Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 27

Morgunblaðið - 20.12.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 27 Kvennaráð eru ísköld Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Fay WeMon: Ævi og ástír kvendjöfuls Elísa Björg Þorsteinsdóttir þýddi Útgefandi Forlagið 1985. MARGIR lesendur kannast án efa við Fay Weldon, bækur hennar hafa vakið mikla athygli á síðustu árum og að minnsta kosti ein, Praxis, komið út á íslenzku. í henni var áleitin spurningin um stöðu konunnar gagnvart karlmannin- um og ég man mér fannst hún skyld þeirri umtöluðu bók Kvenna- klósettinu. Ævi og ástir kvendjöfuls er hins vegar engri bók lík, alténd ekki af þeim sem ég hef lesið eftir Fay Weldon. Rut og Bobó búa i hjónabandi og eiga tvö börn. Rut er einstak- lega ólánlegur kvenmaður i útliti, alltof há vexti og auk þess feiknar- lega ófríð. Bobbó virðist vera ljóm- andi myndarlegur og hann fer að halda við Mary Fisher sem býr i Háaturni. Þrátt fyrir að þau hjón hafa einhvern tíma komið sér saman um að hafa hjónabandið „opið“ getur Rut ekki sætt sig við það þegar alvara færist í leikinn milli Bobbós og Mary Fisher i Háaturni. Og þegar hann yfirgefur hana grípur hún til sinna ráða: Hún kveikir í húsinu þeirra svo að börnin eiga engan samastað. Ergo: Hún fer með börnin til hjúanna i Háaturni, þeim til óskiptrar hrellingar og truflunar. Hún fær vinnu á elliheimili þar sem karlæg móðir Mary Fisher er og býr þannig um hnútana af hinni mestu slægð að gamla konan verð- ur að fara af heimilinu. Og hvert á hún að leita? Nema til dóttur sinnar Mary Fisher og Bobbós í Háaturni. En þetta dugar ekki til að svala hefndarþorsta Rutar. Hún lærir bókfærslu í snatri og af því hún hefur enn lykil að endurskoðenda- skrifstofu Bobbós er henni nú í lófa lagið að dunda sér við það að breyta bókhaldinu og færir meðal annars nokkrar milljónir yfir á sérstakan reikning fyrir sig, sem hún ætlar að nota í ákveðnu augnamiði. Bobbó er dæmdur í fangelsi í sjö ár. Mary Fisher hefur fengizt við að skrifa reyfara, en henni er að fatast flugið í öllum þessum þreng- ingum, sem yfir dynja. Og skyldi engan undra. Rut kemur sér í kynni við guðsmann, sem síðar leitar Mary Fisher uppi og hefur þau áhrif á brenglað geð hennar, að ferli hennar sem höfundar er endanlega lokið. En samt er aðalhefndaraðgerðin enn ógerð og nú hefst Rut handa fyrir alvöru. Þann kafla er kannski ekki vert að rekja. En velta má fyrir sér hvað vaki fyrir Fay Weldon í þess- ari bók: er hún að segja sögu ólán- samrar konu sem verður að ná fram hefndum vegna þess sárs- auka sem Mary Fisher og Bobbó hafa valdið henni? Er hún að fjalla um hefndina sem slíka og hversu sterkt afl hún er í manneskjunni almennt? Eða er hún að segja eins konar súrrealíska dæmisögu? Le- sanda skal látið eftir að dæma um það. En Fay Weldon bregst ekki ritleiknin frekar en fyrri daginn þótt maður sé kannski hvorki sátt- ur við efnið né boðskapinn — hver sem hann er. Mér sýnist þýðandi hafi komizt vel frá sínu verki, sem án efa hefur ekki verið neitt áhlaupaverk. H öfóar til _____fólks í öllum starfsgreinum! L t f/lfM/ ÍÁ} ' ) * * 3? Vj- 1* • JXíí E r-ÆS;. - « ■ ' ■ <** s|t‘ * v * * 4 .A 5 * *' £'**.*/ >N REYKJAVÍKURKORT DAGATAL 1986 GOMUL REYKJAVÍKUR- KORT Árbæjarsafn og 200 ára Afmælisnefnd Reykja- víkur hafa gefið út stórmerkilegt litprentað dagatal fyrir árið 1986. Á dagatalinu eru 12 kort frá árunum 1715 til dagsins í dag, auk bráðfallegs korts Benedikts Gröndal frá 1876. Árbæjarsafn hefur dregið þessi kort fram í dagsljósið og haft umsjón með útgáfunni. Sum þessara korta hafa ekki fyrr verið birt almenningi þ.m.t. áðumefnt kort Ben. Gröndal. Hér er um stórmerka og forvitnilega útgáfu að Árbæjarsafn ræða. Fróðlegt er að sjá á kortunum Reykjavík þróast úr þorpi í þá borg sem hún er í dag. Skýr- ingartextar eru á íslensku og ensku og því til- vaíin gjöf til kunningja og viðskiptavina hér heima sem erlendis. Dagatalið fæst í bókaverslunum, hjá Sögu- félaginu og á Árbæjarsafni, en safnið sér um dreifingu. Utsöluverð er kr. 400.-. Einstaklingar og fyrirtæki: Tryggið ykkur ein- tökáðurenupplagþrýtur. Sími 84412 / /) Afmælisnefnd Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.