Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGIJR 12. DESRMBER1985 Nýtt vistheimili vígt að Sólheimum í Grímsnesi ALEXANDER Stefánsson félags- málaráðherra vígði nýja vist- einingu á Sólheimum í Grímsnesi sunnudaginn 1. desember sl. og gaf henni nafnið Brekkukot. Sjálfseignarstofnunin Sól- heimar í Grímsnesi hefur löng- um búið við þröngan húsakost. Með vígslu nýrrar visteiningar er stórum áfanga náð i úrbótum á húsnæðismálum heimilisins. Húsið er 320 fermetrar að stærð, einingahús frá Samtaki hf. á Selfossi og teiknað af Samúel Smára Hreggviðssyni. Auk rúm- góðrar og bjartrar visteiningar, sem veita mun átta vistmönnum heimili, er þar 70 fermetra starfsmannaíbúð. Fyrstu skóflu- stungu tók þáverandi fjármála- ráðherra, Albert Guðmundsson, 11. mars sl. Framkvæmdum hef- ur miðað samkvæmt áætlun síð- an. Þrátt fyrir norðanstrekking og kulda heimsótti fjöldi gesta Sól- heima í tilefni vígslunnar og nýja húsinu bárust margar veglegar Meðal gesta við vígslu Brekkukots voru Alexander Stefánsson, sem hér sést lengst til vinstri. Við hlið hans standa Árni Johnsen þingmaður, Halldór Kr. Júlíusson forstöðumaður Sólheima, Pétur Sveinbjarnarson stjórnarformaður Sólheima auk annarra gesta. gjafir. Félag flugfreyja gaf vinafélag Sólheima gaf borð- skápasamstæðu, Foreldra- og stofuborð og 12 stóla auk tveggja Brekkukot, ný visteining á Sólheimum í Grfmsnesi. borða og 10 stóla í garðskála, Lionsklúbburinn Ægir gaf stór- an hornsófa, Þroskahjálp á Suð- urlandi gaf stofuborð og 8 stóla, Hjálparstofnun kirkjunnar gaf hornsófa, IKEA gaf húsgögn að verðmæti 50.000 krónur, verslun- in Blómaval og Eden gáfu stofu- blóm og Glit gaf pottahlífar. Gestir þáðu hádegisverð á Sól- heimum. Að vígsluathöfn lokinni var gestum sýnd starfsaðstaða á Sólheimum og framkvæmdir við íþróttahúsið voru skoðaðar, en húsið er nú að mestu risið. Degin- um lauk síðan með því að gestum var boðið að taka þátt í hefð- bundinni aðventuhátíð á Sól- heimum sem felst í því að ganga í aðventugarð og tendra kerti. Tik,tak,Tik,tak, Ktukkux, klukkur, Úr,úr, Swatch,swatch, Herraúr, eldhúsklukkur, dömuúr,vekjaraklukkur, skólaúr, stofuklukkur, tölvu- úr og stoppúr. Allar stærðir og gerðir til gjafa eða eigin nota-á góðu verði. Við lag- færum lasin úr og klukkur og eigum alltaf rafhlöður og 66B ólar fyrir öll úr. •! Fyrir þá sem vilja ifylgjast með tískunni jhöfum við SWATCH, höggþétt og vatnsþétt svisshesk gæðaúr á 1.790 kr. Nýjasta SWATCH línan er í stíl við nýju fatatískuna. Við erum til taks Skólavörðustíg 3, s. 111 33 tik, tak. úrSmiðir Tíðarfarið gott í Skagafirði B*. Höfóaströnd, 10. desember. TÍÐARFARIÐ má heita ágætt í Skagafirði þó nokkuð frost sé annað slagið. Aðcins er snjóföl inn í hérað- inu en nokkuð meira þegar utar dregur í héraðinu, t.d. í Fljótum. Einn þáttur er gerður út frá Hofsósi á skel og er hann nú að verða búinn með sinn kvóta. Talað er um það að víða sé tap á frysti- húsarekstri, en á Hofsósi kemur reksturinn út með gróða og mun það hafa gerst undanfarin ár. Frysti- hússtjóra höfum við ágætan, Gísla Kristjánsson. Jólaundirbúningur er þegar hafinn víða á heimilum enda jólaundirbúningur og jólasveinar á næstu grösum. Björn í Bæ Remington- MICRO SCREEN SUPER RAKVÉLAR • 14 DAGA SKILAFRESTUR ÁRS ÁBYRGÐ » ÞREFÖLD VIRKNI OG BARTSKERI FERÐATASKA FYLGIR ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FALKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 MICRO SCREEN SUPER XLR-1100 220 V. M/HLEÐSLU KR. 5.290.- MICRO SCREEN SUPER XLR-800 220 V. KR. 3.460.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.