Morgunblaðið - 20.12.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER1985
45
„Stanzlaust
fjör í gamla
miðbænum“
„STANZLAUST fjör í gamla miö-
bænum“ nefnist skemmtidagskrá,
sem veröur í miöbæ Reykjavíkur á
morgun, laugardag. l»ar munu koma
fram ýmsir þekktir skemmtikraftar
og mun dagskráin standa frá klukk-
an 13.30 til 18. Verzlanir verða opn-
ar til klukkan 22 á morgun.
’ Dagskráin verður í grófum
dráttum sem hér segir:
Við Laugaveg 59 (Kjörgarð)
Kl. 13:30: Jólasveinar koma og
skemmta.
Kl. 15:00: Hljómskálakvintettinn
leikur jólalög.
Við Nýja Laugaveg
Kl. 14:30: Jólasveinarnir skemmta
og gera ýmislegt fleira.
Kl. 15:00: Skotturnar skemmta á
palli. Skotturnar eru þrjár
litríkar og eldfjörugar
persónur sem flytja leik-
þátt sem Brynja Bene-
diktsdóttir hefur samið og
leikstýrir.
Á Lskjartorgi og í Austurstræti
Kl. 15:30: Hljómskálakvintettinn
leikur jólalög.
Laddi tekur við gullplötu frá Steinum
hf. fyrir sölu á 5.000 ein-
tökum á „Einn voða vit-
laus“. Eiríkur Fjalar verð-
ur væntanlega viðstaddur
og „Strumparnir bjóða
gleðilegjól".
Laddi fær gullplötu fyrir 5.000 seld
eintök af tveimur hljómplötum, sem
hann hefur sungiö inn á.
Kl. 17:00: Hljómskálakvintettinn
leikur jólalög við Skóla-
vörðustíg 12 (Vogue).
Kl. 18:00: Allflestir popparar og
söngvarar úr íslensku
hjálparsveitinni koma að
Hlemmtorgi Kl. 18.00 og
ganga af stað niður að
Lækjartorgi og kynna
plötuna til stuðnings
hungruðum í Eþíópíu.
Miðbæjarhlaup Gamla
miðbæjarins og KR
Kl. 14:00: Lagt verður af stað frá
Aðalstræti Hlaupið verð-
ur norður Aðalstræti,
austur Hafnarstræti upp
Hverfisgötu að Rauðarár-
stíg (Hlemmi), niður
Laugaveg og Bankastræti,
suður Lækjargötu, inn hjá
Skólabrú meðfram Póst-
hússtræti og endað aust-
ast í Austurstræti (göngu-
gata). Hlaupið er opið öll-
um sem áhuga hafa. Vega-
lengd er um 3,5 km.
Kl. 16:00: Kór Hamrahlíðarskóla
undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur mun ganga
niður Laugaveg að Lækj-
________artorgi og syngja jólalög.
Leiðrétting
Við birtingu á erindi Braga
Hannessonar, bankastjóra, um
nýjungar í bankalöggjöf sl. mið-
vikudag féll niður setning, sem
breytir merkingu eins kafla erind-
isins. Sá kafli átti að birtast svona
og eru þau orð, sem niður féllu
feitletruð: „Bankar í hlutafélaga-
formi kappkosti eðli málsins sam-
kvæmt að greiða hluthöfum sínum
arð. Nýju lögin gera ekki ráð fyrir,
að ríkisbankarnir greiöi eiganda
sínum arö. Til þess aö hlutafélags-
bankarnir geti haldið sama eigin-
fjárhlutfalli og ríkisbankarnir,
þurfa þeir að hagnast þeim mun
meira. Þannig valda ákvæði þessi
mismunun milli banka.“ Þetta
leiðréttist hér með.
Léttir á brún þrátt fyrir annir
Frumvörp til fjárlaga og lánsfjárlaga fyrir áriö 1986 eru aö þessu sinni
samferða á Alþingi og þykir þaö til mikillar fyrirmyndar. Þeir Þorsteinn
Pálsson, fjármálaráöherra, og Friörik Sophusson, varaformaöur fjár-
hags- og viðskiptanefndar neöri deildar, hafa staöið í ströngu vegna
frumvarpanna tveggja undanfarna daga og ekki fengið mikla hvfld frá
störfum. Þeir voru hins vegar léttir á brún þegar Ijósmyndari Morgun-
blaösins tók þessa mynd af þeim í vikunni.
Lokaumræða
um fjárlög í dag
FRUMVARP til fjárlaga fyrir áriö 1986 kemur til þriöju umræöu í samein-
uðu þingi í dag og búist er við því aö atkvæöagreiðsla um frumvarpiö fari
fram á laugardag. Breytingartillögur frá meirihluta og minnihluta fjárveit-
inganefndar og einstökum þingmönnum veröa líklega ekki færri en 200.
Þingflokkur Alþýöuflokks hefur þegar boöaö 80 breytingartillögur.
Þingflokkur Bandalags jafnaðar-
manna hefur hins vegar ákveðið
að leggja ekki fram neinar breyt-
ingartillögur við frumvarpið. 1
fréttatilkynningu frá þingflokkn-
um segir, að ástæðurnar séu eink-
um fjórar. í fyrsta lagi hafi breyt-
ingartillögur Bandalagsins við
fjárlagafrumvarpið 1984 verið
felldar. í öðru lagi er bent á, að
haustið 1984 hafi þingflokkurinn
lagt fram á annan tug tillagna til
þingsályktana um samdrátt og
breytingar í ríkisrekstri. Þessar
tillögur hafi ýmist verið felldar
eða látnar daga uppi í nefndum
þingsins. í þriðja lagi hafi breyt-
ingartillögur þingflokksins við
fjárlagafrumvarpið í fyrra verið
felldar. f fjórða lagi séu vinnu-
brögð við fjárlög úrelt og þar sé
við stjórnvöld að sakast. Þrátt
fyrir 50 milljóna króna útgjöld til
nefnda, stjórna og ráða sé yfirsýn
ríkisstjórnar yfir áhrif og útkomu
fjárlaga ekki meiri en svo að tíu
dögum fyrir áramót hafi engin
ráðherra hugmynd um hvernig
fjárlagaárið komi út.
Bankaeftirlitið líti eftir
starfsemi verðbréfamiðlara
Leyfi þarf fyrir rekstri að uppfylltum kröfum um menntum auk annarra skilyrða
Viöskiptaráðherra lagði fram á
Alþingi í gær frumvarp til laga um
verðbréfamiðlun, en hann hafði fyrr
í vetur boöaö slíkt frumvarp fyrir
jólaleyfl. f frumvarpinu er gert ráö
fyrir að starfsemi veröbréfafyrir-
tækja veröi settar ákveönar skorð-
Skammstafanir í
stjórnmálafréttum
í stjórnmálafréUum
Morgunblaðsins eru
þessar skammstafanir
notaðar.
Fyrir flokka:
A.: Alþýðuflokkur
Abl.: Alþýðubandalag
Bj.: Bandalag jafnaðarm.
F.: Framsóknarflokkur
Kl.: Kvennalisti
Kf.: Kvennaframboð
S.: Sjálfstæðisflokkur
Fyrir kjördæmi:
Rvk.: Reykjavík
VI.: Vesturland
Vf.: Vestfirðir
Nv.: Norðurland vestra
Ne.: Norðurland eystra
Al.: Austurland
Sl.: Suðurland
Rn.: Reykjanes
ur, mcöal annars gerðar kröfur um
menntun þeirra er stunda verð-
bréfamiðlun. Eftirlit meö starfsemi
veröbréfamiðlara veröur í höndum
Bankaeftirlitsins nái frumvarpið
fram að ganga.
Aðeins þeir sem lokið hafa prófi
í hagfræði, lögfræði eða viðskipta-
fræði geta fengið leyfi viðskipta-
ráðherra fyrir rekstri verðbréfa-
miðlunar. Ráðherra er þó heimilt
að fenginni umsögn stjórnar Verð-
bréfaþings íslands að veita undan-
þágu hafi umsækjandi sambæri-
lega menntun eða mikla starfs-
reynslu. í frumvarpinu er einnig
heimild til að setja reglugerð þar
sem kveðið er á um að umsækjend-
ur þurfi að standast sérstakt próf
um verðbréfaviðskipti. Auk kröfu
um sérstaka menntun er íslenskur
ríkisborgararéttur, óflekkað
mannorð og fjárræði skilyrði fyrir
veitingu leyfis. Hver sá er fær leyfi
verður að setja fram tveggja millj-
jóna króna bankatryggingu til að
standa straum af greiðslu skaða-
bóta sem honum kann að vera gert
að greiða vegna starfsemi sinnar.
I frumvarpinu er einnig ákvæði
um að félagi eða stofnun sé óheim-
ilt að reka verðbréfamiðlun nema
að sá maður sem veitir miðluninni
forstöðu og fer með daglega stjórn
hennar hafi leyfi viðskiptaráð-
herra til að stunda slíka starfsemi.
Sjötti kafli frumvarpsins fjallar
um viðurlög við brotum á lögunum,
en þar er meðal annars gert ráð
fyrir að það varði sektum eða
fangelsi, allt að sex mánuðum, ef
maður rekúr verðbréfamiðlun án
réttinda.
í 1. grein frumvarpsins segir að
með verðbréfi sé „átt við hvers
konar framseljanleg kröfuréttindi
til peningagreiðslna eða ígildis
hennar svo og framseljanleg skír-
teini fyrir eignarréttindum að
öðru en fasteign eða einstökum
lausafjármunum“.
í frumvarpinu eru einnig ákvæði
um hlutleysi verðbréfamiðlara
gagnvart kaupanda og seljanda og
þagmælsku um öll viðskipti er fara
um hendur hans. Verðbréfamiðl-
ara er skylt að halda fjármunum
viðskiptamanna á sérstaklega
skráðum reikningum og einnig að
tryggja að verðbréf í hans vörslu
séu skráð á nafn eigenda. Eins og
áður segir er lagt til í frumvarpi
viðskiptaráðherra að Bankaeftirlit
Seðlabanka íslands hafi eftirlit
með störfum verðbréfamiðlara og
er því heimill aðgangur að öllum
gögnum og upplýsingum þeirra
sem nauðsynleg kunna að teljast.
Öll skuldabréf
á að skrá á nafn
FRUMVARP til laga um nafnskrán-
ingu skuldabréfa var lagt fram á
Alþingi í gær af viðskiptaráðherra.
Þar er lagt til að skuldabréf verði
Efrí deild:
Breyttar reglur um
r annsóknar ne fnd
Klofningur í Alþýðubandalaginu
FRUMVARP til laga um nefnd til að kanna viðskipti Útvegsbanka íslands
og Hafskips hf. var samþykkt í efri deild alþingis á miövikudag. Aö frum-
kvæöi stjórnarandstöðu og meö samþykki stjórnarliða höföu veriö geröar
breytingar á frv., sem fela m.a. í sér útvíkkun á starfl nefndarinnar og
veita henni heimild til að krefjast skýrslna, munnlegra eöa skriflegra, af
einstökum mönnum og opinberum aöilum.
Tillaga stjórnarandstæðinga um un innan þingflokksins varð stuðn-
að sameinað þing kjósi að auki sex
alþingismenn samkvæmt tilnefn-
ingu þingflokka til að fylgjast með
rannsókn nefndarinnar var felld
við atkvæðagreiðslu í deildinni.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var ágreiningur í þing-
flokki Alþýðubandalagsins um það
hvort greiða ætti atkvæði með
frumvarpinu eftir að á því höfðu
orðið ofangreindar breytingar. í
atkvæðagreiðsla eða skoðanakönn-
ingur við frumvarpið ofan á. Svav-
ar Gestsson, Steingrímur J. Sig-
fússon og Skúli Alexandersson
voru því andvígir, en fjarverandi
voru Geir Gunnarsson og Hjörleif-
ur Guttormsson. Við atkvæða-
greiðsluna í efri deild studdi Skúli
hins vegar frv. með áorðnum
breytingum.
Eftir breytinguna felur frum-
varpið nú í sér, að hlutverk hinnar
þriggja manna nefndar sem
Hæstiréttar skal tilnefna til að
kanna viðskipti Útvegsbankans og
Hafskips, er, „að kanna hvort um
óeðlilega viðskiptahætti hafi verið
að ræða í viðskiptum Útvegsbanka
íslands og Hafskips hf. á undan-
förnum árum eða í viðskiptum
Hafskips hf. við aðra aðila."
Nefndin á að setja sér starfsreglur,
afla nauðsynlegra gagna og henni
er heimilt í samráði við skiptaráð-
anda, „að krefjast skýrslna, munn-
legra og skriflegra, af einstökum
mönnum og opinberum aðilum,
m.a. starfsmönnum Útvegsbanka
íslands." Þá er mælt fyrir um, að
rannsóknarnefndin skuli hraða
störfum sínum og skila skýrslu til
viðskiptaráðherra sem geri Al-
þingi grein fyrir störfum hennar
og niðurstöðum.
við útgáfu að bera meö sér hver sé
kröfuhaflnn.
Til að taka af öll tvímæli, eins
og segir í athugasemdum frum-
varpsins, er gert ráð fyrir að til-
greina viðtakanda greiðslu, ef
hann er annar en kröfuhafi. Þá er
einnig kveðið á um að framsöl skuli
árituð og á að koma skýrt fram
hverjum krafan er framseld.
I þriðju grein er mælt fyrir um
að óheimilt sé að þinglýsa eða
skrásetja með opinberum hætti
réttindi er ekki uppfylla ofan-
greind skilyrði. Undanþegnir fyr-
irmælum frumvarpsins eru víxlar
og tékkar. Þá verður viðskipta-
bönkum og sparisjóðum óheimilt
að taka veð til eignar eða inn-
heimtu skuldabréfa er ekki upp-
fylla umrædd skilyrði.
Þinghlé á
laugardag
ÞINGHLÉ veröur væntanlega gert
á laugardag, þegar lokiö er af-
greiðslu fjárlagafrumvarpsins í sam-
einuðu þingi.
Forsætisráðherra hefur lagt fram
tillögu um, að fundum Alþingis
verði frestað frá 21. desember
(laugardag) eða síðar, ef henta
þykir, enda verði það kvatt saman
á ný eigi síðar en 27. janúar 1986.