Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
281. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Rasandi konur íArgentínu
AP/Símamynd
Bálreið kona Istur í Ijós gremju sína yfir vsgum dómum yfír fyrrura herstjórum í Argentínu. Efnt hefur verið
til mikilla aðgerða í Argentínu þar sem meintri linkind dómstóla gagnvart herforingjunum var harðlega mót-
mslt Konur voru áberandi í aðgerðunum, eiginkonur og msður manna, sem hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar.
Sameinast á
móti Marcos
Maniia, 11. desember. AP.
CORAZON Aquino og Salvador Laurel tilkynntu í dag að þau myndu sam-
einast í framboði gegn Ferdinand Marcos, Filippseyjaforseta, við forseta-
kosningar 7. febrúar nk. Frú Aquino býður sig fram til forseta og Laurel
til varaforseta. Þar með hefur stjórnarandstaðan sameinast gegn Marcos.
Salvador Laurel, fyrrum þing-
maður, synjaði á dögunum beiðni
Corazon um sameiginlegt framboð
og tilkynnti eigið forsetaframboð.
Klukkustund áður en framboðs-
frestur rann út komu þau Corazon
hins vegar í aðsetur landskjör-
stjórnar og tilkynntu sameiginlegt
framboð sitt.
Hermt er að Laurel og Corazon
hafi gert með sér kosningasam-
komulag í kjölfar funda þeirra með
Jaime L. Sin, kardínála í Manila.
Nýtur framboð þeirra stuðnings
kirkjunnar manna.
Corazon breytti jafnframt af-
stöðu sinni til flokks Laurels,
Unido, og býður sig fram í nafni
hans. Menn, sem málum eru kunn-
ugir, telja að Corazon og Laurel séu
sterkasta sveit, sem hægt sé að
bjóða fram gegn Marcos.
Sjá „Marcos velur sér varaforseta-
efni á bls. 42.
George Shullz á ferð um sex Evrópuríki:
Vinnum af krafti að
vopnasamkomulagi
Brumel 11. desember. AP.
GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagöi í kvöld að
Bandaríkjamenn gerðu um þessar mundir allt sem í þeirra valdi stæði til
að færa stórveldin nær samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar og fækkun
kjarnavopna.
„Við sitjum ekki aðgerðarlausir
þar til Genfarviðræðurnar hefjast
á ný,“ sagði Shultz, sem nú er á
ferðalagi um sex ríki Vestur-
Evrópu. Að hans sögn hefur lítt
miðað í þessum efnum frá leið-
togafundi Reagans og Gorbachevs
í Genf 19.—20. nóvember, en ákaft
hefur verið unnið til að undirbúa
og auðvelda samkomulag.
Shultz kom i dag til Brussel frá
London, þar sem hann situr
tveggja daga fund utanríkisráð-
herra aðildarríkja Atlantshafs-
bandalagsins, sem hefst i dag,
fimmtudag. Belgískur sendifull-
trúi sagði Shultz ekki hafa útilok-
að á fundi með Martens forsætis-
ráðherra Belgíu að stórveldin
gerðu sérstakt samkomulag um
takmörkun meðaldrægra kjarna-
flauga í Evrópu, þ.m.t. nýrra
flauga, sem NATO hefur og er að
setjaupp.
Shultz útilokaði aukningu i við-
skiptum við Sovétríkin ef Sovét-
menn tækju sig ekki á í mann-
réttindamálum. í þeim efnum ættu
þeir býsna mikið ógert og meðan
Vildi sameina
Líbýu og Súdan
Kairó, 11. desember. AP.
MOAMMAR Khadafy, Líbýuleiðtogi, bauð Súdönum þrjá milljarði dollara
í reiðufé gegn sameiningu Súdan og Líbýu, en nýir valdhafar í Khartoum,
höfuðborg Súdan, höfnuðu boðinu, að sögn ríkisrekins vikurits í Egyptalandi.
Khadafy gerði Súdönum þetta
boð í heimsókn sinni til Khartoum
í maí sl. í kjölfar byltingarinnar í
Súdan 6. apríl. Stjórn Súdan, undir
forystu Swareddahab hershöfð-
ingja, synjaði bón Khadafys og
sagði sameiningarhjal ótímabært.
Gaafar Nimeiri, sem steypt var
í apríl, var fjandmaður Khadafys,
en nýju valdhafarnir hlutu viður-
kenningu Líbýu aðeins klukku-
stund eftir byltinguna. Hafa ríkin
tvö gert með sér samkomulag um
samstarf á sviði hermála.
þeir bættu ekki ráð sitt yrði við-
skiptabanni ekki aflétt.
Bandarískir kaupsýslumenn og
sovéskir embættismenn luku í dag
þriggja daga viðræðum í Moskvu
með því að hvetja til þess að ýms-
um hömlum í viðskiptum ríkjanna
yrði aflétt.
Vaknaði
líkhúsi
Nýjo DHU, 11. daember. AP.
MAÐUR nokkur, sem læknar
höfðu úrskurðað látinn, vaknaði
upp í líkhúsi um miðja nótt og
kvaddi menn sér til bjargar með
barsmíðum og hávaða.
Atvik þetta átti sér stað á
sunnudag i almenningssjúkra-
húsi í þorpinu Ghogte, sem er
um 150 km. norður af Bombay.
Þegar lögreglan braust inn á
heimili Kishan Buwaji Katore
og konu hans lágu þau bæði i
blóði sinu og svo virtist sem tvö
morð hefðu verið framin. Höfuð
eiginkonunnar hafði verið skorið
af og Katore skorinn á háls.
Bæði lögregla og læknar kváðu
upp dánarúrskurð yfir hjónunum
og var líkömum þeirra komið
fyrir í likgeymslu sjúkrahúss
staðarins. En Katore reyndist
enn vera á lifi og um miðja að-
faranótt mánudags tókst honum
að kalla á hjálp.
Lögreglumaður, sem heyrði
hávaða úr líkgeymslunni, kom
Katore til bjargar. Lögreglu-
þjónninn stirðnaði af skelfingu
þegar hann opnaði líkgeymsluna
og frammi fyrir honum stóð
Katore, blóði drifinn og skjálf-
andi á beinunum eftir vistina i
kaldri geymslunni.
Þegar í ljós kom að Katore var
á lífi gekkst hann undir uppskurð
og er hann nú talinn úr allri
hættu.
Norður-írland
RáÖherranefndin
hittist fyrsta sinni
Belfast, ll.desember. AP.
FJÓRIR lögreglumenn særðust i
sprengjuárás á lögreglustöð og 32
lögreglumenn meiddust í átökum,
sem brutust út vegna sögulegs fund-
ar ráðherra bresku og írsku ríkis-
stjórnarinnar, sem haldinn var í
Belfast í dag, í framhaldi af samningi
Breta og Ira um málefni Norður-
frlands. Reiðir mótmælendur höfðu
mótmæli í frammi til að láta í Ijós
andúð á samningnum.
Með fundinum tók samningurinn
formlega gildi. Fyrir ráðherra-
nefndinni fóru trlandsmálaráð-
herra brezku stjórnarinnar, Tom
King, og utanríkisráðherra trlands,
Peter Barry. Samningurinn veitir
írsku ríkisstjórninni formlega aðild
að úrlausn mála á Norður-Irlandi.
Verkamenn í skipasmiðastöð og
flugvélaverksmiðju í Belfast fóru í
verkfall og söfnuðust í kröfugöngu
til þess að mótmæla samningnum.
Fundur ráðherranna var haldinn í
Stormont kastalanum og þangað
hélt Ian Paisley, hinn öfgasinnaði
mótmælendapreláti ásamt 25 öör-
um til þess að afhenda skrifuð
mótmæli við samningnum. Eftir
orðahnippingar við lögreglu var
þeim hleypt í gegn til að afhenda
mótmæli sin.
AP/Sfmamynd
Gífurlegur öryggisvörður var viðhafður á Norður-írlandi í gær vegna fyrsta
fundar ráðherranefndar um málefni héraðsins. Umhverfis Stormontkastala
var reist margföld gaddavírsgirðing.-