Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Afganir vilja aöeins eitt — að fá að búa í friði í eigin landi — segir Gunnlaugur Stefánsson Gunnlaugur Stefánsson, starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar, dvaldi á landamærum l'akistans og Afganistans nýlega og kynnti sér á hvern hátt Hjálparstofnunin gæti komið íslenskri aðstoð til skila. Hann var fyrst spuður hvort hjálparstarf ætti rétt á sér við stríðsaðstæður? „Stríðið í Afgan- istan er saklausu fólki þess lands ekki að kenna. Afganir vilja aðeins eitt, þ.e. að fá að búa í friði í eigin landi, njóta frelsis og sjálfstæðis eins og áður. Þegar það gerist að þriðjungur þjóðar- innar neyðist til að flýja land, flýja undan dauða og þjáningu, þá hlýtur hver maður að sjá, að ástandið er meira en lítið alvar- legt. Flóttagangan yfir landa- mærin er ekki þrautalaus. Það er þjáningarganga. Þegar sak- laust fólk líður, þegar fólki er ógnað á jafn skelfilegan hátt og raun ber vitni í Afganistan, þá trúi ég ekki að nokkur maður geti verið á móti því að slíku fólki verði rétt hjálparhönd." Hvernig beinist þetta stríð gegn saklausu fólki? „Það var áberandi í öllum samræðum er ég átti við afg- anska flóttafólkið að öllum bar saman í lýsingum sínum af stríð- inu. Við skulum átta okkur á því að stríðið í Afganistan er ekki háð í beinni sjónvarpsútsend- ingu, eins og við eigum að venj- ast. Þvert á móti er þetta stríð háð fyrir lokuðum tjöldum. Fjöl- miðlar eiga því mjög erfitt um vik með að skýra heiminum frá hvað er í raun að gerast. En þessi gífurlegi flóttamannastraumur segir sitt og við verðum að hlusta á hvað hinn almenni Afgani hefur að segja. Mér þótti t.d. óhugnanlegt að heyra hvern af öðrum segja frá leikfanga- sprengjunum, þ.e. sprengjum sem líta út eins og leikföng, sem dreift er í þorpum og við þjóðvegi og springa í höndum barna við minnstu snertingu. „Þær drepa ekki, en særa heiftarlega og hvað á að gera þar sem enga sjúkra- hjálp er að fá?“ eins og ein afg- önsk móðir komst að orði. Fólkið sagði frá sprengjuárásum á þorp og akra og síðast en ekki síst hitti ég engan afganskan flótta- mann, sem ekki hafði orðið fyrir árásum á sjálfri flóttagöngunni. Ég fékk það sterkt á tilfinning- una að stríðið beindist að því að i Gunnlaugur Stefánsson draga úr þreki og viðnámi hins almenna borgara, neyða fram uppgjöf innanfrá hjá þjóðinni sjálfri." Er öruggt að íslensk hjálp komist til skila á þessum svæðum? „Hjálparstarfið við flóttafólk- ið í Pakistan er nú þegar mjög vel skipulagt. Meginvandinn er samt sá að erlendar hjálpar- stofnanir neyðast til að draga saman seglin vegna minnkandi framlaga til starfsins. Það er einmitt þetta sem oft vill gerast í hjálparstarfi þegar hörmungar dragast á langinn. Harmleikur- inn fer að verða hluti af lögmáli hins daglega lífs á meðal okkar sem erum aflögufær, okkar sem getum rétt fram hjálparhönd. Nú hefur þetta stríð geisað í sex ár og fer harðnandi. Dánartöl- urnar hafa ekki sömu áhrif á okkur og áður. En þörfin á hjálp er jafn brýn og brýnni en áður. T.d. eru þrjú þeirra verkefna sem Hjálparstofnunin hefur tekið að sér á því stigi að þeim verður lokað 1. febrúar ef ekki kemur til aukið hjálparfé. Þarna viljum við koma inní og tryggja að a.m.k. megi halda því starfi áfram sem stofnað hefur verið til eins og okkur er framast mögulegt. Eg get fullvissað alla um það að í hjálparstarfinu við Afgani kemst ekki aðeins hver króna til skila, heldur margfald- ast hún í hjálparstarfinu sem þarna fer fram. — En við höfum einnig ákveðið að taka þátt í hjálparstarfi innan Afganistan við þetta kjarkmikla fólk sem enn er að berjast fyrir lífinu innan landamæranna. Það verð- ur fólgið í að kaupa og styðja flutning á sáðkorni til Afganist- ans, en á því er mikill hörgull. Sáðkorn er grundvöllur þess að fólk geti dregið fram lífið í landinu. Einnig ætlum við að styðja starfsemi hjúkrunarfólks innan Afganistans." Eru íslendingar af- lögufærir við hjálpar- starf í öðru landi um þessi jól? „Það er ekki markmið hjálpar- starfsins að valda gefendum fjár- hagsáhyggjum. Það er frjálst val að taka þátt og hver getur lagt af mörkum eftir efnum og ástæð- um. Ég veit vel að ástæður margra á meðal okkar hér á landi eru mjög erfiðar um þessar mundir. Það finnum við vel þegar tekið er mið af þeim innanlands- beiðnum er Hjálparstofnuninni berast. En í landi eins og Pakist- an þar sem meðaldaglaun eru um 60 krónur, fátækt slík að enginn fslendingur trúir, nema að sjá það með eigin augum, þá getur minnsta framlag skipt ótrúlega miklu máli. Hitt er ljóst að hjálp- arstarf á aldrei að draga úr okkur kjark og þrek við að efla íslensk lífskjör, þvert á móti ætti aðstoð við þurfandi í fjar- lægu landi að hvetja okkur til dáða hér innanlands líka. En hinu megum við aldrei gleyma hvílík verðmæti okkur hafa verið falin. Okkar ábyrgð er einnig fólgin í því að aðrir fái að njóta þeirra. Afganir eru ekki að biðja um vorkunn og ölmusu. Þeir eru að kalla okkur til samvinnu og samhjálpar á réttlætisgrund- velli." „ÞETTA FOLK A ALLA MÍNA SAMÚÐ — segir Oddur Gústafsson Oddur Gústafsson, deildarstjóri tæknideildar sjónvarpsins, var hljóó- maöur í ferð sjónvarpsmanna og fulltrúa Hjálparstofnunar kirkjunnar til Pakistan á dögunum, þar sem þessir aðilar kynntu sér ástandið í flóttamannabúðum Afgana. Oddur var um það spurður hvort ástandið hefði verið í lík- ingu við það sem hann hefði ætlað fyrirfram. Hann sagði að erfitt væri að setja sig í spor flóttafólksins og skynja til fulls hvílíkar raunir þetta fólk hefur upplifað. í flóttamannabúðum fyrir fólk sem nýkomið var yfir landamærin var ástandið óbjörgulegt. Fólkið bjó nánast á berangri og hafði hróflað upp lítt burðugum tjöldum yfir höfuð sér. En í búðum þar sem fólkið hafði dvalið um skeið, þar var ástandið betra. Flóttafólkið situr ekki og bíður eftir að tíminn líði. Það er hörkuduglegt og reynir að bjarga sér af fremsta megni. Og Oddur Gústafsson hélt áfram og sagði: „Sannleikurinn er sá, að í þessum flóttamanna- búðum fór þrennt saman: í fyrsta lagi dugnaður og kraftur þessa fólks. I annan stað vel skipulögð hjálparstarfsemi er- lendra hjálparstofnana og í þriðja lagi gestrisni heima- manna, Pakistana, sem tóku á móti þessu fólki með aðdáunar- verðum velvilja. Þegar þetta þrennt kom saman, þá varð nið- urstaðan hreinlega sú, að afg- önsku flóttamönnunum hafði tekist að breyta frumstæðum flóttamannabúðum í tiltölulega þróuð þorpssamfélög. En þótt fólk væri duglegt að koma sér fyrir og standa sig i hinu nýja umhverfi, var langur vegur frá því að það ætiaði sér að dveljast í Pakistan til eilífðar. Þvert á móti ætlaði það aftur til Afgan- istan. Dvölin í Pakistan var bara bráðabirgðaástand." Tisiinn ekki EÓEiutrioí „Þetta fólk á í stríði, það fór ekkert á milli mála,“ sagði Oddur Gústafsson því næst. „Það var talin siðferðileg skylda að ungir menn færu þrjá mánuði á hverju opna og viðfelldna í garð íslend- inganna. „Okkur var mjög vel tekið,“ sagði hann. „Raunar strax í Pakistan, í höfuðborginni Kar- achi. Við höfðum af því nokkrar áhyggjur að seint og erfiðlega gengi að koma tækjabúnaði okk- ar sjónvarpsmanna inn í landið, en búnaðurinn vó um 180 kíló- Oddur Gústafsson Sjúkrahús, sem rekið er fyrir særða flóttamenn á landamærum Afganistans og Pakistans á vegum kirkjunnar. grömm. En það var öðru nær. Og það var alveg sama hvar við Yfirtollvörður þarna á staðnum komum, alls staðar var fólk tók okkur mjög vel og skoðaði reiðubúið að tala við okkur og tollpappira okkar og bréf frá gera okkur upplýsingaöflunina ári yfir landamærin til Afganist- an og tækju þátt í að verjast og berjast gegn Rússum. Þetta er heilagt stríð og það sem mér kom svo mjög á óvart var hversu tíminn skipti í raun litlu máli í því sambandi. Menn sögðu sem svo, að þótt þeir dæu þá tækju bara aðrir við. Við íslendingar erum vanir því að ganga að ein- hverju verkefni og viljum ljúka því með einum eða öðrum hætti á tilteknum og sem skemmstum tíma. En tíminn var ekki aðalat- riðið hjá Afgönum. Þeir ætluðu ekki að hætta baráttunni fyrr en sigur hefðist, fyrr en Rússar hefðu verið sendir úr landi til síns heima. En það gat tekið ár, það gat tekið tíu ár, það var ekki aðalatriðið, heldur hitt að haldið yrði áfram þar til sigur ynnist. Þetta æðruleysi og þessi seigla snart mig. Oddur Gústafsson sagði afg- önsku flóttamennina ákaflega utanríkisráðuneytinu íslenska. Og með einni handarhreyfingu teygði hann sig upp í hillu og dró þaðan út bréf frá íslenska sendiráðinu í London, sem hafði verið sent á undan okkur og þar með var málið leyst. Þetta var auðvitað líka að þakka góðu skipulagi af hendi Hjálparstofn- unar kirkjunnar áður en við lögðum af stað, en hitt var þó staðreynd að allir tóku okkur afar vel. Þegar við komum t.d. f fyrstu flóttamannabúðirnar, þá vorum við samferða bíl sem var frá erlendri hjálparstofnun og var að koma með matarolíu og korn í búðirnar. Með okkur voru einnig tveir afganskir skærulið- ar. í þessari samfyigd vorum viö strax álitnir vinir af fólkinu þarna í flóttamannabúðunum. og ferðina sem þægilegasta." þakklátt fyrir hjálpina Flestar búðirnar, sem sjón- varpsmenn og fulltrúi Hjálpar- stofnunar kirkjunnar heimsóttu, voru mjög skammt frá landa- mærum Afganistan og Pakistan. Oddur Gústafsson sagði að stríð- ið hefði verið á næstu grösum í bókstaflegri merkingu og einnig huglægri, því stríðsreksturinn væri mjög ofarlega I hugum fólks. „En þótt þetta fólk vilji standa sig og leggi sig allt fram um það, þá er það þakklátt fyrir þá aðstoð sem hjálparstofnanir hafa veitt. Fólkið veit og finnur að hér er um heiðarlega aðstoð áð rsEöa veiilá á? opnum hug og velvilja. Það skynjaði ég gjörla. Þarna er ekki um neyðarhjálp að ræða, heldur hjálp til upp- byggingar heilsugæslu og mennt- unar, sáðkorn útvegað til rækt- unar og önnur aðstoð til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar." En Oddur bætti við: „Hitt er það, að við fengum af því fregnir að í borgum Afganistan, en þeim ráða Sovétmenn, s.s. eins og höfuðborginni Kabúl, er nægan mat að fá. Sovétmenn flytja með sér tæki og mat til höfuðborgar- innar, þannig að setulið þeirra og stuðningsmenn hafa nóg að bíta og brenna. Úti í sveitunum er hins vegar skortur í Afganist- an og samkvæmt frásögnum flóttafólksins hafa Rússar t.d. lagt í eyði 100 km belti meðfram landamærunum. Okkur var sagt frá því, að stundum væru eldri menn sendir inn í höfuðborgina til kaupa á matvælum, sem þeir flyttu síðan með sér út í sveitirn- ar.“ „Það er deginum ljósara eftir samtöl við flóttafólkið, að það hafði ekki flúið fyrr en það sá enga aðra leið,“ sagði Oddur. „Og það var aldeilis ekki komið til Pakistan til að þiggja neina miskunn og meðaumkvun. Þetta var stríðshrjáð fólk sem neyddist til að flýja heimskynni sín. Og allir höfðu misst einhverja ætt- ingja í stríðinu. Svíar, sem þarna höfðu verið, reiknuðu út hugsan- legt mannfall í stríðinu í Afgan- istan með því að tala við flótta- fólkið og fá upplýsingar um fjölda fallinna ættingja. Þeir reiknuðu út með þessari aðferð að mannfallið í stríðinu í Afgan- istan væri sennilega um ein milljón. En aðrar tölur heyrðust líka. Allt niður í hundrað þúsund, en það þótti flestum mjög lág og ósennileg tala. „Vissulega hafði ég eins og aðrir gert mér hugmyndir um stríðið I Afganistan og tekið mína afstöðu. Eftir þessa ferð hins vegar er ekki nokkur efi í mér lengur. Ég hef fulla samúð með þessu afganska flóttafólki og baráttu þess gegn Sovét- mönnum. Þetta fólk vill ekkert annað en fá að lifa í friði og spekt í eigin landi laust við áþján stór- veldisins, Sovétríkjanna. Þetta fólk á alla mína samúð og allan íulr.r. stuðning," sagði Oddur Gústafsson, hljóðmaður hjá sjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.