Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 57 Borgar- skipulag Rvíkur í nýtt húsnæði í FYRRADAG fluttist Borgarskipu- lag Reykjavíkur úr Þverholti 15 í nýtt húsnæði að Borgartúni 3. Borg- arskipulagið, áður Þróunarstofnun Reykjavíkur, var sett á stofn árið 1972 með það raegin verkefni að endurskoða aðalskipulag Reykjavík- ur 1962—1983. Þróunarstofnunin og Skipulagsdeild borgarverkfræð- ings voru síðar sameinaðar árið 1980 í Borgarskipulag Reykjavíkur. Við sameininguna komust skipu- lagsmál borgarinnar undir stjórn einnar stofnunar, sem varð sjálf- stæðari og með víðtækara verksvið en fyrri stofnanir. Borgarskipulag er undir yfir- stjórn skipulagsnefndar Reykja- víkur, sem er pólitískt kjörin nefnd. Skipulagsnefnd er stefnu- markandi og ráðgefandi fyrir borgarráð og borgarstjórn svo og aðrar borgarstofnanir varðandi skipulagsmál Reykjavíkur. í Borgarskipulagi er nú unnið að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík. Hlutverk aðalskipulags er að sýna meginatriði í þróun byggðar, landnotkunar og umferð- arkerfis næstu tvo áratugina í Reykjavík. Frumtillögur Borgar- skipulags að aðalskipulagi verða kynntar borgarfulltrúum fljótlega eftir áramótin og borgarbúum á sérstökum hverfafundum næsta vor. í ágúst á næsta ári verður aðal- skipulagið kynnt á skipulagssýn- ingu í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar. í tillögum Borgar- skipulags að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík er m.a. lögð mikil áhersla á endurlífgun eldri borgar- hverfa og uppbyggingu nýrra íbúð- arreita innan núverandi byggða- marka án þess þó að gengið sé á græn svæði í borginni; auk nýrra íbúðahverfa við norð-austurmörk núverandi byggðar. Eitt af þeim nýmælum sem tengjast þessu nýja aðalskipulagi er gerð hverfaskipulags. Núver- andi byggð í Reykjavík verður skipt í átta hverfi, þar sem nánar er gert grein fyrir líklegri þróun byggðar í hverju hverfi á skipu- lagstímabilinu. Annað nýmæli í gerð nýs aðal- skipulags fyrir Reykjavík er að nú er lagt til að það verði tekið til endurskoðunar eftir hverjar borg- arstjórnarkosningar, annað hvort skipulagið í heild eða einstakir þættir þess. Slík vinnubrögð munu tryggja að skipulagið verði betur í takt við raunverulega byggðaþró- un á hverjum tíma og um leið verður aðalskipulagið raunhæfara stjórntæki. Auk nýs aðalskipulags er undir stjórn Borgarskipulags unnið að fjölda skipulagsverkefna víða um borgina. Nefna má' deiliskipulag Kvosarinnar sem nú er til sýnis í Byggingarþjónustunni Hallveigar- stig 1, auk deiliskipulags af Skúla- götusvæði, Háskólasvæði, Laugar- dal og Reykjavíkurflugvelli. Enn- fremur má nefna frumtillögu að nýju skógræktarsvæði í Hólms- heiði ofan Rauðavatns. í Borgarskipulagi Reykjavíkur starfa nú 17 manns, m.a. arkitekt- ar, landfræðingar og skipulags- fræðingur. Forstöðumaður er Þor- valdur S. Þorvaldsson arkitekt. Nýja húsnæðið verður opnað kl. 8.20 í dag og verður símanúmerið áfram hið sama, 26102. (FrétUtilkynning.) Konsaik Lík ungrar stúlku er flutt af skurðstofu sjúkrahússins um miðja nótt. Enginn veit hver fylgdi henni á sjúkrahúsið né hverjir ættingjar hennar eru. Þessa nótt hefst harmleikur sem hefur örlagaríkar afleiðingar á sjúkrahúsinu. Erika Werner er ungur læknir sem stendur í ástarsambandi við Bornholm yfirlækni, aðalskurð- lækni sjúkrahússins. Henni er ekki Ijóst að hann notar hana á miskunnarlausan hátt til að hyljayfirglæp. Áður hafa komið út eftir Heinz G. Konsalik á íslensku bækurnar Hjartalæknir mafíunnar, Eyði- merkurlæknirinn og Hákarlar um borð og hefur hann þegar tryggt sess sinn á íslenskum markaði. DAVID MORRELL „Ó guð minn góður!“ sagði konan. „Það eru fleiri grafir sem ekki finnast." Allt byrjaði þetta í heimsstyrjöldinni síðari og endaði þrjátíu og sjö árum síðar á skelfi- legan hátt. Pétur Houston kemur til Frakk- lands til að efna gamalt heit um að heim- sækja leiði föður síns sem dáið hafði í stríðinu. En yfirvöld tjá honum að leiðið finnist ekki og franskur vinur föður hans sem lofað hafði að annast gröfina hafði horfið á dularfullan hátt árið 1944. Eini maðurinn sem veit leyndarmál hans er gamall og lasburða prestur sem er þögull eins og gröfin. Höfundur bókarinnar, David Morrell, nýtur mikilla vinsælda og bækur hans seljast í stórum upplögum um alian heim. Eftirfyrstu bók hans, í greipum dauðans, var gerð samnefnd kvikmynd (First Blood), og söguhetjan Rambo varð síðar tilefni annarrar geysivinsællar myndar. ''?»888kr. ÞÚ-+SOFNAR SEINTUNtÞESSrJOL IÐUNN OCTAVO/SiA 23 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.