Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Göngur og réttir fyrr og nú Bókmenntir Erlendur Jónsson Göngur og réttir III. 416 blaðsíö- ur. Bragi Sigurjónsson bjó til prent- unar. Skjaldborg. Akureyri, 1985. Göngur og réttir voru skráðar á árunum 1946—50 og gefnar út í sex bindum. Ritið mun hafa selst upp nokkuð fljótt. Það hafði þá endurminningagildi fyrir margan. Þegar ritið er nú endurútgefið, fjörutíu árum síðar, hygg ég einnig verði bent á þjóðfræðagildi þess. Höfundar voru margir. Þeir hafa sýnilega verið vel valdir. Ritstjórn hefði þó í upphafi mátt vera strangari. En ekki er við umsjón- armann þessarar útgáfu að sakast fremur en aðra slíka; ströng rit- stjórn í safnritum af þessu tagi þekkist varla hér. Og framlagi manns, sem hefur orð fyrir að vera greindur og gegn, er tæpast hafnað eða hann krafinn meiriháttar breytinga þó að það falli ekki alls kostar að heildinni. Þetta er ekki sagt út í bláinn, því það finn ég helst að þessu bindi að mér virðast þættirnir vera nokkuð mismun- andi ýtarlegir. Langbestur er að mínum dómi þáttur Magnúsar F. Jónssonar, Göngur og réttir Miðfirðinga. Magnús var fræðimaður ágætur. Honum var lagið að skrifa þess háttar stíl að sérhvert efni eins og lifnaði í höndum hans. Magnús hafði sjálfur farið í göngur, strax sem ungur piltur. Hughrifum þeim, sem göngunum fylgdu, lýsir hann svo vel að standa mætti sem einkunnarorð fyrir riti þessu: »Mér fannst ég vera á helgum stað. Þarna koma menn ekki nema tvisvar eða þrisvar á ári. Þarna var enginn staður vanhelgaður af þrætum og ásælni, sem átti rót að rekja til þröngbýlis. Þarna er nátt- úran hrein og óspjölluð. Frelsið er þar óhindrað, svo að menn, sem koma þar örsjaldan, finna oki af sér létt.« Þessi orð eiga að minnsta kosti við göngurnar eins og þær voru fyrrum. Þó göngurnar væru hreint ekki erfiðislausar fyrir menn sem voru sístritandi og stundum jafn- vel áhættusamar var tilbreyting þeirra slík að menn á öllum aldri gátu hlakkað til þeirra allt árið. Nú er þetta vafalaust breytt. Ferðalag er ekki lengur tilbreyt- ing. Og tíðar skemmtireisur um óbyggðir svipta landið þeirri dul, sem yfir því hvíldi forðum. Ekki er víst að orð Magnúsar F. Jóns- sonar eigi við gangnastemmning- una nú. Því göngurnar eru breyttar eins og gerst má fræðast um í nýjum þætti í bók þessari, skráðum fyrir þessa útgáfu, eftir Magnús Ólafs- son. Er þá fyrst að telja að bíla- slóðir liggja nú víða um afrétti. Áður varð hver að flytja með sér matföng öll. Nú bíður heit máltíð í náttstað. »Fjarskiptatæki eru komin til sögu. í stuttu máli má segja, að betri útbúnaður en fyrr að fatnaði og aukin þægindi varð- andi matarkost og aðbúnað allan séu mestar breytingar, en einnig standa nú leitir einum degi skemur en fyrr og eru að nokkru einfaldari og hagfelldari í framkvæmd en fyrrum,* segir Magnús ólafsson. Efni er skipað þannig í rit þetta að farið er hringinn um landið, sólarsinnis að venju. Þetta þriðja bindi nær yfir svæðið frá Snæfells- nesi til Húnaþings, að báðum meðtöldum. Fremst er raunar þátturinn Selfarir eftir Braga Sig- urjónsson. Þar er réttilega bent á að afréttarekstur sé í raun eins konar seljabúskapur. Þá er líka minnt á að landnámsmenn muni hafa þekkt seljabúskap frá heima- landi þó hitt sé ósannað hvort þeir hafi þekkt fráfærur sem svo voru kallaðar. Landslag í Noregi er gerólíkt íslandi. Þar var seljabúskapur óhjákvæmilegur. Er ekki sennilegt að hann hafi hafist hér strax við landnám vegna venju frá heima- landi en síðan hafi dregið úr hon- um jafnt og þétt þar til hann að lokum lagðist alveg niður? Benda ekki til þess hin mörgu »sel« víðs vegar um landið sem síðar urðu býli, jafnvel stórbýli? Það er alkunna að afréttarlönd voru og eru misstór og því til misjafnlega mikilla nytja fyrir Bragi Sigurjónsson sveitir. Víðlendir og grösugir af- réttir töldust til hlunninda. Gras- ið, sem sauðkindin breytti í kjöt og mjólk og ull, var alger undir- staða þess að hægt væri að lifa í þessu landi. Afrétturinn var því sá sameiginlegi sjóður sem öðru fremur tengdi bændur og búalið í hverri sveit fyrir sig. Þótt afréttalýsingar í riti þessu miðist auðvitað við fjárleitir fyrst og fremst verða þær, þegar á heild- ina er litið, viðamikil, almenn landlýsing. Eins og Magnús F. Jónsson segir frá í þætti sínum um göngur Miðfirðinga voru ör- nefnin hið fyrsta sem unglingur lærði strax og hann fór í sínar fyrstu göngur. Þekking á örnefn- um var frumskilyrði þess að göng- urnar færu skipulega fram og hver og einn rataði þá leið sem honum var ætlað að ganga. Því á að vera hægt að treysta að rétt sé farið með örnefni í riti þessu. Ennfremur eru hér allmargar ferðasögur, skráðar bæði til fróð- leiks og skemmtunar. óhætt er að segja að það hafi verið hið mesta framtak þegar ráðist var í samantekt og útgáfu þessa rits á sínum tíma. Hið nýja efni í þessu bindi þykir mér líka vel valið. Burtséð frá því bjarma- landi minninganna sem einhver kann að finna í riti þessu er þetta auðvitað merkilegur þáttur í ís- lenskri atvinnusögu. Er því vel til fundið á sýna, án þess að lengja ritið verulega, hvernig göngurnar hafa breyst frá því er tekið var að safna til ritsins fyrir fjörutíu árum. En fjöllin eru á sínum stað. Kannski leynist eitthvað eftir af hátíðastemmningu þeirri sem forðum fylgdi göngum og réttum? Litskrúðug og sundurleit Bókmenntir Sveinbjörn I. Baldvlnsson Gísli Þór Gunnarsson: Á bláþræði, skáldsaga. 142 bls. Iðunn. Árið 1981 kvaddi Gísli Þór Gunnarsson sér hljóðs með skáld- sögunni „Kærleiksblómið". Sagan var nokkuð ólík flestu öðru er út var gefið um þær mundir, full af allt að því barnslegri einlægni og algerlega laus við allt prjál í stíl eða belging í efnistökum. Þetta var einföld saga í orðsins bestu merk- ingu. Saga um unglinga og ástina og allar þær tilfinningapíslir sem því vilja fylgja þegar þetta tvennt mætist. Um þetta leyti vissi ég til að Gísli var með aðra sögu í smíðum og er það saga sú sem Iðunn hefur nú gefið út undir nafninu „Á blá- þræði". Þar segir frá verslunar- skólanemanum Pétri sem í augum foreldranna hefur ætíð verið vandamál en er umtalsverður hugsuður að eigin áliti. Það kemur í ljós í upphafi sögunnar að faðir hans er annar maður en eigin- maður móðurinnar og að raun- faðirinn hefur nú andast og gert þennan son sinn að einkaerfingja og fær Pétur hús í námunda við Reykjavíkurflugvöll í arf. Þessi faðir hans hefur verið dálítið á skjön við hversdagsleikann líkt og Pétur sjálfur og þegar Pétur kemur í húsið sitt liggur þar bók, allþykk með bréfum til hans frá föðurnum. í því fyrsta segir m.a.: „Þetta bréf kemur fri umhyggju- sömum foður sem vakir yfir þér úr fjarlægð. Faðir þinn er einn af fáum mönnum jarðarinnar sem tekist hefur að rjúfa tengsl við allt hið veraldlega sem leiðir hugann frá þekkingarleitinni. Leitinni að sann- leikanum sem er vísindum og trúar- brögðum æðri.“ (bls. 12). Þetta bréf er ritað á fæðingar- degi Péturs. í fyrstu köflum sögun- ar er svolítið staldrað við þessi bréf, en svo hverfa þau sem og faðirinn dulúðgi nánast úr sög- unni. En margt annað kemur hins vegar inn í söguna. Skemmst er frá því að segja að málin æxlast þannig að eins konar kommúnu- lifnaður upphefst í húsi Péturs og kennir margra grasa hvað varðar samsetningu kommúnunnar. Meðal þeirra sem koma við sögu eru: Róttækur hollenskur hug- sjónamaður, homminn Rósi, ít- alski jóginn Marco, hassbrunninn íslenskur róttæklingur og svika- hrappur, einstæð móðir frá Þýska- landi, Súsanna hin fagra, sem er stóra ástin í lífi Péturs, en hún vill ekkert með hann hafa. Hanna, móðir Súsönnu, sem hann hlýtur í staðinn fyrir dótturina. Sem sagt ansi litskrúðugur hópur og sundur- leitur. Þannig er þessi saga líka, ansi litskrúðug og sundurleit. Mér virð- ist sem fjöldi sögupersóna beri hana ofurliði. Það er komið allt of víða við, en ekkert reynt að rýna niður undir botn í því. Það koma upp áhugaverð atriði, en sum þeirra gufa svo bara upp. Til dæmis andi föðurins og áhrif hans á Pétur. Sama máli gegnir um nokkrar persónurnar, þær eru kynntar á nokkrum blaðsíðum en eftir það eru þær nánast eins og innanstokksmunir, gegna sáralitlu hlutverki. Til dæmis Hollending- urinn og einstæða móðirin. Hlutur þessa fólks í sögunni er næsta lítill. „Á bláþræði" er eins og „Kær- leiksblómið" einkar þægileg af- lestrar og á köflum bregður fyrir ísmeygilegum húmor sem auðgar hana verulega, en saga Péturs, sem er auðvitað meginefni hennar, fell- ur stundum í skuggann af öðrum litlum sögum af öðrum persónum sem ekki koma henni alltaf mikið við. í sögulok er ágætur endahnút- ur bundinn á söguna af Pétri. Svo er komið að útlit er fyrir að móðir hans muni á ný freista þess að setja hann í geðmeðferð, en hann lætur sig hverfa af landi brott með útlendu skipi. í þessum lokakafla segir m.a.: „Ég sakna þín pabbi, jafnvel þó ég hafí aldrei þekkt þig. Ég elska þig ennþá, Súsanna, jafnvel þó leiðir okkar verði að skilja. Það eru margir menn í heim- inum sem eru miklu hæfari en ég til að veita þér það sem þú heldur að þú þarfnist. Bless Víkingur, Rósi og Kalli. Ykkur þótti sjálfsagt að fá allt upp í hendurnar og jafnvel það er ekki Einhvers staðar bak við söguna Bókmenntir Jóhanna Kristjánsdóttir Hermann Másson: Froskmaðurinn Útg. Forlagið 1985 Ætli það sé ekki einstakt í heim- inum, að skrifuð sé saga um frosk- manninn og reynslu hans í undir- djúpunum? Lengi hef ég velt því fyrir mér hvað hafi rekið höfund- inn til að rita þessa bók. Nokkrum sinnum hef ég sofnað vært út frá bókinni og fundist ég vera að synda um hugann. Hrokkið upp og hugs- að: „Eitthvað er það samt sem heillar." Svo hef ég tekið til við lesturinn á nýjan leik og fylgt froskmanninum eftir á ferli hans og komist smám saman að þeirri niðurstöðu, að þetta væri ekki beinlínis sú froskmannssaga sem ég hélt í byrjun. Þá hafa hugsan- irnar enn farið að leita á mig og ég hef sagt eins og kona frosk- mannsins sagði svo spekingslega þegar hún var að ræða við mann- inn sinn um lífið og tilveruna: „Þvoðu þér nú um hendurnar, maturinn er að koma.“ Síðan hélt ég áfram að velta fyrir mér hvernig ég ætti að komast að niðurstöðu. Þetta er ekki ádeila á alla þá sem ekki eru froskmenn, eða hvað? Eru frosk- menn með öðruvísi tilfinningalíf en aðrir? Eru þeir kannski ódauð- legir innst inni? Er þetta ádeila á hjónabandið? Eða á foreldra froskmannsins, sem eru með ein- lægar útásetningar á kaffisullið hjá tengdadóttur sinni? Og hver er þáttur hafmeyjarinnar og hvernig stendur á því að hún er á móti íslenzkum atvinnuvegi sem er lífsnauðsynlegur fyrir afkomu og framtíðarvelferð þjóðarinnar? Þetta vafðist fyrir mér. Unz ég kom á blaðsíðu 136 þar sem frosk- maðurinn er á leið í bæinn eftir eina köfunina og hugsar á þessa leið: „Á leiðinni í bæinn var frosk- maðurinn stöðugt að líta út um bílgluggana og hugsa „úfið haf og úfið hraun" og hann endurtók hugsunina upphátt: Ufið haf og úfið hraun. Þetta vakti með honum kitlandi kátínu, jafnvel fögnuð. Hafið og hraunið sem hann sá voru úfin í rauninni, en miklu úfnari í orðun- um: „Víst er ég úfið haf og úfið hraun,“ hugsaði hann og sagði: „Viðurkenndu það fyrir sjálfum þér.“ Hann fór að kyrja þangað til orðin og hljómar þeirra urðu ömurlegri en hafið og hraunið svo hann tautaði: „Útskýringar eyðileggja allt. Versti óvinur ánægjunnar eru út- skýringarnar." Loks var ég búin að finna kjarna Þegar Steinn át tartalettur og Jón úr Vör vínarbrauð Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Framhaldslíf fijrumanns. Endurminningar Hannesar Sigfús- sonar skálds. Iðunn 198$. Framhaldslíf förumanns er annað bindi endurminninga Hann- esar Sigfússonar, fyrra bindið er Flökkulíf (1981). í Framhaldslífi förumanns held- ur Hannes Sigfússon áfram að Gísli Þór Gunnarsson nóg. Mun þetta þjóðfélag nokkurn- tíma breytast ef við bíðum eftir að aðrir breytisL“ (bls. 142). Aftan við sögulokin stendur að höfundur hafi skrifað söguna á árunum 1981-1982 í Grikklandi, ísrael og á íslandi. Gísli Þór hefur sjálfsagt farið víða og séð margt síðan og á tvímælalaust eftir að vinna úr þeirri reynslu síðar. „Á bláþræði" er ekki stórt stökk fram á við miðað við „Kærleiksblómið", enda stutt á milli ritunar þessara sagna. Ég hef hins vegar mikla trú á því að næsta bók Gísla Þórs Gunnarssonar verði mun betri en þessar báðar, því hann er athyglis- verður höfundur og hefur til að bera þá einlægni sem er forsenda þess að menn geti skrifað eitthvað sem máli skiptir. Vonandi líður ekki svona langur tími frá ritun til útgáfu á næstu bók. segja frá lífsbaráttu sinni, einkum viðleitni til skáldskapar. Mjög ítarlega fjallar hann til dæmis um tilefni ljóða sinna, hvernig þau urðu til, breyttust og þróuðust. Hann segir líka frá skáldsögunni Strandinu sem er efirminnileg bók. Hannes Sigfússon er meðal helstu skálda okkar af þeirri kyn- slóð sem kölluð er atómskáld. Ljóðaflokkur hans, Dymbilvaka, telst vera eitt helsta framlag þeirrar kynslóðar til bókmennt- anna. Nú fáum við upplýsingar um margt sem áður var hulið eða getgátur og er óhætt að segja að án þeirra upplýsinga verður bók- menntasaga þessara tíma ekki skrifuð. Hannes leggur því margt af mörkum til bókmenntarann- sókna og rekur sögu sína frá tor- ræðri ljóðlist til skorinorðra ljóða. Hann dregur fram í dagsljósið þátt hugmyndafræði í sinnaskiptum, stefnubreytingu skálds. Þetta ger- ir hann án yfirlætis og oftlega á gagnrýninn hátt. I öllu þessu er að vonum fengur. Ég verð að viðurkenna að ævi- sögur skálda sem skýra frá baráttu þeirra, vonum og vonbrigðum, eru oft furðu tómlegar og skilja lítið eftir. Verst er þegar skáldin dunda við að rekja raunir sínar og kenna öðrum um ófarir sínar. Brautryðj- endur í bókmenntum geta ekki vænst að þeim sé hossað; á leið þeirra eru alltaf ljón. Þar vegur tortryggni þyngst. Bestu frásagnirnar í slíkum bók- um eru myndir úr lífi skálda, sögur af háttum þeirra sem gefa lesand- anum tækifæri til að átta sig. Nóg er af slíku efni í Framhaldslífi förumanns. Með bestu köflunum í bókinni er lýsing á lífi íslenskra skálda í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn á árunum eftir stríð. Hannes Sig- fússon segir einkum frá Steini Steinarr, Magnúsi Ásgeirssyni og Jóni úr Vör. Allt sem skrifað er um þessa merku höfunda hlýtur að vekjaeftirtekt. Steinn Steinarr var sá maður sem líklega hefur orkað mest á Hannes Sigfússon, að föður hans undanskildum. Steinn var strang- ur við Hannes, gerði hann að fé- laga sínum, en gætti þess líka að hann gengi ekki of langt í bó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.