Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 20.12.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 9 Hestamannafélagið Fákur Lokasmölun verður á Kjalarnesi sunnudaginn 22. desember. Hestar verða í rétt sem hér segir: Dalsmynni kl. 11 —12, Arnarholtikl. 13—14, Saltvík kl. 15. Vetrarfóður á Ragnheiðarstöðum Getum bætt við hestum í vetrarfóörun á Ragn- heiöarstöðum. Góð aðstaða fyrir unghross og folaldsmerar. Uppl. á skrifstofunni, símar 82355 — 672166. JÓLAGETRAUN Hjá þessum úrsmiðum getur þú tekið þátt í SEIKO jólagetraunirmi. GARÐAR ÓLAFSSON, Lækjartorgi, Rvík GILBERT GUÐJÓNSSON, Laugavegi 62, Rvík JÓN OG ÓSKAR, Laugavegi 70, Rvík GUÐMUNDUR HANNAH, Laugavegi 55, Rvík GEORG HANNAH, Hafnargötu 49, Keflavík TRYGGVI ÓLAFSSON, Strandgötu, Hafnarfirði KARL GUÐMUNDSSON, Austurv. 11, Selfossi Biðraðir og skömmtun Svavar Gestsson, formaður Alþýöubandalagsins, réöst í þing- ræöu á dögunum aö verzlunarsamkeppni, einkum innflutnings- verzlun. Á milli oröa í máli hans glitti í verzlunarhöft, vöruþurrö, skömmtunarseðla og biöraðir, eins eldra fólk man vel eftir á löngu liönum haftaárum — og eins og enn viögengst í „fyrirmynd- arríkjum sósíalismans". Þar skiptir hinn pólitíski aöall viö sér- verzlanir en sauösvartur almúginn sætir biðröðum aö tómum hillum. Eyjólfur Konráö Jónsson (S.-Nv.) svaraöi honum fullum hálsi. Staksteinar glugga í dag í ræöu Eykons. Auk þess verður staldraö viö hrein ósannindi Páls Péturssonar, formanns þing- flokks framsóknarmanna, í NT í gær. Ríkisskattar í Yöniverði 4 Ef búvörur og fískmeti er undan skiliö eru fíestar meginneyzluvörur almenn- ings innfíuttar. Eyjólfur Konráð benti á í svarræðu sinni til Svavars Gestsson- ar, að ríkisskattar væru hér stærrí hhiti af endan- legu verði þessara vara til fólks en í nokkru öðru lýð- frjálsu landi. Og hver hef- ur svo verið drýgstur við að hækka vöruverð til almennings með þessum hætti? Það vóru ríkis- stjórnir 1978—1983, sagði Eyjólfur. Alþýðubandalagið ber meginábyrgð á þessum stjórnum og stjórnarað- gerðum. Eyjólfur tók dæmi af vöru, brýnni nauðsynja- vöru, sem kostar hundrað krónur á hafnarbakka f Reykjavik. Tollur í þessu dæmi var 70% sem hækk- ar verð vörunnar í hundrað og sjötíu krónur. Ofan á það verð kemur síðan ann- ar ríkisskattur, vörugjald, 30% Verðið hækkar í rúm- ar tvöhundruð og tuttugu krónur. Innfíytjandi og kaupmaður (eða kaupfé- lag) hafa samtals 50% álagningu, til að standa undir verzhinarkostnaði. Verðið hækkar þvf enn og nú í þrjúhundruð fjörutíu og fímm krónur. Enn kemur ríkið til sögunnar og bætir 25% söluskatti ofan á það verð sem fyrir er. Þegar öll kurl eru kom- in til grafar hefur vara, sem kostar kr. 100.- á hafnarbakka, hækkað í verði upp f kr. 450.- áður en hún kemst til neytand- ans; þar af hefur ríkið hirt kr.250.-l Fjármálaráð- herra og við- skiptaráð- herra AB „Það er þetta sem veld- ur verðbólgu á fslandi," sagði Eyjólfur Konráð. „Það er þetta sem skapaði það ófremdarástand sém við erum að súpa seyðið af. Á því bera sjálfstæöis- | menn ekki ábyrgð. Á því I ber fyrst og fremst Al- þýðubandalagið ábyrgð. Þeir höfðu bæði fjármála- ráðherra og viðskiptaráð- herra sem dengdu öllum þessum sköttum yfír og við höfum ekki brotizt út úr þeim vítahring ennþá. „Fátækt fólk, sem ekki hefur til hm'fs og skeiðar,“ sagði Eyjólfur, „verður að gera sér grein fyrir því, hverjir sköpuðu þetta ástand f þjóðfélaginu; hverjir það vóru sem á mesta góðærí f sögu Is- lands juku skuldir þjóðar- innar jafn gifurlega og raun var á oröin. Hverjir það vóru sem möskuðu allt bankakerííð landsins ... Hverjir það vóru sem duldu þaö að íslenzka pen- ingakerfíð var hruniö. Við vitum það núna að það var hrunið fyrir mörgum árum og það var dulið með því að dengja yfír erlendum peningum, kalla það is- lenzka peninga, dengja þeim út f þjóðfélagið og hafa neikvæða vexti til ákveðinna „fyrirmyndar- fyrirtækja“ ... Sjóðir bankanna eru allir uppurn- ir ... Og fíestir aðrir fjár- festingarlánasjóðir meira og minna gjaldþrota. Þetta er allt sök þessara herra, sem nú koma og ásaka aðra“! Ósannindi Pálsá Höllustöðum Páll Pétursson, formað- ur þingflokks framsóknar- manna, hefur máske verið veðurtepptur heima á Fróni þegar hann setti saman langhund er birtist í NT f gær og er afsökun fyrir stefnu hans í kjarn- orkumálum. Hér verður ekki að langhundnum vik- ið að öðru leyti en því, að tína til eina staðhæfíngu af mörgum: Páll segir fyrst, sem satt er, að hann hafi beðið þingfréttamann Morgun- blaðsins um að birta til- lögu og greinargerð fram- sóknarmanna um „fryst- ! ingu kjarnorkuvopna". Bónin hafí verið sett fram 11. desember sL, sem rétt er. Síðdegis þann dag kom Páll þessum tilmæhim á framfærL Þá hafði tillögu- greinin þegar verið birt í heild á þingsíðu Morgun- blaösins. Engu að síður var orðið við tilmælum Páls, tillagan endurbirt með og ásamt þeirri greinargerð, sem henni fylgdi. Hvort tveggja var birt í heild og orðrétt og fékk veglegt pláss í blaðinu á þingopnu hinn 13. desember sl. Engu að síður tehir Páll við hæfi að staðhæfa að Morgunblaðið hafí ekki orðið við þessum tilmæhim „ennþá þann 15. desem- ber“, eins og hann kemst að orðL Hér fer þing- flokksformaðurínn með ósannindi, væntanlega í góðrí trú, en ekki að vendilega athuguðu máli! Vinnubrögð af þessu tagi eru ckki þingflokksfor- manni sæmandi. Þau koma og á óvart - úr þess- ari átL Húnvetningar vænta annars vinnulags af þingfulltrúum sínum. Einstæðar veggmyndir eftir RAX Ijósmyndara. Um er aö ræöa 10 mis- munandi myndir (50x70 sm), þar af tvær meö Ijóö- um eftir Matthías Johann- essen skáld. Övenjuleg og falleg jólagjöf. Mynd- irnar fást í eftirtöldum verslunum: Myndin, Dalshrauni 13, Hafnarfiröi. Hjá Hirti, Laugavegi. Katel, Klapparstígur. Habitat, Laugavegi. Penninn, Hallarmúla. Bókhlaðan, Glæsibæ. Vesturröst, Laugavegi (laxamynd). JL-húsiö, Hringbraut (húsgagnaverslun). Róm, Keflavík. AB-búóin, Akureyri. Héraösmyndir, Egils- stööum Börkur, Vestmanna- eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.