Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1985, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 281. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rasandi konur íArgentínu AP/Símamynd Bálreið kona Istur í Ijós gremju sína yfir vsgum dómum yfír fyrrura herstjórum í Argentínu. Efnt hefur verið til mikilla aðgerða í Argentínu þar sem meintri linkind dómstóla gagnvart herforingjunum var harðlega mót- mslt Konur voru áberandi í aðgerðunum, eiginkonur og msður manna, sem hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar. Sameinast á móti Marcos Maniia, 11. desember. AP. CORAZON Aquino og Salvador Laurel tilkynntu í dag að þau myndu sam- einast í framboði gegn Ferdinand Marcos, Filippseyjaforseta, við forseta- kosningar 7. febrúar nk. Frú Aquino býður sig fram til forseta og Laurel til varaforseta. Þar með hefur stjórnarandstaðan sameinast gegn Marcos. Salvador Laurel, fyrrum þing- maður, synjaði á dögunum beiðni Corazon um sameiginlegt framboð og tilkynnti eigið forsetaframboð. Klukkustund áður en framboðs- frestur rann út komu þau Corazon hins vegar í aðsetur landskjör- stjórnar og tilkynntu sameiginlegt framboð sitt. Hermt er að Laurel og Corazon hafi gert með sér kosningasam- komulag í kjölfar funda þeirra með Jaime L. Sin, kardínála í Manila. Nýtur framboð þeirra stuðnings kirkjunnar manna. Corazon breytti jafnframt af- stöðu sinni til flokks Laurels, Unido, og býður sig fram í nafni hans. Menn, sem málum eru kunn- ugir, telja að Corazon og Laurel séu sterkasta sveit, sem hægt sé að bjóða fram gegn Marcos. Sjá „Marcos velur sér varaforseta- efni á bls. 42. George Shullz á ferð um sex Evrópuríki: Vinnum af krafti að vopnasamkomulagi Brumel 11. desember. AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagöi í kvöld að Bandaríkjamenn gerðu um þessar mundir allt sem í þeirra valdi stæði til að færa stórveldin nær samkomulagi um takmörkun vígbúnaðar og fækkun kjarnavopna. „Við sitjum ekki aðgerðarlausir þar til Genfarviðræðurnar hefjast á ný,“ sagði Shultz, sem nú er á ferðalagi um sex ríki Vestur- Evrópu. Að hans sögn hefur lítt miðað í þessum efnum frá leið- togafundi Reagans og Gorbachevs í Genf 19.—20. nóvember, en ákaft hefur verið unnið til að undirbúa og auðvelda samkomulag. Shultz kom i dag til Brussel frá London, þar sem hann situr tveggja daga fund utanríkisráð- herra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins, sem hefst i dag, fimmtudag. Belgískur sendifull- trúi sagði Shultz ekki hafa útilok- að á fundi með Martens forsætis- ráðherra Belgíu að stórveldin gerðu sérstakt samkomulag um takmörkun meðaldrægra kjarna- flauga í Evrópu, þ.m.t. nýrra flauga, sem NATO hefur og er að setjaupp. Shultz útilokaði aukningu i við- skiptum við Sovétríkin ef Sovét- menn tækju sig ekki á í mann- réttindamálum. í þeim efnum ættu þeir býsna mikið ógert og meðan Vildi sameina Líbýu og Súdan Kairó, 11. desember. AP. MOAMMAR Khadafy, Líbýuleiðtogi, bauð Súdönum þrjá milljarði dollara í reiðufé gegn sameiningu Súdan og Líbýu, en nýir valdhafar í Khartoum, höfuðborg Súdan, höfnuðu boðinu, að sögn ríkisrekins vikurits í Egyptalandi. Khadafy gerði Súdönum þetta boð í heimsókn sinni til Khartoum í maí sl. í kjölfar byltingarinnar í Súdan 6. apríl. Stjórn Súdan, undir forystu Swareddahab hershöfð- ingja, synjaði bón Khadafys og sagði sameiningarhjal ótímabært. Gaafar Nimeiri, sem steypt var í apríl, var fjandmaður Khadafys, en nýju valdhafarnir hlutu viður- kenningu Líbýu aðeins klukku- stund eftir byltinguna. Hafa ríkin tvö gert með sér samkomulag um samstarf á sviði hermála. þeir bættu ekki ráð sitt yrði við- skiptabanni ekki aflétt. Bandarískir kaupsýslumenn og sovéskir embættismenn luku í dag þriggja daga viðræðum í Moskvu með því að hvetja til þess að ýms- um hömlum í viðskiptum ríkjanna yrði aflétt. Vaknaði líkhúsi Nýjo DHU, 11. daember. AP. MAÐUR nokkur, sem læknar höfðu úrskurðað látinn, vaknaði upp í líkhúsi um miðja nótt og kvaddi menn sér til bjargar með barsmíðum og hávaða. Atvik þetta átti sér stað á sunnudag i almenningssjúkra- húsi í þorpinu Ghogte, sem er um 150 km. norður af Bombay. Þegar lögreglan braust inn á heimili Kishan Buwaji Katore og konu hans lágu þau bæði i blóði sinu og svo virtist sem tvö morð hefðu verið framin. Höfuð eiginkonunnar hafði verið skorið af og Katore skorinn á háls. Bæði lögregla og læknar kváðu upp dánarúrskurð yfir hjónunum og var líkömum þeirra komið fyrir í likgeymslu sjúkrahúss staðarins. En Katore reyndist enn vera á lifi og um miðja að- faranótt mánudags tókst honum að kalla á hjálp. Lögreglumaður, sem heyrði hávaða úr líkgeymslunni, kom Katore til bjargar. Lögreglu- þjónninn stirðnaði af skelfingu þegar hann opnaði líkgeymsluna og frammi fyrir honum stóð Katore, blóði drifinn og skjálf- andi á beinunum eftir vistina i kaldri geymslunni. Þegar í ljós kom að Katore var á lífi gekkst hann undir uppskurð og er hann nú talinn úr allri hættu. Norður-írland RáÖherranefndin hittist fyrsta sinni Belfast, ll.desember. AP. FJÓRIR lögreglumenn særðust i sprengjuárás á lögreglustöð og 32 lögreglumenn meiddust í átökum, sem brutust út vegna sögulegs fund- ar ráðherra bresku og írsku ríkis- stjórnarinnar, sem haldinn var í Belfast í dag, í framhaldi af samningi Breta og Ira um málefni Norður- frlands. Reiðir mótmælendur höfðu mótmæli í frammi til að láta í Ijós andúð á samningnum. Með fundinum tók samningurinn formlega gildi. Fyrir ráðherra- nefndinni fóru trlandsmálaráð- herra brezku stjórnarinnar, Tom King, og utanríkisráðherra trlands, Peter Barry. Samningurinn veitir írsku ríkisstjórninni formlega aðild að úrlausn mála á Norður-Irlandi. Verkamenn í skipasmiðastöð og flugvélaverksmiðju í Belfast fóru í verkfall og söfnuðust í kröfugöngu til þess að mótmæla samningnum. Fundur ráðherranna var haldinn í Stormont kastalanum og þangað hélt Ian Paisley, hinn öfgasinnaði mótmælendapreláti ásamt 25 öör- um til þess að afhenda skrifuð mótmæli við samningnum. Eftir orðahnippingar við lögreglu var þeim hleypt í gegn til að afhenda mótmæli sin. AP/Sfmamynd Gífurlegur öryggisvörður var viðhafður á Norður-írlandi í gær vegna fyrsta fundar ráðherranefndar um málefni héraðsins. Umhverfis Stormontkastala var reist margföld gaddavírsgirðing.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.