Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
Fyrsti ósigur Kasparovs
sem heimsmeistara
Skák
Margeir Pétursson
Það reyndist fullsnemmt að af-
skrifa möguleika Jans Timman í
einvíginu við Gary Kasparov, heims-
meistara, þó Hollendingurinn hafi
tapað tveimur fyrstu skákunum. í
þriðju skákinni, sem tefld var á
þriðjudaginn, gerði Timman sér lítið
fyrir og lagði Kasparov að velli í
42 leikjum, eftir æsispennandi bar-
áttu í lokin. Þetta er fyrsta tapskák
Kasparovs eftir að hann varð heims-
meistari í skák fyrir rúmum mánuði
síðan. Það er hollenska sjónvarps-
og útvarpsstöðin KRO, sem heldur
einvígið í tilefni af 60 ára afmæli
sínu.
Sigur Timmans í þriðju skák-
inni kom mjög á óvart, því fyrstu
tvær skákirnar hafði heimsmeist-
arinn teflt frábærlega vel og í
annarri skákinni beið Hollending-
urinn algjört afhroð. Þá átti hann
gjörtapað tafl eftir aðeins tuttugu
leiki. Timman fór rólega af stað
í þriðju skákinni, sem tefldist eins
og sú fyrsta, allt fram í 23. leik,
er Timman breytti út af. í 30.
leik hleypi hann síðan öllu í bál
og brand, fórnaði skiptamun fyrir
sókn gegn kóngi heimsmeistar-
ans. Síðan fórnaði Timman ridd-
ara í 32. leik. „Sóknin var byggð
á misskilningi,“ sagði hann eftir
á, en samt sem áður fataðist
Kasparov vörnin og er Sovét-
maðurinn gafst upp i 42. leik lá
fyrir að hann myndi tapa drottn-
ingunni.
Hollenskir skákfrömuðir voru
að vonum ánægðir með þá hörku
Timmans, að leggja allt undir,
eftir ófarirnar í tveimur fyrstu
skákunum. Hefði Kasparov fund-
ið réttu vörnina hefði hann líklega
unnið þriðju skákina í röð. „Nú
er Timman laus úr álögum og
hann gæti ennþá unnið einvígið,"
sagði Jos Timmer hjá KRO-stöð-
inni. „Það er ekki að ástæðulausu
að Timman er einn þeirra fjög-
urra sem berjast um réttinn á
heimsmeistaraeinvígi næsta
haust," bætti hann við.
Þetta einvígi, sem er ekki liður
í heimsmeistarakeppninni, er nú
hálfnað. Fjórðu skákina átti að
tefla í gær, fimmtudag, þá fimmtu
í dag og þá síðustu á sunnudaginn.
Þriðja einvígisskákin:
Hvítt: Jan Timman
Svart: Gary Kasparov
Spænski leikurinn
I. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 04) — Be7,
6. Hel — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 —
04), 9. h3 — Bb7, 10. d4 — He8,
II. Rg5 — HI8,12. RH — He8
Riddaraflandur hvíts þjónaði
þeim tilgangi einum að færa hann
nær tímakörkunum.
13. Rbd2 — Bf8, 14. a3 — h6, 15.
Bc2 — Rb8, 16. b4 — Rbd7, 17.
Bb2 — g6, 18. c4 — exd4, 19. cxb5
— axb5, 20. Rxd4 — c6, 21. a4 —
bxa4,22. Bxa4 — Db6
Þessi staða kom einnig upp í
fyrstu skákinni. Þá lék Timman
b4-b5, sem leiddi ekki til neins,
svo nú breytir hann út af.
23. Rc2 — Dc7, 24. Bb3 — Ba6,
25. Hcl — Bg7, 26. Re3 — Bb5,
27. Rd5! - Rxd5, 28. Bxg7 - Kxg7,
29. exd5 — Re5
De7, 34. f3 hefur hvítur töluvert
spil fyrir skiptamuninn, en það
er hins vegar mjög erfitt að sjá
hvernig hvitur hefur ætlað að
halda áfram sókninni eftir 31. —
De7!, sem kemur drottningunni í
vörnina og heldur gafflinum á
hvítu hrókana.
32. Rf6!!
32. Dc3+ — He5! leiddi hins
vegar ekki til neins.
— Hxel+, 33. Hxel — Kxf6, 34.
Dc3+ — Re5
Það var ekki fýsilegt að fara
með kónginn út á borðið, svo
Kasparov ákveður að gefa mann-
inn til baka.
• b c d
I 9 •«
Fram að þessu hefur allt gengið
eðlilega fyrir sig. Svartur hótar
30. — Rd3 og nú hefði verið örugg-
asti að leika 31. Rc4 og skákin
myndi fljótlega fjara út í jafn-
tefli. En í staðinn velur Timman
afskaplega djarft framhald.
Kasparov átti nú aðeins 17 mínút-
ur eftir á klukkunni.
30. Re4!? — Rd3,31. Dd2
Ekki 31. dxc6? — f5! og svartur
vinnur.
— Ha3?
Svo virðist sem Kasparov hafi
yfirsézt næsti leikur hvíts. Eftir
31. - Rxcl!, 32. Dd4+ - f6!, 33.
Hxcl (hvítur kemst ekkert lengra
áleiðis eftir 33. Dxf6+ — Kh7) —
35. - Ba4??
Aftur sneiðir Kasparov hjá
eðlilegum og góðum leikjum og
nú kostar það hann skákina.
Vafalaust mátti enn halda jafn-
tefli með 35. — Kg7, 36. fxe5 —
dxe5, því 37. Hxe5 gengur auðvit-
að ekki vegna 37. — Hxb3. Hvítur
yrði þar af leiðandi að leika 37.
Db2 — Da6+, 38. Khl — cxdö eða
37. Khl, en í báðum tilfellum er
jafntefli líklegasta niðurstaðan.
36. fxe5+ — dxe5,37. d6!
Vinningsleikurinn
— Dxd6
Svartur er einnig varnarlaus
eftir 37. — Da7+, 38. Khl.
38. Df3+ - Ke7, 39. Dxf7+ -
Kd8, 40. Hdl — Hal, 41. Df6+ og
Kasparov gafst upp.
E.t.v. hefur heimsmeistarinn
ofmetnast eftir velgengnina í
upphafi, a.m.k. tefldi hann vörn-
ina af of mikilli bjartsýni og það
er sjaldgæft að Kasparov verði á
jafn grófar yfirsjónir og í loka-
kafla þessarar skákar.
HE-MAN
Barnaskyrtur
St. 1V/2-14
kr. 690.-
Barnapeysa
kr. 590.-
iöf barnanna íár
Morgunbladid/SigJóns.
Verðlaunahafar í ritgerðasamkeppninni: Ingibjörg Lára Hjartardóttir, Þór-
halla Andrésdóttir, Auður Ágústa Ágústsdóttir og Hildur Arnadóttir, ásamt
fulltrúum í framkvæmdanefnd.
Sala hvíta pennans:
600 þúsund út-
hlutað í þágu aldr-
aðra á Suðurlandi
Selfossi, 16. desember.
8.559 hvítir pennar seldust á Suðurlandi dagana 8.—9. nóvem-
ber sl. þegar fram fór söfnun í þágu aldraðra. Til úthlutunar
hjá framkvæmdanefnd söfnunarinnar komu kr. 600 þúsund, sem
skiputst á 6 staði.
Framkvæmdanefnd söfnunar í þágu aldraðra á Suðurlandi
hélt fund 13. desember sl. í safnaöarheimili Selfosskirkju og
kynnti árangur söfnunarinnar og úthlutun fjárins. Þá voru kynnt
úrslit í ritgerðasamkeppni grunnskólanema á Suðurlandi og
bestu ritgerðirnar lesnar upp.
Til félagslegrar aðstoðar og
þjónustu við aldraðra var úthlutað
kr. 50 þús. á hvern eftirtaldra
staða: Kirkjubæjarklaustur, Vík,
Hvolsvöll og Hellu.
Til heimilis aldraðra á Blesa-
stöðum á Skeiðum var úhlutað kr.
100 þúsund. Til uppbyggingar
langlegudeildar við Sjúkrahús
Suðurlands á Selfossi var úthlutað
300 þúsundum ásamt því sem síðar
kann að skila sér af söfnuninni.
Þetta framlag til langlegudeild-
arinnar er ákveðin viljayfirlýsing
um að framkvæmdir hefjist.
Nefndin lítur á framlag þetta sem
hlut Sunnlendinga á móti framlagi
Barnabuxur margir litir
kr. 980.-
Barna-jogging-gallar 50%
bómull — 50% akríl.
Litur grár Kr. 690.-
Herra ullarbuxur
Kr. 1290—1490.-
Herra ullar-
peysur
kr. 1190.-
Dömupeysur,
blússur,
jogging-gallar,
úlpur.
Dömu- og herra-
buxurímiklu
úrvali.
Opið frá
kl. 10—22
Grandagarði 3, Rvík. s. 29190, Mánagötu
1, Isaf. s. 94-4669, Egilsbraut 5. Neskaupst.
s. 97-7732, Eyrarvegi 17, Selfossi s. 99-
1283.
ríkissjoðs, en í slík verkefni er
framlag heimaaðila 15% af kostn-
aði en ríkis85%.
Fyrstu verðlaun í ritgerðasam-
keppni sem fram fór í grunnskól-
um á Suðurlandi, í Árnes-, Rang-
árvalla- og Vestur-Skaftafells-
sýslu, hlaut fyrstu verðlaun Auður
Agústa Hermannsdóttir, 12 ára í
barnaskólanum á Selfossi, fyrir
ritgerð sem bar heitið Æskan
hjálpar öldruðum.
Önnur verðlaun hlaut Hildur
Árnadóttir í 9. bekk á Hvolsvelli,
hennar ritgerð bar nafnið Hugleið-
inggamals manns.
Ingibjörg Lára Hjartardóttir, 12
ára í Ljósafosskóla, hlaut 3. verð-
laun fyrir ritgerðina Hvað getum
við gert fyrir aldraða? Aukaverð-
laun voru veitt Þórhöllu Andrés-
dóttur, 12 ára frá Selfossi, fyrir
ritgerðina Æska og elli. Verðlaun-
in voru bækur frá Iðunni, Erni og
örlygi, Vöku og Helgafelli. Auk
verðlaunahafanna hlutu 7 skólar
bókaverðlaun sem viðurkenningu
fyrir ritgerðar nemanda þaðan.
Framkvæmdanefnd söfnunar í
þágu aldraðra á Suðurlandi var
skipuð þeim sr. Halldór Gunnars-
syni, Holti, Rang., Grétari Jóns-
syni, Selfossi, og Böðvari Pálssyni,
Búrfelli, Grímsnesi.
Halldór Gunnarsson formaður
nefndarinnar sagði að með út-
hlutun söfnunarfjárins vænti
nefndin þess að hafa komið til
móts við þær óskir sem fram hafa
komið um að hvíti penninn mætti
hjálpa öldruðum og styðja það
góða verk sem víða væri unnið í
þeirra þágu á Suðurlandi.
SigJóns.
$6777
AUCLÝSINCASTOFA
MYNDAMÓTA HF