Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 36
36___________ Suður-Afríka: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Skæruliðar ANC eru morðingjar - segir faðir tveggja barnanna sem létust Tzaneen, Suður-Afríku, 19. desember. AP. IIM I»AÐ bil 600 hvítir menn fylgdu móður og tveimur börnum hennar til grafar í dag, en konan fórst er jarösprengja, sem skæru- liðar Afríska þjóðarráðsins komu Indiand: Bændur efna til mótmæla Nýju Delhi, 19. desember. AP. RÚMLEGA 50.000 bændur mót- mæltu í dag í Nýju Delhi á lndlandi sættinni, sem tekist hefur með ind- versku ríkisstjórninni og forsvars- mönnum sikha í Punjab-ríki. Dreifði lögreglan mannfjöldanum með táragasi og kylfum. fyrir, sprakk. Eiginmaðurinn, sem ekki fórst í sprengingunni, kall- aði skæruliðana morðingja og bætti við: „Þegar ég leit ofan í gröfina sló það mig, að það skuli enn vera til fólk sem talar um samninga við Afríska þjóðarráð- ið.“ Konan og börn hennar fórust ásamt tveimur öðrum börnum og ömmu þeirra er bifreið, sem þau voru í, ók á jarðsprengju. Hafa ekki jafn margir hvítir farist í skæruhernaði ANC, síðan í maí- mánuði 1983 að 20 fórust er sprengja sprakk í Pretóríu. Jarðar- förin fór fram í þögn, andstætt því sem venja er, er svartir grafa látin fórnarlömb óeirðanna í landinu. Óopinberar tölur herma að um þúsund manns hafi látið lífið síð- ustu 15 mánuði í óeirðunum, lang- flestir blökkumenn. Myndin að ofan er sú fyrsta, sem birst hefur á Vesturlöndum, af „Delta IV“, nýjum kafbáti Sovétmanna. Birtist hún í breska hermálatímaritinu „Jane's Defense Weekly", sem dagsett er 7. desember sl. „Delta IV“ þykir nokkuð sérkennilegur í lögun, Ifkastur hval þegar hann kemur úr kafi, og er búinn 16 SS-N-23- eldflaugum. Þeim má skjóta 7.240 km vegalengd. Bændurnir, sem til mótmælanna efndu, eru frá ríkinu Haryana, sem liggur að Punjab, og eru þeir óán- ægðir með, að í sættinni var á það fallist, að sikhar skuli fara með stjórn í Chandigarh, sameiginlegri höfuðborg beggja ríkjanna. Krefj- ast þeir þess einnig, að Haryana- ríki fái meira af því vatni, sem um ríkin rennur, en deilur um vatns- réttindi eru mikil undirrót vand- ræðanna í Punjab og hugmynda um aðskilnað. Bændurnir reyndu að umkringja þinghúsið í Nýju Delhi en lögregl- an kom í veg fyrir það og voru 10.00 bændur handteknir. Filippseyjar: Forsetakosningarnar eru lög- mætar að mati Hæastaréttar Daraga, Filippseyjum, 19. desember. AP. CORAZON Aquino, helsti and- stæðingur Marcosar í forseta- kosningunum, segist sennilega munu stefna embættismönnum Þýskættað fólk í A-Evrópu: 100.000 vilja flytja V estur-Þýskalands til fyrir rétt og leggja niður ráðu- neyti konu Marcos, sem fer með málefni landnýtingar og landnáms, nái hún kjöri. Segir hún að réttarhöld séu nauðsyn- leg yfir cmbættismönnum, þeg- ar litið sé til fórnarlamba stjórnar Marcos undanfarin 20 ár. Hæstiréttur Filippseyja hefur kkveðið upp úr um lögmæti forsetakosninganna, sem fyrir- hugaðar eru 7. febrúar næst- komandi. Úrskurðaði hann það með 7 atkvæðum gegn 5. „Nú getur fólkið farið að telja síð- ustu stjórnardaga Marcos," sagði Salvador H. Laurel, vara- forsetaefni Aquino, er hann frétti af úrskurðinum. Bonn, 19. desember. AP. AÐ MINNSTA kosti 100.000 manns af þýskum ættum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu vilja flytjast til Vestur-Þýskalands. Talsmaður vest- ur-þýska Rauða krossins skýrði frá Háhyrningavöð- ur herja með Nor- egsströndum Ostó. ] 9. desember. Frá Jan Erik Lture, rrétUriUra Mor(unbUA8Ín8. STORAR háhyrningavöður herja nú meðfram ströndum Noregs, allt frá Lofót suður til Mæris. Sjómenn krefjast þess, að gripið verði til aðgerða gegn þeim. Þeir vilja iáta skjóta hluta hvalanna, jafnvel þótt dýrið sé friðað í Noregi. Háhymingar voru síðast taldir árið 1982. Samkvæmt talningunni reyndust dýrin vera um 1100. I febrúarmánuði nk. verða þau talin að nýju. Verða 5.000 sjómönnum send eyðublöð til útfyllingar. Þar eru þeir m.a. beðnir að svara spurningum um, hve marga há- hyrninga þeir hafi séð og hvenær. Arið 1982 skiluðu 330 af 350 spurn- ingalistunum. Það verður ekki fyrr en að lok- inni talningu þessari, að tekin verður ákvörðun um hvað gera skal. Mögulegt væri ef leyft yrði að skjóta háhyrninga, að nýta kjötið í dýramat innanlands, en hér er einnig um að ræða eftirsótta útflutningsvöru fyrir Japans- markað. þessu í dag og sagði að Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefði verið beðinn um að greiða fyrir þessu fólki. Sayn-Wittgenstein, forseti vest- ur-þýska Rauða krossins, skýrði svo frá í dag, að hann hefði skrifað bréf til Gorbachevs, Sovétleiðtoga, og skorað á hann og aðra kommún- istaleiðtoga í Austur-Evrópu að sýna mannúð og leyfa fólki af þýskum ættum að flytjast vestur. Sagði hann, að starfsmenn vest- ur-þýska Rauða krossins vissu um nöfn 80.000 þýskættaðra manna, sem vildu flytjast á brott frá Sovétríkjunum. Yfirvöld í Sovét- ríkjunum hefðu hins vegar sýnt þessu fólki lítinn skilning og að- eins leyft 500 manns að fara úr landi á þessu ári. Á þessu ári hafa 22.000 Pólverj- ar af þýskum ættum fengið land- vist í Vestur-Þýskalandi. Komu þeir flestir þangað sem ferðamenn og ákváðu að snúa ekki heim aftur. Frá Rúmeníu hafa um 15.000 manns fengið að fara, heldur færri en í fyrra. Handtekinn með vopn í vínflöskum bnxa, Kýpur. 19. desember. AP. PALESTÍNUMAÐUR með bandarískt vegabréf var dæmdur í fjögurra daga gæsluvarðhald vegna aðildar að tilraun til þess að smygla um borð í þotu frá svissneska flugfélaginu Swissair skammbyssum og handsprengjum sem faldar voru í vínflöskum. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi 24 tímum eftir að annar Palestínumaður var stöðvaður með flöskurnar á leið um borð í vélina. Sá sem fyrr var handtekinn var með jórdanskt vegabréf. Hann hefur gefið lögreglunni upp nöfn þriggja manna til viðbótar, sem hann segir að hafi verið þáttakend- ur í undirbúningnum. Þegar hann var handtekinn fundust í tveimur stórum vínflöskum, sem hann hafði með sér sem handfarangur, þrjár skammbyssur, þrjár handsprengj- ur, hljóðdeyfir og 91 skot. Flöskurn- ar höfðu verið opnaðar, vopnum komið fyrir inní þeim og þeim síðan lokað aftur. Auk þessa fundust á heimili systur hans tvær vínflöskur til viðbótar með fimm handsprengj- um og tveimur skammbyssum. (iengi gjaidmiöla London, 19. desember. AP. LÍTIL hreyfing var í dag á gengi dollarans, hækkaði það aðeins gagn- vart ensku pundi, frönskum franka og Kanadadollar en lækkaði gagn- vart vestur-þýska markinu, svissneskum franka, hollensku gyllini og ítalskri líru. Á morgun, föstudag, munu banda- rísk stjómvöld skýra frá áætlaðri þjóðarframleiðslu á fjórða árs- fjórðungi og verðbólgu á þeim tíma og geta þær tölur haft mikil áhrif á þróun gengismála á næst- unni. í kvöld fengust 202,90 jap- önsk jen fyrir dollarann, 201,65 í gær, og fyrir pundið fást nú 1,4207 dollarar, 1,4210 í gær. Fyrir doll- arann fást nú: 2,5130 vestur-þýsk mörk (2,5145), 2,1107 svissneskir frank- ar (2,1127), 7,7125 franskir frank- ar (7,7065), 2,8320 hollensk gyllini (2,8370), 1.715,50 ítalskar lírur (1.718,12), 1,3982 kanadískir doll- arar (1,3943). Bandaríkin: Plataði staðgengill innflytjendayfirvöld? New Orleons, 19. desember. AP. EIGANDI eðalsteinabúðar telur að myndir sem teknar voru af sovéska sjó- manninum Medvid, er hann ræddi við bandaríska embættismenn, kunni ekki að vera af honum. Eðalsteinasalinn sá Medvid er hann reyndi i fyrsta skipti að komast frá borði. Er innflytjendayfirvöld yfirheyrðu Medvid síðar sagðist hann ekki vilja gerast landflótta. Að minnsta kosti tveir öldunga- deildarþingmenn reyna nú að kom- ast yfir myndir sem teknar voru af Medvid í viðtalinu. Flotinn segist hafa látið þær í hendur Alríkislög- reglunnar (FBI), en hún segist ekki hafa hugmynd um hvar myndirnar séu. Medvid reyndi tvivegis að flýja af skipi í október síðastliðnum, en hann var háseti á sovésku korn- flutningaskipi. Eftir að hann hafði synt í land hið fyrra sinn, hitti hann eðalsteinasalann og konu hans, sem fóru með hann til lögreglunnar í New Orleans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.