Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985 Bandaríkjaþing: N iður skurðarfr um- varpið strandaði á skattaákvæðum Washington, 19. deaember. AP. FULLTRUAR fjárveitinganefnda beggja deilda Bandaríkjaþings hlupu til í gsr og freistuðu þess að koma í gegnum þingið frumvarpi um niðurskurð opinberra útgjalda og skattahækkanir. Markmið frum- varpsins var að minnka hallann á bandarísku fjárlögunum um 80 Disneyland í Frakklandi Burhank, kalirorníu, 19. desember. AP. WALT Disney fyritskið hefur und- irritað samning við frönsk stjórn- völd um að evrópsku Disneylandi verði komið upp í einu úthverfa Parísar eða í Marne-La-Vallee, um 36 kílómetra austur af París. Spánn hafði einnig hug á að fá skemmtigarðinn, en Frakkar urðu hlutskarpari. Samningurinn þýðir að þúsundir starfa munu skapast í Frakklandi, enda um milljaröa- fjárfestingu að ræða, auk þess sem búast má við að ferðamanna- straumur aukist. Þetta er fjórði skemmtigarður Disneyfyrirtækj- anna. Sá fyrsti í Kaliforníu var opnaður 1955, annar í Flórida 1971 og sá þriðji í Tókýó í Japan 1983. Búist er við að garðurinn í Frakk- landi verði opnaður 1990—91. milljarða dollara á næstu þremur árum. í þingdeildunum náðist bráða- birgðasamkomulag — eftir tveggja vikna samningaþóf — um yfir 51 milljarðs dollara niður- skurð á næstu þremur árum. En við lokaumræðuna strandaði af- greiðsla frumvarpsins á deilum um skattaákvæði þess, þ.á m. um til- lögu öldungadeildarinnar um framleiðslugjald til að standa undir kostnaði við að fjarlægja eiturefnaúrgang. „Eg veit ekki, hvert framhaldið verður nú,“ sagði Bob Packwood, formaður fjárveitinganefndar öld- ungadeildarinnar, þegar fulitrúa- deildarþingmenn mættu ekki á samningafund, þar sem reyna átti að leysa ágreiningsefnin. Dan Rostenkowski, formaður fjárveitinganefndar fulltrúadeild- arinnar, sem var oddviti samn- inganefndar fulltrúadeilarinnar, hóf þess í stað að vinna að fram- gangi annars frumvarps, sem miðar að því, að gildistími ýmissa laga, sem eru um það bil að falla úr gildi, verði framlengdur til 15. mars. Verði þetta frumvarp sam- þykkt, gerir það þingmönnum kleift að fara í jólaleyfi og hefja nýja skoðun fjárlagamálsins eftir áramót. Kólombía: Snarpur jarðskjálfti veldur skelfingu BofoU, Kólombtu, 19. desember. AP. SNARPtJR jarðskjálfti fór um stór- an hluta Kólombíu á miðvikudag og var sterkastur í grennd við landa- mæri Venezuela. Fyrstu fregnir um jarðskjálftann greindu ekki frá dauðsföllum eða eignatjóni af völd- um hans en fólk í nokkrum borgum hljóp út á götur í örvæntingu er skjálftinn stóð sem hæst. Jarðskjálftinn, sem mældist 5,2 stig á Richter kvarða, átti upptök sín um 273 km austur af Bogoda, í grennd við borgina Bucarmanga, að sögn talsmanns Andeanjarð- fræðistofnunarinnar. Frá síðustu för Columbiu. ('anaverml-höröa, 19. desember. AP. Geimskoti frestað GEIMSKOTI geimskutlunnar Kólumbíu var frestað aðeins 14 sekúndum áður en hún átti að hefja sig til lofts, vegna vandamála sem komu upp í sambandi við stýrieldflaugar skutlunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsta tilraun til geimskots verður gerð. Meðal sjö manna áhafnar flaugarinnar er þingmaður frá Florida. Áhöfnin yfirgaf flaugina hálfum tíma eftir frestun geimskotsins og héldu til búða sinna til að bíða annarrar tilraunar. í þessari ferð er áhöfninni ætlað að koma fyrir gervihnetti, taka myndir af halastjörnu Halleys, auk annars. Sovétríkin: Yevtushenko gagnrýnir forréttindi og sögufölsun Moskvu, 19. desember. AP. í R/EDU, sem sovéska skáldið Yevgeny Yevtushenko hélt nýlega á þingi sovéskra rithöfunda, vék hann á óbeinan hátt að og gagnrýndi ritskoðun- ina í Sovétríkjunum og önnur þjóðfélagsmein og hvatti til aukins frelsis í landinu. í ræðunni, sem Yevtushenko flutti 12. des. sl., nefnir hann „miskunnarlausa útrýmingu" Stalíns á andófsmönnum, mennta- mönnum og mörgum hershöfðingj- um Rauða hersins án þess þó að nefna Josef Stalín á nafn. Yevtushenko er það Ijóðskáld sovéskt, sem kunnast er erlendis, en hann vakti fyrst á sér athygli á sjötta áratugnum með því að yrkja um efni, sem jafnan hafa verið talin forboðin í Sovétríkjun- um. Yevtushenko fór af stað með hefðbundnum hætti í ræðu sinni, lofaði Lenin og fór með nokkrar kommúnískar trúarjátningar, en að því búnu tók hann að gagnrýna það, sem honum þótti miður fara í landinu. Réðst hann t.d. harka- lega á matarskömmtunina í bæj- um og þorpum í Sovétríkjunum og á forréttindin, sem hinir útvöldu njóta. „Það er siðferðilega rangt, að fámenn forréttindastétt skuli hafa betri aðgang en aðrir að mat og neysluvörum og öðrum fríðindum. Við þurfum ekki að leita langt yfir skammt. I vösunum höfum við allir, sem erum á þessu þingi, sér- stakt kort og með því að framvísa því fáum við að versla í vissum verslunum," sagði Yevtushenko. Yevtushenko hvatti til, að tján- Yevgeny Yevtushenko ingarfrelsið yrði aukið og fór hörð- um orðum um opinbera söguföls- Stjörnuspámenn féllu á stjörnuspekiprófi Su PranrÍHCo, 18. desember. Frá Magnus] Þriodi Þóróarayni, frétUriUra MorKunblaóeins. EÐLISFRÆÐINGUR við Lawrence-tilraunastöðina í Berkeley hefur flett ofan af stjörnuspekingum og stjörnukortagerðarmönnum. Hann tók 28 virtustu stjörnuspámenn heims í landhelgi og felldi þá á eigin bragði. Stjörnuspár eru líklega eitt víðlesnasta efni blaða og tímarita. Fjöldi fólks fer ekki út úr húsi, fyrr en búið er að kanna spá dagsins, svo að hægt sé að haga gerðum sínum í samræmi við spána. Margir hafa líka tröllatrú á stjörnukortum og halda, að persónueinkenni og framtíð fólks ráðist af stöðu stjarnanna á því dagsins Ijós. Vísindamenn hafa gefið lítið fyrir þessa speki og talið fyrir neðan virðingu sína að sinna þessari grein stjarn- og sálvís- inda. Því er öðruvísi farið um Shawn nokkurn Carlson. Carlson er atvinnutöframaður og vann fyrir sér með töfrabrögðum, á meðan hann stundaði nám í eðl- isfræði við Kaliforníuháskóla. Carlson hafði áhuga á að prófa stjörnuspámenn á vísindalegan hátt og leitaði samstarfs við stéttina sjálfa. Því var vel tekið. Var ákveðið að semja próf í þessu efni. Helztu leiðtogar atvinnu- augnabliki, er einstaklingurinn sér stjörnuspámanna veittu fulltingi sitt. Stéttarfélag þeirra, stjörnu- spádómarannsóknarfélag Bandaríkjanna, lýsti því yfir að prófið væri sanngjarnt. Prófinu var enda ætlað að sanna, að stjörnuspekingar væru ekta. Leiddir voru fram 28 fremstu stjörnuspámenn í Evrópu og Ameríku. Því var haldið fram af stéttarfélaginu, að þeir gætu og myndu skilgreina nákvæmlega eðli og skapgerð fólks, án þess nokkurn tíma að hitta viðkom- andi, en eingöngu með þvi að teikna og lesa úr stjörnukortum hvers og eins. Þeir féllu á próf- inu. Spekingarnir reyndu hæfi- leika sína á 126 einstaklingum og reyndust hafa rangt fyrir sér um tvo af hverjum þremur. Hver stjörnuspekingur spreytti sig á þremur einstakl- ingum, sem áður höfðu verið greindir samkvæmt aðferðum, sem aðilar komu sér saman um. Nokkrir sálfræðingar úr hópi stjörnuspekinga hjálpuðu Carl- son við þann hluta verksins. Þess var gætt, að spurningar og stað- reyndir gengju nægilega mikið á víxl. Þannig var tryggt, að á báða bóga væri útilokað að svindla. Tveir spámannanna notuðu stjörnuspátölvur við að kort- leggja hinar óséðu sálir. Þess var yfirleitt gætt í hvívetna að full sanngimi ríkti gagnvart spá- mönnunum, sem héldu því fram að öll fyrri próf hafi verið hlut- dræg í þeirra garð. Niðurstöð- urnar voru síðan mjög vandlega metnar og vegnar. Það kom spá- mönnum þess vegna mjög á óvart, að vopnið snerist í höndun- um á þeim. Enginn þeirra hefur enn viljað láta hafa eftir sér eitt eða neitt um málið. Árangurinn, þrjátíu prósent rétt, er engu betri en handahófs- aðferðin. Tilraun þessi greinilega hrekur stjörnuspekikenningar um að plánetur og fæðingarstað- ur og tími ráði örlögum manna. Miklu líklegra er, að aðrir þættir ráði niðurstöðu stjörnuspá- manna og viðskiptavinirnir opin- beri sig að meira eða minna leyti áður en kortalesturinn hefst. Menn geta því óhræddir gengið um gleðinnar dyr, því enn er í fullu gildi, að hver er sinnar gæfu smiður. un. „Okkur ber skylda til að þegja ekki um liðna atburði. Skynsam- legar hugmyndir millistéttar- bænda og hinna rægðu kúlakka (sjálfseignarbænda) voru troðnar í svaðið og bestu mönnum flokks- ins og bestu mönnum í hernum var rutt úr vegi,“ sagði Yevtushenko en þessar ofsóknir áttu sér stað á dögum Stalíns. TWA til sölu New York, 19. desember. AP. TRANS World Airlines er til sölu á nýjan leik og flugfélögunum Amer- ican Airlines, Northwest Airlines og Resorts Airlines International, hef- ur verið boðið að gera tilboð í félag- ið, að sögn bandaríska dagblaðsins The Wall Street Journal. Oljóst er hvort félögin gera tilboð eða ekki. Ekki tókst að ná í talsmenn flugfélaganna til að fá álit þeirra á þessum fregnum. Fjármálamaö- urinn Carl Icahn, sem hefur umráð yfir 51% hlutabréfa í TWA, hafði ætlað sér að taka alveg yfir félagið fyrir 24 dollara hlutinn, en honum hefur ekki tekist aö ná saman þeim 850 milljónum dollara, sem til þess þarf, vegna ótta fjárfestingaraðila um stöðu fyrirtækisins, en það tapaði 70 milljónum dollara fyrstu níu mánuði þessa árs. TWA er fjórða stærsta flugfélag Banda- ríkjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.