Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra: „I>að brýtur mig enginn“ Ríkiö og atvinnulífið Það var að mörgu leyti gaman að hlusta á nýkjörinn formann Bandalags jafnaðarmanna gefa mönnum góð ráð um það, hvernig á að reka fyrirtæki og hvernig á ekki að reka fyrirtæki og enda sína ræðu með því að tala með lítils- virðingu um fyrirgreiðslureddara. Ég er einn af þessum fyrirgreiðslu- reddurum, hef alltaf verið það og verð það. Gaf kost á mér í stjórn- mál, fyrst í sveitarstjórnarmál, til þess að geta orðið þessu fólki, sem ég hefi búið með og lifað með, fá- tæka fólkinu í Reykjavík og annars staðar, eins mikla hjálp og aðstoð eins og ég mögulega gat í gegnum það opinbera. En hann endaði ræðu sína með því að segja: Verið allir eins og ég, ekki eins og allir hinir og alls ekki eins og þessi kjáni, sem hjálpaði fátæku kon- unni í kaffivagni. En verið eins og ég, takið ekki á ykkur neina ábyrgð, í guðanna bænum vinnið ekkert sjálfstætt, það getur verið stórhættulegt. Komið heldur og vinnið hjá því opinbera, t.d. hjá Háskóla íslands, eins og ég, þar sem við getum farið fram úr áætl- unum í peningamálum, ríkið borg- ar. Það verður að koma aukafjár- veiting hvernig sem við högum okkur, við þurfum ekkert að vera ábyrgir fyrir neinu. Guðmundur Einarsson segir að stjórnmálamönnum sé ekki treyst- andi, til að reka banka. Það geti ekki farið saman að alþingismað- ur, formaður Hafskips og formað- ur bankaráðs séu einn og sami maðurinn. Ég þurfti að svara spurningum hans í sjónvarpinu nýlega. Þar sagði hann: Menn mega ekki hafa neinna hagsmuna að gæta, ef þeir eiga að vera í bönkum. Ég get rakið í dag og aftur í tímann athafnamenn sem ein- mitt hafa verið beðnir um að reka ríkisfyrirtæki og þá sérstaklega peningastofnanir. Það er engum betur treystandi til þess að gera það en mönnum, sem hafa þá reynslu sem til þarf úr viðskipta- lífinu. Énda kæmi það mér ekki á óvart þó að þessir ágætu menn, sem hér hafa talað, og aldrei viljað taka neina áhættu sjálfir í rekstri, þrátt fyrir allan þann mikla tíma sem þeir hafa lagt í að læra að bjarga sér sjálfir; þá gera þeir það nú ekki. Ég held þeir gætu það ekki. Ég held þeir kæmust ekkert áfram á hinum almenna vinnu- markaði. Ég held að það sé alveg augljóst, og rétt, sem hefur komið fram, að þegar menn eru komnir í þetta langa háskólanám, þá yfir- leitt búa þeir sig undir opinber störf. En er það virkilega sann- færing hans, að athafnamönnum sé ekki treystandi til þess að koma nálægt peningastofnunum eða fyrirtækjum eða opinberum stofn- unum almennt. Við tökum við þessu hérna nokkrir sem eru hérna inni og ekki eldri en við erum. Við tökum þátt i að stofna fyrstu einkabank- ana hérna. Að vísu var íslands- banki einkabanki á sínum tíma. Það er nú ekki lengra síðan. Ég held að Hafskip sé eldra heldur en elsti einkabanki, sem nú er starfandi. Það munar ekki miklu á aldri. Hvert eiga menn að fara? Það er ekkert annað en ríkisforsjá, það er ekki hægt að hafa reikning annars staðar. Hafskipsmál aldrei fyrir bankaráÖ Það er eitt sem ég vil að menn skilji. Það er rangt hjá Guðmundi Einarssyni að ekki séu lög sem banni bankaráðsmönnum að taka ákvörðun um útlán í peningamál- um stofnananna. Því er öfugt farið. Það eru mikil og skýr skil með lögum um bankana, hvert hlutverk bankaráðsmanna er og hvert hlut- verk bankastjóranna er. Bandalag- ið er ekki að finna upp hjólið í dag, ekki heldur eldinn. Þetta er búið að vera í lögum um banka svo lengi sem þeir hafa verið reknir. Það er ekki hægt fyrir bankaráð að taka ákvörðun um útlán. Það er ekki hægt. Það er ekki hægt fyrir bankaráð að taka neinar ákvarðanir um rekstur bankans i peningamálum nema bankastjórn- in sjálf leggi málin fyrir bankaráð- ið. Oðru vísi er það ekki hægt. En bankastjórarnir geta lagt mál fyrir bankastjórnina. Það var ekki gert í eitt einasta skipti, eins og kom fram hjá forsætisráðherra í dag, þann tíma sem ég var banka- ráðsformaður í Útvegsbankanum hvað varðar Hafskip. Ég vissi það ekki fyrr en seinni partinn í dag, þegar ég kom hing- að, að um það er getið í Morgun- blaðinu í morgun, að hann (forsæt- isráðherra) hafi talað við þá bankastjóra sem voru í Útvegs- bankanum þann tíma sem ég var bankaráðsformaður. Þeir hafi allir staðfest það við hann, að ég hafi aldrei nálægt útlánum komið né reynt að hafa áhrif á þá um útlán. Þannig að menn verða að vita, hvað þeir eru að tala um. Það er ekki hægt að segja: Bandalag jafn- aðarmanna er svo ungur flokkur að það er eðlilegt að þeir séu ekki komnir upp úr barnsskónum enn þá, því að mennirnir sem í honum eru, eru nógu gamlir og eiga að vita meira og betur, þegar þeir koma út úr háskóla. Ég tala nú ekki um þegar þeir eru farnir að kenna i háskóla. Bankinn á réttan kjöl Það getur vel verið, eins og kom fram hjá ólafi Ragnari Grímssyni, að Útvegsbanki íslands skuldi orðið um 1000 millj. Ég bara veit það ekki. En eitt veit ég. Áður en ég kom í Útvegsbankann þá voru þar mjög mikil vandamál á ferð- inni. Það veit fyrrverandi formað- ur þingflokks Alþýðubandalagsins og þáverandi stjórnarliði, svo ég tali nú ekki um fyrrverandi fjár- málaráðherra Alþýðubandalags- ins. Ekki gekk svo lítið á, þegar ég var að sækja á hann með öðrum hans flokksmönnum, sem reyndust mér hvað bestir félagar í því máli sem þá var efst á döfinni, að styrkja bankann til þess að hægt væri að koma honum aftur á réttan kjöl, eins og það var þá orðað. Og eftir að bæði alþýðubandalags- menn og þáverandi forsætisráð- herra höfðu beðið mig nokkrum sinnum um að taka að mér að stýra bankaráði Útvegsbankans, þá gerði ég það að fengnu samþykki þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég fór frá bankanum þá var bankinn sterkari að því leytinu til, að hann hafði færri stöðum að þjóna, þar sem hann hafði ekki möguleika á því að fá sparifé fólks- ins í veltu, því að eitt af því sem hvíldi á Útvegsbankanum var að hann fjármagnaði ýmsa atvinnu- starfsemi og þá aðallega sjávarút- veg, hingað og þangað um landið, þar sem hann hafði ekki útibú, en aðrir bankar höfðu útibú. Á þeim tíma voru, ég man ekki hvort það voru 53% eða 56%, af ráðstöfun- arfé bankans í sjávarútvegi. Úr þessu var mjög mikið dregið. Það voru a.m.k. 7 eða 8 staðir á landinu sem voru færðir yfir í aðra banka. Það var létt á Útvegsbankanum. Mér til mikillar ánægju þá kom það fram hjá viðskiptaráðherra í dag, að i dag eru um 43%, ef ég man rétt, af innlánsfé bankans í sjávarútvegi. Munurinn sem skap- aðist þegar bankinn festi pening- ana á þeim stöðum þar sem hann hafði ekki tækifæri til innlána, og það sem hann gerði meðan ég var þar, og hann virðist gera enn þann dag í dag, hann fer til þess að veita litla manninum, eins og ég kallaði Hér fer á eftir þingræöa Alberts Guömundsson- ar, iönaöarráöherra, í umræðu um samskipti Hafskips hf. og Útvegs- banka Islands, í samein- uöu þingi sl. þriðjudags- kvöld. Millifyrirsagnir eru Morgunblaösins. þá, manninum á götunni og þeim sem voru að koma af sjúkrahúsum og þurftu aðstoðar við. Þeir gátu leitað til Útvegsbankans þá og fengið hjálp til bráðabirgða. Við þetta jukust afgreiðslur bankans um mörg hundruð, ef ekki þúsund. Það kom mér ekkert á óvart þegar viðskiptaráðherra upplýsti það í dag, að bankinn hafi verið með 58% innlánsaukningu þegar aðrir voru með þó nokkuð minna, — áður en hann var auglýstur sem vand- ræðafyrirtæki nú fyrir nokkrum dögum. Eg held að menn verði að gera sér grein fyrir því, að bankaráðs- mönnum og bankaráðsformönnum eru mjög mikil takmörk sett í áhrifum á hina daglegu starfsemi bankans. Því þau eru engin. Hitt er annað mál að lögum samkvæmt hvílir eftirlitsskylda á bankaráðs- formönnum og bankaráðum með eignum og ráðstöfun á eignum bankans. Og ég vil undirstrika það, að bankastjórar Útvegsbank- ans hafa staðfest það — og ég held að engir aðrir séu færari um það — að ég hef ekki komið nálægt útlánum bankans. Tilmæl: til saksóknara Það gekk svo langt í umræðunni í dag hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að jafnvel Byggung, sem ég veit ekki annað en að sé nokkuð gott fyrirtæki, var dregið inn í myndina til að gera hana, að mér skildist, enn þá tortryggilegri. En hvað kemur Byggung þessu máli við? Af hverju skyldi Byggung hafa verið dregið þarna inn í? Og það að Byggung flutti úr einum banka í annan, og það i Útvegsbankann. Getur það verið — nei, það getur ekki verið, og þó — getur það verið vegna þess að tengdasonur minn rak Byggung? Það skyldi þó aldrei vera? En það hvarflar ekki að mér, að menn leggist það lágt, þó þeir séu komnir ansi lágt. Ýmislegt hefur verið skrifað um þetta mál og þau skrif hafa ekki öll verið skemmtileg. Það hafa verið fullyrðingar, sem ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið undir. Ég hef skrifað þau ummæli hans í bréfi til saksóknara ríkisins, sem mun láta kanna réttmæti þeirra. Og ég vona að þingmaður- inn verði þá maður til þess að afsala sér þinghelgi, eins og.ég er reiðubúinn til að gera, til að láta þá dómstóla dæma um réttmæti orða okkar og athafna. Því að ég ætla mér ekki að liggja undir því að hafa komið til baka til landsins sem þekktur íþróttamaður, virtur, og einn fyrsti íþróttamaður sem fær „dekorasjón" frá þeim löndum sem hann kveður, og koma hingað í pólitík til þess að láta ómerka blaðamenn og þingmenn eyði- leggja gott mannorð, nú þegar ég er kominn á sjötugsaldur. Það verður ekki. En mér er sagt að enn séu í blöðum á Norðurlöndum greinar, sem eru mannorðsskemm- andi, enda mannorðsmorðingjar að verki. Hér segir í grein með leyfi for- seta; ég gríp niður í þessa grein, því að hún er slúður um margt annað, en það segir hér, ákveðinn maður sem hér er nefndur og átti að vera flaggskip frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum. „Albert Guðmundsson frjáls- hyggjuráðherra dældi peningum í óskadrengina, einkum gegnum rikisbankann Útvegsbankann, enda sat hann sjálfur bæði sem stjórnarformaður í Hafskip og formaður bankaráðs Útvegsbank- ans. Nú þegar strákarnir eru búnir að kafsigla óskafyrirtæki frjáls- hyggjunnar og Albert kominn á fremsta hlunn með að velta Út- vegsbankanum, kippa allir í Sjálf- stæðisflokknum að sér höndum og segja: ekki ég. Víst er að Hafskips- málið mun fá miklar afleiðingar innan flokksins. Málið mun senni- lega verða pólitísk jarðarför Al- berts Guðmundssonar, en um leið banabiti frjálshyggjunnar sem vaðið hefur uppi í flokknum." Ég kæri mig ekki um að lesa frekar og lýk hér þessum upplestri. Síðan er ég hér með slúðurgrein úr erlendu blaði með fréttum sem þýða ekkert annað en málaferli. Hvað á að ganga langt þegar búið er að auglýsa í blöðum jarðarför Alberts Guðmundssonar vegna þess að hann hefur verið staðinn að því að ausa fé frá þeim sjóðum, sem honum var treyst til að gæta? Hafskip Staða Hafskips var slæm þegar ég kom að fyrirtækinu. Hún var búin að vera það í langan tima og sá bankastjóri, sem ég hef komist að, að fyrst átti við vandamál Hafskips að glíma, er Finnbogi Rútur, eftir því sem mér er sagt, í Útvegsbankanum. Og það vanda- mál er ekki leyst enn fyrr en nú með uppgjöri á fyrirtækinu og allir bankastjórar síðan hafa glímt við þetta vandamál og það er löngu áður en ég kem í bankann. En staða fyrirtækisins var aldrei betri heldur en það ár sem ég fór frá því. En hvers vegna er ég þá dreginn inn í þessa mynd nú þegar fyrir- tæki, sem ég tek við, stendur betur þegar ég fer frá því. Á sama tíma er ég bankaráðsformaður banka, sem stendur miklu betur þegar ég fer frá honum heldur en hann stóð þegar ég kom að honum. Og það eru bráðum þrjú ár síðan ég fór frá báðum þessum fyrirtækjum? Hvers vegna er ég þá dreginn inn í þessa mynd núna? Það hefur komið hér fram, að vandi og vandamál Hafskips stafa fyrst og fremst af fyrirtækjum og starfsemi, sem ekki var til í fyrir- tækinu þegar ég var þar. Erlendar skrifstofur á allt öðrum nöfnum heldur en Hafskip voru ekki til, þegar ég var þar. Siglingar á milli heimsálfa, Ameríka-Evrópa, Evr- ópa-Ameríka, voru ekki fyrir hendi þegar ég var þar. Á ég að trúa því að þeir starfsfélagar, sem ég horfi hér á og ég hef borið virðingu fyrir, ég hefi treyst og engum ykkar hef ég brugðist, og flest ykkar hafið leitað til mín, bæði sem einstaklingar og sem ráð- herrar. Á ég að trúa því að á meðal ykkur leynist sá hugur til mín að þið viljið pólitískt knésetja mig vegna þess að þið haldið að þar með getið þið náð bletti á Sjálf- stæðisflokknum, sem gæti orðið ykkur til framdráttar í næstu kosningum? Á ég að trúa því? Innra með mér segi ég já. Ykkur er fjandans sama um einstakling, sem hefur reynst ykkur vel, bara ef það getur orðið ykkur tímabund- ið til framdráttar. Þetta er ljótt. Aö sanna sakleysi Ég hef nú ákveðið eins og alþjóð veit að biðja þann sem fer með mestu glæpamál þjóðarinnar að rannsaka feril minn og þá sérstak- lega þann sem snertir Hafskips- málið og mín afskipti af því. Von- andi verðið þið ánægð með það. Ég er ekkert ánægður með það að þurfa á sjötugsaldri að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að mér er gert á íslandi, af öllum löndum að sanna sakleysi mitt. En hver er svo ákæran? Ég veit það ekki sjálfur. Ég veit bara að ég hef ekki brugðist þeim skyldu- störfum, sem mér var trúað fyrir af ykkur félögum mínum á Al- þingi. Það er hart og það er ekki mín vegna, það er langt frá því að það sé mín vegna að það hryggir mig, að þurfa að sanna sakleysi mitt. Það er af allt öðrum ástæðum. Ef mitt líf eða mitt lífshlaup, ef ég, persónan Albert Guðmundsson, ekki stend undir og stend af mér allar árásir, þá á ég ekki annað skilið. En það er landið og þjóðin. Hvert stefnir hún, ef einstaklingur kominn á sjötugsaldur, búinn að koma víða við, þarf allt í einu af ókunnum ástæðum að sanna sak- leysi? Ef þetta ekki skilur eitthvað eftir hjá þingmönnum, til að hugsa um, þá veit ég ekki hvernig inn- rætið er. Ef þetta er það sem koma skal, ef þetta er nýi tíminn, þá skulum við saman kvíða framtíð þessarar þjóðar. Ég ætla ekki að tína upp ástæður fyrir vandamálum Hafskips. Þau eru ljós, þau eru öllum ljós. Þegar það tapar tekjum, gerir tilraun til þess að fá þær á annan hátt og hún mistekst, síðan koma atvik fyrir, sem ég hefði ekki viljað glima við vegna þess, að ég hefði ekki ráðið við þau frekar heldur en félagar mínir, sem urðu eftir í fyrirtækinu, þegar ég fór þaðan. Fyrri ummæli Eitt vil ég segja og hér hefur komið fram, að ég hafi sagt ósatt, að lögfræðingur bankans færi mjög reglulega í heimsóknir til Hafskips á skrifstofuna. Það er rétt, alltaf er hægt að snúa út úr. Það er rétt, að lögfræðingur bank- ans fór ekki reglulega á skrifstofu Hafskips til þess að telja pening- ana, sem þeir áttu, eða til þess að segja þeim, hvernig þeir áttu að stjórna. En hann fór reglulega til þess að fylgjast með. Bankastjór- inn svaraði spurningu sem var í allt aðra átt. Það var um hlutverk lögfræðingsins á staðnum. Og ég get upplýst það vegna þess að ég hringdi og talaði við lögfræðinginn sjálfan í dag og hann viðurkenndi, að hann hefði verið beðinn um að fara þangað nokkuð reglulega, eftir að ákveðinn bankastjóri lést, en sá bankastjóri hafði haft mest með Hafskip að gera. Og þessu starfi gegndi hann frá því, að sá bankastjóri lést og þangað til ég fór úr bankanum. En hann var ekki starfsmaður Hafskips, hann gerði ekki áætlanir fyrir þá. En hann fór til að fylgjast með. Ég skrifaði orðrétt eftir honum sjálfum og ég vil taka fram, að mótmæli bankastjórans voru frek- ar bundin við hlutverkið, sem hann átti að hafa gegnt og komið hefur fram hjá ólafi Ragnari Grímssyni. Það er rétt, að hann tók að sér að hafa reglulegt samband við Haf- skip við andlát þess bankastjóra, áður en ég kom til starfa og hélst það eftir að ég fór frá bankanum. Nú veit ég ekki hvað lengi, spurði ekki um það. aðrar fullyrðingar um Reyk- víska endurtryggingu, skúffufyrir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.