Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 - 0 JÓUN NÁLCAST og því er ekki seinna vænna aö fara aö huga aö jólaundirbún- ingnum. Viö erum reiðubúin til aöstoöar. Viljum aðeins minna á aö þaö er “ óþarft aö þeytast um allt þegar hægt er aö fá ailt til jólanna í einni ferö í Vöruhús Vesturlands. MATVÖRUDEILD Þaö er löngu orðinn þjóðlegur siður að gera vel við sig og sína í mat um hátíðarnar. Við höfum á boð- stólum alla matvöru, hátíðarmat sem meðlæti. Og vitaskuld alla hreinlætisvöru. Sem sagt: Allt sem til þarf. VEFNAÐARVÖRUDEILD Jólakötturinn gengur ekki laus lengur. Og þó svo væri þyrfti enginn að lenda í honum því við eigum fjölbreytt úrval fatnaðar á alla fjöl- skylduna. Til dæmis buxur og skyrtur frá Melka. Einnig skóáalla fjölskylduna. í stuttu máli sagt: Allan fatnað, frá toppi til táar, yst sem innst. GJAFAVÖRUDEILD Láttu ekki tal um gjafaaustur jól- anna slá þig út af laginu. Það er góður siður að gleðja aðra. Líttu inn í gjafavörudeildina hjá okkur og þú'' sannfærist um að jólagjafir eiga fullan rétt á sér. Við eigum ávallt smekklegt úrval gjafavöru, s.s. bækur, leikföng, búsáhöld o.fl. RAFTÆKJA- OG SPORTVÖRUDEILD Hafi einhver haldið að gjafavara fengist aðeins í gjafavörudeildinni leiðréttist það hér með. í sportvöru- og raftækjadeild fæst fjölbreytt úrval raftækja og tómstundavöru. Nyt- samar jólagjafir, smáarog stórar. Og hér velur fjölskyldan sjálfri sér stór- gjöfina. BYGGINGAVÖRUDEILD Það eru ekki bara húsbyggjend- ur sem eiga erindi við okkur. í byggingavörudeild Vöruhúss Vest- urlands sást sjálfur jólasveinninn velja sér 1. flokks áhöld til leik- fangasmíðinnar. Þannig tekur bygg- ingavörudeildin ekki hvað minnstan þátt í jólaundirbúningnum. Góð áhöld gleðja alla. Það er óneitanlega kostur að fá allt sem þarf í einni ferð. Ferð í Vöruhús Vesturlands sparar sporin og er þess vegna ferð til fjár. Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-7200 Efstu pör í barómetertvímenningskeppni Bridsfélags Hvolsvallar. Fremri röð: Sigurvegararnir Helgi Hermanns- son og Óskar Pálsson. Aftari röð frá vinstri: Gísli Kristjánsson og Guðmundur Jónsson sem urðu í 3. sæti og Brynjólfur Jónsson og Haukur Baldvinsson sem urðu í 2. sæti. _________Brids___________ Arnór Ragnarsson Skutu eldri spilurum ref fyrir rass Karl Logason og Svavar Bjömsson urðu Reykjavíkur- meistarar í tvímenningi 1985. Þeir báru sigurorð af öllum bestu pörum landsins í úrslitakeppn- inni, sem háð var um síðustu helgi. Mikil barátta var í lokin um þrjú efstu sætin, þar sem fjögur efstu pörin áttu í hlut. Þar á undan höfðu þeir bræður Hrólfur og Oddur Hjaltasynir „nánast" tryggt sér titilinn, en allt hrökk í baklás hjá þeim undir lokin, og sigur þeirra Karls og Svavars varð staðreynd. Þeir eru yngstu Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi til þessa, báðir rétt 23 ára. Mikil efni þar á ferð. Úrsliturðuþessi: Karl Logason — Svavar Björnsson 169 Hrólfur Hjaltason — Oddur Hjaltason 163 Hermann Lárusson — ólafur Lárusson 141 Þórarinn Sigþórsson — Þorlákur Jónsson 133 Guðlaugur R. Jóhannsson — Örn Arnþórsson 117 Aðalsteinn Jörgensen — Valur Sigurðsson 116 Jón Ásbjörnsson — Símon Simonarson 94 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 93 Björn Eysteinsson — Guðmundur Sv. Hermannsson 83 Ásmundur Pálsson — Karl Sigurhjartarson 58 Ragnar Magnússon — Valgarð Blöndal 49 Gestur Jónsson — Sigurjón Tryggvason 49 Stefán Guðjohnsen — Þórir Sigurðsson 49 Hörður Arnþórsson — Jón Hjaltason 40 Mótið fór vel fram undir stjórn fsaks Arnar Sigurðssonar og tölvuútreiknings Vigfúsar Páls- sonar. Bridsfélag Hafnarfjarðar f 7. og 8. umferð sveitakeppn- innar fengu efstu sveitirnar meira og minna á baukinn. Topp- baráttan er nú afar tvísýn, eins og stöðumælirinn gefur til kynna. Sv. Bjarna Jóhannss. 153 Sv. Kristófers Magnúss. 150 Sv. Böðvars Magnúss. 149 Sv. Þrastar Sveinss. 141 Sv. Erlu Sigurjónsd. 133 Næsta spilakvöld BH verður þ. 13. janúar 1986 og verður þá haldið áfram með sveitakeppn- ina. Athygli skal vakin á því, að það er breyting frá skriflegri spilaáætlun félagsins. BH þakkar umsjónarmönnum bridsdálka dagblaðanna fyrir ágætt samstarf á árinu 1985 og óskar öllum bridsurum landsins gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs. Hverjir eru bestir? Meistarastigaskrá 1986 mun sjá dagsins ljós í byrjun janúar nk. Henni verður dreift til allra félaga innan Bridgesambands- ins, svo fljótt sem auðið er. Efstu spilarar skv. nýju skránni eru eftirtaldir: 1. Þórarinn Sigþórsson B.R. 899 2. Jón Baldursson B.R. 820 3. Ásmundur Pálsson B.R. 762 4. Sigurður Sverrisson B.R. 744 5. Örn Arnþórsson B.R. 727 6. Guðlaugur R. Jóh. B.R. 726 7. Valur Sigurðsson B.R. 686 8. Símon Símonars. B.R. 660 9. Jón Ásbjörnss. B.R. 619 10. Guðm. P. Arnars. B.R. 615 11. Karl Sigurhj. B.R. 562 12. Hörður Arnþórss. B.R. 555 13. Guðm. Hermannss. B.R. 529 14. Sævar Þorbjörnss. B.R. 501 15. Stefán Guðjohnsen B.R. 487 16. Guðm. Péturss. B.R. 464 17. Hjalti Eliass. B.R. 452 18. Óli Már Guðm. B.R. 392 19. Þorgeir P. Eyjólfss. 373 20. Björn Eysteinss. Hfj. 365 21. Sigtr. Sigurðss. B.R. 358 22. Jón Hjaltason B.R. 352 23. Aðalst. Jörgens. H.fj. 342 24. ÞórirSigurðss. B.R. 323 25. Hermann Láruss. B.R. 321 26. Ólafur Láruss. B.R. 316 27. Hörður Blöndal Ak. 295 28. Þorlákur Jónss. B.R. 274 29. Sigfús Þórðars. Self. 267 30. Gestur Jónsson TBK 262 Bridsfélag Hvolsvallar og nágrennis Bridsfélag Hvolsvallar og ná- grennis hóf vetrarstarf sitt með nokkrum léttum æfingakvöldum en síðan var tekið til við stórt tvímenningsmót með barómeter- fyrirkomulagi. Byggingarfélagið Ás hf. gaf verðlaun og mun þetta mót verða árlegur viðburður og keppt um veglegan farandsbikar. I Ás-mótinu tóku þátt þetta árið 15 pör og sigurvegarar urðu Helgi Hermannsson og Óskar Pálsson með 94 stig. í öðru sæti urðu Brynjólfur Jónsson og Haukur Baldvinsson með 87 stig og í þriðja sæti Guðmundur Jóns- son og Gísli Kristjánsson með 50 stig. Næst var tekið til við Hrað- sveitakeppni. Sigurvegarar urðu spilarar í sveit Eyþórs Gunn- þórssonar með 176 stig. Með honum í sveit voru Kristján Hálfdánarson, Andri Jónsson og Árni Jónsson. í öðru sæti varð sveit Helga Hermannssonar með 171 stig. í þriðja sæti sveit Guðmundar Jónssonar með 167 stig og í 4. sæti sveit Brynjólfs Jónssonar með 157 stig. Starfsemi Bridgefélags Hvols- vallar og nágrennis á þessu ári er svo áætlað að ljúki með KR-mótinu þann 28. des. Mót það er opið öllum rangæskum spilur- um. Kaupf. Rangæinga gefur vegleg verðlaun og eru þau vöru- úttekt kr. 7.000 1. sæti, 5.000 2. sæti, 3.000 3. sæti. Spilað verður í héraðsbóka- safninu og hefst spilamennskan kl. 11. Þátttökutilkynningar skulu berast til Kjartans í síma 8222 fyrir kvöldið þann 23. des- ember. Bridsklúbbur Tálknafjarðar Sl. mánudag hófst tveggja kvölda tvímenningskeppni. 10 pör taka þátt í keppninni, sem er með barómetersniði, 6 spil milli para. Eftir fyrsta kvöldið, er staða efstu para þessi: Guðlaug Friðriksdóttir — Steinberg Ríkharðsson 19 Heiðar Jóhannsson — Ingigerður Einarsdóttir Ólöf Ólafsdóttir — 16 Björn Sveinsson 12 Bridsdeild Skag- firðingafélagsins Jólasveinar Skagfirðinga í ár urðu: Helgi Nielsen, Sveinn Þor- valdsson, Esther Jakobsdóttir og Þorfinnur Karlsson. Þessi tvö pör urðu jöfn og efst í 2 kvölda Jóla-Mitchell-keppni deildarinn- ar, sem lauk sl. þriðjudag. Dregið var úr stokk um 1. verðlaun (sem var besti kvöldverður bæjarins fyrir 4) og komu þau í hlut þeirra Helga og Sveins. í þriðja sæti komu svo Baldur Arnason og Gústaf Björnsson. Röð efstu para varð þessi: Helgi Nielsen — Sveinn Þorvaldss. 742 Esther Jakobsdóttir — Þorfinnur Karlss. 742 Baldur Árnason — Gústaf Björnsson 737 Hannes R. Jónsson — Páll Valdimarss. 734 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónass. 729 Guðmundur Thorsteinss. — Sigurður Ámundas. 724 Steingrímur Steingr. — Örn Scheving 723 Guðrún Hinriksd. — Haukur Hannesson 669 Meðalskor var 624 Bridgedeildin óskar bridge- áhugafólki um land allt árs og friðar. Spilamennska hefst á nýja árinu þriðjudaginn 8. eða 15. janúar (ekki ljóst enn v/við- gerða á húsnæðinu) með eins kvölds tvímenningskeppni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.