Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 fKttgmtfrlfifeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjaid 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Afganistastríð í sex ár Horfur í efnahagsmálum 1986: Hvað er Um jólin verða sex ár liðin síðan sovéski herinn gerði innrás í Afganistan. Við íslend- ingar erum rækilega minntir á þær hörmungar, sem yfir afg- önsku þjóðina hafa gengið, nú fyrir þessi jól. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur tekið sér fyrir hendur að veita landflótta Afg- önum stuðning. Vegna þess sendi íslenska ríkissjónvarpið einnig menn sína á vettvang. Fyrir tilstilli þeirra hefur styrj- öldin og afleiðingar hennar verið flutt inn á hvert íslenskt heimili, þar sem sjónvarp er að finna. íslendingar þurfa ekki lengur að fara í grafgötur um það, að Sovétmenn beita eiturvopnum í Afganistan. Hörmulega leikinn læknir, sem sýndur var á skján- um, er lifandi sönnun þess. Ekki var síður fróðlegt að fylgjast með samtali Ögmundar Jónas- sonar, fréttamanns, við Frank Paulin, þýskan lækni, sem var á sínum tíma við nám í Háskóla íslands. Frank Paulin er einn þeirra fjölmörgu lækna frá Vesturlöndum, sem leggja líf sitt í hættu við að bjarga fórn- arlömbum þessa grimmdarlega stríðs. Hann lýsti því á íslensku, hve mikils virði er að hjálp berist þeim, sem undan sovéska hramminum flýja eða takast á við hann. Og síðan sýndi sjón- varpið sérstakan fréttaþátt um stríðið og þann hrylling, sem af því hefur leitt. Börn syngjandi ljóð til ættjarðar sinnar voru táknræn fyrir það hvert þjóð leitar, þegar henni á að útrýma. Sovéski herinn hefur eins og kunnugt er hannað smásprengj- ur með þeim hætti, að þær líkist barnaleikföngum. Þá leggur her Kremlverja sig sérstaklega fram um að eyðileggja akra og annað, sem má vera fólkinu til lífsviðurværis. Framtaki Hjálparstofnunar kirkjunnar og ríkissjónvarpsins vegna hörmunganna í Afganist- an ber að fagna. Neyð fólksins og brýningar lækna um að við henni verði snúist eru þörf áminning, ekki síst þegar at- hyglin beinist að Alþjóðasam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá. Þar sitja vestrænir læknar við hlið fulltrúa Kremlverja á þeim forsendum, að hvorki skuli minnst á stríðið í Afganistan né misnotkun læknisfræðinnar gegn mannréttindum. Það er langur vegur frá hátíðarsal Oslóarháskóla til læknanna, sem sinna særðum og svöngum frelsishetjum í Afganistan. Yfirgnæfandi meirihluti þjóða heims hefur hvað eftir annað ályktað um það á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, að sovéski herinn verði kallaður á brott frá Afganistan. Samþykktir Sþ um það efni liggja hins vegar í láginni í umræðunum um „frið“, sem vinstrisinnar um víða veröld halda uppi vegna sýndartillagna um frystingu kjarnorkuvopna eða eitthvað annað álíka gagns- laust. í Afganistan stöndum við frammi fyrir hryllilegum afleið- ingum styrjaldar, sem háð hefur verið í tæp sex ár. Enginn sér fyrir endann á stríðinu. Við getum hins vegar lagt okkar skerf af mörkum til þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna styrjaldarinnar og friðrofsins í Afganistan. Fornritin Iboðsbréfi við stofnun Hins íslenska fornritafélags 1928 segir: „Það þarf ekki að skera utan af því, að fornritin hafa jafnan verið dýrasta eign ís- lendinga, á þeim er reist menn- ing vor heima fyrir og orðstír vor út á við.“ Þessi orð eiga jafnt við nú og þá. Fornritafélagið vinnur að því markmiði, að gefa fornritin út í 50 bindum. Útgafa félagsins er vönduð að allri gerð og ástæða er til að hvetja alla, sem unna framgangi íslenskrar menningar til að leggja félaginu Iiðsinni sitt. í Morgunblaðssamtali við dr. Jóhannes Nordal, forseta forn- ritafélagsins, kom fram, að bækur þess seljast í 3-5000 ein- tökum. Þótt þetta séu háar tölur á almennan mælikvarða, seljast fjölmargar bækur á íslensku í mun fleiri eintökum. Það er mikið í húfi, að fornsögurnar séu almenningseign á Islandi og hverjum lesanda tiltækar. Bókaútgáfan Svart á hvítu hefur ráðist í það stórvirki að gefa íslendingasögurnar út í tveimur bindum og hefur hið fyrra þegar séð dagsins ljós. Hér er stigið merkilegt skref til að auðvelda almenningi að eignast þessi meistaraverk. Nútímaleg stafsetning er á sögunum og ekki er slakað á kröfum um vísindalegu undirstöðu, en hún er aðal útgáfu fornritafélagsins. Starfsemi Hins íslenska forn- ritafélags stendur á traustum grunni. Að félaginu og starfi þess þarf að hlú og gera því kleift að ráða vísindamenn til að vinna að hinum miklu rann- sóknum, sem búa að baki hverr- ar bókar félagsins. Um leið og þetta er sagt skal hvatt til stuðnings við framtak bókaút- gáfunnar Svart á hvítu. Helstu dýrgripir íslenskra bókmennta eiga svo sannarlega erindi inn á hvert heimili. — eftir Þorvald Gylfason Vandi að spá Allir spádómar um framvindu efnahagsmála og annarra þráða þjóðlífsins á næsta ári hljóta eðli málsins samkvæmt að vera mikilli óvissu undirorpnir. Einkum er óvissan mikil í okkar landi, þar sem allar hræringar í efnahagslíf- inu hafa verið og eru enn óvenju- lega miklar á alþjóðlegan mæli- kvarða. Þess vegna er vandi að spá um efnahagshorfur næsta árs — nánast ógerningur. Við vitum til dæmis ekki, hvern- ig ríkisstjórnin mun aka hag- stjórnartækjum sínum á næsta ári, enda veit hún það ekki sjálf. Þetta er að nokkru leyti eðlilegt, vegna þess að ríkisstjórnin veit ekki nú oggetur ekki vitað, hvernig verkalýðsfélög og vinnuveitendur munu haga kjarasamningum eftir áramót, svo að dæmi sé tekið, enda vita þessir aðilar það heldur ekki sjálfir á þessu stigi eins og eðlilegt er. Þannig stafar óumflýjanleg óvissa um efnahagsþróunina á næsta ári ekki aðeins af því, að við getum ekki sagt fyrir um nátt- úrufar, aflabrögð og önnur ytri skilyrði, heldur einnig og ekki síður af hinu, að við þekkjum ekki sjálf okkur til nógsamlegrar hlít- ar. Við vitum ekki fyrirfram, hvernig einstaklingar, fyrirtæki og opinberir aðilar munu hegða sér, jafnvel þótt ytri skilyrði breyt- ist ekki, og enn síður vitum við, hvernig þessir aðilar munu bregð- ast við ófyrirséðum atburðum. Þrátt fyrir þetta allt er nauðsyn- legt að reyna á hverjum tíma að mynda sér einhverja skoðun á framtíðarhorfum eftir föngum, því að öðruvísi er ekki hægt að taka skynsamlegar ákvarðanir á líðandi stund. Með ítrekuðum fyrirvara um óvissuna, sem hlýtur að leika um allar vangaveltur um óorðna hluti, langar mig til að nota þetta tækifæri til hyggja að nokkrum atriðum, sem varða efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og þró- unina á vinnumarkaðnum og hugs- anleg áhrif þessara þátta á efna- hagsþróunina í landinu næsta ár og áfram. Fyrst fer ég nokkrum orðum um stefnuna í fjármálum opinberra aðila eins og hún birtist í þeim frumvörpum til fjárlaga og láns- fjárlaga fyrir 1986, sem nú liggja fyrir Alþingi. Því næst ræði ég stuttlega um stefnuna í peninga-, vaxta- og gengismálum. Loks mun ég gera örstutta athugasemd um væntanlega kaupsamninga og hugsanleg áhrif þeirra á fram- vinduna. Opinber fjármál og kaupkröfur Stefna ríkisstjórnarinnar í opin- berum fjármálum er að því leyti frábrugðin öðrum greinum efna- hagsstefnunnar hér á landi eins og víða annars staðar, að hún er kunngerð fyrirfram í fjárlögum og lánsfjárlögum. Þannig gegna fjár- lögin tveimur mikilvægum hlut- verkum í einu: Þau lýsa fyrirætl- unum opinberra aðila í fjármálum næsta ár og væntanlegum áhrifum þeirra á efnahagslífið, og þau eru jafnframt viðvörun til almennings um, hvers vænta má af opinberum yfirvöldum í þessum efnum. Síðara hlutverkið er oft ekki síður mikilvægt en hið fyrra. Sé ríkisstjórninni kappsmál að stöðva verðbólguna með aðhaldi í opin- berum fjármálum meðal annars, er mjög mikilvægt, að slík áform séu kynnt fyrirfram, ekki sízt svo að aðilum vinnumarkaðsins gefist svigrúm til að átta sig á stefnu- breytingunni í tækan tíma og taka tillit til hennar við gerð kjara- samninga. En það er ekki nóg, að áformin séu kynnt fyrirfram, heldur verða þau líka að vera talin trúverðug, því að annars er hætt við, að ekkert mark sé á þeim tekið. Til að launþegar séu fúsir til að draga úr kröfum um kauphækkanir, þurfa þeir að vera sannfærðir um, að verðbólgan sé á niðurleið að öðru óbreyttu. Afstaða almennings til þess, hvort áform ríkisstjórnar- innar í fjármálum geti talizt trú- verðug eða ekki, ræðst ekki aðeins af málflutningi ríkisstjórnarinnar hverju sinni, heldur líka af því, hversu vel ríkisstjórninni hefur tekizt að standa við sams konar yfirlýsingar áður. Fjárlagafrumvarpið Um þau frumvörp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir 1986, sem nú liggja fyrir Alþingi, segir ríkis- stjórnin sjálf, að þau séu aðhalds- frumvörp, enda geri frumvörpin ráð fyrir, að „jöfnuður“ verði á rekstri rlkisins á næsta ári og að nýjar erlendar lántökur opinberra aðila verði ekki meiri en nemur afborgunum af eldri lánum. Um þessa túlkun fjárlaganna verður að hafa þrjá mikilvæga fyrirvara (eins og ég lýsti nýlega í grein í Morgunblaðinu). Hinn fyrsti er, að á undanförnum árum hefur það alltaf gerzt, að frum- vörpin hafa tekið verulegum breyt- ingum í meðförum Alþingis, þann- ig að í þeim hefur á endanum falizt miklu meiri þensla í opin- berum fjármálum en að var stefnt ( upphafi. í öðru lagi hafa útgjöld og lántökur opinberra aðila iðu- lega farið langt fram úr frum- vörpunum, eftir að þau voru orðin að lögum. Þannig hefur fram- kvæmd fjárlaganna undanfarin ár valdið miklu meiri þenslu en fjár- lögin sjálf hefðu gert, hefði þeim verið hlýtt. I þriðja lagi er mjög brýnt að taka öll umsvif opinberra aðila með í reikninginn, þegar áhrif opinberra fjármála á efnahagslífið eru skoðuð. Það er bæði ófullnægj- andi og villandi að einblína á A-hluta fjárlaganna (þ.e. fjárhag ríkissjóðs eins) svo sem algengt er, heldur er líka nauðsynlegt að taka B-hlutann (þ.e. ríkisfyrirtæki og sjóði í ríkiseign) og C-hlutann, sem ég kalla svo (þ.e. önnur opin- ber og hálfopinber fyrirtæki og sjóði), með í reikninginn. Þannig og aðeins þannig fæst fullnægj- andi mynd af heildarumsvifum opinberra aðila og áhrifum þeirra á efnahagslífið. Ástæðan er sú, að aðhald í opin- berum rekstri hefur í grundvallar- atriðum sömu áhrif á verðbólgu og erlendar skuldir, a.m.k. til skamms tíma, hvort sem því er beitt við t.d. heilbrigðisútgjöld í A-hluta, lánveitingar úr Bygging- arsjóði ríkisins í B-hluta eða lán- veitingar úr Fiskveiðasjóði í C-hluta. Úr því að ríkisstjórnin tekur erlend lán í stórum stíl handa fyrirtækjum og sjóðum í B- og C-hluta opinbera geirans Þorvaldur Gylfason „í þessu samhengi er líka nauðsynlegt að hafa hugfast, að banka- kerfið, sem við búum við, er einstakt í okkar heimshluta að því leyti, að allir stærstu við- skiptabankarnir eru rík- isbankar. Augljóst er, að í slíku bankakerfi hljóta stjórnmálahags- munir oft að yfirgnæfa venjuleg viðskipta- og hagkvæmnissjónarmið við ákvörðun útlána.“ samkvæmt lánsfjárlögum, hefur hún líka verulegt fjárhagslegt hús- bóndavald yfir B-hlutanum og C-hlutanum eins og yfir A-hlutan- um. Þannig hefur hún líka verulegt svigrúm til aðhalds og sparnaðar í B- og C-hluta fjárlagadæmisins eins og í A-hlutanum, enda er fyrirhuguð lánsfjárþörf B- og C-hlutans 1986 meiri en lánsfjár- þörf A-hlutans. Erlendar skuldir og verðbólga Þegar opinberi geirinn er skoð- aður í heild með þessum hætti, kemur í ljós, að lánsfjárþörf opin- berra aðila og þar með fyrirhugað- ur greiðsluhalli þeirra 1986 nemur nú rösklega 9 milljörðum króna samkvæmt frumvörpunum. Af þessari fjárhæð er, eins og sakir standa nú, ætlunin að taka 5,3 milljarða að láni erlendis, eða 1,6 milljörðum meira en nemur vænt- anlegum afborgunum af eldri lán-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.