Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 75 1 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11.30 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hn/MunnvuKi'iJK Um bflbeltin Þau gleðilegu tíðindi berast nú um landiö að von sé á endurbætt- um umferðarlögum. Ekki var van- þörf á að laga þau. Það er nú einmitt svo að þessir lagabálkar eru þannig úr garði gerðir að í þeim er varla nokkur grein, sem reyndir menn á sviði umferðar- mála ekki gætu breytt til mikilla bóta. Enginn veit hversu mikill bölvaldur það er að vera að burðast með lög, sem eru svo langt frá raunveruleikanum að löggæslu- menn geta ekki krafist þess af almenningi að eftir þeim sé farið. Og verkin sýna merkin. ut yfir tekur þó þegar hið háa alþingi lætur hafa sig til þess að sam- þykkja lög og láta það fylgja með að ekki þurfi að fara eftir þeim, sem sagt engin refsing liggi við þótt þau séu brotin. Hvílík laga- setning hjá sjálfri löggjafarsam- komunni. Þarna virðist varla hægt að merkja að hugur hafi fylgt máli hjá þingmönnum, enda málið meira en lítið hæpið. Hér er að sjálfsögðu átt við lögbindingu bíl- ólanna. E.t.v. hefur það hvarflað að einhverjum úr hópi þingmanna að ábyrgðarhluti væri að krefjast niðurbindingar, t.d. ef eldur kæmi upp í bifreið hjá bundnu fólki og ofsahræðsla brytist út, einnig ef bifreið með fólki í böndum steypist í vatn o.fl. Einhverjum kann að hafa orðið hugsað til skaðabóta- skyldunnar ef slys yrðu, sem rekja mætti til þess að fólkið var bundið. Án efa getur þó verið vörn í bílól- um í vissum tilfellum en því miður tjón í öðrum. Þó að margt megi misjafnt um hin gömlu umferðarlög segja, þá eru þau þó ekki verri en svo að ef að í einu og öllu væri farið eftir þeim, þá yrðu slysin sennilega mun færri heldur en þau eru nú og varla nokkur einasta þörf fyrir bílólarn- ar. Þetta kom í ljós 1968 eftir breytinguna úr vinstri umferð í hægri. Þá var lítið um ólar og lítið um slys en mikil fræðsla um umferðina og margir löggæslu- menn á verði og leiðbeinandi veg- farendum. Ökumaður. Lyklar fundust Á sölusvæði Aðal bílasöl- unnar við Miklatorg hafa fundist húslyklar í svörtu leðurveski. Sjö lyklar að hurð- um og skápum og peninga- hirslum. Eigandi lyklanna er mjög líklega bílvirki eða vél- smiður. Lyklarnir eru hjá Aðal bílasölunni. Einkabankar og ríkisbankar Jólaglaðningur Rammagerðar- innar Móðir hringdi. „Ég vil koma á framfæri þakk- læti til verslunarinnar „Ramma- gerðin" við Hafnarstræti. Þannig var að börn úr leikskólanum við Grænatún í Kópavogi fóru í bæjar- ferð ásamt fóstrunum í jólaösinni fyrir stuttu og skoðuðu meðal annars alla jólasveinana í Ramma- gerðinni. Þar sem börnin stóðu þarna og dáðust af skreytingunum kom Haukur Gunnarsson verslun- arstjóri og af öllum súkkulaði- stykki og svaladrykk. Mér finnst full ástæða til að þakka fyrir þetta framtak því börnin urðu himinlif- andi og fátt annað komst að hjá þeim eftir bæjarleiðangurinn." í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins 14. desember sl. er m.a. rætt um bankamálin. í því sam- bandi er getið um þá hugmynd að Verslunarbankinn og Iðnaðar- bankinn sameinist Útvegsbankan- um í einn banka. Meðal annars er svo að orði komist: „Á hinn bóginn hljóta stjórnendur, starfsfólk og hluthafar þessara banka svo og viðskiptavinir þeirra að íhuga hvort þeir væru betur settir með því að ganga til samstarfs við yfirtöku á rekstri Útvegsbankans og taka þar með við margvíslegum vandamálum í rekstri sjávarút- vegs og fiskvinnslu, sem Útvegs- bankinn hefur þurft að glíma við.“ Já, ætli þeir myndu ekki hugsa sig vel um áður en þeir færu að veita fiskútgerð rekstrarfé með tryggingarveði í fiski, sem vænt- anlega syndir í sjónum og væntan- lega yrði veiddur, eins og einn úti- bússtjóri Útvegsbankans komst að orði, að bankinn yrði að gera. Tilkoma og tilvera einkabank- anna byggist á því að lokka til sin sparifé úr ríkisbönkunum og lána það í áhættuminni rekstur en til fiskveiða og minnka þannig út- lánagetu ríkisbankanna. Enda dafna þeir eins og gorkúlur á haug með tryggari veðum, en fiskum sem væntanlega synda í sjónum. Annars má segja að sé nokkuð samræmi í því, að ríkisbankarnir sjái útgerð og fiskvinnslu fyrir rekstrarfé, þegar ríkisvaldið sér um að halda þessum undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar á mörkum gjaldþrots svo áratugum skiptir með rangri gengisskráningu. Eins og ástandið er í sjávarútvegi myndi enginn einkabanki lána fé til útgerðar og fiskvinnslu. Hvað viðkemur Útvegsbankan- um, þá eru það ill örlög að hann skuli nú vera farinn að hallast um „60—70 gráður“ vegna taps á við- skiptum sem ekki eru hans aðal- verkefni. Því nafnið Útvegsbanki er til orðið vegna þess að starfs- semi hans skyldi fyrst og fremst beinast að fiskútgerð og fisk- vinnslu. Olafur Á. Kristjánsson. Skoðað í ghigga Rammagerðarinnar. HEILRÆÐI V Hvernig á að bregðast við hinu óvænta Um jól og áramót eru fjölskyldutengslin meiri og sterkari en jafnan á öðrum árstíma. Því er það gott ráð að fjölskyld- an öll gefi sér tíma til að fara saman yfir það, sem helst þarf að varast og hvernig bregðast skuli við hinu óvænta. Athugið að nú eru börnin komin í jólafrí og því meira á ferðinni en áður. Gleymum ekki öryggi þeirra og sýnum þeim og öðrum tillitssemi. Njótum undirbúnings jólanna með slysalausum dögum. JOLAGJOFIN IAR! Tílvalin til þess að stinga með í jólapakka hans eða hennar. í hverjum pakka eru sex valin eintök af GESTGJAFANUM, tímariti um mat, frá árunum 1982 og 1983. í hverju tölublaði eru yfir 30 mismunandí uppskriftir af mat og drykk. Gefið gagnlega gjöf í fallegum gjafaumbúðum. Ath. Takmarkað upplag. Þetta er bókin! Mörk og er óskabók knattspymu- mannsms. Bókin er fyrsta bindi íslensku knattspymu- sögunnar. Hún er 208 blaðsíður - prentuð á mjög góðan myndapappír. ¥ Tryggið ykkur eintak strax. * Takmarkad upplag prentað. * Bókin verður ekki endurprentuð. k Jólabok knattspymuiuiandans. * Aldrei hefur áður verið gefin út eins stór og vegleg knattspymubók hér á landi. sætir sigrar eftir Sigmimd Ó. Steinarsson Já, þetta er bókin! Þrír kunnir iþróttafréttamenn hafa skrifað um bókina: Hallur Simonarson, DV: „Litlar heimildir i þessum gæðaöokki hafa áður birst um islenska knatt- spymu. Það hefur verið algjört tóma- rúm flest árin.! framtíðinni verður það bætt og svo er úflihð mikfll kostur. Það gerist ekki betra þó að miðað sé við það besta í útgáfu slflcra bðka erlend- is." Gylfi Kristjánsson, Dagur. „Þessi bók er hin mesta „gullnáma" fyrir knattspynuiáhugamenn, og ekld er tfl annar eins fróðleikur um knatt- spymuna á Islandi á einum stað.” Steinar J. Lúðviksoon, ritstjóri íþróttablaðsins: „Það er meginstyrkur þessarar bókar að hún er skemmtfleg og nær að laða fram og undirstrika lyndisbragð margra leikmanna. Myndimar em emn af meginkostum bðkarinnar. Það er hreint ótrúlegt hvað Sigmundi hefur teldst aö safna saman mfldu og einnig skemmtflegum ljósmyndum og þaö er líka hróss vert hve vel honum tekst að flétta saman myndum og texta og búa þannig tfl eðlflega samfellu. Það er fengur i bókinni Mörk og sædr sigxar. Hér er vel farið af stað i ritun sögu íslensku knattspymunnar og höfundux nær að sameina skemmtun og fróðleik i bók sem er sett mjög lifandi og nýstár- lega upp. Það veröur gaman að fá meira að heyra. “. Upplýsingax í sima 32406 Bladió sem þú vaknar við!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.