Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 45 tiundan? um. Þessi aukning erlendra skulda unnar, að aðhaldssöm peninga- opinberra aðila nemur um 1,5% af áætlaðri þjóðarframleiðslu á næsta ári. í ljósi þeirra breytinga, sem nýlega hafa verið gerðar á frum- vörpunum, er hins vegar ekki víst, að þessi mikli greiðsluhalli, sem nemur um 8% af þjóðarfram- leiðslu, kyndi undir verðbólgunni á næsta ári. Þetta er vegna þess, að sá hluti opinberra útgjalda, sem er fólginn í afborgunum og vaxta- greiðslum af erlendum lánum og í endurgreiðslum til Seðlabankans vegna hallareksturs í ár og á fyrri árum, veltur ekki út í efnahagslífið hér heima og veldur því ekki verð- bólgu. Eins og frumvörpin standa nú, eru þessar greiðslur taldar verða rúmlega 10 milljarðar 1986, eða 1 milljarði meiri en greiðslu- hallinn. Þessa upphæð, 1 milljarð, munu opinberir aðilar því taka út úr efnahagslífinu umfram það, sem þeir veita inn í það með öðrum útgjöldum, ef frumvörpin tvö verða að lögum í núverandi mynd og lögunum verður fylgt. í þessu er að vísu fólginn aðhaldsvottur. 1 ljósi reynslunnar virðist þó nokkur ástæða til að halda, að frumvörpin eigi eftir að breytast enn í þenslu- átt í meðförum þingsins og út- gjöldin eigi auk þess eftir að fara fram úr fjárlögum, þegar öll kurl koma til grafar. Ef svo fer, mun fjármáiastefna ríkisstjórnarinnar stuðla að vaxandi verðbólgu á næsta ári — eins og hún hefur gert í ríkum mæli á þessu ári. Af þessum sökum er óvíst, hversu trúverðug aðhaldsáform ríkisstjórnarinnar í opinberum fjármálum munu sýnast í augum almennings. Peningamál Um stefnuna í peninga-, vaxta- og gengismálum gegnir öðru máli en fjármálastefnuna að því leyti, að yfirleitt hefur ekki tíðkazt, hvorki hér á landi né í nágranna- löndunum, að kunngera almenn- ingi peningastefnuna fyrirfram. Þýzkaland er þó athyglisverð undantekning frá þessari reglu. í því landi hafa stjórnvöld haft þann sið að birta almenningi peninga- stefnuna fyrirfram með svipuðum hætti og fjármálastefnuna í þeim tilgangi, að almenningur ætti auðvelt með að fylgjast með efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar og semja sig að henni með góðum fyrirvara. Þannig hefur þýzki seðlabankinn lýst því yfir með reglulegu millibili, að útlánum bankakerfisins og þar með vexti peningamagns verði haldið innan ákveðinna marka í samræmi við verðbólgumarkmið ríkisstjórnar- innar og að frá þessum mörkum verði ekki hvikað. Svo virðist, sem þýzku launþegasamtökin hafi tek- ið mark á þessum yfirlýsingum og stillt kaupkröfum í hóf eftir því, enda hefur ríkisstjórnin staðið við yfirlýsingar sínar. Einnig má segja, að seðlabankar Bandaríkjanna og Bretlands hafi beitt svipaðri aðferð á síðustu árum með tilætluðum árangri, enda þótt sveiflurnar í helztu peningastærðum hafi verið miklu meiri í þeim löndum en í Þýzka- landi. Reynsla þessara þriggja landa undanfarin ár sýnir ótví- rætt, að öflugt aðhald í peninga- málum getur verið árangursrík aðferð til að draga úr verðbólgu eða halda henni í skefjum. Hitt virðist líka ótvírætt í ljósi reynsl- stefna hefur líka að sínu leyti átt nokkurn þátt í auknu atvinnuleysi í þessum löndum, þótt atvinnuleys- isaukningin hafi reynzt misjafn- lega mikil og langvinn eftir að- stæðum. Því er eðlilegt, að menn spyrji: Er líklegt, að öflugt aðhald í peningamálum hér á landi í þvi skyni að stöðva verðbólguna hafi atvinnuleysi í för með sér? Um þetta er erfitt að fullyrða með vissu, þar eð á þetta hefur aldrei reynt. Mér virðist þó ljóst, að það hefði verið hægt að hafa miklu betra taumhald á verðbólg- unni hér á landi á undanförnum árum með því að halda fastar um peningaprentun og gengisskrán- ingu en gert hefur verið. Hæfileg festa í þessum efnum hefði ekki þurft að koma niður á atvinnu- ástandinu, enda hefur verið mjög mikil þensla á vinnumarkaði öll árin. Mér virðist með öðrum orðum mjög ólíklegt, að öll þessi verð- bólga hafi verið nauðsynleg til að tryggja fulla atvinnu. Ríkisbankakerfíð í þessu samhengi er líka nauð- synlegt að hafa hugfast, að banka- kerfið, sem við búum við, er ein- stakt í okkar heimshluta að því leyti, að allir stærstu viðskipta- bankarnir eru ríkisbankar. Aug- ljóst er, að í slíku bankakerfi hljóta stjórnmálahagsmunir oft að yfir- gnæfa venjuleg viðskipta- og hag- kvæmnissjónarmið við ákvörðun útlána. Hætt er við, að óarðbær útlán bankakerfisins verði fyrir- ferðarmeiri við þessar kringum- stæður en þau mundu vera, ef hér væru öflugri einkabankar með sanngjarnar arðsemiskröfur að leiðarljósi. Auk þess er hætt við, að ríkisbankar sjái sér hag í því að ívilna einstökum atvinnugrein- um eða byggðarlögum með því að þenja útlán umfram það, sem einkabankar teldu æskilegt. Þann- ig sýnist mér, að sjálft ríkisbanka- kerfið hljóti að standa skynsam- legri stjórn peningamála fyrir þrifum. Reynslan virðist staðfesta þessa skoðun. Verðbólgan, erlendu skuldirnar og ofveiðin hafa verið vondar viðureignar á undanförn- um árum meðal annars vegna þess, að mörg fyrirtæki hafa ekki verið beitt þeim arðsemisaga, sem vænta má, að einkabankar mundu beita. Ástæðan er ekki sú, að einkabankar hljóti að vera betur reknir en ríkisbankar, enda er ekkert algilt lögmál til um það efni, heldur er vandinn sá, að þeir stjórnmálahagsmunir, sem ríkis- bankarnir lúta, stangast iðulega á við markmið ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Við slíkar að- stæður getur reynzt erfitt fyrir seðlabanka að veita viðskipta- bönkum öflugt aðhald um útlána- stefnuna. Vaxtastefnan Þótt ekki hafi tekizt mjög vel á undanförnum árum að hemja út- lán bankakerfisins og peninga- þensluna af þeim völdum og fátt bendi til, að breyting sé í vændum í þeim efnum, hefur umtalsverður árangur náðst í vaxtamálum að mínum dómi. Með því að tryggja jákvæða raunvexti af mörgum tegundum sparifjár hefur tekizt, eins og til var ætlazt, að rífa inn- lendan sparnað upp úr þeim öldu- dal, sem hann lenti í á sl. áratug, þegar raunvextir voru mjög nei- kvæðir. Þessi innlenda sparnaðar- aukning ætti smám saman að draga úr verðbólgu og þörfinni fyrir erlent lánsfé og glæða hag- vöxt á ný. Að vísu eru raunvextir af mörg- um fjármagnsskuldbindingum óvenjulega háir um þessar mundir — og trúlega allmiklu hærri en svarar til varanlegs jafnvægis á peningamarkaðnum. Til þessa virðast liggja tvær meginástæður. f fyrsta lagi eru raunvextir óvenjulega háir á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum yfirleitt eins og kunnugt er. Hallinn á ríkis- búskapnum í Bandaríkjunum und- anfarin ár virðist hafa átt drjúgan þátt í að knýja vexti þar langt upp fyrir verðbólgustigið. Þessi raun- vaxtahækkun í Bandaríkjunum hefur laðað erlent fjármagn þang- að víðs vegar að. í viðkomandi löndum hefur dregið úr innlendu lánsfjárframboði að sama skapi, svo að raunvextir hafa hækkað þar líka. Það er alla jafna erfitt fyrir einstök lönd að halda eigin raun- vöxtum langt fyrir neðan heims- markaðsraunvexti til lengdar, nema strangar hömlur séu lagðar á fjármagnshreyfingar milli landa, því að annars flýr fjármagn til útlanda, þar sem ávöxtunarskil- yrði eru betri. í öðru lagi virðist hækkun raun- vaxta undanfarin ár, bæði hér heima og erlendis, hafa dregið minna úr eftirspurn eftir lánsfé en ætla má, að gerist, þegar frá líður. Ástæðan virðist vera sú, að margir lántakendur hafa ekki enn áttað sig til fulls á því, hversu mikið raunverulegur fjármagns- kostnaður hefur hækkað. Þeir virðast hafa ruglazt á raunvöxtum og nafnvöxtum. Þegar lánsfjáreft- irspurnin dregst saman enn frek- ar, má gera ráð fyrir, að raun- vextir lækki eitthvað á alþjóðapen- ingamörkuðum, en verði þó háir áfram að öðru óbreyttu. Þróun vaxta á alþjóðlegum pen- ingamörkuðum á næsta ári mun ráðast að miklu leyti af fjármála- stefnu Bandaríkjastjórnar. Ef hallabúskapurinn heldur áfram eins og margt bendir til og banda- ríski seðlabankinn losar ekki um böndin í peningamálum, má gera ráð fyrir háum raunvöxtum áfram og háu gengi dollarans. En ef Bandaríkjastjórn gerir ráðstafan- ir til að draga verulega úr fjárlaga- hallanum, geta vextir lækkað skyndilega oggengi dollarans með. Vandi húsbyggjenda Þróunin í vaxtamálum hér heima á næsta ári hlýtur að taka mið af heimsþróuninni. Þó virðist hugsanlegt, að sérstakar aðstæður verði til þess, að vaxtastefnan verði endurskoðuð, einkum með tilliti til þess vanda húsbyggjenda, sem nú er mikill á mörgum heimil- um. Vandi margra húsbyggjenda er óvenjulega mikill og bráður nú, en ekki vegna þess fyrst og fremst, að raunvextir eru háir. Sannleikurinn er sá, að raun- vextir af lánum húsbyggjenda að greiddum sköttum eru yfirleitt mjög neikvæðir, eða um -10% í mörgum tilvikum. Ástæðan er sú, að vextir og greiddar verðbætur vegna húsbygginga og íbúðakaupa eru frádráttarbær frá tekjuskatti eins og kunnugt er. Húsnæðislán eru því meðal hagkvæmustu lána, sem völ er á nú, þrátt fyrir allt. En hitt er líka rétt, að kauplag hefur hækkað miklu minna en verðlag á undanförnum árum, svo að skuldabyrði húsbyggjenda og annarra hefur þyngzt mjög eftir því. Vanda húsbyggjenda er því að mínum dómi betur lýst með því að segja, að kaupið sé of lágt, heldur en með því að segja, að vextirnir séu of háir. Kaupsamningar og vísitölubinding Einna mest óvissa leikur um þróun kauplags á næsta ári. Til dæmis er óvíst, hvort verkalýðs- hreyfingin mun setja fram að nýju kröfur um fulla vísitölubindingu launa í samningum við vinnuveit- endur eftir áramót og hvort slíkum kröfum verður fylgt eftir af fullum þunga, ef þær verða settar fram. í þessu sambandi verður að hafa hugfast, að sá skaði, sem vísitölu- binding hefur valdið í íslenzku efnahagslífi gegnum tíðina að margra dómi, er ekki að öllu leyti fólginn í vísitölubindingunni sjálfri, heldur einnig í framkvæmd hennar. Tvennt skiptir meginmáli hér að mínum dómi. í fyrsta lagi hefur þess ekki verið nógu vandlega gætt við gerð kjarasamninga hingað til, að sá kaupmáttur, sem átti að verð- tryggja, samrýmdist greiðslugetu fyrirtækjanna. Þegar samið er um kaupgreiðslur, sem fyrirtækin ráða við, getur vísitölubinding gert gagn með því að draga úr óvissu á vinnumarkaði og halda aftur af nýjum kaupkröfum. En þegar samið er um kaup, sem fyrirtækin hafa ekki bolmagn til að greiða, og slíkir samningar eru vísitölu- tryggðir í þokkabót eins og gerðist til dæmis 1977, þá er voðinn vís. Þá eiga fyrirtækin enga útgöngu- leið aðra en að veita kauphækkun- um beint út í verðlagið að öðru óbreyttu, svo að kaup hækkar þá aftur, og þannig koll af kolli. Hitt atriðið varðar vísitöluna sjálfa. Hlutverk skynsamlegrar og skaðlausrar vístölubindingar launa á að vera að tryggja, að kauplag breytist í samræmi við greiðslugetu atvinnuveganna, en ekki að tryggja, að kauplag fylgi framfærslukostnaði heimilanna. Á þessu tvennu er reginmunur. Síð- ari aðferðin — sú, sem hefur alltaf verið valin hér — er alvarlega gölluð, því að hún felur í sér, að t.d. kaffiuppskerubrestur í Brasil- íu veldur kauphækkun á íslandi, af því að innflutt kaffi hækkar í verði. Slíkri kostnaðarhækkun hljóta íslenzk fyrirtæki að reyna að veita beint út í verðlagið, því að hún á sér enga stoð í aukinni framleiðni. Fyrri aðferðin — sú að láta kauplag breytast sjálfkrafa í samræmi við greiðslugetu fyrir- tækjanna — er að miklu leyti laus við þennan alvarlega galla. Það er enginn vandi að finna nothæfa vísitölu í þessu skyni, t.d. verðvísi- tölu innlendrar framleiðslu, sem lesa má beint út úr vísitölu fram- færslukostnaðar og vísitölu inn- flutningsverðlags, sem eru báðar til. Niðurlag Þess vegna er afar brýnt að mínum dómi, að ef vísitölubinding launa verður fyrir valinu í kjara- samningunum á næsta ári, þá verði vandlega gætt að hvoru tveggja: ★ að kaupmátturinn, sem tryggja á með vísitölubindingunni, sé fyrirtækjunum ekki ofviða, því að annars blasir vaxandi verðbólga við eins og áður eða þá atvinnu- brestur; og ★ að vísitalan, sem kauplag verður bundið við, verði verðvísi- tala innlendrar framleiðslu eða einhver önnur innlend greiðslu- getuvísitala af því tagi í stað fram- færslukostnaðarvísitölunnar, sem hingað til hefur verið notuð með illum afleiðingum. Höfundur er prófessor í þjóóhag- fræói rið Háskóla ísiands. Greinin er efnislega samhljóða erindi, sem flutt rar á Spástefnu Stjórnunarfé- lags fslands 5. desember 1985. Kaup SH á fyrirtækinu Brekkes í Hull: Hluti af stöðugum vexti Icelandic Freezing Plants KAUP Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna á norsk-brezka flsksölu- fyrirtækinu Brekkes í Hull hafa vakið talsvert umtal á Humber- svæðinu. Hull Daily Mail og Grimsby Evening Telegraph, stærstu blöðin á svæðinu, segja bæði frá kaupunum. Hið síðar- nefnda segir í fyrirsögn, að með þessu sé Brekkes og Humber- svæðið aftur komið á „fískikort- ið“. Bæði blöðin hafa eftir Ingólfí Skúlasyni, aðstoðarforstjóra Ice- landic Freezing Plants, dótturfyr- irtækis SH í Grimsby, að kaupin séu angi af stöðugum vexti fyrir- tækisins í Bretlandi og muni verða til þess, að veita meira af físki inn á markaðssvæðið við Humber-fljót. Ólafur Guðmundsson, forstjóri Icelandic Freezing Plants, sagði í samtali við Morgunblaðið, að kaupin á Brekkes hefðu marg- þætta þýðingu fyrir fyrirtækið. Með þeim bættist fyrirtækinu hópur reyndra sölumanna, sem auðvelda ætti sölu afurða. Fyrir- tækið færðist nær viðskiptavin- um sínum og ætti betur að geta uppfyllt kröfur þeirra en áður. Þá hefði Brekkes alla tíð verið í sölu á ferskum fiski. Héldu slík viðskipti áfram að þróast eins og að undanförnu, gæti Icelandic Freezing Plant orðið liðtækt fyrir þau frystihús, sem vildu notfæra sér sölu á ferskum fiski. Aftur á móti væri fyrirtækið fyrst og fremst að vinna fyrir frystihúsin, en væri ekki fersk- fisksali. Þá væri það einnig með í dæminu, að vantaði hráefni til vinnslu í verksmiðjunni og það væri ekki fáanlegt frá íslandi, væri möguleiki á því, að afla þess í gegnum viðskiptatengsl Brekkes. Ólafur sagði, að það væri því miður raunin, að ekki fengizt nægur fiskur að heiman, þrátt fyrir hagstæða gengisþróun punds gagnvart krónunni. Um þessar mundir væri nánast engin framleiðsla á þorski fyrir Bret- land, meðal annars vegna þess hve kvótinn væri rýr. Þetta hefði dregið geipilega úr möguleikum fyrirtækisins, til dæmis á sölu flaka. Það fengist varla brot af því, sem hægt væri að selja. Hins vegar væri rekstrinum komið svo, að byrjunarörðugleikar væru yfirstignir og ekki yrði um tap á rekstrinum að ræða á þessu ári. Vélvæðing væri langt komin og hjá fyrirtækinu væri nú starf- andi verulegur hópur fólks með góða starfsþjálfun. Allt stæði þó og félli með því að nægilegt hrá- eíni fengist að heiman. Á þessu ári væri áætluð sala fyrirtækisins um 20 milljónir punda, rúmir 1,2 milljarðar króna. Aukningin í sölu flaka væri 30 til 35% og 60 til 70% í sölu verksmiðjuframleiddrar vöru. VArl t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.