Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 58
»58 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Minning: Guðmundur Guðmunds- son sparisjóðsstjóri Fæddur 2. desember 1914 Dáinn 13. desember 1985 í dag er til moldar borinn Guð- mundur Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri í Hafnarfirði. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu einn af traustustu þegnum Hafnar- fjarðar, sómamaður, sem naut álits og vinsælda vegna mannkosta .sinna: drengskapar, hjálpfýsi, skyldurækni og reglusemi í lífs- háttum. Með þakklátum huga er mér ljúft að minnast hans með nokkr- um orðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt því láni að fagna að eiga hann sem næsta nágranna um langt skeið og að hafa fengið tækifæri til að starfa með honum um árabil í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar og í bæjarstjórn- inni um 12 ára skeið. í ýmsum málum fóru hugðarefni okkar saman. Vitur maður hefur sagt: „Góðir nágrannar eru náðargjöf guðs.“ Þeirrar náðar naut ég ríkulega þann tíma, sem Guðmundur og hans fjölskylda voru mínir ná- grannar. Það var gott að hafa þau nálægt sér, því að af þeim mátti margt fagurt og nytsamt læra. Þau hjónin, Guðmundur og Elísabet Magnúsdóttir, voru fádæma ötul við að rækta og prýða garðinn sinn. Guðmundur sagði við mig, að hvergi yndi hann sér betur í frí- stundum á sumrin en í garðinum sínum. — Þar var hans hamingju- lind, enda segir svo í kínversku .spakmæli. „Viljirðu verða ham- ingjusamur, skaltu rækta garðinn þinn.“ Guðmundur var einlægur unn- andi fagurrar náttúru og þeirra dásemda, sem hún gefur okkur færi á að njóta. Hann naut þess ríkulega að fara á sjóinn, en faðir hans var dugmikill sjósóknari. Það geislaði af honum, þegar hann kom úr sjóferðunum og gaf nágrönnum sínum í soðið. Margs er að minnast úr sjóði ánægjulegra samskipta. Þegar við Guðmundur og nágranni okkar, ólafur Gíslason, girtum lóðirnar okkar, varð að ráði að viðhafa nokkurs konar samyrkjubúskap á svæðinu. Því var engin girðing sett 'á milli lóðanna. Samvinnan um ræktun þeirra og fegrun svæðisins var eins góð og best varð á kosið. Hjálpsemi og leiðbeiningar Guð- mundar komu oft að góðu haldi. Lóðin hans er fagur minnisvarði um elju og útsjónarsemi athafna- mannsins. Starfsferli og æviatriðum Guð- mundar eru af öðrum gerð skil og því ekki endurtekið hér. — En nú, þegar leiðir skilja, er mér efst í huga þakklæti fyrir nábýlið og ánægjulegt samstarf að málefnum til heilla og framfara fyrir Hafn- arfjörð og Hafnfirðinga. Áhugi hans og forsjálni var oft hvatning til dáða og gott fordæmi. Sérstak- ’lega gladdi mig, hve oft leiðir okkar lágu saman í baráttunni gegn auknu veldi Bakkusar í bænum. Guðmundur fór aldrei dult með skoðanir sínar á því sviði. Hann var mannvinur, sem verður var mikils trausts og naut þess hjá samborgurum sínum. Eiginkonu hans og börnum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Mestur er missir þeirra. Megi björt minningin sefa sorg þeirra og söknuð. Systkinum Guðmundar, þeim Önnu, Þorvaldi, ólafi og A Sigríði, votta ég samúð mína. Ljúf- ar eru minningarnar bundnar ieik og kynnum frá bernskuárum. Oft þáði ég sem krakki góðgerðir á bernskuheimilinu í Gunnarssundi hjá þeirra góðu móður, Vilborgu, enda aðeins nokkrir metrar að fara frá heimili mínu. Það voru ógleym- anlegir dagar, sem gott er að minnast og ylja sér við, þegar litið *er til baka. Guðmundur Guðmundsson var góður sonur Hafnarfjarðar. Hann er nú kvaddur með virðingu og þökk. — Guð blessi minningu hans. Árni Gunnlaugsson Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri og fyrrum bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði er allur. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík að morgni 13. þessa mánaðar eftir skamma, en stranga sjúkravist. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag. Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði 2. desember 1914. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson, sjó- maður á Hellu í Hafnarfirði og Vilborg Þorvaldsdóttir frá Ási í Garðahreppi. Guðmundur varð gagnfræðingur frá Flensborgar- skóla vorið 1931 og stundaði síðan nám í Verzlunarskóla íslands vet- urna 1933 og 1934. Segja má að þar með hafi lífsbraut hans verið ráðin, því upp frá því tengdust störf hans með einum eða örðum hætti verzlun og viðskiptum. Hann var verzlunarstjóri við Verzlun Þorvaldar Bjarnasonar í Hafnar- firði árin 1934-46. Síðan fram- kvæmdastjóri Fiskveiðafélagsins Stefnis og skrifstofustjóri hjá hinum dugmikla útgerðarmanni Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði til ársins 1958. Þá tók hann við störf- um framkvæmdastjóra Lýsis & Mjöls og gengdi þeim fram til árs- ins 1966, er hann réðst til Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. Þar var hann ráðinn sparisjóðsstjóri þann 1. ágúst 1967 og því starfi gegndi hann til dánardægurs. Starfsaga Guðmundar Guð- mundssonar, sem að framan er rakin, er aðeins hluti af því dags- verki, sem hann innti af hendi. Hann var i senn vinnuþjarkur, sem kom miklu i verk og persóna, sem treyst var á. Hafnfirðingarnir, sem hann hafði alist upp með og þekktu hann af eigin raun, að- komnir sem í bæinn fluttu og höfðu af honum kynni og þeir, sem með honum höfðu unnið, allir fundu þeir i honum manninn, sem mikið var í spunnið og gott var á að treysta. Það var þvi engin tilviljun, sem réði því, að samborgararnir völdu Guðmund til margvíslegra trúnaðarstarfa. Hér verða þau störf hans, sem aðrir kvöddu hann til á vettvangi margvíslegra stjórnunar og félagsmála ekki ýt- arlega rakin, aðeins látið nægja að geta fárra þeirra. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sat hann í 12 ár eða frá 1970 til 1982, er hann lét þar af störfum að eigin ósk. Á árunum 1970-78 átti hann sæti í útgerðar- ráði Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og var þar formaður fjögur seinni árin. Sem formaður beitti hann sér fyrir miklum endurbótum á fisk- iðjuveri bæjarútgerðarinnar og lagði á sig óhemju mikla vinnu til að freista þess að renna traustum stoðum undir rekstrargrundvöll fyrirtækisins. í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar átti hann sæti frá árinu 1967 til dánardægurs. Hann var mjög áhugasamur um upp- byggingu Sambands íslenzkra sparisjóða, gegndi þar formanns- störfum um hríð og sat í stjórn þess í 12 ár. Hann var einn helzti forystumaður Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, formaður full- trúaráðsins um árabil og í ótal störfum á vegum flokksins. Þannig mætti lengi áfram telja þau trún- aðar og foystustörf, sem Guð- mundi Guðmundssyni voru falin og hann kosinn til, en hér skal látið staðar numið. Mín kynni af Guðmundi Guð- mundssyni hafa nú staðið í rúma þrjá áratugi. Aldur skildi í fyrstu okkar á milli, ég þá stráklingur, en hann fullþroska maður. Leiðir okkar lágu í upphafi saman við störf innan Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þar var Guðmundur í senn einn ötullasti og besti félagi, sem ég hefi kynnst. Með árunum átti ég eftir að kynnast Guðmundi sífellt betur og eiga við hann margvíslegt samstarf og mat ég hann því meir, því betur sem ég kynntist honum. Nánast var þó samstarf okkar þau 12 ár sem við áttum saman sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þar nutu kostir Guðmundar sín vel. Hann var ætíð málefnalegur í sínum málflutn- ingi, athugull, ráðhollur og tillögu- góður við úrlausn mála, og drengi- legur í allri sinni framkomu. Þar sem annars staðar naut hann trausts allra, sem áttu við hann samskipti. Guðmundur Guðmundsson var skapríkur og fastur fyrir í skoðun- um. Hann var einstaklega sam- viskusamur í öllum sínum störfum, sem oft á tíðum voru erfið og eril- söm. Undir hans stjórn efldist Sparisjóður Hafnarfjarðar veru- lega. Það er hins vegar enginn friðarstóll á að sitja, að vera í forsvari fyrir stóra peningastofn- un, á þeim stundum, þegar ekki er unnt að leysa allra vanda. Sök- um sinnar viðkvæmu lundar, tók Guðmundur oft á tíðum vandamál fólks sem til hans leitaði, sér mun nærri, en menn almennt gerðu sér grein fyrir. Lág hann oft lengi yfir slíkum málum og reyndi að finna á þeim lausnir. Sem dæmi um samviskusemi hans, má geta þess, að á þessu ári, sem nú er senn á enda, tók hann sér ekkert sumar- leyfi. Skyldurækni hans í starfi var slík, að honum fannst hann aldrei geta farið frá, nema borð hans væri hreint og öll mál afgreidd. Að lokum brást líkamsþrek hans skyndilega og endalokin voru skemmra undan, en nokkurn grun- aði. Skarð slíks manns verður vandfyllt. Guðmundur kvæntist þann 2. júlí 1938, Elísabetu Magnúsdóttur Jóhannssonar Iæknis á Hofsósi og konu hans Rannveigar Tómas- dóttur. Bjuggu þau allan sinn bú- skap í Hafnarfirði. Þeim Elísabetu og Guðmundi var þriggja barna auðið og eru börn þeira öll upp- komin og búsett í Hafnarfirði. Guðmundur var mikill heimilis- faðir og lét sér mjög annt um sína fjölskyldu. Missir hans nánust er þvi mikill. Veðrabrigðin eru tíðum snögg og ótt fjölgar leiðum samferða- mannanna. Ég kveð vin minn Guðmund Guðmundsson með söknuði um leið og ég þakka það mikla og góða samstarf, sem við áttum í langan tíma. Það er hverj- um manni gæfa að fá að kynnast og vinna með góðum mönnum. Það er því mikil eftirsjá að því, þegar slíkir menn kveðja. Við Sigríður sendum Elsu, börn- um hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning Guðmundar Guðmundssonar Árni Grétar Finnsson Guðmundur Guðmundsson, sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði, var með eindæmum traustur og heil- steyptur maður. Enginn þurfti að fara 'grafgötur um hvaða skoðanir Guðmundur hafði á hinum ýmsu þáttum þjóðlífsins, ef eftir því var leitað. Hinsvegar flíkaði hann ekki hugsunum sínum eða áliti nema honum þætti full ástæða til. Kynni okkar Guðmundar hófust á útmánuðum 1976. Ég hafði þá nýlega verið ráðinn sparisjóðs- stjóri fyrir Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis en Guðmundur átti að baki langa og farsæla reynslu sem sparisjóðsstjóri í Hafnarfirði. Undir hans forystu hafði Spari- sjóður Hafnarfjarðar eflst og aukist að umsvifum til stórra muna. Hann var þá formaður Sambands ísl. sparisjóða og sat í stjórn sambandsins til æviloka. Með okkur Guðmundi tókst brátt gott samstarf og vinátta, sem aldrei bar skugga á til hinstu stundar. Hann var ákaflega mikill Hafnfirðingur og vildi veg Hafnar- fjarðar sem mestan, og þá að sjálf- sögðu Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Hann taldi brýnt að efla samstöðu og samvinnu sparisjóðanna í landinu, því að á þann veg gæti hver sparisjóður með bestum hætti styrkt sínar eigin stoðir og eflt starfsemi sína í þágu heima- manna hvers sparisjóðs og fyrir- tækja þeirra. Guðmundur átti til góða kýmnigáfu og kunni vel að segja frá. Þótt Hafnarfjörður væri honum kærari en aðrir staðir á íslandi og honum þætti íbúarnir þar hið mesta afbragð, kunni hann fleiri Hafnarfjarðarbrandara og sagði þá betur en nokkur annar sem ég þekki. w Guðmundur var mikill mála- fylgjumaður og lét skoðanir sínar óhikað í ljós. En hann var líka sáttfús og reiðubúinn til samninga um þau mál sem hann fann að áttu minni hljómgrunn hjá öðrum, en hann kannski ætlaði í fyrstu. Hann var tillögugóður og kunni vel að orða hugsanir sínar. Hann var því vel til forystu fallinn og nauð óskoraðs trausts þar sem hann hafði hug á að leggja hönd á plóg- inn. Meðal þeirra sem starfa í sparisjóðum vítt og breitt um landið var Guðmundur í miklu og verðskulduðu áliti og ávallt hlýtt á það með athygli hvað hann lagði til mála. Hann ferðaðist mikið um landið þegar tóm gafst og heim- sótti þá gjarnan sparisjóðina út um land. Voru þau ávallt samt í för hann og Elísabet Magnúsdóttir kona hans og þóttu miklir aufúsu- gestir þegar þau bar að garði sparisjóðafólks. En nú er Guðmundur í Hafnar- firði fallinn frá. Við munum ekki oftar heyra hyttnar frásagnir hans né hlýða á góð ráð hans og tillögur. En hjá okkur sparisjóðafólki mun geymast minningin um traustan, heiðvirðan og góðan dreng. Við vottum Elísabetu, konu hans, og fjölskyldunni allri, inni- lega samúð okkar. Baldvin Tryggvason, formaður Sambands ísl. sparisjóða. í dag er jarðsettur frá Háfnar- fjarðarkirkju Guðmundur Guð- mundsson, sparisjóðsstjóri, sem andaðist þann 13. desember sl., 71 árs að aldri. Kynni okkar Guðmundar voru ekki löng og þó að aldursmunur hafi verið talsverður tel ég Guð- mund meðal minna bestu trúnað- armanna og vil minnast hans nokkrum orðum. Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði og hóf ungur að starfa þar. Honum voru snemma falin mannaforráð. Hann var verslunarstjóri, skrifstofu- stjóri og framkvæmdastjóri hjá nokkrum fyrirtækjum í Hafnar- firði, þar til hann varð sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1967 og því starfi gegndi hann til dauðadags. Guðmundur var vel látinn af samborgurum sínum og 1970 var hann kjörinn bæjarfull- trúi. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar sat hann óslitið til 1982, er hann kaus að draga sig í hlé, þar sem hann vildi minnka við sig vinnu. Guðmundur átti sæti í nokkrum nefndum og ráðum á vegum bæjar- ins, þ.á m. í útgerðarráði Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar á erfið- leikatímum í sögu þess fyrirtækis. Þar, sem í öðrum störfum, sannað- ist hverja mannkosti Guðmundur hafði til að bera. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrir rúmum 6 árum, er ég var ráðinn til Hafnarfjarðarbæjar. Ég var alls ókunnur bæði mönnum og málefnum í Hafnarfirði, þegar ég tók við starfinu. Vegna setu Guð- mundar í bæjarstjórn og starfs hans sem sparisjóðsstjóra tókst strax með okkur ágætt samstarf og vinátta. Fann ég fljótt hversu traustur og drenglyndur Guð- mundur var. Gott var að leita til hans með ráðleggingar, fyrir- greiðslu og úrlausn mála. Hann var með afbrigðum orð- heldinn og traustur. Guðmundur gat verið fastur fyrir og lá ekkert á skoðunum sínum, en eftir að ákvörðun hafði verið tekin stóð hann við hana og studdi málstað- inn með ráðum og dáð. Guðmundur var mjög starfs- samur og oft var vinnudagurinn langur. Hann var mikill öðlingur og vildi leysa erindi hvers manns og því reyndi hið erfiða starf hans oft talsvert á hann. Með Guðmundi Guðmundssyni er genginn góður drengur. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum og eiga hann fyrir ráðgjafa og félaga. Blessuð sé minning hans. Elísabetu, eiginkonu hans, og börnum þeirra sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Einar I. Halldórsson Fljótt skipast veður í lofti. Þannig er því einnig varið í mann- lífinu, og allt er í heiminum hverf- ult. í dag er kær vinur og náinn samstarfsmaður kvaddur, Guð- mundur Guðmundsson, sparisjóðs- stjóri. Á fáeinum vikum hneig sól hans til viðar, sól, sem skein hátt ogglatt. Hér skulu í örfáum orðum þökk- uð liðlega aldarfjórðungskynni, eða frá því að undirrituð kom úr skóla og hóf skrifstofustörf hjá Lýsi og mjöl hf. í Hafnarfirði, en Guðmundur var þá framkvæmda- stjóri þess. Þar urðu samstarfsár okkar 4, en síðar, eða undanfarin 12 ár, hjá Sparisjóði Hafnarfjarð- ar. Þessi kynni urðu fljótt að góðri og tryggri vináttu við þau hjón bæði, Guðmund og Elsu, og börn þeirra. Ég varð heimilisvinur, og nánast tekin sem ein úr fjölskyld- unni. Ég hef metið mikils og verið þakklát fyrir að hafa ung kynnst slíku öðlingsfólki. Guðmundur og Elsa voru 48 ár í hjónabandi. Þau eignuðust 3 börn, Guðmund Örn, Björk og Magnús Þórð. Þau stýrðu fleyi sínu samtaka styrkum höndum í trú, von og kærleika gegnum boðaföll lífsins, því var hjónaband þeirra farsælt. Þau ræktuðu garðinn sinn saman vel í tvennskonar skilningi. Mér varð það strax ljóst, að það er mikilsvert fyrir ungling að eign- ast húsbónda, sem var svo vandað- ur til orðs og æðis að hverju hans orði mátti treysta, og allt, er hann lét frá sér fara, var þannig af hendi leyst, að varla varð á betra kosið. Hann var vakandi við stjórn, elju- samur, glöggur, en gætinn, holl- ráður og hafði með afbrigðum gott minni. Það kom fyrir að hann gat orðið snöggur upp á lagið, sem gat valdið misskilningi, og óhrein- skilni var honum síst að skapi. Guðmundur var sanngjarn maður og sáttfús. Það skal haft i huga, að erill dagsins er oft strembinn í jafn stórri og þýðingarmikilli stofnun sem Sparisjóður Hafnar- fjarðar er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.