neyslu- magnið eins og gerð- ist hérlendis árið 1975 þegar heims- markaðsverð á sykri hækkaði. Hér á landi er sykur mjög ódýr og kostar aðeins Vs af því sem hann kostar á hin- um Norðurlöndun- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.