Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
Næsta ár verður helgað
heilbrigði og bindindi
ÁRID 1986 verður helgað heilbrigði
og bindindi. Höluð tilgangur þessa er
að vekja athygli á áfengis- og eitur-
lyfjavandamálinu, og jafnframt að
hvetja almenning til heilbrigðra lífs-
hátta.
Það eru biskup tslands, landlækn-
ir, samtökin Átak gegn áfengi,
Landssambandið gegn áfengisböl-
inu, Áfengisvarnarráð, Stórstúka
íslands, íþróttasamband íslands,
Umgmennasamband íslands og
Kvenfélagasamband íslands, sem
standa að skipulagningu. Að sam-
tökunum Átak gegn áfengi standa
35 félög og stofnanir, meðai annars,
stjórnmálaflokkar, skátar, Æsku-
lýðsráð ríkisins, SÁÁ og Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur.
Stutt er síðan ákvörðun um að
næsta ár yrði helgað heilbrigði og
bindindi var tekin, en umræður
hafa átt sér stað frá síðasta ári.
Hilmar Jónsson stórtemplar sagði
á blaðamannafundi í gær að neysla
áfengis og fíkniefna hefði aukist
mjög á undanförnum árum og er
það ein meginástæða að staðið er
að þessu átaki. Ólafur Ólafsson,
landlæknir benti á að aldur þeirra
sem neyta þessara efna hefði farið
lækkandi og heimilisaðstæður ungl-
inga hefðu bein áhrif á það hvort
þeir leiðast út í hana. En það eru
ekki aðeins unglingar sem ánetjast
áfengi og eiturefnum heldur einnig
hinir eldri og sagði landlæknir að
nauðsynlegt væri að beina fræðslu
og umræðu að þessum hópi ekki
síður en að unglingum.
Á næsta ári er fyrirhugað að
halda þrjár ráðstefnur undir for-
ystu landlæknis í Reykjavík, á
Akureyri og Eigilsstöðum. Þá verða
einnig haldnar samkomur á Suður-
landi, Vesturlandi, Vestfjörðum og
Suðurnesjum.
Undirbúningshópur hefur í
hyggju að senda öllum sveitar-
stjórnum bréf þar sem þess er óskað
að kosnar verði þriggja manna
nefndir í hverju sveitarfélagi til að
vinna að og skipuleggja átak gegn
áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Auk
þessara þriggja er lagt til að for-
menn æskulýðsráða og áfengisvarn-
arnefnda verði sjálfkjörnir í nefnd-
ina. Og að lokum verða skipulögð
greinarskrif í dagblöð og gefið út
veggspjald með merki ársins.
Nokkur samtök hafa tekið sig saman um að helga árið 1986 heilbrigði og
bindindi. Á myndinni eru nokkrir aðstandendur t.v.: Hilmar Jónsson, stór-
templar, María Petursdóttir, Ólafur Ólafsson landlsknir, sr. Jón Bjarman,
Árni Einarsson og Páll Daníelsson.
„Heims um ból, helg eru jól...“ Kennarar og nemendur syngja saman á Sal f gsrmorgun við undirleik Óskars
Einarssonar, nemanda í 3. bekk. Lengst til vinstri er skólameistari, Tryggvi Gíslason og á myndinni má einnig
sjá kennarana Þóri Haraldsson, Ragnheiði Gestsdóttur, Giselu Bjarnason og Jóhann Sigurjónsson, konrektor, auk
fjölda nemenda. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Gamalli hefð haldið við í Menntaskólanum á Akureyri:
í jólafrí á afmælisdegi Þórarins
Björnssonar fyrrverandi meistara
Akureyri, 19. desember.
ÞÓRARINN Björnsson, fyrrum
skólameistari Menntaskólans á
Akureyri fæddist 19. desember 1905
og hefði því orðið áttræður í dag
hefði hann lifað. Það er orðin hefð
í MA að gefa jólafrí á afmælisdegi
Þórarins — og svo var einnig í dag.
Hringt var á Sal um kl. 10 í
morgun. Þar hélt Tryggvi skóla-
meistari Gíslason tölu og sagði
meðal annars: „Tíminn er hrað-
fleygur fugl. Lífið er aðeins ör-
skotsstund. Ég minnist atburðar á
þessum stað á Sal fyrir réttum
þrjátíu árum og þó er það eins og
gerst hefði í gær. Öllum á óvart
var hringt á Sal 19. desember 1955.
Nemendur skólans, sem þá voru
294, þar af 219 í sjálfum mennta-
skólanum en 75 í miðskóladeild,
komu allir á Sal fullir eftirvænt-
ingar. í pontu steig Brynjólfur
Sveinsson yfirkennari og mælti
þessi orð: „Bylting hefur verið gerð
á kennarastofu Menntaskólans á
Akureyri og byltingarmenn hafa
að meistara forspurðum látið
hringja á Sal í tilefni þess að Þór-
arinn skólameistari Björnsson er
fimmtugur í dag.“ Síðan gaf Brynj-
ólfur jólafrí.
Síðan þá hefur það verið hefð í
MA að gefa frí 19. desember.
Tryggvi sagði anda Þórarins
Björnssonar enn svífa yfir vötnun-
um í MA því 17 af núverandi
kennurum skólans hefðu stundað
eða lokið námi í tíð hans. Þórarinn
gegndi starfi skólameista frá 1.
janúar 1948 til dauðadags, 28.
janúar 1968.
Eftir ræðu Tryggva sungu nem-
endur og kennarar saman fyrsta
erindi sálmsins Heims um ból —
og síðan hélt hver sína leið.
„Fordæmi Jóns mætti
vera sem flestum
til eftirbreytni"
- sagði Geir Hallgrímsson er hann fylgdi úr hlaði
ritsafni Jóns Þorlákssonar
„ÉG HYGG að fátt það sem sagt
er í stjórnmálaumræðu samtímans
þoli birtingu eftir fimmtíu ár, eins
og raun er um stjórnmálagreinar
Jóns Þorlákssonar," sagði Geir
Hallgrímsson, utanríkisráðherra, er
hann fylgdi ritsafni Jóns úr hlaði á
fundi Stofnunar Jóns Þorlákssonar
ígær.
Geir sagði, að Jón Þorláksson,
fyrrum borgarstjóri og forsætis-
ráðherra, hefði verið rökfastur og
yfirvegaður stjórnmálamaður.
Einkenni hans hefðu verið vönduð
vinnubrögð og öfgalaus málflutn-
ingur. Fordæmi hans mætti vera
sem flestum til eftirbreytni.
Ritsafnið Jón Þorláksson.
Ræður og ritgerðir er gefið út af
Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem
er rannsóknarstofnun í stjórn-
málum og atvinnumálum, er
starfað hefur frá ársbyrjun 1983.
Framkvæmdastjóri hennar er dr.
Hannes H. Gissurarson. Ritsafn-
inu fylgir inngangur um ævi og
störf Jóns, sem Gunnar heitinn
Thoroddsen samdi. í því er síðan
að finna allar þær ritgerðir Jóns,
sem útgefandi telur að skipti
verulegu máli til þess að menn
geti gert sér mynd af honum, og
hafa sögulegt, verkfræðilegt eða
hagfræðilegt heimildargildi.
Gylfi Þ. Gíslason, prófessor,
sagði á fundinum, að Jón Þorláks-
son hefði lagt merkan skerf til
íslenskrar hagfræði, enda þótt
hann væri verkfræðingur að
mennt. Rit hans Um lággengið
(1924) væri annað íslenska hag-
fræðiritið eftir Auðfræði Arnljóts
Ólafssonar, sem samin var á öld-
inni sem leið. Það bæri vott um
mikla þekkingu og skarpskyggni
höfundar. Margt sem þar væri
skrifað hefði enn gildi.
Gylfi rifjaði upp að Jón hefði
verið náinn vinur föður síns,
Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra,
og tíður gestur á bernskuheimili
sínu. Hann hefði ekki haft af
honum persónuleg kynni, en verk
Jóns og vitnisburðir annarra um
hann sýndu að hann hefði verið
einhver merkasti stjórnmálamað-
ur íslendinga.
Þórarinn Þórarinsson, fyrrum
ritstjóri, rakti einnig minningar
sínar um Jón og minntist þess
m.a. að hann hefði setið fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur, sem
blaðamaður, er Jón var borgar-
stjóri á fyrri hluta aldarinnar.
„Rökfastari ræðumann hef ég
ekki hlustað á,“ sagði Þórarinn,
og kvað engan íslenskan stjórn-
málamann honum fremri um
skipulegan málflutning.
Þórarinn sagði, að eitt af mestu
stjórnmálaafrekum sem unnið
hefði verið hér á landi væri að
Frá blaðamannafundinum í gær, þar sem ritsafn Jóns Þorlákssonar var fylgt úr hlaði. Frá vinstri við háborðið
silja: Þórarinn Þórarinsson, Hjörtur Hjartarson, Jonas H. Haralz, Geir Hallgrímsson, Vala Thoroddsen og
Gylfi Þ. Gíslason. Fremst á myndinni eru þeir Ólafur Björnsson, til vinstri og Helgi Hkúli Kjartansson.
Jón Þorláksson
stofna íhaldsflokkinn og síðar
Sjálfstæðisflokkinn, sem breiðan
flokk er höfðaði til allra stétta.
Það væri fyrst og fremst verk
Jóns. Hann hefði sniðið flokkana
að breskri fyrirmynd, en ekki
norrænni. Þórarinn lauk einnig
lofsorði á störf Jóns í fjármála-
ráðuneytinu á þriðja áratugnum.
Hann sagði, að þegar framsóknar-
menn tóku við ráðuneytinu 1930
hefði verið slík röð og regla á fjár-
málum ríkisins, að þeir hefðu ekki
þurft að hækka skatta, eins og
aðrir er við þvi ráðuneyti hafa
tekið.
ólafur Björnsson, fyrrv. pró-
fessor og alþingismaður, fór einn-
ig viðurkenningarorðum um
framlag Jóns til íslenskrar hag-
fræði. Hann kvaðst minnast þess
að þegar rit Jóns Um lággengið
kom út og hann var sjálfur á
fermingaraldri, hafi hann
gluggað í það en átt erfitt með
að botna í því sem höfundurinn
var að fara. Öðru máli hefði gegnt
um ritgerðir Jónasar frá Hriflu á
þessu tíma, sem honum þóttu
auðskildar og skynsamlegar.
Þetta mat sitt hefði síðan breyst
mikið við nánari kynni af hug-
myndum Jóns.
Jónas Elíasson, prófessor, vakti
athygli á framlagi Jóns Þorláks-
sonar til verklegra framkvæmda
í Reykjavík, m.a. frumkvæði hans
að byggingu vatnsveitunnar.
Hann kvað Jón hafa verið mjðg
framsýnan í öllum verklegum
efnum og til dæmis um það nefndi
Jónas, að ritgerðir hans um virkj-
anakosti og stóriðju væru enn
tímabært framlag til umræðu um
þau efni.