Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESKMBER1985 Töpum hluta af ið- gjaldaskuld Hafskips — segir Gísli Lárusson forstjóri Reykvískrar endurtryggingar REYKVÍSK endurtrygging hf. var með fjóra tryggingaflokka af yfir þrjátíu hjá Hafskip, meðal annars tryggingar skipa félagsins. „Við buðum í þessar tryggingar og fleiri og fengum þær aðeins vegna þess að við gátum boðið lægri iðgjöld en aðrir,“ sagði Gísli Lárusson forstjóri Reykvískrar endurtryggingar í gær. Hann sagði að Reykvísk myndi tapa hluta af iðgjaldaskuld Hafskips þrátt fyrir að óuppgerð tjón þess væru hærri. Gísli vísaði á bug ásökunum um óeðlileg viðskipti á milli fyrirtækj- anna, sagði hægt að sýna fram á að Hafskip hefði sparað hundruð þúsunda dollara á þeim. Starfsemi tryggingafélaga væri undir mjög ströngu eftirliti og hefði Trygg- ingaeftirlitið engar athugasemdir gert við þessi mál. Hann sagði einnig að Ragnar Kjartansson og Björgólfur Guðmundsson hefðu ekki tekið neinn þátt í daglegum rekstri Reykvískrar og ásakanir á þá vegna þessara viðskipta væru ómaklegar. Reykvísk hefði verið í mikilli sókn undanfarin ár og væri verið að sverta álit fyrirtækisins með þessum ásökunum, án þess að nokkuð væri hægt að gera. Gísli sagði að síðastliðin tvö ár Þrotabú Hafskips: Eimskip framlengdi frest skiptaráðanda hefðu hinir erlendu endurtryggj- endur gert kröfu um að tryggingar Hafskips væru greiddar fyrirfram í síðasta lagi 10 dögum frá byrjun hvers ársfjórðungs, annars féllu þær úr gildi. Reykvísk hefði lagt út fyrir iðgjöldunum en gert kröfu um að Hafskip lyki við að greiða þau fyrir lok vátryggingartíma- bilsins, annars endurnýjaðist tryggingin ekki. Þetta hefði í meginatriðum gengið, en nú þegar upp væri staðið skuldaði Hafskip þó iðgjöld að upphæð 102 þúsund dollara og skipin enn í tryggingu fyrir þrotabúið. Á móti þessu ætti Hafskip óuppgerð tjón, sem hann áætlaði að væru 200-250 þúsund dollarar. Ákveðnar reglur væru um skuldajöfnun tjóna og iðgjalda, og yrði hún gerð í samráði við skiptaráðanda. Takmarkanir á skuldajöfnun yrðu til þess að Reykvísk endurtrygging tapaði hluta af iðgjöldunum, þó Hafskip kæmi til með að eiga inni hjá fyrirtækinu þegar tjónin væru uppgerð. EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur fram lengt um tvo daga frcst skiptaráð- anda til að taka tilboði í eignir Hafskips, en tilboðið átti að gilda þar til í gær. Markús Sigurbjörnsson skiptaráðandi þrotabús Hafskips sagði að verið væri að ganga frá ýmsum smáatriðum samningsaðila, sem þyrfi að koma á hreint áður en endaníega væri gengið frá samningn- um. Sagði Markús að ekki hefðu borist önnur tilboð í eignir þrotabús- Tilboð Eimskips, sem byggt er á samkomulagi við Útvegsbankann, hljóðar upp á tæpar 400 milljónir kr. eins og fram hefur komið. Aðaleignin er fjögur skip þrota- búsins, Skaftá, Rangá, Selá og Hofsá. Auk þess er rætt um að Eimskip kaupi geymsluaðstöðu Hafskips við Njarðargötu („gamla tívolíið"), réttindi Hafskips í Aust- urhöfn (m.a. leiga á Faxaskála og A-skála), 553 gáma, 40 lyftara og 1 sóp, 10 bifreiðar (vörubílar, sendibílar og fólksbíll), 13 dráttar- vagna, 12 vagna (svokallaðir Ro/ ro-trailerar), ýmsa lausafjármuni á bifreiðaverkstæði og skipaverk- stæði, lestunar- og losunarbúnað, skrifstofuáhöld og -búnað og hlutabréf í öðrum félögum. Goðafoss lestaður Reykjavíkurhöfn. á athafnasvæði Hafskips Skrifstofustjóri Flugleiða í Frankfurt um People Express: Flugið til Bríissel hefur haft lítil áhrif * Agreiningur um reikning tafði Eldvíkina í Hull FLUTNINGASKIPIÐ Eldvík tafðist í Hull í Englandi í gær vegna ágrein- ings um reikning að upphæð um 1,2 milljónir króna. Trygging var sett fyrir greiðslu og skipið jafnframt leyst úr farbanni. Skipafélagið Víkur er eigandi Eldvíkur og sagði Finnbogi Kjeld, forstjóri skipafélagsins í samtali við Morgunblaðið, að hér væri um að ræða reikning frá skipamiðlara, sem hefði verið I vinnu hjá félaginu. Hann teldi umboðsmanninn ekki hafa staðið sig sem skyldi og hefði honum verið sagt upp viðskiptunum við félagið. Reikningur þessi orkaði mjög tvímælis og virtist sem maður- inn væri að leita hefnda vegna uppsagnarinnar með því að fá skipið kyrrrsett. Til að losa skipið hefði verið sett trygging fyrir greiðslu og unnið væri að frekari lausn þessa leiðinda máls. Aðspurður sagði Finnbogi, að staða skipaféiagsins væri erfið eins og hjá nánast öllum öðrum skipafé- lögum um þessar mundir. Hins vegar væri Skipafélagið Víkur alls ekki á sömu leið og Hafskip. „Hingað til hefur flug bandaríska flugfélagsins People Express til Brussel ekki haft teljandi áhrif á sölu Flugleiða frá Evrópu. I»eir hafa ekki það sölukerfi sem þarf til að ná tökum á markaðinum og ferðaskrif- stofur hafa ekki verið spenntar fyrir að selja ferðir þeirra. Fram til þessa hafa það nær eingöngu verið Banda- ríkjamenn sem fljúga með þeim. En þess ber að gæta að ástandið hérna megin hafsins er allt annað en í Bandaríkjunum þar sem People Ex- press er bæði stórt og þekkt félag. Þar er þetta veruleg ógnun,“ sagði Davíð Vilhelmsson, skrifstofustjóri Flugleiða í Frankfurt í Þýskalandi. í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var haft eftir Sigurði Helgasyni, forstjóra Flugleiða, að beint flug Pepole Express frá New York til Brussel hafi haft þau áhrif að fækka farþegum á flugleið Flugleiða frá New York til Lúxemborgar um 20%. People Express hefur jafnframt fengið leyfi frá bandarískum yfir- völdum til að fljúga til fimm ann- arra staða í Evrópu auk Brussel og London, þar á meðal Lúxemborgar, Zúrich í Sviss og Frankfurt í Þýska- landi. Sigurður Helgason sagði í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag- inn að það gæti haft mjög aivarlegar afleiðingar í för með sér fyrir Flug- leiðir ef People Express hæfi flug til Lúxemborgar. Carlo Mathias, flugmálastjóri í Lúxemborg, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að engin beiðni hefði borist frá People Express til yfirvalda í Lúxemborg þess efnis að fá að hefja áætlunarflug þangað. Hann sagðist ennfremur hafa heyrt það nýlega að bandaríska flugfélag- ið hefði ekki áhuga á flugi til Lúx- emborg ar sem stæði. „Þeir vilja sjá hvað kemur út úr Brussel-flug- inu fyrst," sagði Mathias, „en ef til þess kæmi að þeir sæktu um, yrði erfitt fyrir okkur að neita þeim um slíkt leyfi, ekki síst vegna þess að Cargolux hefur góða samninga Samkomulag allra náðist um skiptingu fjár og lánareglur — segir Halldór Blöndal um tillögur húsnæöisnefndar sem ríkisstjómin hefur samþykkt að framkvæma varðandi flug til Bandaríkjanna," sagði hann. Davíð Vilhelmsson taldi eins og Mathias að People Express hefði ekki mikinn áhuga á flugi til Lúx- emborg ar: „Persónulega hef ég ekki trú á því að People Express ætli sér að fljúga áætlunarflug til Lúxem- borgar. Ég held að þeir hafi ein- faldlega sótt um sem víðast í Evrópu til að tryggja sér a.m.k. einhverja staði, og þá Lúxemborg sem nokkurs konar varaskeifu ef annað brygðist. Ég er viss um að þeir hafa meiri áhuga á Frankfurt og Zúrich. En þótt þeir fengju leyfi til að fljúga til þessara borga er nokkuð víst að þau lágu fargjöld sem gilda á Bruss- el giltu ekki þar. Þýsk og svissnesk yfirvöld myndu aldrei taka það í mál vegna innlendra flugfélaga þar. Þessi lönd hafa aðra milliríkja- samninga varðandi flugsamgöngur en Holland, Belgía og Lúxemborg, sem leyfa nánast frjálsa verðlagn- ingu. Reglurnar eru mjög strangar í Sviss, þar geta yfirvöld haft bein áhrif á fargjöldin bæði til og frá landinu. Þjóðverjar eru ekki eins strangir, þeir skipta sér ekki af fargjöldum til landsins, en hafa fyllilega hönd í bagga með fargjöld- um út úr landinu,“ sagði Davíð Vilhelmsson. Davið benti a að mörg önnur bandarísk flugfélög hefðu reynt flug til Brussel, en gefist upp, þar á meðal Capitol, Metro og Air Florida. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að framkvæma í aðalatriðum tillögur milliþinganefndar um greiðsluvanda íbúðaeigenda. Nefndin skilaði hug- myndum um lausn til bráðabirgða en mun síðar skila tillögum um framtíð- arskipan húsnæðismála og nýtt hús- næöisiánakerfi. Geri er ráö fyrir aö fé til útlána hjá Byggingarsjóði ríkis- ins verði aukið um 355 milljónir kr. frá því sem ráð er fyrir gert í fyrir- liggjandi frumvörpum til fjárlaga og lánsfjárlaga, þ.e. 2.405 milljónir í stað 2.050 milljónir kr. Halldór Blöndal alþingismaður, sem situr í nefndinni, sagði um tillögurnar: „í mínum huga skiptir það mestu máli að í nefndinni náð- ist samkomulag um skiptingu þess fjár sem við höfum úr að spila til þessara mála og lánareglur. Áhersluatriðin eru þau sömu hjá öllum þessum flokkum". í tillögunum er lagt til að Bygg- ingarsjóður veiti 200 milljónum kr. á næsta ári til að létta greiðslubyrði íbúðareigenda vegna skammtíma- iána ög aö ríkisstjórnin geri nauö- synlegar ráðstafanir til að bankar og sparisjóðir veiti einnig þeim húseigendum sem hafa þunga greiðslubyrði skuld breytingu og lengingu lána. Halldór Blöndal sagði að þetta væri hugsað þannig að skuldbreytingin færi öll í gegn um banka og sparisjóði, ekki ráð- gjafarstofnun í Húsnæðisstofnun. Skuldbreytingarlánin yrðu til 10 ára. en bankarnir gætu endurselt Byggingarsjóði hlutabréfanna, þannig að sjóðurinn keypti skulda- bréf með síðustu greiðslunum og þyrftu bankarnir því ekki að binda fé sitt til eins langs tíma. Þetta sagði hann að ætti að geta greitt mjög fyrir skuldbreytingunni og leysa vandamál þeirra sem á annað borð hefðu möguleika á að rma undir skuldbindingum sínum. Nefndin lagði til að lagfæringar verði gerðar á ákvæðum skattalaga um vaxtafrádrátt þannig að réttur skattgreiðenda verði ótvíræður, og í sumum tilvikum aukinn. Þau at- riði sem nefndin nefnir í þessu sambandi eru: Skuldbreyting lána rýri ekki rétt til vaxtafrádráttar. Vextir og verðbætur af sjálfskuld- arábyrgðum til húsnæðismála njóti sama réttar og veðlán. Frádráttar- tímabil vaxta af skammtímalánum lengist úr 3 og 6 árum í 4 og 7 ár vegna tekjuársins 1985. Ákvæði um lántökukostnað og frádráttarbærni vaxta verði gerð ótvíræð. Hámark verðtryggingar- og vaxtafrádráttar verði endurskoðað til hækkunar. Þá var nefndin sammála um að lögð verði sérstök áhersla á lán- veitingar til þeirra sem eru að kaupá/'byggja í íyrsta skipti. Lán til þeirra verði greidd út örar en til annarra og þau hækkuð í áföng- um þannig að þau verði orðin 40% af verði staðalíbúðar undir iok næsta árs. I þessu sambandi verði sá háttur tekinn upp að húsbyggj- endum verði gert skylt að leggja inn í Húsnæðismálastofnun nauðsyn- legar upplýsingar um byggingar- framkvæmdir áður en þær hefjast. Síðan mun Húsnæðisstofnun ákveða hvernig tilhögun og út- borgun lánsins verði háttað og til- kynna umsækjanda það bréflega. Margir árekstrar MIKIÐ var um árekstra í hálkunni í Reykjavík í gær. Fram til klukkan hálffimm höfðu orðið 30 árekor r*r í höfuðborginni. Á þriðjudag urðu 43 árekstrar í Reykjavík. Um klukkan níu í gærmorgun varð þrítugur maður fyrir bifreið á Kringlumýrarbraut, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Á sama tíma varð hörkuárekstur á gatnamótum Höfðabakka og Vest- urlandsvegar. Þar skullu saman jeppi og Chevrolet fólksbifreið, sem kastaðist á tvær bifreiðar norðan gatnamótanna. Meiðsli fólksins reyndust ekki alvarleg, en fólksbifreiðin er mikið skemmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.