Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 1
96SÍÐUR B STOFNAÐ1913 288. tbl. 72. árg. FOSTUDAGUR 20. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins ' ■ w1'1 ' ^ Bandaríkjastjóm: Fagnar tilboði Sovétmanna — um visst eftirlit með kjarnorku- vopnatilraunum neðanjarðar Washington, 19. desember. AP. BANDARISKA stjórnin fagnaði í dag tilboði Sovétstjórnarinnar um að „leyfa vissar ráðstafanir til vettvangsskoðunar" á þeim svæðum, þar sem tilraunir með kjarnorkuvopn fara fram neðanjarðar. Tilboð þetta kom fram í bréfi frá Mikhail S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, til Reagans forseta, og samkvæmt því eiga bandarískir eftirlitsmenn að fá heimild til þess að skoða tilraunastöðvar Sovét- manna með kjarnorkuvopn neðan- jarðar. 1 bréfi sínu hvetur Gorba- chev Reagan jafnframt til þess að taka aftur upp viðræður við Sovét- Abel Karim Khalki með skammbyssu og handsprengju sitt í hvorri hendinni. Til vinstri á myndinni situr dómarínn, sem stjórnaði réttarhöldunum, er Khalki ruddist inn í dómsalinn. Til hægrí á myndinni stendur einn gíslinn og annar sést sitjandi. Járnuðu dómarann og hótuðu að drepa alla Á annan tug manna á valdi byssumanna í borginni Nantes í Frakklandi í gær Nantes, 19. denember. AP. ÞRÍR menn vopnaðir byssum og handsprengjum héldu i kvöld í helj- argreipum 16 gíslum í réttarsal { borginni Nantes í Frakklandi. Þeir höfðu járnað dómarann við stól og Bíræfinn flótti Pelzer, 19. desember. AP. ÞYRLA, sem kona rændi, lenti á fangelsislóð í dag, tók þar upp þrjá fanga, þar af einn dæmdan fyrir morð, og flaug síðan burtu. Einn fangelsisvarðanna særðist alvarlega af skammbyssuskoti. Þyrlan lenti skömmu síðar í um 16 km fjarlægð og þaðan flýðu þeir, sem með henni voru, burt í bifreið. Atburður þessi gerðist í Suður-Karólínu í Banda- ríkjunum í dag. Samkvæmt frásögn lögreglunnar kom kona ein til þyrlufyrirtækis f bænum Greenville. Sagðist hún aldrei hafa flogið með þyrlu og hefði nú áhuga á að reyna það. Fékk konan síðan eina þyrlu leigða. En þegar þyrlan var komin á loft, dró konan upp skammbyssu, miðaði henni á flugmanninn, Larry Green, og neyddi hann til þess að fljúga til fangelsis í um 25 km fjarlægð. Lenti þyrlan síðan innan fangeisis- múrana bak við svefnskála fang- anna. Þar stukku þrír fangar upp f þyrluna. Lögreglumenn reyndu að hindra flóttann og skutu á þyrluna, en tókst ekki að koma í veg fyrir, að hún hæfi sig aftur á loft. Einn lögreglumaður reyndi að draga fangana út úr þyrlunni, en fékk þá skot í sig frá skammbyssu. Skotið lenti í andlitinu og særðist maður- inn illa. Hann var þó ekki talinn i lífshættu í dag. hótuðu að drepa alla nærstadda. Samtímis fordæmdu þeir franskt réttarfar hástöfum í beinni útsend- ingu í sjónvarpi, sem komið hafði verið fyrir að kröfu þeirra. Reynt var að koma á samningum við byssumennina, en þeir kröfðust þess að fá hópferðavagn til þess að komast burt og var greinilegt, að þeir hugðust taka með sér marga gísla. Ekki var vitað fyrir víst, hve margt manna var í réttarsalnum, en talið, að þeir væru 16—18 fyrir utan byssumennina. Lögreglumenn f skotheldum vest- um höfðu umkringt dómshúsið og sérstök víkingasveit var á leið frá París til Nantes, sem er í vestur- hluta Frakklands. „Ef við verðum að drepa tvo, þrjá, fjóra eða fimm menn eða sprengja handsprengju, þá skuluð þið vita, að það er lögreglunni að kenna," sagði einn af mönnunum. „Minnstu tilraun lögreglunnar til afskipta verður svarað á auga- bragði." Það var í morgun, sem maður nokkur brauzt inn f réttarsalinn í miðju réttarhaldi með brugðna skammbyssu og handsprengju sitt í hvorri hendinni. Hann afvopnaði réttarvörðinn, miðaði byssu sinni á dómarann og krafðist þess, að fjórir menn, sem verið var að yfirheyra vegna gruns um rán, yrðu látnir lausir. Tveir fanganna stukku til frelsinu fegnir og þrifu byssur af felmtri slegnum lögreglumönnum. Saman kröfðust þeir þrír, að þeir fengju að skýra málstað sinn í sjón- varpi og var fljótlega orðið við þeirri kröfu. Maðurinn, sem ráðist hafði inn f dómsalinn, kvaðst vera meðlimur i þeim armi Frelsisfylkingar Palest- ínumanna, sem fylgir Abu Nidal að málum. Franska lögreglan held- ur því aftur á móti fram, að maður- inn, sem heitir Abdel Karim Khalki, hafi losnað úr fangelsi fyrir þremur vikum, þar sem hann af- plánaði dóm fyrir vopnað rán, er framið var 15. okt. 1983. menn í næsta mánuði um bann við öllum slíkum tilraunum. Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjastjórnar, vísaði hins vegar á bug þeim áformum Sovét- stjórnarinnar að tengja saman slíkt eftirlit og frestun á kjarn- orkusprengingum í tilraunaskyni. „Bandarikjamenn hafa lært af reynslunni, að ekki er unnt að reiða sig á slíka frestun til þess að auka öryggið," sagði Speakes. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, skýrði svo frá í langri leiðaragrein í dag, að Sovétríkin hefðu hug á að fram- lengja bann það með tilraunir á kjarnorkuvopnum, sem þau lýstu yfir einhliða í águst sl. Bannið átti að standa í 5 mánuði, en renna út nú um áramótin. Þrátt fyrir nýjar ásakanir Sov- étmanna um samningsbrot hyggst Bandaríkjastjórn virða áfram til vors að minnsta kosti svonefndan SALT Il-samning og hugsanlega lengur, en þessi samningur setur stórveldunum vissar skorður varð- andi smíði langdrægra sprengjuflugvéla, kafbáta og lang- drægra eldflauga. George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lauk i dag heimsókn sinni til sex landa í Evrópu. Hann sagði við brottför sína frá Belgrad, að nú væri fyrir hendi virkilegur vilji til þess að bæta samskiptin milli Bandarikj- anna og Sovétríkjanna og banda- lagsríkja þeirra í Austur-Evrópu. Þetta yrði samt erfitt verkefni og árangurinn af þvi meir kominn undir breytingum í afstöðu þess- ara landa en undir viðleitni Banda- ríkjanna. Pólsku bræðumir í Svíþjóð: „Fargi af okkur létt“ Fá hæli þrátt fyrir framsalskröfu pólskra yfirvalda Stokkhólmi, 19. desember. Frá frétUritara MorgunblaAsinw Erik Liden og AP. SÆNSKA stjórnin ákvað í dag að veita tveimur ungum, pólskum bræðr- um hæli í Svíþjóð þrátt fyrir kröfu yfirvalda f Póllandi um, að þeir yrðu framseldir. Bræðurnir eru Adam Zielinzki, aðeins 13 ára gamall og Krzystow, sem er 16 ára. í tilkynningu sænsku stjórnarinnar var sagt, að þeir fengju að setjast að í Svfþjóð „af mannúðarástæðum og sökum þess, að bæði þeir og foreldrar þeirra vilja það.“ Drengirnir tveir flýðu til Sví- inu til sænsku ríkisstjórnarinnar, þjóðar um miðjan október. Földu en mæltu með því, að drengirnir þeir sig í undirgrind vörubfls, sem fór með ferju frá Swinoujscie i Póllandi til Suður-Svfþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar lýstu þeir því yfir, að þeir vildu ekki búa í Póllandi, þar sem þeir hefðu sætt harðræði fyrir að taka ekki þátt f 1. maí-göngum og töldu sig eiga ofsóknir lögreglu yfir höfði sér fyrir nánast engar sakir. Fyrir tveimur vikum krafðist pólska stjórnin þess formlega, að Svfar framseldu drengina. Sænsk innflytjendayfirvöld vfsuðu mál- yrðu framseldir. Pólskur dómstóll svipti síðan foreldrana forræði fyrir drengjunum og talsmaður pólskra stjórnvalda skýrði svo frá, að þeir yrðu settir I betrunar- vist. Pólskir útlagar í Svíþjóð vöruðu við því, að drengirnir gætu átt von á illri meðferð, ef þeir yrðu sendir aftur heim til Póllands og foreldr- ar drengjanna sögðu i símtali frá Póllandi, að þeir mættu sjálfir ákveða, hvað þeir teldu 9ér fyrir beztu. Haft er eftir háttsettum manni hjá sænsku innflytjendayfirvöld- unum, að almenningsálitið í Svf- þjóð hefði verið því eindregið fylgjandi, að drengjunum yrði veitt þar hæli. Talsmenn allra stjórnmálaflokkanna voru einnig sammála um, að drengirnir ættu að fá að setjast að í Svíþjóð. „Við erum afar þakklátir og miklu fargi er af okkur létt,“ var haft eftir bræðrunum í dag. „Við viljum færa öllum Svium þakkir okkar.“ Birger Gustavsson, einn auðug- asti maður Svíþjóðar, kunngerði f dag, að hann myndi gefa drengj- unum 100.000 s. kr. (tæpar 550.000 fsl. kr.) til þess að standa straum af skólanámi þeirra í Svíþjóð í framtíðinni. Pólsku bræóurnir Adam og Krzystow Zielinski í Stokkhólmi. í baksýn er sænska konungshöllin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.