Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 56

Morgunblaðið - 12.12.1985, Page 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR12. DESEMBER1985 Ossa flutt úr Glæsibæ í gamla miðbæinn Nýlega hefur verslunin Ossa opn- að listmuna- og gjafavöruverslun í Kirkjustræti 8, Reykjavík, en sl. þrjú ár hefur verslunin verið til húsa í Glæsibæ. Eigandi hennar er Oddný Ingimarsdóttir, sem í meira en áratug rak Bókabúð Glæsibæjar og áður Bókabúð Hlíða. í versluninni er að finna fjölda muna frá Austurlöndum, Mexíkó auk muna frá Evrópu - handunn- um og sérhönnuðum vegg- og gólf- teppum og mottum úr pluss- og silkivefnaði aðallega frá Pakistan Oddný Ingimarsdóttir í nýju vershin- inni í Kirkjustræti 8 '85 0!" ð V,ð S3mtJ“tæðu ve.W Sf og Kína. Þá er í versluninni úrval af kínversku postulíni svo sem matar- og kaffistellum, ábætis- og grjónaskálum með postulínsskeið- um og matprjónum svo og tesett- um úr leir og postulíni. Kínverskir skartgripir eru fáanlegir auk sól- hlífa og blævængja. Skrautmunir frá Ítalíu, Frakklandi og Norður- löndum fást í versluninni, m.a. úr kristal og hvítum steinleir. Oddný sagði að ástæðan fyrir flutningi verslunarinnar væri m.a. sú að erfitt reyndist að reka svo sérhæfða verslun í úthverfi. Hún bindur miklar vonir við gamla miðbæinn og þann félagsskap sem kaupmenn hafa stofnað til að blása nýju lífi í miðbæinn. Matthías Ástþórsson auglýs- ingahönnuður hefur ráðið mestu um útlit verslunarinnar og vöru- uppstillingu. Vilmundarstaðir: Salmonella einnig í innyflum gæsa ENN hefur ekki tekist að upplýsa hvernig salmonellan sem fannst í aliöndum frá Vilmundarstöðum í BorgarFirði, og Hollustuverndin stöðvaði sölu á, barst í endurnar. Salmonellan hefur fundist í gæsum frá Vilmundarstöðum, en sala á þeim hefur ekki verið stöðvuð. Halldór Runólfsson deildar- dýralæknir hjá Hollustuvernd ríkisins sagði í gær að afskipti Hollustuverndarinnar af málinu hefðu hafist þegar starfsmaður Tilraunastöðvar Iláskólans í meinafræði á Keldum lét vita um að músatýfus-sýkillinn (Salmon- ella typhimurium) hefði fundist í innyflum gæsa frá Vilmundarstöð- um sem slátrað var í haust. Holl- ustuverndin hefði í framhaldi af því látið rannsaka töluvert af gæsakjöti en ekkert fundið í kjöt- inu sjálfu. Hann sagði að aðalsýk- ingarhættan væri talin stafa af kjötinu og því ekki verið talin ástæða til að stöðva sölu á gæsun- um. í framhaldi af þessu hefði verið gerð víðtæk könnun á heil- brigði andakjöts og þá komið í ljós að aliendur frá þessum eina bæ, Vilmundarstöðum, væru með salmonellu. Sýkingin hefði verið í kjötinu sjálfu og því heföi verið gefin fyrirskipun um sölustöðvun og innköllun kjötsins. Halldór tók það fram að salmonellusýkillinn hefði ekki fundist f öndum eða gæsum, hvorki innyflum né kjöti, frá neinum öðrum bæ við þessa rannsókn. Ekki er vitað hvernig salmonell- an barst að Vilmundarstöðum. Er einkum rætt um þrjá möguleika í því sambandi, það er að sýkillinn hafi borist með fuglunum sjálfum eða eggjum, með fóðri eða frá villt- um fuglum. Sama salmonellan kom upp í öndum á Barðastöðum á Snæfellsnesi og var öllum fuglum þar eytt vegna þess haustið 1984. Hollustuverndin er nú að láta kanna hvort hér sé um nákvæm- lega sömu tegund að ræða. Eigandi Vilmundarstaðabúsins, Ölafur Þ. Þórðarson, sagði í gær að hann hefði ekki keypt egg eða fugla frá Barðastöðum og ekki hefði verið neinn samgangur þar á milli. Ekki kvaðst Ólafur vita hvað tjón sitt væri mikið vegna salmon- ellusýkingarinnar, það skýrðist ekki strax. Hann sagðist ekki vera með tryggingar, bjóst enda við að tryggingafélögin tækju ekki slíkar tryggingar að sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.