Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Sveinafélag rafeindavirkja: Félagsfundur veitti heimild til verkfallsboðunar gkjp fr& Sanko Line í Straumsvík FRI.AnSFITNniTR í Kvoinnfólnoi viku harst. heim aft.nr hréf frá Pnati *■ FÉLAGSFUNDUR í Sveinafélagi rafeindavirkja samþykkti í fyrradag aö veita stjórn og trúnaðarráöi fé- lagsins heimild til verkfallsboðunar. Valgeir Jónasson stjórnarmaður í Sveinafélagi rafeindavirkja sagði að forsvarsmenn Pósts og síma og útvarps og sjónvarps vildu að raf- eindavirkjar vaeru áfram í Félagi íslenskra símamanna eða starfs- mannafélögum útvarps og sjón- varps, en yfir 100 manns gengu úr þessum félögum fyrir 1 'h ári og stofnuðu Sveinafélag rafeinda- virkja. „Við teljum okkur hinsvegar hafa félagafrelsi og getum verið í hvaða félagi sem við kjósum. Um þetta stendur styrinn og þeir vilja ekkert við þetta félag tala. Verkfalls- heimildin var veitt til að knýja á um samninga í gegnum félagið," sagði Valgeir. Um 90 starfsmenn hjá Pósti og síma gengu í Sveinafélag rafeinda- virkja á sínum tíma. 75 þeirra hafa sagt upp störfum frá og með ára- mótum ef viðræður við félagið um samninga verði ekki hafnar. Þessir starfsmenn fengu bréf frá stofnun- inni fyrir nokkru þar sem tilkynnt var að ef uppsagnir þeirra yrðu ekki dregnar til baka fyrir 12. des- ember yrðu þeir teknir af launa- skrá. Valgeir sagðist ekki vita til þess að nokkur þessara manna hefði svarað bréfinu. Fyrr í þessari Leyfi þarf til að reka verð- bréfamiðlun Viðskiptaráðherra lagði fram á Alþingi í gær tvö stjórnarfrumvörp, hið fyrra um verðbréfamiðlun og hið síðara um nafnskráningu skulda- bréfa. Þar er meðal annars lagt til að Bankaeftirlitið hafi eftirlit með starfsemi verðbréfamiðlara. í síðarnefnda frumvarpinu er gert ráð fyrir að öll skuldabréf verði skráð á nafn. í því fyrrnefnda eru ákvæði um menntun og aðrar kröfur sem gerðar eru til þeirra er reka verðbréfamiðlun. En verði frumvarpið samþykkt þarf sér- stakt leyfi viðskiptaráðherra til að starfrækja verðbréfafyrirtæki. Þess verður krafist ef frumvarpið nær fram að ganga að menn hafi hagfræði-, lögfræði-, eða við- skiptamenntun til að hljóta leyfi til að starfrækja verðbréfamiðlun. Ráðherra getur hins vegar veitt undanþágu frá þessu ákvæði. Sjá nánar þingfréttir bls. 44. BSRB og ríkið: Samningavið- ræður eftir áramótin VIÐRÆÐUR fjármálaráðuneytisins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um nýjan kjarasamning hefj- ast eftir áramót. Það varð niðurstað- an af fundi formanns og varafor- manna BSRB með fjármálaráöhcrra ígær. A fundinum skýrðu forystu- menn bandalagsins meginatriðin í væntanlegri kröfugerð BSRB f komandi kjarasamningum. Aðal- kjarasamningur BSRB og ríkisins, svo og allir sérkjarasamningar, eru lausir um áramótin. 60 manna aðalsamninganefnd BSRB kemur saman 7. janúar næstkomandi. viku barst þeim aftur bréf frá Pósti og síma þar sem tilkynnt var að samgönguráðuneytið og fjármála- ráðuneytið telji uppsagnirnar vera skilyrtar og því væru þær ógildar. „Nú hefur stjórn félagsins og trúnaðarráð heimild til að boða verkfall og mér finnst ekki ótrúlegt að það verði gert fljótlega ef ekkert gerist," sagði Valgeir Jónasson að lokum. VIÐ höfnina í Straumsvík liggur nú rúmlega 40 þúsund lesta flutninga- skip merkt japanska skipafélaginu Sanko Line, sem varð gjaldþrota fyrr á árinu. Þótt gjaldþrot Hafskips hf. sé stórt á íslenska vísu er það lítið í samanburði við gjaldþrot Sanko Line. Japanska skipafélagið rak á annað hundrað skip, flest af stærð- argráðunni 50 þúsund til 200 þús- und lestir, sem aðallega fluttu kol og járnvörur. Til samanburðar má nefna að íslensku flutningaskipin eru á bilinu þúsund til fimm þúsund lestir. Orsök gjaldþrots Sanko Line er talin hafa verið geysileg offjár- festing félagsins. Það lét smíða um 100 skip á fáum árum í þeirri von að flutningar ykjust. Sú von brást og því fór sem fór. Mörgum skipa þrotabús Sanko Lines er haldið áfram í rekstri undir nafni fyrir- tækisins, þótt aðrir eigendur hafi tekið við þeim. Skipið sem liggur við festar í Straumsvík er með rúmlega 38 þús- und lestir af súráli frá Ástralíu. Unnið er að uppskipun, en ekki er víst að takist að ljúka henni fyrir jól. NQTADRJÚGI ORBYLGJUOFNINN FRA PHILIPS KEMST AUÐVELDLEGA FYRIRI SMÆSTU ELDHUSUM OG KOSTAR AÐEINS 14.900.-KRONUR. IPsÉÉÉlsISi ffii Wrbylgjuofninn frá Philips er ákaflega fyrirferðarlítill og rúmast alls staðar. Hann er engu að slður ótrúlega stór að innan og afgreiðir fjallstórar jólasteikur á lygilega skömmum tíma. Þú getur fest ofninn uppá vegg eða neðan á eldhússkápinn, eða bara þar sem hentugast er fyrir þig að stinga steikinni og jólabakstrinum í hann. Það tekuraðeins 5 mínúturað læra á ofninn, en hann getur sparað þér mörg hundruð mínútur við undirbúning jólanna. Og svo er verðið auðvitað alveg einstakt; aðeins 14.900,- krónur. Philips tryggir öryggið og endinguna, við hjá Heimilistækjum tryggjum þér góða þjónustu og gefum þér allar nánari upplýsingar með bros á vör. Við erum sveigjanlegir í samningum. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - S: 20455- SÆTÚNI 8- S 27500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.