Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 41 lækninga- lannúðar- allan heim til að miðla augnlækn- um á viðkomandi stöðum af þekk- ingu sinni svo hún megi koma að notum þar sem þörfin er mest. Dvalist er í þrjár vikur á hverjum stað. 1 flugvélinni starfa u.þ.b. 20 manns; læknar, hjúkrunarfólk, 42 milljónir jarðarbúa þjást af blindu. ORBIS i teknar upp á myndband og seinna Greinarhöfundur ásamt Þór, syni sínum, í stjórnklefa ORBISI f Shanghai í Kína. augnlækninga. I þessu skyni ferð- ast fulltrúar samtakanna út um tæknimenn og starfsfólk auglýs- ingadeildar samtakanna. Aðalskrifstofa ORBIS-samtak- anna er í New York og starfa þar 8 til 10 manns. ORBIS-samtökin starfa í þágu mannúðar og starf- semin er fjármögnuð með frjálsum framlögum fyrirtækja og einstakl- inga, sem vilja hjálpa meðbræðr- um sinum. Allar augnaðgerðir eru sjúklingunum að kostnaðarlausu. Læknar frá Bandaríkjunum og fleiri löndum framkvæma aðgerð- irnar og kenna erlendum starfs- bræðrum sínum. Tæknin nýtt til fullnustu í flugvélinni er kennslustofa og þar geta nemendur fylgst með aðgerðum á sjónvarpsskermi. Auk þess eru allar aðgerðir teknar upp á myndband og þær notaðar sem kennsluefni. í kennslustofunni eru sæti fyrir 18 manns og er hún jafnan fullsetin. Nemendur og kennarar ræðast við með aðstoð hljóðnema og heyrnartóla. Vegna þess hve kennslustofan er lítil er brugðið á það ráð að fá herbergi til afnota í nærliggjandi byggingu. Þar geta allir þeir augnlæknar sem vilja fylgst með aðgerðum á sjón- varpsskermum. Þegar við vorum í Peking komu tæplega 200 augn- læknar til að afla sér nýrrar þekk- ingar, sem þeir geta síðan miðlað -til annarra. 1 flugvélinni er aðstaða til að skoða sjúklinga og er hún búin fullkomnum ómskoðunartækjum og leysi. Þar er einnig sérstakt hvíldarherbergi með sex til átta rúmum. Sjúklingarnir geta því jafnað sig eftir aðgerðir, áður en þeir eru fluttir á sjúkrahús til frekari meðferðar. Talið er að u.þ.b. 42 milljónir jarðarbúa séu blindar. Einnig er álitið að 500 milljónir manna þjá- ist af augnsjúkdómum, sem geta valdið blindu. Því hefur einnig verið haldið fram, að unnt væri að koma í veg fyrir blindu eða lækna hana í tveimur af hverjum þremur tilfellum, ef unnt væri að koma hinum sjúku undir læknis- hendur. ORBIS-samtökin hafa stigið mikilvægt skref f þá átt. Miðlun þekkingar Það var Dr. David Paton, sem nú gegnir stöðu framkvæmda- stjóra King Khaled Eye-sjúkra- hússins í Saudi-Arabíu, sem átti hugmyndina að því að starfrækja fljúgandi augnskurðstofu. Af ferðalögum sfnum um heims- byggðinga vissi hann, að erlendir sérfræðingar gátu lært ótrúlega mikið hver af öðrum. „Ég var sí- fellt að læra eitthvað nýtt í þessari grein," segir David Paton. „Ég tók að hugleiða hvað ég gæti gert til að miðla augnlæknum um allan heim af þessari þekkingu.“ Þessi spurning tók aftur að leita á hann, þegar hann tók við stöðu yfirlæknis augndeildar háskólans í Babylon. Þar komst hann að raun um mikilvægi smásjáraðgerða, sem fjölmargir augnlæknar um heim allan höfðu aldrei fram- kvæmt. David Paton þótti sýnt að besta leiðin til að kenna fram- kvæmd smásjáraðgerða væri sú að gefa augnlæknum kost á að fylgjast með slíkum aðgerðum. Honum var einnig ljóst, að ekki væri hagkvæmt að efna til nám- skeiða og ráðstefna í Bandaríkjun- um, þar sem pólitískar ástæður gætu hindrað þátttöku lækna frá fjölmörgum löndum. David Paton taldi, að hreyfanleg augnskurðstofa gæti leyst þennan vanda. í fyrstu hugleiddi hann að taka í notkun skip, en féll frá þeirri hugmynd, þar sem ljóst var, að þar með yrðu fjölmörg land- svæði útundan. Hann ákvað því að nýta flugvél í þessu skyni og reyndi að afla hugmyndinni fylgis. Fjölmargir aðilar gengu til liðs við David Paton. Honum tókst að fá flugfélagið United Airlines til að gefa flugvél af gerðinni DC-8, sem tekin hafði verið úr notkun. Gífurlegur undirbúningur En þótt tekist hefði að útvega flugvél voru mörg vandamál enn óleyst. Hvernig var unnt að breyta flugvélinni í augnskurðstofu? Hvernig átti að fjármagna starf- semina? Hvernig myndu augn- læknar bregðast við fljúgandi skurðstofu? Eftir mikla vinnu tókst sérfræð- ingum að innrétta vélina án þess að skerða flughæfni hennar. Tveimur rafstöðum ’ var komið fyrir í vélinni, þannig að hún getur framleitt eigið rafmagn, knúið lækningatæki og loftræstingu. Sérfræðingur í hönnun uppskurð- artækja, W.L. Mcintyre að nafni, bjó til sérstakt jafnvægisborð, þannig að unnt er að framkvæma aðgerðir á meðan þotan er á flugi. I marsmánuði árið 1982, þegar undirbúningur hafði staðið í fjögur ár, var flugvélin tilbúin til að halda í sína fyrstu ferð. Fyrsta árið fór flugvélin til eftirfarandi landa: Panama, Ecuador, Perú, Kólomb- íu, Jamaíka, Þýskalands, Eng- lands, Tyrklands, Kína, Filipps- eyja, Indónesiu, Malasíu, Thai- lands, Pakistan, Sri Lanka, Sam- einuðu arabísku furstadæmanna, Jórdaníu, Túnis, og Marakkó. Á þessu ári hafa ORBIS-samtökin heimsótt öll þessi lönd á ný auk þess sem fjölmörg lönd í Afríku og Asiu hafa bæst við listann. Sjálfboðaliðar sjá um að fljúga flugvélinni á milli staða. Þetta eru flugstjórar, sem starfað hafa hjá bandarískum flugfélögum, en eru nú komnir á eftirlaun. Framlag þeirra er ómetanlegt. Þessir „strákar" eru alveg einstakir. Flestir eru þeir á milli sextugs og sjötugs og ennþá í fullu fjöri. Vinnudagurinn hjá starfsmönn- um ORBIS hefst klukkan sjö að morgni. Þá fer allur hópurinn út í flugvélina. Flugvélstjórarnir Patrick Healy og Ken La Pointe setja rafstöðvarnar í gang og hjúkrunarfólkið undirbýr aðgerð- ir. Venjulega er unnið til klukkan fimm, en þó kemur fyrir, að unnið er langt fram eftir kvöldi. Um helgar eiga menn frí og er tíminn þá gjarnan nýttur til skoð- unarferða. I Peking skoðuðum við Kínamúrinn, Sumarhöllina, og Borgina forboðnu. Það er sérstök lífsreynsla að ganga eftir Kína- múrnum, mér þótti sem ég væri komin langt aftur í tímann. Kína- múrinn er 6.000 kílómetra langur og er mikið skemmdur, en Kín- verjar hafa gert hluta af honum upp og þar geta ferðamenn nú spókað sig. Þessi ótrúlegi mannfjöldi fékk mikið á Þór litla. Fólkið vildi strjúka honum um kollinn, allt í mestu vinsemd að sjálfsögðu, en honum þótti þessi athygli óþægi- leg. íslensk bók í Shanghai Þegar við höfðum dvaldist í þrjár vikur í Peking var haldið til Shanghai. Þar varð á vegi okkar sænsk kona, sem tók mig tali, þegar hún sá, að ég var í bol með mynd af íslandi. Hún sagði mér, að hún hefði skoðað safn daginn áður og rekist þar á bók á islensku! Daginn eftir héldum við þangað í grenjandi rigningu. Ég var ákveðin að finna þessa bók. Safnið reyndist vera Luxun-safnið í Hongkou- garði. Patrick, Edei vinkona okkar, Þór og ég grandskoðuðum safnið. Ég hef aldrei nokkurn tíma verið jafn lengi á einu safni. Þegar við höfðum leitað drjúga stund var samferðarfólk mitt tekið að hall- ast að þvi, að þetta hefði verið hugarburður hjá þeirri sænsku. Loksins í siðasta herberginu, sennilega i síðustu hillunni, fund- um við bókina. „Sögur eftir Lu Zun“ nefndist hún og mig minnir, að hún hafi verið þýdd á Islensku í kringum 1930. Þetta var mjög áhrifamikil stund. Ég var mjög hreykin og montaði mig óspart við Bandaríkjamennina sem með mér voru. { Shanghai hitti ég af tilviljun vinkonu mína frá íslandi sem er gift dönskum manni, sem var að störfum í Shanghai. Sem nærri má geta voru þetta miklir fagnað- arfundir. Svo leyfa menn sér að fullyrða að heimurinn sé stór ... ORBIS-samtökin hafa marg- sannað gildi sitt. Því til staðfest- ingar vil ég leyfa mér að vitna í grein, sem birtist í dagblaði einu í Zimbabwe þegar ORBIS I kom þangað í septembermánuði árið 1984: „Þegar fréttist að ORBIS I sé væntanleg drífur fólk að úr mörg hundruð kílómetra fjarlægð. Ef til vill sér það ekki þegar flug- vélin kemur inn til lendingar, en ef heppnin er með því getur það séð vélina hefja sig til flugs og hverfa."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.