Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Athugasemd vegna sjónvarpsfrétta — frá ættingjum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal FJARSIÝRÐIR BÍLAR I MIKLU URVALI Vegna fréttar í sjónvarpi um nýút- komna bók dr. Þórs Whitehead skal eftirfarandi tekið fram: 1. Það er rangt að Guðmundur Einarsson hafi verið persónu- legur kunningi Heinrichs Himmler eða að milli þessara manna hafi verið persónuleg tengsl. Að sögn dr. Þórs (og það er staðfest af ekkju Guðmund- ar) var Guðmundi boðið opin- berlega til mótttöku hjá Himmler einu sinni. Var það árið 1936. Um bréfaskipti er ekki vitað. 2. Afskipti Guðmundar af hugsan- legri leirmuna- og jarðefna- vinnslu á íslandi á vegum Þjóð- verja voru ekki bundin því hverjir stóðu að baki henni í Þýskalandi, þ.e. nasistar. Guð- mundur taldi sig skipta við þýsk stjórnvöld. Árið 1927 byrjaði hann að vinna að þessum mál- um hérlendis á eigin vegum og síðan á vegum Skipulagsnefnd- ar atvinnumála. Hann og Jó- hannes Nordal verkfræðingur unnu áætlun um stofnun verk- smiðju sem hlaut góðar undir- tektir stjornvalda, en af fram- kvæmdum varð ekki. Samvinna varð við danska, sænska og þýska aðila um rannsóknirnar. Enn síðar var athugunum hald- ið áfram með aðstoð Nýbygg- ingarráðs og Framkvæmda- bankans eftir að hann kom til sögu. Það er ljóst að þegar út- sendari hinnar nasísku stjórn- ar, Gerlach sendiherra á ís- landi, kom því til skila aö þýsk stjórnarstofnun hefði áhuga á að sinna umræddu máli, taldi Guðmundur ekki rangt að taka því boði. Ennfremur er ljóst að þegar árið 1940 er úti um sam- skiptin þótt hvergi sé skjalfest hvers vegna svo fór. Það er loks brýnt að fram komi: í fyrsta lagi: Guðmundur frá Mið- dal var ekki viðriðinn neins konar undirróður, njósnir eða þess hátt- ar. Það staðfestir dr. Þór í bók sinni og væntanlega betur í kom- andi bók. Hið sama er ljóst af samskiptum Guðmundar og Breta og Bandaríkjamanna. í öðru iagi:Guðmundur kom aldrei nálægt samtökum nasista á ís- landi né má finna í rituðu máli eftir hann stuðning við þá eða slíka stefnu. Hugmyndir hans um þjóð- erni, líkamsrækt, listir o.fl. voru vissulega þjóðlegar í gömlum stíl enda var hann einn af frammá- mönnum Ungmennasambands ís- lands. Þess ber líka að gæta að hann nam í Múnchen í Þýskalandi alllöngu fyrir 1930 og þá í anda þýskrar þjóðernisstefnu, ef eitt- hvað er, en ekki þess sem síðar kristallaðist úr henni. í þridja lagi: Það kemur fram af gögnum að Guðmundur var mikill vinur Þjóðverja; einnig eftir að stríðsstefna þeirra var fram kom- in, en þá þegar fór andstaða hans vaxandi líkt og meðal nær allra annarra íslenskra Þýskalandsvina sem ekki voru tengdir íslenskum nasistum. Þess vegna mistókst Gerlach sendiherra ætlunarverk nasista hérlendis og þess vegna mun Guðmundur hafa talið sam- vinnu um leirmuna- og jarðefna- vinnslu útilokaða þegar á leið — og það áður en Bretar gengu hér á land. í stuttri frétt sjónvarpsins komu fram mörg tilefni til rangtúlkana og missagna. Hennar vegna og vegna alrangrar, gamallar tíma- ritsgreinar sem dubbuð var upp í „njósnaskýrslu" í lok viðtalsbókar við Pétur Kidson Karlson í fyrra (Iðunn) þarf langa greinargerð til þess að skýra aðild Guðmundar Einarssonar að sögu 3. áratugar- ins. Mun hún væntanleg. Rétt er að taka fram að lokum að ættingj- ar Guðmundar fengu að líta yfir hluta af bók dr. Þórs Whitehead. Þótt einhver munur sé á túlkunum hans og þeirra þá ber að fara viðurkenningarorðum um verk dr. Þórs. F.h. settingja Guðmundar Einars- sonar, Ari Trausti Guðmundsson Hjá okkur fæst landsins mesta úrval af fjarstýrðum bílum af öllum gerðum í öllum verðflokkum. Til dæmis Range Rover 4x4 og Toyota Hilux 4x4 með rafdrifnu spili. Póstsendum land allt. Góð aðkeyrsla næg bílastæði. mSTUflDflHUSIÐ Laugavegi 164- Reykjavík- S: 21901 ISHIDR Tölvuvogin fyrir afgreiöslu- boröiö og/eöa uppvigtunina Mjög fyrirferðarlítil en tekur samt 15 kg ■' . • 350 minni • EAN-kerfi • 3miöastæröir • Hitaprentari (innbyggöur) • Pökkun + síðasti söludagur • Quarts-klukka Breytir dags. (sjálf- krafa) • Pole Display (aflestur ásúlu) Hliöarborö fyrir 48 atriöi alla af- því sem Innihaldslýsing: Fyrir allar matar- og drykkjarvörur. Bæöi hægt aö stafa inn eöa setja heil orð inn í minnin. Innbyggö reiknivél fyrir samlagningu (+), frá- drátt (-) eða margföldun (x). Við framleiðum og prentum allar gerðir af miöum. • Ef þú átt ALPHA COSMIC sem ekki er gerð fyrir innihaldslýsingu, þá breytum við henni fyrir þig ef þú vilt. Hringdu og fáöu nánari upplýsingar um vogina 1. Auöveldar greiöslu á vigtaö er (spjald meö vöruheitum). 2. Notaö til aö skrifa inn í minnin allar upplýs- ingar (spjald meö stafrófinu + fl.). 6 orösendingar í ramma 0« Ct ISHIDA-vogirnar eru þekktar fyrir gæði um allt land og viöhalds- og varahlutaþjónusta okkar er fyrsta flokks. ^ Plastpoka og prentun færöu hjá Plwttws liF Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík. 91-82655/671900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.