Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 ÚTVARP / SJÓNVARP Barna- dagskráin r Isögunni af Mario og töfra- manninum farast Thomasi Mann svo orð um blessuð börnin: Börn eru nefnilega eins konar þjóðflokkur eða samfélag út af fyrir sig, sérstök þjóð ef svo má segja. Þau eru fljót að laðast hvert að öðru vegna sameiginlegra lífs- hátta, jafnvel þó tungurnar séu óllikar og orðaforðinn smár. (Bls. 17, Ingólfur Pálmason íslenskaði). Þessi ummæli nóbelsskáldsins þýðverska eiga máski ekki síður við í dag en þegar þau sáu fyrst dagsins ljós 1929. Eða eru ekki teikni- og brúðumyndir sjónvarps- ins gott dæmi um hversu börnin hugsa í raun og veru keimlíkt hvort sem þau eru stödd á eyju í miðju Atlantshafi eða inn í miðri Parísarborg? Hvað til dæmis um Oliver bangsa ér fór sigurför um hugi franskra barna, ég fæ ekki betur séð en að hann fangi líka athygli íslenskra barna, eða spænski teiknimyndaflokkurinn: Sögur snáksins með fjaðrahaminn og ekki má gleyma Högna Hinriks frá Bretlandseyjum, Einari Áskeli frá Svíþjóð, Ferðum Gúllívers frá Þýskalandi, „Klaufabárðunum" frá Tékkóslóvakíu og Tomma og Jenna frá Bandaríkjunum. Sérstök þjóð Eins og lesendur sjá er ansi víða leitað fanga um öflun barnaefnis, svo víða, að með sanni má segja að barnaefnið í sjónvarpinu sé alþjóðlegt. Og hér komum við aftur að ummælum Mann: Þau (börnin) eru fljót að laðast hvert að öðru vegna sameiginlegra lífshátta, jafnvel þótt tungurnar séu ólíkar og orðaforðinn smár. Er ekki annars stórkostlegt til þess að vita að á sama augnabliki og íslensk börn berja augum fyrrgreindar myndir eru þúsundir jafnvel millj- ónir annarra barna út um allan hinn stóra heim að skoða þessar sömu myndir? Hugsið ykkur bara hversu miklu ríkari samkennd verður í brjósti uppvaxandi borg- ara þessarar jarðar en nú þekkist. Ástæðan er augljós: Börn okkar og barnabörn bergja nánast af sama brunni skemmti- og fræðslu- efnis hvar sem þau annars eru niður komin. Ýmsir óttast að smá- þjóðir og þjóðabrot glati sérkenn- um sínum og menningu í slíkum fjölmiðladarraðardansi? Ég tel persónulega slíkan ótta ástæðu- lausan svo fremi smáþjóðirnar nenna að viðhalda menningu sinni og þjóðlegri arfleifð. Á mínu heim- ili hefir Búkolla blessunin löngum skipað fyrsta sætið á vinsældalist- anum en einnig hafa börnin gaman af hinu fjölþjóðlega barnaefni er fyrr var nefnt. í fáum orðum sagt þá álít ég að fjölmiðlabyltingin muni sameina jarðarbúa í ríkara mæli en nú þekkist. Það er svo aftur stóra spurningin hvort hin þjóðlega arfleifð verður alþjóðleg eða varðveitir sérkenni sín og svip- mót. Brotalöm Að mínu viti hefur vel tekist til um endurskipulagningu barnadag- skrárinnar í sjónvarpinu. Efnið alþjóðlegt eins og áður sgði og ekki ber að amast við endursýning- um nema síður sé. En þó má finna brotalöm á barnadagskránni. Á föstudögum er skorin væn sneið af barnaefninu og á laugardögum eru blessuð börnin hornreka í dagskránni. Ég býst nú við að samræmis verði gætt í þessu efni í föstudagsdagskránni og að hlutur barnanna verði gerður veglegur á laugardögum. Sérstakur umsjón- armaður barnaefnis hefir jú verið ráðinn að sjónvarpinu ólafurM. Jóhanneson FÖSTUDAGUR 20. desember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Elvis, Elvis" eftir Mariu Gripe Torfey Steinsdóttir pýddi. Sigurlaug M. Jónasdóttir les (18). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn páttur frá kvöld- inu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Tilkynningar. Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.55 Þingfréttir. 11.05 .Ljáöu mér eyra" Umsjón: Málmfrlöur Sigurð- ardóttir. (Frá Akureyri). 11.35 Morguntónleikar. a. .Hamlet", hljómsveitar- svlta op. 32a eftir Dmitri Sjostakovitsj. Fllharmonlu- sveitin I Moskvu leikur. Gennady Rozhdestvensky stjórnar. b. .Astarljóð" eftir Isaac Albeniz. David Oistrakh leikur á fiölu og Wladimir Jamolskij á planó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.20 Slðdegistónleikar. a. Trió I a-moll op. 114 eftir Johannes Brahms. Tamás Vosáry, Karl Leister og Ottomar Borwitsky leika á planó, klarinettu og selló. b. .Bachianas Brasileiras" nr. 5 eftir Heitor Villa-Lobos. Arleen Augér syngur með sellóleikurum Fllharmónlu- sveitarinnar I Berlln. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Afmælisdagskrá um Stefán Jónsson rithöfund, slðari hluti. Stjórnandi: Vernharöur Linn- et. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18j45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. FÖSTUDAGUR 20. desember 19.15 A dðfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. 19.25 Svona gerum við. Tvær sænskar fræðslu- myndir sem sýna hvernig brauö er bakað og gluggar smlðaðir. Þýðandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Sænska sjón- varpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaöur Páll Magn- ússon. 19.00 Fréttir. 19.35 Tilkynningar. 20.10 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórs- son. 20.20 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 21.20 Kvöldvaka. a. Jólavísur. Félagar úr kvæðamannafé- laginu Iðunni kveða. b. Bernskujólin min. Edda Vilborg Guömunds- dóttir les úr bókinni .Hetjur hversdagsllfsins" eftir Hann- es J. Magnússon. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir tónverksitt, „Glórlu". 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Sig- urðsson. 21.35 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.25 Derrick. Tlundi þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 23.25 Seinni fréttir. 23.40 Astlmeinum. (The Weather in the Streets). Ný bresk sjónvarpsmynd gerð eftir tveimur skáldsög- 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. 22.25 Kvöldtónleikar. a. „Concert royal" nr. 4 eftir Francois Couperin. Lise Dahoust og Robert Sigmund leika á flautur og sembal. b. Jessye Norman syngur „Um eillfa ást" op. 43 nr. 1 eftir Johannes Brahms. Geffrey Parsons leikur á planó. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónasar Jónassonar. (Frá Akureyri). 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur. — Tómas R. Einarsson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. um eftir Rosamond Leh- mann. Leikstjóri Gavin Millar. Leikendur: Michael York, Lisa Eichhorn og Joanna Lumley. Myndin gerist I Bretlandi um og eftir 1930. Söguhetjan Olivia hyggst skapa sér sjálf- stæða tilveru I Lundúnum eftir misheppnað hjónaband. Hún hittir aftur mann, sem hún hreifst af sem ung stúlka, en hann er nú kvænt- ur. Samband þeirra verður náið og hneykslar marga auk þess sem það veldur Oliviu ýmsum sárindum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 01.25 Dagskrárlok. ár FÖSTUDAGUR 20. desember 10:00—12:00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. Hlé 14:00—16KM Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16K10—18HJ0 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ölafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15 00 16:00 og 17:00. Hlé 20d0—21:00 Heitar krásir úr köldu strlöi Reykvlskur vinsældalisti frá júnl 1956, fyrrihluti. Stjórnendur: Trausti Jónsson og Magnús Þór Jónsson 21:00—22KM Kringlan Tónlist úr ðllum heimshorn- um. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 22HJ0—23:00 Nýræktin Þáttur um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Hetgason. 17:00—18:30 Rlkisútvarpið á Akureyri — Svæðisútvarp. 17Æ0—18:00 Svæðisútvarp Reykjavfkur og nágrennis (Fm 90.1MHz) \ SJÓNVARP ÚTVARP Á aðventu — lokaþáttur ■■■■ Á sunnudaginn 1 PT 10 kl. 15.10 er ó 1D— dagskrá síðasti þáttur Þórdísar Móses- dóttur „Á aðventu", sem verið hefur á dagskrá undanfarna sunnudaga. Gestir þáttarins eru Hörður Áskelsson organ- isti við Hallgrímskirkju og kona hans, Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari, sem segja frá venjum sín- um og siðum tengdum aðventunni og áhrifum frá Þýskalandi þar sem þau stunduðu nám. Þau velja tónlistina sem er aðventu- tónlist og flutt meðal annarra af Hamrahlíðar- kórnum og Mótettukór Hallgrímskirkju. Aðstoð- armaður við gerð þáttar- ins er Málfríður Finn- bogadóttir. Kast- ljós ■■ Kastljós, 01 00 fréttaþáttur um íd 1 — innlend mál- efni, verður á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.00 í kvöld í umsjá Einars Sig- urðssonar. í þættinum mun hann m.a. fjalla um höfnina í Bremenhaven, sem er mikilvægur fiskimarkað- ur fyrir okkur Islendinga í Vestur-Þýskalandi og einnig leið höfnin mjög fyrir útþenslu íslensku landhelginnar á sínum tíma. Þá ætlar Einar að fjalla um hugsanlega samein- ingu dagblaðanna þriggja: NT, Alþýðublaðsins og Þjóðviljans, en umræður um slíka sameiningu hafa staðið yfir undanfarna daga. Elskendurnir í „Ást í meinum“ — Michael York og Lisa Eichhorn. Ást í meiniim — bresk sjónvarpsmynd ■■■■ Ný bresk sjón- OQ 40 varpsmynd, LiO — „Ást í meinum', er á dagskrá sjónvarps kl. 23.40 í kvöld, en hún er gerð eftir tveimur skáld- sögum eftir Rosamond Lehmann. Leikstjóri er Gavin Millar. Leikendur eru: Michael York, Lisa Eichhorn og Joanna Lum- ley. Myndin gerist í Bret- landi um og eftir 1930. Söguhetjan Olivia hyggst skapa sér sjálfstæða til- veru í Lundúnum eftir misheppnað hjónaband. Hún hittir aftur mann, sem hún hreifst af sem ung stúlka, en hann er ní kvæntur. Samband þeirra verður náið og hneykslai marga auk þess sem þai veldur Oliviu ýmsum sár- indum. Þýðandi er Jóhanna Þráinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.